Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 12.10.1912, Qupperneq 3

Reykjavík - 12.10.1912, Qupperneq 3
REYKJAVlK 165 SUNLIGHT-SAPAN gjörir erfiðið við þvottinn ljett og hugð- næmt. Hreinlæti og þrifnaður rikir á heimilinu, þegar Sunlight-sápan kemur til hjálpar. SUNLIGHT SÁPA 223!) Ójriðurinn byrjaðnr. Á þriðjudagskvöld kom frá K.höfn svohljóðandi símskeyti: „Montenegro sagði Tyrkjum strið á Jiendur í dag“. Montenegro eða Svartfjallaland er sraáríki á Balkanskaganum, ekki nema iiðugir 9,000 □ km. að stærð, og íbúarnir einar 200,000. Svartfellingar eru her- skáir menn og hafa oft áður átt í ó- friði við Tyrki. Tyrkir hafa aldrei getað komið þeim á kné. Tyrkjalönd í Evrópu eru eitthvað um 300,000 □ km. að stærð, og ibúarnir eitthvað 12 milj. Það virðist í fljótu bragði sem það sé til lítils fyrir Svart- fellinga að vega að svo fjölmennri þjóð. En það er þó ekki, því að Balkanríkin, Búlgaría, Serbía og Grikkland, hafa gjört bandaJag með sér, að því er mæit er, og mun því ekki líða á löngu áður einnig þau segi sundur friðinn við Tyrki. Frá im i. Uppreisn á eynni Samos. Þrjú hundruð Kriteyingar stigu á skip og hóldu til eyjarinnar Samos skömmu fyrir síðustu mánaðamót, og ætluðu þeir að frelsa eyna undan yfir- ráðum Tyrkja. Þegar þangað kom snerust og allmargir eyjarskeggjar í lið með þeim, einkum Grikkir og kristnir menn, og réðust á höfuðborgina á eynni, Yalhy. Varð setulið Tyrkja að hrökkva undan. Tyrkjastjórn hefir sent hersveit til eyjarinnar og er nú barist þar. Uppreisn á San Domingo. Borgarastyrjöld er umjþessar mundir í eynni og hafa Bandaríkjamenn sent þangað herdeild til verndar tollhúsinu, því það er í umsjá þeirra. Kínastjórn fær lán. Þess var áður getið hér í blaðinu, að Kinastjórn væri sér úti um lán, en að henni hefði ekki tekist það til þessa. Hún átti lengi í samningum við banka- menn stórveldanna sex, en ekki gekk saman með þeim. Nú heflr hún fengið 180 miijón króna lán hjá bönkum í Lundúnum. Bankari einn, Grisp að nafni, hefir komið því í kring, og er svo að sjá á útlendum blöðum, að það hafl verið mjög í óþökk stórveldanna. Helminginn af láninu á Kínastjórn að fá þegar í stað, en hitt síðar. Svo er að sjá á enskum blöðum, sem það sé talið mesta óráð þar í landi, að ein- stakir menn láni Kínverjum svo mikið fé, án þess að hafa veð í einhverjum tekjum Kinaveldis, en þrátt fyrir það hafa brezkir auðmenn sózt eftir að skrifa sig fvrir framlögum til lánsins. Sum blöð herma það, að lán þetta sé trygt með salttollinum, en með þeim tolli eru fleiri ógoldnar sku]dir*Kína- veldis trygðar. Ennfremur er sagt að það sé trygt með ýmis minni háttar tekjum Kínaveldis. Fellibylur í Japan. Stórkostlegur fellibylur geisaði yfir nokkurn hluta Japan 22. f. mán. og gerði mikinn skaða. Fjöldi manns lét líflð. Er það talinn versti fellibylur, sem komið hefir þar eystra í meir en hálfa öld. í Yokohama rak í land 10 herskip (stór og smá), eitt þeirra var frakkneskt. Fjöldi annara skipa ýmist sökk eða rak í land. Systir Spánarkonnngs látin. María Theresa, systir Alfons Spánar- konungs, )ézt í Madrid 23. f. mán., dó af barnsförum. Hún var gift Ferdínand prinz