Reykjavík - 21.12.1912, Page 2
212
REYKJAVIK
Biblíuíyrirle stur
í ííotel, sunnudag 22. Des. kl. 61/?. siðd.
Efni: Borgar pað sig að vera kristinn?
Allir velkomnir.
O. .I. ölson.
Úr þessu rak hver bókin aðra, allar
góðar, sumar afbragð. Ein þeirra er
Viktoría, sem Jón Sigurðsson hefir þýtt.
Á titilblaðinu stendur, að hún sé ástar-
saga, og það er hún líka, þó með
öðru sniði, en þess konar sögur eru
venjulega, gerir það hinn einkennilegi
©g laðandi stíll og framsetning Ham-
sons. Sagan er um ást manns og konu,
sem ekki fá að njótast. Málarasonur
og dóttir hallareiganda. Þau fá ekki
að eigast, af því föður hennar riður'
á, að hún fái ríka giftingu. Sagan er
í myndum, stórum dráttum og útúr-
dúrar á milli, sumir einkennilega fall-
egir. Hvað er ástin?
„Ef einhver spyr, hvað ástin sé, þá
er hún ekki annað en vindur, sem
þýtur 1 rósunum og þagnar siðan smám
saman. En oft er hún líka eins og
órjúfandi innsigli, sem helzt alla æfi,
alt til dauðans. Guð hefir skapað
hana á marga vegu og séð hana duga
eða deyja“ [bls. 127).
Það er ekki auðgert að þýða bæk-
ur Hamsons, svo að blærinn ekki tapi
sér, en þó má óhætt segja, að þýðing
Jóns sé prýðis góð. Þótt að einhverju
mætti finna, þá skal það ekki gert.
Maður á að þakka bæði þýðanda og
útgefanda fyrir, að koma svo góðri
bók á íslenzku. En það þarf að gera
meira, það þarf að kaupa bókina, svo
þeir skaðist ekki á því, að koma
henni út.
Viktoría er bezta jólagjöf.
(Kostar 4 kr. í fallegu bandi).
Jóíin nálgast
— og vita menn þá, hvert á að halda
til þess að fá góð kaup á
vindlum, tóbaki
og því tilheyrandi.
),andsins stærstu birgðir eru af þeirri
vöru í
TÓBAKSVERZLUN R. P. LEVI.
Til ársloka verður gefinn
mikill aísláttur.
Virðingarfylst.
I {. P. Leví.
Padíum.
i.
í vísindunum kemur ein uppgötvun
vanalega annari á stað. Og oftast
leiðir ein ráðin gáta aðrar óráðnar í
Ijós, gátur, sem menn jafnvel áður
ekki höfðu minsta hugboð um að
væru til.
Þegar Röntgen árið 1896 skýrði
„Félagi lista og vísinda“ á Frakklandi
{Academie francaise) frá uppgötvun
sinni, og sýndi íélagsmönnum x-geisla
myndir sínar og áhöld, var einhver
sem spurði hann hvar í lampanum
geislarnír mynduðust. Og er Röntgen
fræddi menn á því, að þeir yrðu til,
þar sem glerið fosfórs-ijómaði, varð
það til þess að ýmsir vísindamenn
fóru að rannsaka hvort ekki væri svo,
að ávalt mynduðust ósýnilegir geislar
þegar efni fosfórs-ljómaði.
c7ó íapeíinn
verður eins og að undanförnu BEZTUH og Ól) ÝHASTUIÍ
hjá €%fi. ©8. cTfiomsen, IjaJnarstræti 20.
--- cTalsimi nr. 2. -
Landsins mestu birgðir af Öli og Víni, fjölbreyttasta
úrval, lœgsla verð i bænum.
H. TH. A. THOMSEN.
Vindlar í N % & \ kössum.
Með innkaupsverði
Seljast meðan birgðir endast, í
Verzluninni „SIF .
Laugaveg 19.
Talsími 339.
Við þessar rannsóknir fann Becquerel
fyrstur manna sjálfgeislandi (radio-
active) efni.
