Reykjavík - 04.01.1913, Blaðsíða 2
REYKJAVÍK
2
tekin á íslandi eftir 1. jan. 1913
til notkunar í þeim millilandaskip-
um félagsins, sem annast póst-
ferðirnar, samkvæmt samningnum
7. ágúst 1909. Endurgjald þetta
greiðist með þeim fyrirvara, að
hvort þeirra stjórnarráða, sem
standa að samningnum, geti til
ársloka 1913 með málssókn á
hendur félaginu krafist úrskurðar
dómstólanna um, hvort félaginu
sje skylt að una við þá hækkun
kolaverðinu, sem kolatollurinn hef-
ur í för með sjer. Falli dómur á
þá leið, endurborgar félagið upp-
bótina fyrir tollinn. Um skyldu
íslands til að endurgjalda stjórnar-
ráði innanríkismálanna fje það,
sem það kann að greiða í þessu
skyni, hefur orðið sérstakt sam-
komulag milli stjórnarráða þeirra,
sem standa að samningnum.
7. Öll ákvæði í aðalsamningn-
um frá 7. ágúst 1909, sem koma
í bága við framangreindan viðbæti,
skoðast úr gildi feld.
liadíum.
ii.
[Niðurl.].
Ég sagði í greininni um daginn lítið
eitt frá því, hvernig radíum fanst og
frá helztu eiginleikum þess. Ég gat
þess þá, að frá því færu þrenns konar
geislar eða orkustraumar, sem virtust
stafa af öflum er starfanai væru innan
efnisins sjálfs. Hér skal drepið á, hvað
geislar þessir eru, og hver menn álíta
að sé orsök þeirra.
Það er mikið að þakka rannsóknum
enskra eðlisfræðinga, ekki sízt þeirra
Crookes, Oliver Lodge og Rutherfords,
að tekist heflr að lyfta lítilsháttar
slæðu þeírri, sem felur leyndardóma
sjálfgeislandi efnanna sjónum vorum.
Með afarsterkum rafmagnssegul tókst
Rutherford að breyta stefnu a — og /í-
geislanna, og drógust aðrir þeirra að,
en hinir hryntust frá. Kom þá í ijós,
að />-geislarnir eru rafmegnlar (raf-
megnill=elektron), sem eru einiráferð,
en «-geislarnir rafmegnlar samferða
efnisfrumögnum. Rafmegnill er minsta
raímagnseining eða frumögn rafmagns-
ins, en þó má ekki skilja þetta svo, að
það sé efni í þeim skilning orðsins,
sem við tíðkum. Líklegt er að raf-
magn sé að eins einnar tegundar, því
ekki hafa fundist nema eins konar raf-
megnlar, sem sé einrænir (negative).
Sé um samrænt (positivt) rafmagn að
ræða, er rafmagnið aldrei einsamalt á
ferð, heldur með efninu. Svo er um
«-geislana, sem eru samræmir. Raf-
megnlarnir fara 1 kringum frumagn-
irnar eins og hnettirnir í kringum sólina.
Ekki vita menn enn hvað y-geislarnir
eru, en margir halda að þeir séu oin-
hvers konar aflmiklar ljósvakaöldur.
En hver er þá þessi — að því er
virðist — innanaðkomandi kraftur, sem
setur alt þetta í hreyíingu ?
Sú skoðun, sem menn nú alment
hallast að og við bezt rök á að styðj-
ast er, að frumagnir sjálfgeislandi efn-
anna séu að klofna eða sprengjast
sundur af mjög miklum krafti. Að
það sem hér fari fram sé ummyndun
frumefna í önnur frumefni. Hór skal
örlítið skýrt frá á hverju skoðun þessi
aðallega byggist. Crookes fann snemma
að úraníum „gat af sér“ efni, hið svo-
nefnda úraníum x, er var sjálfgeislandi,
en þó fljótt misti þennan eiginleika.
Yið rannsóknir radíums kom einnig
brátt í Ijós, að frá því fór lofttegund
gædd miklu sjálfgeislamagni. Þessi
lofttegund er nefnd radíumsloft (radium-
emanation). Þegar það var tekið frá
sjálfu radiuminu og einangrað til rann-
sóknar, misti það smámsaman sjálf-
geislamagnið, og að mánuði liðnum
var það alt horfið. En á sama tíma
og í sömu hlutföllum myndaði radi-
umið nýtt loft. Að orkustraumurinn
frá radium er altaf samur og jafn,
kemur þá til af jafnvægisleitun ; radi-
um býr til á sekúndu hverri jafnmargar
radíumsloftsfrumagnir eins og þær aftur
á sekúndunni verða að öðrum efnum.
Með útreikningum og tilraunum hafa
menn fundið að liðugur V2500 hluti
radíums ummyndast á ári hverju.
Radíum verður þannig um 2500 ára
gamalt. Það er ógjörningur að minn-
ast hér frekar á ummyndanir radiums.
Aðeins skal þess getið, að efni það
sem ásamt rafmegnlum er 1 «-geisl-
unum, er frumefnið helium, og að
breytingarstigin eru allmörg, radium-
loft, radium a, b, c, d, e, f, eru þau
nefnd, sem kunn eru. Radium f er
sama og frumefnið pólóníum, sem frú
Curie fann.