í Bavaríu og áttu þau 4 börn. Eldri systir hennar, sem gift var Karli Bourbonna prins, dó 1904 líka af barns- förum. Þær voru einkasystur Spánar- konungs. Rússland og England. Utanríkisráðherra Rússa, Sazonoff, sókti Englendinga heim fyrir mánaða- mótin. Sátu þeir löngum á tali hann, og Sir Edvard Grey, utanríkisráðherra Breta. Ekki vita menn hvað þeim fór á milli, en talið víst, að það hafi aðal- lega verið um Persland. Minst munu þeir og hafa á ástandið á Balkanskag- anum. Baron Marehall von Bieberstein látinn. Einhver merkasti stjórnmálamaður Þjóðverja er nýlega látinn, Baron Mar- schall von Breberstein, er var sendiherra Þjóðverja í London. Hann var fæddur 12. Okt. 1842. Lagði fyrst stund á lögvísi, en tók brátt að gefa sig að þingmensku og stjórnmálum. Þegar Bismark lét af völdum, varð Baron Marschall utan- ríkisráðherra og gegndi því embætti í liðug 6 ár. Varð þá rétt á eftir sendi- herra Þjóðverja í Konstantinopel og var þar í 15 ár. Hann gat sér góðan orðstír með Tyrkjum og komst í vin- innlendar og útlendar. — Pappir og Ritföng. — Watermans-sjálfbiekunga. Þetta kaupa allir í 7 Bókaverzlun Siifíúsar Eyiniindssoiiar 9 Lækjargöta S. ■) áttu við Abdul Hamid, sem þá var Tyrkjasoldán. Jók hann mjög gengi Þjóðverja í Tyrkjaveldi og fylgdi fram hagsmunum þjóðar sinnar af kappi, en þó með forsjá, þótti hann um það skeið sniðugastur allra stjórnmálamanna álf- unnar, þeirra sem við sendiherrastörf fást. Fyrir liðugum 3 mánuðum var hann kvaddur til að vera sendiherra í London. Þótti Þjóðverjum mikið á ríða, að jafna þá úlfúð, sem hefir verið milli þeirra þjóða á síðari árum, sendu því þann sem bezt þótti til þess fallinn. Baron Marschall entist ekki aldur til að sýna hvað hann gæti á orkað í þessu efni; en ef dæma á eftir því hvernig hann fór af stað, þá hefði mátt vænta hins bezta. Bretar tóku honum tveim höndum. Ástandið í Portúgal. Lýðveldisstjórnin kvað ekki standa eins föstum fótum í Portúgal og margir ætla. Fyrir skömmu gjörðu konungs- sinnar uppreisn, og var hún bæld niður. Síðan virðist svo sem friður ríki í Lissabon og Oporto og öðrum borgum. Embættismenn landsins segja útlend- ingum, sem til landsins koma, að nú geti menn séð hvílík blessun sé að því, að lýðveldið hafl komizt á, þvi nú sé friður um land alt. En spyrji menn fólk út um land, þá er annað hljóð í strokknum. Kaupmenn og atvinnu- rekendur kvarta sáran um það, hve allri verzlun og viðskiftum hnigni óð- fluga. Mikill hluti efnafólks er að flýja land, og þeir sem eftir eru, þora ekki að láta á því bera, að þeir eigi nokkuð. Jjýðveldismenn kenna gömlum synd- um konungssinna um hnignunina, en hið sanna þykir vera, að lýðveldis- menn hafl ekkert gjört af því, sem þeir lofuðu að gjöra, áður en stjórnarbylt- ingin hófst, og að þeir hafi fylgt upp- teknum hætti fyrirrennara sinna um að hugsa um ekkert annað en auðga sjálfa sig sem mest meðan þeir hafi völdin. Það þyrfti því engan að furða, þótt spyrðist um nýjar uppreisnir kon- ungssínna og jafnvel að konungsstjórn yrði komið þar á aftur. Prófessor, Sir W. F. Barrett og Mrs. Wriedt. í blaði því af „Light“, sem út kom 28. f. m., er grein, sem Sir