Svo vildi tii að hann í þessu skyni
rannsakaði frumefnið úraníum og fann
þá skjótt, að frá því streymdu ósýni-
legir geislar, sem höfðu áhrif á ijós-
myndaplötur, fóru í gegnum þunn föst
efni, t. d. málmþynnur, og mynduðust
án Jiess að nokkur utanaðkomandi
kraftur (t. d. rafmagn, sem er upphaf
x-geislanna) virtist vera þar orsök að.
Skömmu seinna fann frú Curie að
frumefnið thóríum hafði sömu náttúru.
Frúin rannsakaði nú fjöldann allan af
efnum og ýmiskonar efnasamböndum,
en fann ekki að neitt þeirra væri sjálf-
geislandi, nema úranium eða thóríum
væri í þeim. Aftur 4 móti fann hún
að ýms úraníum-sambönd voru tölu-
vert geislasterkari en úraníum sjálft.
Af þessu markaði hún að í sambönd-
um þessum væri eitt eða fleiri efni,
sem hefði meira sjálfgeislamagn en
úraníum, og hóf leit sina eftir þeim.
Fann hún þá t. d. pólóníum, sem er
400 sinnum geislameira en úraníum.
En að lokum tókst henni eftir mikla
mæðu að einangra efni, sem hafði
tveimur miljónum sinnum geislamagn
á við úraníum, en sem samt sem áður
bar mjög lítið á, vegna þess hve nauða-
lítið var af því.
Þetta. efni kallaði hún radíum, sem
þýðir geisla-efnið.
Þetta undraefni, sem er svo mörgum
dularfullum eiginleikum gætt, hefir
gjörbreytt hugmyndum vísindanna í
fjölda mörgu, leitt í Ijós nýtt náttúru-
afl sterkara miklu en nokkurt, er menn
áður þektu, og má með sanni segja
að rannsóknir þær, sem uppgötvun
þess hefir komið á stað og ýtt undir,
hafi opnað vísindunum ný svið, nýja
heima, og látið visindamönnunum auk-
ast skilningur á því, að efnið er miklu
margbrotnari gáta en þeim áður datt
í hug, og að það lítið eitt, sem við
vitum um það, bendi í þá átt, að það
sé útkoma afla, sem við að eins ó-
greinilega grillum hverjar verkanir hafl,
en alls ekki skiljum, eða vitum hver eru.
Hér er ekki rúm nema til þess að
drepa á helztu eiginleika radíums, og
þá aðallega hita-orku þess.
Radíum hefir sérkennilegt Ijósband,
öðruvísi en nokkurt annað efni, og er
frumefni. Það gengur næst, úraníum
og thóríum að eðlisþyngd. Þau eru
þyngst allra frumefna, og minnist ég
seinna á, hverja þýðing þetta hefir haft
til skýringar á dularfylsta eiginleika
radíums: orkunni, sem ekki virðist
þrjóta. Það er sjálfgeislamagnið, sem
gerir, að þessi efni eru frábrigði. Að
því undanskildu eru þau háð alveg
sömu lögum og önnur efni. En sjálf-
geislamagnið skipar þeim sérstakt sæti.
Á það hefir ekkert álirif, sem við
þekkjum. Hiti, þrýstingur o. s. frv.
I skófatnaðaryerzlun Jóns Steíánssonar
Laugaveg 14
geraBt þau beztu kaup, aem hægt er
að fá i bænum. T. d.: Kvenstígvjel
á 5 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a.
megnar hvorki að draga úr því né
auka, og er þó all-álitlegur hitinn
(yfir 3000 stig) sem menn kunna að
skapa. Við getum t. d. ekki stöðvað
orkustraum þann, sem frá radíum fer
jafnt og þétt, og látið það sem þannig
safnaðist, fara út í einu. Við getum
heldur ekki aukið orkustrauminn með
áhrifum annars konar orku, t. d. hita.
Radíum er eins og ofn sem altaf hitar
jafn mikið, þó aldrei sé lagt i hann,
og ekkert hitar meira þó hann sé
kyntur eins og frekast er unt. Það
skilar altaf sömu orkunni og alveg
jafnmiklu nú og fyrir tiu árum, án
þess nokkuð beri á að hún minki. Að
þessn leyti eru sjálfgeislandi efnin
öðruvísi en öll önnur kunn efni.
