Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 02.11.1912, Blaðsíða 2

Reykjavík - 02.11.1912, Blaðsíða 2
178 REYKJAVÍK frá Svart|ellingnm. Enskur blaðamaður segir frá veru sinni í Cettinje á þessa Ieið: „Ég býst við því, að hvergi annar- staðar í Evrópu, dragi símaþjónn upp blýant til að rita á skeyti, sem honum eru fengin, úr sama hólfinu og hann geymir skammbyssuna. sína í og tvo rítinga. Gangi maður um aðalgötuna í höfuð- borginni, þá eru allar líkur til, að af hverjum tólf mönnum sem þú mætir, haldi ellefu bægri hendinni lauslega um skammbyssuskeftið. Á veitinga- stöðunum, þar sem þeir tefla domino og drekka kaffi eða vín, leggja þeir vopnin hjá sér á borðið. Ég hafði ekki verið nema stundar- korn í Cettinje, þegar ég skildi, hvers vegna varðsveitarforingjanum á landa- mærunum varð svo starsýntá Browning- skambyssuna mína, sem hægt er að skjóta með í sífellu. Ég býst við að ég þurfi að gefa honum hana, þegar ég fer heim, og ég er viss um að með því gjöri ég hann að aldavin mínum. Ég hefl komið á spítalann i Cettinje, það er hvít bygging, tvílyft, upp undir hlíðinni fyrir ofan bæinn. Þar lágu fram undir 200 særðra manna. Svart- fellingar eru vandræða sjúklingar, eink- um ef þeir eru lítið særðir. Liðs- foringi einn, með skotsár á báðum fót- um, vildi endilega standa upp og heilsa mér, þegar ég kom til hans, og sór þess dýran eið, að ef hann yrði ekki kominn á orustuvöllinn eftir 3 daga, þá skyldi hann ganga að eiga tyrk- neska konu. Á spitalanum lágu margir sem særðir voru tií ólífis, og í einu rúminu lá lík af undirliðsforingja. Við rúm- stokkinn sat ekkja hans. Hún grét ekki, heldur var hin rólegasta, og virt- ist vera upp með sér af hinum dauða manni*. Blaðamaður þessi segir frá því, að Svartfellingum sé nú mikil þörf á lærðum læknum og hjúkrunarkonum, og að tilvinnandi sé fyrir Svartfellinga að gefa fyrir læknir þyngd hans í gulli, og þó sé hvergi meiri hörgull á gulli en í Montenegro. Þingfararkaup í sumar heflr orðið sem hór segir: Björn Þorláksson . . Eggert Pálsson . . . Einar Jónss., 1. þm. Rangv Einar Jónss., 2. þm. N.M.s Guðjón Guðlaugsson . Guðlaugur Guðmundsson Halldór Steinsson . . Jens Pálsson . . . Jóhannes Jóhannesson Jón Jónatansson . . Jón Jónss., 1. þm. S.-Ms Jósef Björnsson . . . Magnús Andrésson . . Matthias Ólafsson . . Ólafur Briem . . . Pétur Jónsson . . . Sigurður Eggerz . ■. Sigurður Stefánsson . Stefán Stefánss, l.þm.Eyf Stefán Stefánsson 5. konkj Steingrímur Jónsson . Tryggvi Bjarnason . . Valtýr Guðmundsson . Þórarinn Jónsson . . Þorleifur Jónsson . . Kr. 204 00 — 165,00 — 153.00 — 238 00 — 259,00 — 180,00 — 169,50 — 12,00 — 732,00 — 96,00 — 65,00 — 333,00 — 173.00 — 197,75 — 270,00 — 277.00 — 350,00 — 172,00 — 323,00 — 189,00 — 220,00 — 242,00 — 588,00 — 276 09 — 288,00 Dagpeningar á þingi voru kr. 258,00 fyrir hvern þingmann. Vjer leyfum oss að tilkynna, að frá 1. Nóvember næstkomandi höfnm vjer falið þeim herrum O. Johnwon & Kaaber i Reykjavík aðnl-umboð á Islandi fyrir fjelag vort. Samtimis hættir flrmaið H. Th. A. Thomsen að vera umboðs- maður vor þar, eftir vinsamlegu samkomulagi. Kaupmannahöfn, 11. Október 1912. jKagðeborgar bruna-vátryggingarjjelag. Aðal-umboðsm.: Hellesen & Malmstrem. Ritfregn. C. Wagner: Einfalt lif. Þýtt hefir : J ó n J a- k o b b b o n. 192 bls., Ryk. 1912 (Sig. Kr.). Bók sn, er birtist hér í íslenzkri þýðingn, er eftir franskan prest mótmælendatrúar, að nafni C. Wagner. Er bann fyrir löngu orðinn víðfrægur maður fynr hin mörgu og góðu alþýðurit sín; en þetta er fyrsta bókin eftir hann, sem berst til vor ísleudinga. Einfalt lif! — Já, sannarlega er lífið orðið alt of margbrotið, einkum í menningarlönd- unum mestu; og við erum farnir að gleyma verðmæti lífsins og tilgangi yfir tómum smá- munum. Menn einblína nú orðið á auka- atriðin í lífinu, borfa sifelt á yfirborðið, hismið, en gleyma kjarnanum. Og þó er aðaltilgangur lífsins, aðalkjarninn þessi, að verða að sönnum manni, að heilum mauni og ósviknum, er rækir köllun sína umsvifa- laust, og stefnir rakleitt að því siðferðis- takmarki, er hann hefir sett sér. En sið- ferðistakmarkið er yfirleitt þetta, að láta líf sitt bera eins mikinn ávöxt og auðið er. Því segir höf.: „Sóaðu ekki Hfi þínu; láttu það bera ávöxt; lærðu að gefa það, bvo að einfaldir I það glati sér ekki.