Reykjavík - 31.08.1912, Side 2
138
REYKJAVÍK
lingurinn sjálfur né áhorfendurnir taka
neinn ])átt í þessari athöfn. Þegar
henni er lokið fær læknirinn kaup sitt
og er pað oft mikið fé. Deyi hinn
▼eiki maður áður en ár er liðið verður
læknirinn að skila aftur borguninni
til ekkju hins látna eða barna hans.
Vilhjálmur segir frá því að trúboð-
um verði lítið ágengt um að kristna
Eskimóana. Þeim gangi vel að fá þá
tii að kasta barnatrúnni, en að fá þá
svo til að trúa biblíunni og biðjast
fyrir, það gengur alt örðugra. Mælt
er, að ekki sé nema tveir Eskimóar,
BolnTörpungaflotmn stækkar.
Hjalti *skipstjóri Jónsson kom á
mánudagskvöldið frá Englandi á nýjum
botnvörpung, sem félagið „ísland“ heflr
gjöra látið þar í sumar, en Hjalti verið
þar til eftirlits um.
Skipið nefna þeir félagar „Apríl“,
og er tilætlunin að koma sér upp fleiri
botnvörpungum, og láta heita eftir
mánuðunum, byrjað á Marz.
> Eigendurnir buðu til nokkrum mönn-
ca
c—.
't=-
. 03
& &
fca0
03
53
iS 93
fc
S
B és S
.ss
Pi
I=X^
CJ=>
> 1 COt
*t=a
OCI -tarf
J5«=l
l=J -r=*
<=>
AxA ’trá
co *=*
ed
^ tC
r=*
F—.
cd
cd
cd
"oS
LT^>
csa-
^ ^ s
r q=>
ctzj tajD
s S -22
P—i
== CS --
x
.a = í=J
-gg
c=.
co oq exj
cd
cd
S
cd
^ æ jg
fc*D ,*S
J2Í —
1895.
50 ára afmæli alþingis.
um að skoða skipið, daginn eftir að
það kom. Það er hið rennilegasta
skip og nokkuð stórt, 109 smáleStir
netto. Lengdin 135 fet á kjöl. Breiddin
24x/2 fet, og er einkar rúmgott á fram-
þiljum. Vélin hefir 525 hesta afl. Skipið
er raflýst, og mun vera fyrsti eða annar
hérlendi botnvörpungurinn, sem slíkur
útbúnaður hefir fylgt frá upphafi.
Skipið er smíðað í Middlesbrough on
Tees á skipasmíðastöð Smith’s Dock Co.,
Ltd. Fulltrúi þessa félags Mr. W. Lam-
bert Spence, kom hingað með skipinu
og dvelur hér nokkra daga.
Hjalti Jónsson verður skipstjóri, en
stýrimaður er Þorgr. Sigurðsson og
vélameistari Ólafur Jónsson frá Elliða-
vatni, er einnig hefir verið ytra til að-
gæzlu um vélaútbúnað.
Það rnátti skilja á eigendum skips-
ins, að gæfist „ Apríl“ eins vel og „Marz“,
mundi þess eigi langt að bíða, að „Maí“
Innkaupin i
ELdinborg1
auka gleði —
minka sorg.
sem tekið hafa kristna trú, þótt tveir
trúboðar hafl starfað þar i mörg ár.
Eskimóar eru miklu fúsari til að ganga
í skóla, sem haldinn hefir verið um
í slcdfatnaðaryerzlun Jóns Stefánssonar
Laugaveg 14
gerast þau beztu kaup, sem hægt er
að fá í bænum. T. d.: Kvenstígvjel
á 5 kr. Karlm.8tígvjel á 6 kr. 50 a.
nokkur ár á Herchel-eynni og furðu-
margir Eskimóa-drengir kunna orðið
að lesa og skrifa.
kæmi. Nú hefir „Marz“ verið í Eng-
iandí til aðgerðar, og kemur bráðlega
hingað aftur. Þorst. Þorsteinsson frá
Bakkabúð verður skipstjóri á honum.