Geislarnir (réttari hugmynd um eðli
þeirra veitir orðið orkustraumur) eru
þrenns konar. Þeir eru nefndir a (alfa)
fi (beta) og y (gamma) geislar. «-geisl-
arnir eru langflestir og um 95°/® af
V erzlun
Guðrúnar Jónasson
Aöalstrœti 8.
Ávextir, jólakassar.
Ýmsir sælgætismnnir handa börnuiii.
Baidwins-epli nr. 1 á 25 a.
Ágætar perur 50 a.
allri orku radíums stafar af þeim; fi~
geislarnir hafa mestáhrifin á Ijósmynda-
plöturnar, en y-geislarnir fara bezt
allra geisla í gegnum föst efni. Þeir
komast í gegnum hálfan þumlung af
blýi og að því skapi betur gegnum
önnur efni, sem þau eru óþéttari. Þeir
eru aðallega notaðir við lækningar og
svo „hörðustu" /f-geislarnir (o: þeir sem
komast gegnum mest). Radíum og
einstaka önnur sjálfgeislandi efni, aðal-
lega mesóthóríum, eru nú notuð mjög
við meðferð ýmsra| sjúkdóma og gera
þar sannkölluð kraftaverk. Menn vita,
að Finsen varð frægur fyrir að taka
sólarljósið í þjónustu læknislistarinnar.
En|j lítið vinnur það á við y-geisla
radíums. Hér verður ekki farið nánara
inn á þetta, en notkun radíums við
ýmsa sjúkdóma — sérstaklega hörunds-
kvilla— hefir verið til ómetanlegs gagns.
Þess konar andlitslýti, t. d. valbrá,
lupus o. s. frv. hverfa fljótt fyrir á-
hrifum y-geislanna. En mest er þó
um vert læknandi áhrif þeirra ákrabba-
inein — þennan voða-sjúkdóm, sem
sífelt fer í vöxt og fáum hefir hingað
til slept lifandi úr sinum heljargreipum.
Geislarnir deyfa mjög kvalirnar og
gerir veikar, skemdar frumlur frískar
og heilar á all-skömmum tíma. Von-
andi verður þess ekki langt að bíða,
að nóg verði til af þessu dýrindis efni,
svo enginn, sem hjálparinnar þarf, fari
hennar á mis. Og ekki er óvænt um
þetta, þó radium enn sé afar-sjaldgæft,
þvi úr því bætir, að um það gildir
ekki að fullu gamla máltækið „eyðist
alt, sem af er tekið“, og að sennilega
streymir jafn-mikil orka frá því radíuna,
sem menn eiga núna í dag, þegar
2000 ár eru liðin. En sem stendur
er ekki á færi fátæklinga að kaupa
það, því hvert gramm af því kostar
um hálfa miljón króna, og er lang-
dýrasta efni, sem til er.
Þó vér — eins og áður er sagt —
verðum þess ekki varir, að radíum fáí
orku utan að eða að orka þess minki,
streymir hún þó jafnt og þétt frá þvi
fádæma mikil i samanburði við, hversu
afar-litið af efninu myndar hana. Til
þess að menn fái nokkra hugmynd
um þetta, þá set ég nokkur dæmi til
skýringar. Ef tíu grömm (þyngd vana-
legs sendibréfs) af radíum væru látin
í ketil fullan af vatni, roundi sjóða á
katlinum eftir fáar mínútur, og ef hiti
sá, er frá þeim fer á einu ári, losnaði
allur á einu augnabliki, væru verk-
anirnar sömu og af liðugt 20.000 pund-
um af sterkasta sprengiefni. Hita-
magnið í tíu grömmum af radíum er
á við hitann af 25 skippundum af
kolum — hafa menn reiknað út.
Þetta er afskapa mikill kraftur og
hver maður sér, hvílík aflsuppspretta
radíum væri í þarfir mannfélagsins, ej
nóg fyndist af því og menn kynnu að
fara með orku þess eftir vild. Ef
menn gætu faagnýtt sér hana eins og
afl sírennandi vatns, gætu sett st-iflur
í strauminn og látið hann fossa þegar
menn vildu og eins mikið og menn
vildu — þá þyrfti mannkynið ekki í
bráðina að óttast, hvað um það yrði,
því menn kvíða ekki að ástæðulausu