Reykjavík

Issue

Reykjavík - 07.09.1912, Page 3

Reykjavík - 07.09.1912, Page 3
REYKJAVÍK 143 C'UNLIGHT-SAPAN ^giörir erfiðið við þvottinn Ijett og hugð- næmt. Hreiniæti og þrifnaður rikir á heimilinu, þegar Sunlight-sápan kemur til hjálpar. SUNLIGHT SÁPA Vörutollurinn, sem áður hét farmgjald, er nú orðinn að lögum frá Alþingi. Hér þykir rétt að prenta 2 fyrstu greinar laganna, þær sem mestu máli skifta. Annars er lögunum fyrirfram skapaður aldur. Þau eiga að gilda frá 1. jan. 1913 til ársloka 1915. Lögin eru í 16 gr. alls. 1. gr. Af vörum, sem fluttar eru til íslands og ekki eru sendar í pósti, skal greiða gjald í landssjóð eftir þyngd vörunnar með umbúðum eða eftir rúmmáli, svo sem hér segir: 1. Af kornvörum, jarðeplum, stein- olíu, sementi og kalki og tjöru, 10 aura af hverjum 50 kílógr. 2. Af heyi, gluggagleri, tómum tunn- um, gaddavír, girðingarstóipum úr járni, þakjárni, smíðajárni og stáli 25 aura af hverjum 50 kílógr. 3. Af alls konar vefnaðarvöru, fatnaði og tvinna 3 kr. af hverjum 50 kílógr. 4. Af salti og kolum, hvers konar sem eru, og hvert sem varan er flutt í land eða lögð til geymslu í skipum úti eða öðrum geymslu- rúmum á floti í landhelgi, eða flutt á höfnum inni eða vogum yfir í önnur skip þeim til notkunar: a. af salti 50 aura af hverri smál. b. af kolum 1 kr. af hverri smál. 5. Af trjávið, hurðum, gluggum, húsalistum og tunnustöfum 3 aura af hverju teningsfeti. 6. Af öllum öðrum gjaldskyldum vörum 1 kr. af hverjam 50 kílógr. TJndanþegnar gjaldi þessu eru vör- ur, sem sérstaklega er iagður tollur á, prentaðar bækur og blöð, skip og bát- ar, tígulsteinar, óhreinsað járn í klump- um, heimilismunir manna, er flytja vistferlum til iandsins, og vanalegur farangur ferðamanna. Brot úr tolleiningu, sem nemur helmingi eða meira, skal talið sem heil tolleining, en minna broti skal slept. 2. gr. Greiða skal og í landssjóð 15 aura af hverjum póstböggli, sem kemur til landsins. Gjald þetta greiðir viðtakandi í frí- merkjum um leið og hann tekur við bögglinum, og skal pósthúsið, sem af- hendir viðtakanda böggul, líma þau á böggulinn sjálfan, og stimpla þau á venjuiegan hátt. Af póstbögglum, sem eru endur- sendir til útlanda, skal ekkert gjald greiða, nje af prentuðum blöðum og bókum. >öln og nýjung'ar. Skoðanir Unitara. Um þetta efni flyt- ur séra Rögnvaldur Pétursson, unítaraprest- ur frá Winnipeg, fyrirlestur í Bárubúð í kvöld kl. 9. Séra Rögnvaldur er prýðilega vel máli farinn, svo sem þeir munu sanna, er heyrðu hann prédika í Fríkirkjunni eigí alls fyrir löngu. Umtalsefnið er að lýsa trúarskoðunum þeim, sem margir mestu á- gætismenn mannkynsins hafa haft. Aðgöngu- miðar á 15 aura. Stykkishóimssíminn er nú full-lagður, byrjað að nota hann í gær. Látinn er á Heilsuhælinu 4 Vifilsstöðum Indriði Indriðason. Hann var um eitt skeið miðill Tilraunafélagsins hér í Reykjavík. Aðstoðarmaður i Stjórnarráðinu er orð- inn Marino Hafstein, fyrrum sýslumaður. Mikill heyfongur. Árið í ár er gott heyskaparár um Borgarfjörð. Á Hvanneyri voru um síðustu helgi komnir í hús um 3400 hestar af heyi. í Einarsnesi var fyrir nær hálfum mánuði búið að hirða 1100 hesta af heyi, og þó fleiri hundruð hestar óhirtir þá. Hingað til bæjarins er flutt feiknamikið af heyi ofan úr Borgarfirði nú með hverjum degi. Austri kom úr hringferð á þriðjudaginn. Meðal farþega: Þórhallur biskup Bjarnarson úr eftirlitsferð, Jón Þórarinsson kenslumála- stjóri o. fl. „Austri“ fór aftur í strandferð á miðvikudaginn. Þá tók sér far austur Magnús Gíslason cand. iuris. Tsep 30 þús. er talið víst að lækjar- holræsið muni kosta, en ekki um 40 þús., einB og sagt var í síðasta blaði. Það er samkvæmt upplýsingum sem fram komu á bæjarstjórnarfundi á fimtudaginn. Á fund- inum var talsvert talað um það hvort breikka ætti Lækjargötu, og hvernig ætti að girða bletti þá sem áður lágu að Læknum. Engin ákvörðun var tekin um það á þessum fundi, biður næsta fundar. Nýtt botnvörpuskip er sagt að í smið- um sé fyrir Vestmanneyinga, hjá sama félagi sem smlðað hefir „Apríl“, hið nýja skip þeirra Hjalta JÓMsonar o. fl. O H/F'Sápuhúsið o Austurstræti 17, margar tegundir rússneskar cigarettur nýkomnar. Óvenju ó d ý r a r. e—. cö a P—. — cö Í3 r=r I ’T=^ c=S' £3 r * j§ CC3 P—. 