Aldurstakmark radíums er 2500 ár.
Eftir þann tima er því alt það radíum
■ sem nú er til „dautt“, ekki lengur til.
Nú vitum við með vissu að jörðin er
miklu eldri en þetta, og leiðir þá af
því að það væri fyrir löngu úr sög-
unni, ef ekki ávalt „fæddist" nýtt í
stað þess sem deyr. Menn hafa kapp-
samlega leitað að upphafi radíums, og
virðist flest benda á, að það eigi rót
sína að rekja til úraníums, sem eins
og fyr er sagt er sjálfgeislandi og
o----------------------------------------®
I stdfatnaSarrerzlaa Jóbs Stefánssonar
Laugaveg 14
gerast þau beztu kaup, sem hægt er I
að fá í bænum. T. d.: Kvenstígvjel I
á 5 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a. |
m----------------------------------------m
þyngst allra frumefna. Menn vita
þyngd frumagnanna, sem frá úraníum
fara, og eðlisþyngd radíums er í sam-
ræmi við þetta — það að því skapi
léttara. . Einnig er radíum alt af að
finna, þar sem úraníum er, og í ákveðnu
hlutfalli við það. Nú fyrir skemstu
hafa menn fundið efni — nefnt jóníum
— sem menn halda að só liðurinn
milli úraníum x og radíum. Ekki er
þetta þó fullsannað enn, en miklar
líkur eru fyrir að röðin sé þannig:
úranium, úraníum x, radíurn, radíums-
loft, radíum a, b, c, d, e, f, — niður
að blýi. Ef þetta er rétt, að frum-
efnin ummyndist ■— og vísindamönn-
unum kemur saman um að það megi
nú telja næstum fullsannað — þá er
auðvitað ólíklegt að sú breyting nemi
staðar þegar að blýinu er komið, heldur
séu öll frumefni að breytast, öll í raun
og veru sjálfgeislandi, en það svo afar-
lítið að við ekki höfum tæki til að
komast að því. Og sé svo, verður
auðvitað 'að fara fram fyrir léttasta
frumefnið til að finna áframhald þess-
arar framrásar, en aftur eða út fyrir
úraníum til að finna viðhald hennar.
Því úraníum verður að eins 7500 milj.
ára gamalt, og þó þetta só langur tími
borinn saman við mannsæfina hór á
jörðu, er hann að öllum líkindum
stuttur í samanburði við aldur linatta
og sólkerfa.
Kenningin um að frumagnir sjálf-
geislandi efnanna séu að klofna og
I sprengjast sundur, gjörir okkur að
nokkru leyti skiljanlegt hvernig stendur
á geislunum, sem frá þeim fara, og
ummyndun efnanna. En á bak við
þetta órar okkur fyrir miklu erfiðari
gátum. Hvað veldur því að frum-
agnirnar klofna, og vegna hvers
sprengjast þær ekki allar sundur í einu?
Hvað heldur þessari sífeldu hreyfingu
við, og hvað er efnið í raun og veru ?
Þessu megnar enginn að svara með
nokkurri vissu. Vísindin standa ráð-
þrota. Menn gizka nú helzt á, að
efnið sé annaðhvort tómir rafmegnlar
eða ef til vill að eins Ijósvakahreyfingar,
og byggist þetta mest á rannsóknum
síðustu tíma á sjálfgeislandi efnunum.
Það sem virðist eftirtektarvert við þessa
skoðun er, að Ijósvaki og rafmagn er
hvorttveggja „óefnislegast“ af öllu því
sem náttúruvísindin kannast við. Yér
vitum ekki að rafmagn hafi þyngdar-
eiginleika, og vér skynjum ekki ijós-
vakann — en þó álíta menn að alt
efni sem vér skynjum sé ef til vill
samsett af þessu. Að öllum líkindum
eru þessar tilgátur að eins spor í átt-
ina til sannleikans, en á það benda
þær ótvírætt að sá sannleikur er mönn-
um æ að verða ljósari og Ijósari, að
þessi efnisheimur, sem vór megnum
að skynja, er ekki allur heimurinn
heldur að eins örlítið brot af honum.
Og það er að verða mikilsverðasta —
en um leið vandarhesta — starf vís-
indanna að leita uppi íleiri og fleiri
þeirra „ósýnilega geisla", sem sí og æ
án þess oss vari, streyma til vor úr
hinum óskynjanlegu og oskiljanlegu
geimum tilverunnar.
IC. L.
Leikhúsið.
ilflióll eftir ./. L. Heiberg.
Leikfélagið sýndi þetta leikrit í fyrsta
skifti annan dag jóla, og síðan hefir
það leikið það í nokkur skifti. Leik-
rit þetta sýndi leikflokkur Boesens hér
sumarið 1911 og varð þess eigi vart
að það inni sérstaklegar vinsældir þá.