“ (bls. 19). En hvernig eiga menn nú að ná þessu takmarki ? Einmitt með því að varpa öllu yfirborðslífi, tizkutildri og veraldarprjáli fyrir borð, en gjörast sannir menn og ein- lægir, falslausir og yfirvarpslauBi'r i hugs- unum, orðum og gjörðum, í stuttu máli einfaldir í lífi og framferði. Þegar nú höf. er búinn að roifa ■ þessa bugsun BÍna, fer bann að leiða okkur fyrir sjónir, hyernig einlægni þessi, einfeldni og hispursleysi lýsi sér á hinum mismunandi sviðum mannHfsins og hverjir séu hinir verstu óvinir þess. En það er: yfirvarp, tildur, fals, fégirni og dramb. Alt þetta spillir lifinu og glepur oss sjónir á tilgangi þess. Hér kemst höf. viða ágætlega að orði og bendir á margs konar verðmæti lífsins, sem mönnum er annars svo gjarnt að gleyma. Einkum eru kaflarnir um hinar leyndu dygðir, um heimilislífið, ágæti konunnar og uppeldið vel ritaðir og af næmum skilningi fyrir siðmætinu á þessum sviðum lifsins. Hyrningsrsteina hins sanna lifs telur höf. trúnaðartraust, von og gæzku. Afltaug Hfsing er skyldan og ábyrgðartiifinningin. Fjöregg hamingju okkar eru einfaldar og óbrotnar þarfir, sem auðvelt er að lullnægja. En það, sem á að lýsa og glæða lífið, er gleðin í hinum góðgjömu, græskulausu myndum sinum. Og einkum eiga menn þá að leitast við að glcðja aðra : — „Að veita dálitla ánægju, að hýrga hreldar brár, að strá Jjósglætu á myrka stigu, er sannarlega guðdómleg vinna í vesölu mannlífi“ (bls. 83). Og í þessum kafla á höf. sérstakt erindi til vor íslendinga fyrir það, hversu við lifum lífinu svo að segja hver í sínu skúmaskoti og gjörum Htið að því að gleðja hvern annau eða iétta hver öðrum lífið : — „komum lagi á skemtunina, sköpum henni hæli, opnum hjörtu okkar og hús . . . Tökum höndum saman við syni okkar, sem heimilisleiðindin reka út á götuna, og við dætur okkar, sem leiðist einveran. Margföldum heimiiishátíð- irnar, heimilisboðin og smá-ferðalög með skylduliði okkar. . . En hver leggur til féð? — Skárri er það nú spurningin! Þarna er einmitt öll kórvillan fólgin. Skemtun og peningar — menn halda að það tvent sé óaðskiljanlega sameinað. Hvílíkur feikna misskilningnr...! .. . Enginn bannar þér að opna budduna, ef þú ert fær um það, og telur þörf á því. En ég fullvissa ykkur um, að það er ekki nauðsynlegt. Ánægjan og einfeldnin (o: hispursleysið) eru gamlir kunningjar. Komið til dyranna eins og þið eruð klæddir, verið einfaldir og blátt áfram við gesti ykkar. Ef þið komið frá ærlegu afloknu verki, eruð jafn-ástúðlegir, eins einlægir við félaga ykkar og framast er unt, og talið ekkert ilt orð um fjarverandi menu, þá er öllu ágætlega borgið“ (bls. 90). En stígum nú fæti „á þröskuld hins 6- endanlega heims, þar sem hulin gæði og hljóð starfsemi eiga heima“. Þar komum við inn að hjartafylgsnum lifsins, og þar er oft og einatt mest verðmætið fólgið: í starfsemi konunnar, umhyggju móðurinnar á heimilinu, og þrautseigju daglaunamanns- ins, í stuttu máli í öllum hiuum leyndu dygðum, sem oft og einatt eru ríkastar hjá olnbogabörnum lifsins og ekkert viija láta á sér bera. Og hyggjum þá fyrst að heimilinu. 