0-3 OÖ r=l CXZJ =3 C=1 « á—1 b=J cö CLZ> ~ r oo c=> *—1 ,; =r I 53 <=> ■4—' LT5 »=*-> -v • oa r—i co Þh ^ t3D ^ æ ^ ,P-. f=i 0 » Eö •S toC -§3 c=> ___ £3 I 1 s E-I 1895. 50 ára afmæli alþingis. Ceres kom að ve9tan á fimtudagskveld, og með því; Sveinn V Sveinsson stud. med. & chir., Rögnvaldur Olafsson húsgerðarmeist- ari, Carl Proppé og frú, Chr. Nielsen, Hall- dór Gunnlögsson o. fl. Bragi. botnvörpuskip þeirra Thorsteinson- bræðra, hefir nýlega selt afla sinn i Englandi fyrir 600 sterlingspund (10800 kr.). Hafði þó farið með fremur lítinn afla. Setudómarinn í gjaldkeramálinu, Magn- ús sýslumaður Guðmundsson í Skagafirði, hefir vegna annríkis verið undanþeginn því að kveða upp dóm í málinu. í hans stað er settur Sigurður sýslumaður ólafsson í Kallaðarnesi. &$óði, fíjof^ V r// „ 1912 v \ff/' Þvi jeg Krabbe og bcejarstjórnin. Svo scm kunnugt er, samþykti bæjarstjórnin „eftir atvikum“ að greiða Th. Krabbe verkfræðing 1000 kr. fyrir aðstoð hans við hafnarútboðið. Krabbe gjörði reikning fyrir 3000 kr. Á síðasta bæjarstjórnarfundi fór hr. Th. Krabbe þess á leit að bæjarstjórnin samþyktist að þetta mál yrði lagt í gerðardóm, og skyldi bæjarfógeti tilnefna alla mennina í þann dóm. Þessu var mótmælt mjög eindregið af sumum bæjarfulltrúanna, og málaleitun- inni ekki sint, Dómstjóri í landsyfirdómnum er Kristján Jónsson, fyrrum ráðh., aftur orðinn. Hann er nú fluttur í hús sitt í Pósthússtræti, en Hannes Hafstein flytur sig í ráðherrahúsið. Innkaupin i Edinborg* auka gleði — minka sorg. B Æ KUR imflendar og útlendar Pappir og Ritföng. — Watermans-sjálfbiekunga. Þetta kaupa allir i BóKaverzlun Sljffiisar Eymundssonar Lækjárgötu tí. ■) Nýr viti. Á Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð sunnanverðan, verður farið að kveikja á nýj- um vita með haustinu. Ljósið er hvítt, og sjást um 25 Ijósblik á mínútunni, en á milli er myrkur. Gerlafreeðingur. Guðmundur land- læknir Björnsson skrifar í síðustu Lögréttu um Gísla Guðmundsson forstjóra gosdrykkja- verksmiðjunnar „Sanitas11. Segir hann að Gísli hafi um undanfarin ár lagt stund á gerlarannsóknir, og hafi farið utan til að framast í þeim efnum. Nú er hann heim kominn, og hefir getið sér lof hjá þýzkum vísindamönnum í þessari grein. Gísli fæst nú við loftrannsóknir hér á íslandi, og ætla þýzkir visindamenn að senda honum ýms margbrotin verkfæri til þeirra rannsókna. Reektunarfélag Norðurlands hefir nýlega sent út ársrit frá sér. Er þar minzt Eraenekels kaupmanns í Gautaborg í Svía- ríki, er lést árið 1910. Hafði hann reynzt félaginu mjög vel í fjárframlögum og styrkt það árlega um nokkur ár. Formaður félagsins er Stefán skólameistari Stefánsson á Akur- eyri. Rögnvaldur Ólafsson húsgerðarmeistari hefir i sumar ferðast um landið, Vesturland, Norðurland og Austurland, til eftirlits með húsagerð á prestsetrum. Lét hann vel yfir því, hve prestar yfirleitt sætu vel jarðirnar. Hann kom að Vallanesi, sem er eign prests- ins þar, Magnúsar Blöndals. Þótti honum þar einhverjar stórfeldastar og merkastar húsa- og búnaðarbætur. Eru þar íbúðarhús og peningshús úr steinsteypu. í sumar hafði séra Magnús í einu látið plægja 34 dagsláttur í óræktarmóa við túnið. Marz, botnvörpungur, kom frá Englandi úr viðgjörð á mánudaginn var. Þórar- inn Olgeirsson, sem verið hefir skipstjóri á honum, ætlar að flytjast til Englands og taka við stjórn á enskum botnvörpungi. I siðasta tölublaði hefir fallið burtu nafn Jóns Olafssonar undan fyrstu grein- inni, með fyrirsögninni „Aukaþingið“. Rangórvalla læknishérað er ekki form- lega veitt enn þá, en talið víst, að Guðm. læknir Guðfinnsson fái það.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.