Það er annars ekki smáræðis fram-
íör, sem hér hefir orðið nú á fáum ár-
um i' útgerð botnvörpunga. Fyrir
7 árum var enginn botnvörpungur gerð-
ur út héðan, né heldur eign íslenzkra
manna. Nú eru að minsta kosti 14
botnvörpungar íslenzk eign. Af þeim
hafa 5 verið smíðaðir handa þeim, sem
þá eiga, og von á einum enn í haust.
Hann heitir „Ingólfur Arnarson", og
er eign fiskiveiðafélagsins Haukur
(P. J. Thorsteinsson o. fl.).
Þingi slitid.
Það var gjört laust fyrir hádegi á
mánudaginn. Var talið löglegt, að
halda fundi í deildunum á mánudags-
morgun, vegna þess, að þingið hefði
ekki verið sett fyrr en kl. 12 á mánud.
(15. júlí) og sex vikna þingtími því ekki
liðinn fyrr en á tilsvarandi klukku-
tíma mánudag 2t>. ágúst. Sumir telja
þetta rangt, segja, að þingsetningar-
dagurinn allur eigi að teljast með
þingtímanum, og hafi því sex vikurnar
verið liðnar kl. 12 á mánudagsnótt.
Hér beri að telja í heilum dögum en
ekki klukkutímum. Gæti á nokkru
oltið um gildi laga þeirra, sem sam-
þykt voru á mánudagsmorguninn, eftir
því hvort rétt er.
Þingslitin fóru svo sem venja er tii.
Ráðherra lýsti yfir því, að þessu 23.
löggjafarþingi íslendinga væri slitið,
en þingmenn hrópuðu nifalt húrra fyrir
Kristjáni konungi X.
Krá útlöiidiiiii.
Iíuldi og regn.
Víðar hefir verið kalt fyrri hluta
þessa mánaðar en hér á íslandi. Á
Englandi og norðanverðu Frakklandi
og Belgíu hafa miklir kuldar og rign-
ingar gengið fyrri hluta mánaðarins.
Höfðu menn skift þar um ham, farið
í vetrarföt og þykkar yfirhafnir, og er
slíkt afar fátítt þar um slóðir í Ágúst-
mánuði.
Þennan kulda kenna sumir fróðir
menn því, að í vor og alt sumar hefir
verið óvenjumikið ísrek suður í At-
lantshafi. Gamlir skipstjórar, sem hafa
siglt á milli Evrópu og Ameríku alla
æfi, segjast aldrei hafa séð jafnmikið
ísrek og í ár.
Um miðjan mánuðinn rakst eitt, af
fólksflutningsskipum Allan-línunnar á
hafisjaka, en skemdist lítið. Það hélt
áfram leiðar sinnar, var rétt við
strendur Ameríku á leið til Liverpool.
Forsætisráðherra Frabka sæbir
Kússa heim.
Poincaré, forsætisráðherra Frakka og
um leið utanríkisráðgjafi, kom til St.
Pétursborgar fyrri hluta þessa mán-
aðar, að heilsa á vin sinn, Zarinn, eða
öllu heldur þó til þess að eiga tal við
ráðgjafa Zarsins um ýms utanríkismál,
svo sem um lánið, sem Kínasfjórn er
að reyna að fá, járnbrautina í Persíu
og horfurnar á Balkanskaganum. Fór
vel á með ráðherrunum um þessi mál
og hétu hvorir öðrum að fylgjast þar
að. Bandalag Rússa og Frakka hefir
nú staðið í 20 ár, og er enn dátt
með þeim.
Soldáninn í Marokbo.
Mulai Hafid, soldán í Marokko, hefir
reynst erfiður viðfangs fyrir Frakka,
þegar þeir hafa verið að leggja land
hans undir sig.
