Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 23.11.1912, Blaðsíða 3

Reykjavík - 23.11.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 191 ^JdEGAR að Sunlight-sápan er notuð við þvottinn, þá verður eríiðið við hann hreinasta unun. Vinnan verður þá bæði fljótt og vel af hendi leyst, þið þurfið ekki að vera hræddar við að þvo jafnvel hið finasta tau, ef þið notið Sunlight-sápuna. SUNLIGHT SÁPA mm™ Frá Testmannaejjum. Það er mjög útbreidd trú á Norðurlandi, að í Vestmannaeyjum eigi ekki aðrir heima en sýsluteaðurinn og fáeinar feitar og mak- ráðar kofur. Þetta er ekki rétt, og er mér manna bezt kunnugt um það, þvi ég er nýkominn þaðan og hefi frá mörgu að segja um eyjarnar og íbúa þeirra, sem til þessa dags hafa, því miður, verið mjög lítið rannsakaðir. Vestmannaeyjar eru mjög fjöllóttar, og eru fjöllin grasi vaxin upp í efstu tinda og afar- sæbrött. Mest bér á einu þeirra, sem er kallað Heimaklettur. Þar eru afréttir eyjar- búa, og gengur féð þar sjálfala allan ársins hring. Þar er svo bratt að engar skepnur fóta sig nema kindurnar. En þær eru heldur alls ekki líkar stallsystrum sinnm á megin- landinu, því samkvæmt breytiþróunarlögmál- inu hafa þær tekið miklum stakkaskiftum frá því, sem þær voru í upphafi, og eru nú orðnar mjög svipaðar klifurdýri þvi, sem gemsa nefnist, og aðalléga hefst við á efstu tindum Alpafjalla, þeim sem brattastir eru. En gemsur hafa þá náttúru að þær svimar aldrei. Úr þvi ég mintist á breytiþróun, ætla ég að geta þess um leið, að Vestmannaeyingar ,eru miklu fótalengri en aðrir íslendingar, sem orsakast af því, að þeir aldrei riða. En fyrir þá sök höfum við orðið miklu fótskemri en aðrar þjóðir, að við höfum í ómunatíð alið mestan aldur okkar á hestbaki og þess vegna litið notað fæturna. í fjallalöndum eru oft málmar, enda er talið víst að í Vestmannaeyjum sé mikill auður fólginn í jörðu. Ekki alls fyrir löngu þóttust jafnvel nokkrir menn hafa fundið þar talsvert af kopar. Keyptu þeir i kyrþey námabréf handa sér, konum sínum og börn- um og öðru skylduliði, og sendu á laun mann með skilaboð til Gull-Hansons. Brá hann við hið skjótasta, og kom með næsta skipi til eyjanna að rannsaka námana. En þegar Gull-Hanson sá koparinn skar hann höfuð að eyjarskeggjum og bað þá aldrei þrífast. Kvað hann kopar þcirra eintómt blágrýti og einskisvirði. Fóllu þá hlutabréf í námunum samstundis úr 356 niður í 0.006 og voru gefin Gull-Hanson; en hann fór til Iteykjavíkur næsta dag, og seldi þau þar með engum hagnaði. Og er hann nú úr sögunni. Eitt er það merkilegt yið Vestmannaeyjar, að þar renna engar ár, og að þar er engin uppsprettulind. Hafa eyjarmenn því Öl til drykkjar, en skíra börn sin úr brennivini, þegar ekki næst i vatn úr landi, sem oft ber við. Eyjarnar eru all-fjölmennar, því margir hafa flutt þangað á siðari árum, bæði af meginlandinu og skerjunum i kring. Aðal- atvinnuvegirnir eru fiskiveiðar og fílatekja. Fiskinn selja þeir Spánverjum, en filinn hafa þeir til matar sér. Fíllinn er tvifætt skepna með stutt nef, mjög vel fleygur, og er það því algerlega rangt, sem Bjarni Sæm- undsson heldur fram í dýrafræði sinni, að hann sé ferfætt djr með löngum rana og afar-stirður til flugs. Hefði Bjarni farið til Vestmannaeyja í stað þess að vera að skoða 8köturnar í Grindavík, hefði hann getað komizt hjá þessari leiðinlegu villu í bók sinni. En vonandi lagar hann þetta í næstu útgáfu. í Vestmannaeyjum er næst sterkasta