Barrett, prófessor í eðlisfræði (einn af stofn- endum sálarfræðisfélagsins brezka) heflr ritað og sent norskum blöðum til birt- ingar. Greinin er um sambandsfundi, sem Sir Barrett hefir haft með frú Wriedt, og er tilefni hennar auðvitað „uppljóstur" Birkelands prófessors. Er hún þess vel verð að ég þýddi hana í heild sinni, en ég læt mér nægja að segja lítið eitt úr henni, svo menn sjái, að erfltt muni Birkeland og skoðana- bræðrum hans til lengdar verða að spyrna á móti broddunum. Sir Barrett hafði fundina bæði í rafmagnsbirtu og í myrkri. í myrkrinu gerðist meir, en ég skal hér að eins skýra stuttlega frá einum fundi, er haldinn var í björtu, og ungfrú Ramsden (sambandstrúarkona, ókunn frú Wriedt) var stödd á, auk Sir Barretts. Ungfrú R. sat yzt og hélt á „lúðri" (eins og hafðir eru á söngvélum, og í sama skyni og þar — til að gera hljóðið heyranlegra), þá kom Sir B. og loks frú W. Sir B. sat þannig á milli ung- frúarinnar með lúðurinn, og frú W. Og í bj'órtu, eins og slcýrt var frá, á meðan hann er i samrœðu við frú W., heyrir málróm hennar og sér varir hennar hærast, — á meðan þetta gerist heyrir sir Barrett, hvíslað í lúður- inn (sem ungfrú R. auðvitað heldur að eyra sér). Orðaskil heyrir hann ekki, en ungfrúin heyrir hvað sagt er, og skýrir frá, að röddin hafi sagst hafa boð að flytja frá framliðnum vini, er segði að hana mundi heimsækja maður er hann tiltók, en sem þá var í öðru landi, og hún átti enga von á. Þó rættist þetta næsta mánudag. Sir Barrett segir svo frá ýmsum all-merkilegum atvikum er gerðust á fundunum, og bætir á eftir við : „Ég kom á sambandsfundi frú Wriedt þannig að ég hafði mjög litla trú á þeim. En ég komst að þeirri niðurstöðu, að hun er mjög eftirtektaverður sambands- miðill, er engin svik hefir um hönd, og hún hefir fært bæði mér og öðrum óyggjandi sannanir þess, að ómögulegt er að gera sér grein fyrir röddunum, og boðum þeim, er þær flytja, þannig að hér séu brögð í tafli eða blekking- ar, sem menn hafl komið sér saman um“. Prófessor Barrett hvetur loks vís- indamenn norska að stofna með sér félag til sálarfræðislegra rannsókna, og lýkur svo máli sínu á þessa leið : „— — —- og ég treysti því fast- lega að hinn sami stilti og rólegi rann- sóknarandi, sém hefir hjálpað vísind- unum til þess að ráða svo margar gátur, sem ekki hefir verið síður þrætt um á liðnum öldum en þessa, ryðji sér til rúms meðal þeirra vísinda- manna í Noregi, sem við þessar erfiðu rannsóknir kunna að fást. En á þetta svið ryðjast kjánarnir oftlega þjösna- lega inn, þar sem „englar varla þora að drepa niður tám“. Þetta er vel mælt, og er vonandi að þeir, sem þetta'á við — en þeir eru því miður ekki kjánarnir einir — gefl orðum þessum gaum, og beiti þeirri stillingu og óhlutdrægni í þessu máli, sem það vissulega á heimtingu á. Kr. Linnet. Biblíufyrirlestur í Betel sunnudaginn. 12. Okt. kl. (i’/j síðd. Efni: Austurlandamálið, skoðað í ljósi BibHuspádómanna. Hvaða þýðingu hefir Tyrkland í hinum stjórnarfarslegu bylting- um nútímans? H vað verður þegar Tyrkir hverfa *r Norðurálfunni? Allir velkonmir. O. J. Olsen.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.