Nú hefir soldán sagt af sér, og talið,
að það sé ekki af frjálsum vilja gjört.
Frakkar láta hann hafa 350 þúsund
franka eftirlaun á ári. Soldán er sem
stendur í París. • Frakkar hafa gjört
bróður hans að soldán, hann heitir
Mulai Yusef.
Forsetabosningin.
Enn sem komið er verður ekki með
neinni ábyggilegri vissu sagt, hvernig
V erzlun
Gnðrúnar Jónasson
Aðalstrœti 8.
Bert, fjölbreyttast og ódýrast
SÆLGÆTI og ÁVEXTIR
í bænum.
Alls þrifnaðar gætt við afgreiðsluna.
kosningin muni snúast. Eitt er þó-
talið víst, að Roosevelt sé stöðugt að
aukast fylgi. Það vitni bera mótstöðu-
mennirnir jafnt sem hinir. Dr. Wood-
row Wilson er þó enn talinn líkleg-
astur til að vinna, en hefir þó spilt
fyrir sér með ræðu þeirri, sem hann
hélt, þá er hann tók við tilnefningu
flokksins að verða í kjöri. Þykir mönn-
um hann’j'hafi í þeirri ræðu reynt að
forðast það, að segja neitt ákveðið um
ýms þau mál, sem kosningin snýst umr
og hún ekki lýst eins miklu frjálslyndi
í skoðunum og ætlast hefði mátt til
eftir stefnuskrá þeirri, sem samþykt
var á tilnefningarfundinum í Baltimore^
I Bandaríkjunum er mikið mark
tekið á því, hvernig menn veðja um
óorðna hluti. í seinni tíð hafa upp-
hæðir þær, sem menn veðja um það,
hvor þeirra Taft eða Roosevelt fái fleiri
atkvæði, orðið jafnari. Þykir það sýna„
að ekki sé ólíklegt, að framsóknar-
flokkur Roosevelts verði orðinn stærri
í haust en gamli repúblikanaflokkur-
inn.
Frá Tyrblandi.
Stefna hinnar nýju stjórnar á Tyrk-
landi er í fám orðum þessi:
1. Að stofna til frjálsra kosninga.
2. Að skipa málum Álbaninga svo»
hvorutveggju megi vel við una.
3. Banna hermönnum og embættis-
mönnum að fást við stjórnmál.
Yilji þeir ekki gjöra það með góðu,
þá að neyða þá til þess með valdi.
4. Loks vill stjórnin koma sér í mjúk-
inn hjá stórveldunum og njóta
trausts þeirra og halds.
Kosningar til þingsins eiga að fara
fram 14. Október um alt Tyrkjaveldi..
25 ára ríbisstjórnarafmæli.
Ferdinand Búlgarakonungur hefir
setið að völdum í 25 ár 15. þ. nu
Hann hefir þó ekki borið konungsnafn
alla þá tíð. Konungsnafn tók hann
sér fyrst fyrir 4 árum,
Ferdmand konungur er þýzkur að-
ætt, frá Saxe-Coburg-Gotha. Hann
tók við landsstjórn í Búlgaríu sumarið
1887. Þá var þar óöld mikil í landi.
Fursti sá, sem þar var næst á undan,
hafði verið hrakinn burt úr landinu
og verið þó eftirlætisgoð þjóðarinnar.
Það voru Rússár, sem því réðu. Þeir
höfðu viljað ráða öllu þar í landi, en
Rúlgarar jafn-einbeittir í því að losna
við þá. Yarð það til þess, að Alex-
ander fursti var rekinn úr landi. Fer-
dinand tók við stjórn í fullri -óþökk
Rússa og Tyrkja. Átti hann við hina
mestu erfiðleika að stríða fyrstu árin.
o H/F S á p u h ú s i ð o
Austurstræti 17,
Alls konar
sjúkraáhöld.
Afar ódýr. — Mikið úrval.