Enda er það nauða ómerkilegt að efni
til. Aðalþungamiðjan er útbúnaðurinn,
leiktjöld og búningar, og nokkur rétt
snotur lög. Mér finst leikfélagið hefði
getað gætt almenningi á oinhverju
betra um jólin en þessu leikriti og
stingur mjög í stúf við það, sem var
í fyrra, er það sýndi Fjalla-Eyvind.
Hvaða ástæðu leikfélagið hafi haft, til
að velja þetta leikrit, er eigi gott að
segja nema ef það hefir ætlað að
skáka flokki Boesans og gera betur en
hann. Ef svo er má leikfélagið vel
við una, því þeim tilgangi hefir það
náð.
Yfirleitt má segja að leikfélaginu
farist leikrit þetta sómasamlega úr
hendi. í sumu tókst því jafnvel mjög
vel og það einmitt í því sem oftast
er veikasta hliðin hjá leikfólaginu en
það eru aukapersónurnar (statistar).
Dansarnir voru fallegir og tókust mjög
vel og er mönnum nýnæmi á að sjá
slíkt hér á leiksviði. Sérstaklega er
vert að geta barnanna er þar döns-
uðu. Að leikurinn tókst vel er því
ekki hvað síst að þakka þeim er stjórn-
að hefir dansæfingum (frú Stefaníu).
Um leikinn sjálfan er það að segja,
að flest hlutverkin eru mjög óeðlileg
og að sjálfsögðu ílt að leika þau af
nokkurri snild. Frú Stefanía (EUsabet
Betel.
Sunnudag 5. Jan. byrjar fyrirlestraflokkur
um spádóinuua í Daníelsbólc
og OpinberunarbóUinni. Þess-
ir spádómar segja nákvæmlega frá hvar vér
erum staddir í heimssögunni.
Fyrirlestrunum til skýringar verða sýndar
myndir af hinum ýmsu jarteiknum (Symbo-
lei’) sem nefnd eru í þessum bókum.
Allir velkomnir.
O. .T. Olsen.
Munk) og hr. Árni Eiríksson (Björn
Ólafsson) hafa þar verið heppnust enda
leika þau bæði mjög vel. Frú Stefanía
leikur hina státnu aðalsmey svo vel
að manni finst þar ekkert á skorta.
Gerfi Árna er ágætt og leikur hans
fjörugur og frumlegur, laust við að
hann hermi eftir fyrirmynd allra Bjarna
Ólafssona, Ólafi Poulsen, eins og danski
leikarinn sem lék það hlutverk hór
um árið gerði.
Andrés Björnsson leikur Kristján
konung 4. hreinlega og skörulega.
Gerfið er og ágætt og framgangan
tíguleg. Andrés hefir sýnt það með
leik) sínum að undanförnu að leikfé-
lagið þarf ekki að deyja úr karlmanns-
leysi og er það vel.
Fröken Regina Benediktsdóttir leikur
Agnete. Hún er byrjandi á leiksvið-
inu og hefir fengið mjög óþægilegt
hlutverk til þess. Henni tekst líka
hvergi nærri vel að segja það sem hún
á að fara með, ■ m. a. hættir henni
of mikið við að þylja utanbókar. En
stórum er hennar leikur þó betri en
stúlkunnar, sem lék hana bjá Boesen.
Aðalsmenn tvo leika þeir Helgi
Helgason (Fleming) og Ludv. Knudsen
(Ebbesen), Helgi lýtalaust, en það verð-
ur varla sagt um leik Knudsens.
Hann var altof fjörlítill. Fylgdarmarm
konungs lék Friðfinnur Guðjónsson vel
það sem lxann var. Jakob Möller
(Walkendorf) var herfilega útbúinn,
skegg og hár eins og á villimanni, en
í því hlutverki er gerfið aðalatriðið.
Fóstru Agnetu lék frú Eufemia
Waage, og i því hlutverki einu var
betri leikur hjá Boesensfólkinu. Her-
bert Sigmundssen (Mogens) söng lag-
lega; að öðru leytif var leikur hans
tilþrifalítill.
Útbúnaður allur, ieiktjöld og hún-
ingar var í besta lagi og átti ijósið
sinn þátt í því, að útbúnaðurinn naut
sín. Eni í því efni verður leikfélagið
að vera mjög varkárt. Það þarf ekki
mikið til að þeir sem vandfýsnir eru
setji ekki út á. Það er t. d. óvið-
kunnanlegt að veiðimaður frá 17. öld
næli upp um sig rosabullunum með
nýmóðins sjálfheldunælum.
Spilað var undir á piano (fjórhent),
orgel og fiðlu, en það hefi eg ekki vjt
á að dæma um. Alfa.
Skipaferðir
eftir Nýjár.
1. ferð Ceres. Fer frá Khöfn 11.
Jan. Kemur til Rvíkur 20. Jan.
1. ferð Sterling. Fer frá Khöfn 19.
Jan. um Leith, Reykjavík til Vest-
fjarða.
2. ferð Sterling. Fer frá Khöfn 25.
Febr. um Leith og Reykjavík til Stykk-
ish’ólms.
Mjölnir fer til Austurlands og Norð-
ur 11. Jan. frá Khöfn.