vigið á landinu (sterkast er auðvitað batteríið hér). Það heitir „Skansinn“, og er mælt að Bryde hafi látið byggja það til varnar gegn árás- um Tyrkja, sem oft herjuðu þar fyr á dög- um, og stálu Guddu, eins og margir vita. En Tyrkir komu aldrei, og halda sumir að þeir hafi frétt af verðinum hjá Bryde, og orðið hræddir um að hann mundi sprengja alt upp þegar þeir kæmu. Það bar við einn dag meðan ég dvaldi í Eyjunum, að ég varð var við að mikið mann- streyrai var til samkomuhúss eyjabúa. Gekk sýslumaður á undan í glæstum ein- kennisbúningi, með dregið sverð i hendi, og var hinn hermannlegasti. Var mér sagt, að skotið hefði verið á almennum borgarafundi til að ræða um hvað gjöra skyldi út af stríðinu, því nú sáu Vestmannaeyingar sér leik á borði að reka gamalla barma sinna á Tyrkjum. Umræður voru allmiklar á fundinum, og var loks samþykt svohljóðandi ályktun : „72 Vestmannaeyingar, saman komnir á fundi i Goodtemplarahúsinu, skora í einu hljóði á Tyrkjann að leggja strax niður vopnin og hætta öllum ránsferðum og hryðjuverkum. Hvetja þeir þá jafnframt til að segja með öllu skilið við falsspámanninn Mahómeð, og taka hina einu sáluhjálplegu evangelisk-lútersku trú fyrir klukkan tólf á morgun“. Svohljóðandi viðaukatillaga frá Halldóri lækni var borin upp, cn feld: „Fundurinn ætlast til að kvenfólk sé látið í friði meðan stríðið er“. Menn voru sem sé á þeirri skoðun, að kvenþjóðinni tyrknesku mundi alls ekki líka þessi afskifti Vestmannaeyinga, en þykjast einfærai' um að verja sig, ef á þær væri leitað. Og konur meta eyjarbúar mikils — hverrar þjóðar sem þær eru. Ingimundur. Sendiherra f’jóðverja í Lundúnum er orðinn Karl prinz Lichnowsky. Hann hefir áður verið við sendiherra- sveitina í Lundúnuro, og hefir ritað talsvert um viðskifti Þjóðverja og Eng- lendinga. Biblíníyrirlestur í Betel, 8unnudag 24. Nóv. kl. 6*/a síðd. Efní: Sionshreyfingar. Er það satt, eins og margir halda, að Gyðingarnir munu aftur koma saman i Palestinu áður en Kristur kemur? Biblian srarar þessu greinilega. Allir velkomnir. O. .T. Olseu. i n ....— Nýjustu bækurnar: Dr. Guðm., Finnbogason: Hngur og heimur, ib. 4,00. — Knut Hamsun: Viktoria. Ástarsaga. Þýðingin eftir Jón Sigurösson írá Kaldaðarnesi; 1,50, ib. 2,50 og 4,00. — Jón H. Þorbergsson: Um hirðing saudfjár, 0,60. — Bihlía (útg. 1912). Alveg nýkomin, ib. 5,00. — Söngbók bandalaganna, ib. 3,00. Fágt hlá öllum bóksölum. Bókav. Sigf. Eymundssonar, Lækjargötu ð. Ritfregn. Ljóð. eftir Sigurð Sig- urðsson, Rvik 1912. Ný Ijóð — og það góð Ijóð. Það ligggui við, að það sé orðið sjaldgæft á sjálfu ijóðalandinu. Sig. Sig. er ekki óþektur maður í íslenzkri ljóðagerð, og enginn býst við lökum kveðskap frá honum. Hann hefir áður gefið út Ijóðabók, og auk þess hafa við og við birst eftir hann kvæði í blöðum og tímaritum — alt góð kvæði, vel hugsuð og gagnhugsuð, og laus við alt það orðaprjál og lyriskt fimbulfamb, sem sumum góðskáldum okkar er aitaf hætt við. Sömu einkenni hafa þessi ljóð Sig- urðar sem nú birtast. Hann yrkir til stúlku : Þú ert engin björk i bjarkasal, brekkufjóla, eða dalarós; þú átt ekki þetta skýjahrós — þú átt engin reikistjörnu ljós. Þú átt annars eðlis kostaval. Þú ert mannsins kona, ytra og inst. Nei, „skýjahrósið" og blómsturmálið o. s. frv., það á ekki við Sig. Sig. Hann krýpur ekki neinum lýriskum heila- spunagyðjum — það er mannsins kona sem hann kýs sér að yrkisefni; því lýriskt skáld, með þess kostum og