1 sMatnaðaryerzlun Jóns steíánssonar Laugaveg 14 gerast þau beztu kaup, sem hægt er að fá i bænum. T. d.: Kvenstigvjel á 5 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a. „Við, sem sífelt erum að strita við að breyta bæjum okkar, húsum, siðum og skoð- unum, og höfum hvergi höfði okkar að að halla, bætum ekki missi heimilislífsins ofan á dapurleik og tómleik hinnar breyti- legu tilveru okkar! Tendrum aftur eldinn á kólnuðum arninum, búum okkur til frið- heilagt hæli, hlý hreiður, þar sem börnin verða að mönnum, þar sem ástin finnur athvarf, ellin hvíld, bænin altari og föður- landið ti!beiðslu“ (bls. 143). Og væntum þess fastlega, að við getum búið okkur til slík heimili, þar sem við böf- um efniviðinn í starfi sjálfra okkar og í ást góðrar konu. Ágæti konunnar lýsir höf. á þessa leið: — „Frummynd dísanna, eins og þær eruísöngum skáldanna, hafa skáldin fundið og finna eun hjá þessuro ástúðlegu dauðlegu verum, sem kunna að hnoða deig með dugnaði, bæta rifnar flíkur með blíðu geði, hjúkra sjúkum með brosið á vörunum" — og gjöra það að verkum að — „húsið hlakkar og hlær !“ (bls. 143). En hvers vegna eigum við nú að leggja svo mikið upp úr heimilunum ? Af því að þau eiga að vera skjólgarður nútiðarinnar og gróðrarstöð framtíðarinnar, þar sem við eigum að ala upp frjálsa en ræktarsama, sjálfstæða og þó félagslynda menn. En — þar er vandinn mestur. Því — „hve mörg eru ekki sálna-morðin, sem við gjörum okkur seka um! Sumar sálir eru rotaðar með bareflum, sumar blíðlega kæfðar í dúnsængum I (bls. 180). En hvorttveggja ættu menn að forðast. Venjum börnin því ekki á nautnir og dáðleysi, og beitum þau ekki of hörðu; en ölum þau upp við holla Verzlun Goörúnar „í ónasson IAðalstrœti 8. Bezt, fjölbreyttast og ódýrast §ÆLGÆT1 og ÁiEXTIR í bænum. Alls þrifnaðar gætt við afgreiðsluna. ■ - ----------------------------1 ikamlcga vinnu, siðferðislegar hugsjónir og góða andlega fæðu. Reynum að gjöra þau að framkvæmdarsömum, tápmiklum mönn- um, er kunna að lifa lífinu á sér eðlilegan og heilbrigðan hátt, en ofurselja sig hvorki nautnum né ómensku. Alt er þetta ágætlega sagt og réttilega. En hver eru ráðin til þess að ná þessu tak- marki ? Þau má finna í öðrum bókum Wagners, eius og t. d. bók hans um „Þ r e k 1 y n d i ð“, er ég helzt myndi kjósa mér, ef ég ætti að þýða bók eftir Wagner. Þessi þýðing er, eftir því sem ég bezt fæ séð, ágæt; málið hreint og fagnrt, víða kjarnyrt og með þungum þyt. Er það sýui- legt, að þýðingin er gjörð af mikilli alúð, vandvirkni og ræktarþeli, enda lætur þýð- arinn þess getið í eftirmálanum, að meiri hluti bókarinnar sé þýddur sér „til af- þreyingar í hreggviðri lifsins“ — og móður sinni nýlátinni hefir hann helgað þýðinguna. Þetta er bæði mannlegt og fagurt, því að hvernig sem menn annars líta á lífið, finna þeir jafnan bezt til verðmætis þess og alvöru við ástvinamissirinn. Ag. Bj. Timarit kaupfélaga og samvinnufélaga. Ritstj.: 8igurður Jónsson. VI. ár. — II. hofti. í hefti þessu er ýms fróðleikur um íslenzk samvinnnfélög, fundargjörð Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, skýrslur og reikn- ingar ýmsra félaga o. s. frv. Auk þess eru í því tvær ritgjörðir. Heitir önnur, félags- skipun, samvinna og samhjálp; og er það fyrirlestur sem ritstjórinn, Sigurður Jóns- son, hélt á búnaðarnámsskeiði á Hólum síðastliðinn vetur. Hin heitir, Þjóðleg fæða, og er þýdd úr norsku. Höfundur hennar er nafnkunnur gerlafræðingur norskur, Dr. Olav Sopp, og hefir hann um mörg ár rann- sakað næringargildi og hollustu norskra matartegunda. Lýkur hann miklu lofsorði á hinar gömlu þjóðlegu fæðutegundir, einkum skyrið og annan mjólkursúran mat. Fétur alþm. á Gautlöndum hefir þýtt greinina, og skrifað inngang og eftirmála við bana. Bíó. Ég hefi tvisvar sinnum ætlað í Bíó í síðustu viku, en orðið frá að hverfa vegna þess að aðgöngumiðar voru allir seldir. Þetta getur oft komið sér illa, eink- um í vondu veðri, fyrir fólk, sem býr langt frá kvikm.leikhúsinu. Þau gætu og ættu að bæta úr þessu með því að fá sér talsíma, svo menn gætu pant- að aðgöngumiða fyrirfram eða fengið að vita hvort uppseit er, ef þau vilja þá ekki bæta úr því með því að selja aðgöngumiða einhverntíma að degin- um til. Vonandi verður bætt úr þessu fijót- lega. Borgari.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.