löst- um, er Sigurður í rauninni ekki. Andi hans hefur sig að vísu oft til flugs, hátt upp yfir mannabygðina, engu síður en hinn fimasti lýriski skáldajór. En hann fer aldrei upp í skýin; hann vogar sér aldrei svo hátt upp, að hann missi ’sjónir á veruleikanum. Hann hefir, að mínum dómi, kosti lýriska skáldsins, en ekki lestina. Sum af kvæðum þessum, sem nú birtast í „Ljóðum“ Sigurðar, eru gamlir kunningjar. Æði möig þeirra voru birt í „Ingólfi“ í fyrravetur og vor, svosem „Haukaberg", „Hjörsey“, „Auður Gisla Súrssonar" og þýðing- arnar eftir Oscar Levertin o. fl. Þrjú af kvæðunum hafa verið prentuð áður í ljóðabók, er Sigurður gaf út, þar á meðal kvæðabálkur, er hann nefnir „Hrefna“. Fyrsta kvæðið var, að mig minnir, prentað í „Þjóðólfi" fyrir mörg- um árum, en er nú talsvert breytt frá því ég man fyrst eftir því, og ekki alstaðar til batnaðar, að því er mér Þýkir. Af nýjum kvæðum í bókinni vildi ég mega benda á fyrsta kvæðið, „Lundurinn helgi“, gullfallegt kvæði. Hver maður á sinn „helga lund“, það er „draumsins helgu, hljóðu vé, 8em himins auðlegð létu’ í té þeim ríku sem þeim snauðuw. Þangað leitar hugurinn „er húmið hnígur“. Þá „lokast mannavegir, andinn eygir eldinn belga að fjallabaki ljóma“. — Yfir öllu þessu gullfallega kvæði er einhver rökkursins óljós draumaslæða; hávaði dagsins og vökunnar færist fjær, og upp í „lundinn helga* berst að eins bergmálið af skarkala lífsins. En alt verður öðruvísi umhorfs í „lundinum helga“ þegar birtuna ber á hann. „Þá var hann orðinn annar, vinur: að ösku logi og fauskum hlynur“. Já, svo fer um okkar dýrstu drauma í dagsins Ijósi, eins og meyjar eftir dansinn — af þeim hverfur mesti glansinn. Svo segir skáldið sjálft. Síðast 1 bókinni eru nokkrar þýð- ingar, og sumar þeirra afbragðsvel gjörðar, sérstaklega þykir mér góð þýðingin eftir Hamsun, „Sjóferð“. Það er í stuttu máli að segja um „Ljóð“ Sigurðar, að sum kvæðin eru með afbrigðum góð — hér endist ekki rúm til að telja þau öll — og ekkert kvæði 1 bókinni, sem maður vildi missa þaðan. Frágangur er mjög vandaður, pappír góður og prentið laglegt, og þó er verð bókarinnar að eins 1 króna. Allir ljóðavinir á Ijóðalandinu ættu að eign- ast hana. Kvöldúlfnr. Frá vettyangi. Simskeyti Jrá Höfn 20. núv.: Serbar hafa tekið Monastir. Or- ustur daglega við Tschataldja; gmsir ofan á. * * * Snemma í þessum mánuði er sím- að frá K.höfn, að Serbar hafi tekið Monastir. Það mun hafa verið fiugu- fregn, því í enskum blöðum um miðj- an þennan mánuð er búist við að Serbar muni taka bæinn svo sem nú er komið á daginn. Það eru til tveir bæir á Tyrklandi með þessu nafni, annar í Makedoniu en hinn austur í Þrakíu, og er hér eflaust átt við Mon- astir í Makedoniu, því það er meiri- háttar borg svo sem sagt hefir verið frá áður hér í blaðinu. Föðurlands-ást Balkanþjóðanna. Það sézt í útlendum blöðum, að Balkanbúar, sem til Ameríku eru komnir, streyma nú heim í stórhópum, til að bjóða sig í herþjónustu móti Tyrkjum. Eru þeir stundum mörg hundruð saman á fólksflutningaskipun- um stóru. Þeir sem eftir eru í Ame- ríku senda og stórfó heim til stjórn- anna. Sú saga er sögð um Serba einn, sem býr 1 Montana í Bandarikjunum, að hann hafl sent stjórninni í Serbíu 5000 dollara þegar friðnum var slitið, en 7000 dollarar var aleiga hans. o H/F Sápuhúsið o Austurstræti 17, margar tegundir russneskar cigarettur nýkomnar. Ovenju ó d ý r a r.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.