Reykjavík


Reykjavík - 01.03.1913, Blaðsíða 1

Reykjavík - 01.03.1913, Blaðsíða 1
♦ 1R fc\ a v t k Laugardag 1. Marz 1913 Árni Eiríksson, Austurstræti 6. Ú/TSALAN ex nú bráðum á enda og þar með tækifærið til að fá góðar og ódýrar vörur með afslætti. Enn þá engin veröhækkun vegna farmgj alds-tollsins. Afsláttur á öllum vörum. XIV., 9 Ritstj.: Björn Pálsson cand. jur. Talsími 215. Kirkjustræti 12. Pósthölf A 41. Heima daglega kl. 4—5. j'fýjustu símskeyti. Khöf'n, 1. Marz J1913. Engir bardagar. — Sagt að Orikkir og Serbar ætli að senda 80,000 hcrmanna til Skutari til lið8 við Svartfellinga. ísland og Danmörk. Það er svo að sjá á dönskum blöð- um sem þeim hafi gramist grein, sú er ég ritaði í „Reykjavík8 18. Jan. þ. á. Og Danir standa agndofa og skiln- ingslausir gagnvart því sem hér gerist, eins og þeir eru vanir. Þá furðar stórlega á því, að slík grein skuli koma úr rnínum penna, gamals manns, sem sé „heimastjórn- armaður", „fylgismaður Hannesar Haf- steins" og einkum að því að ég hafi verið „vingjarnlegur í garð Dana“. Það er satt, að ég er heimastjórnar- maður — og þykist vera eins einlæg- ur heimastjórnarmaður og nokkur annar. Satt er það og, að ég er einn fylgismanna Hannesar Hafsteins. > Enn er það og satt, að ég hefi unnað Dön- um sannmælis um alla góða kosti þeirra, hvatt landa mína til að treysta drengskap þeirra og lifa í góðu sam- lyndi við þá. Og kostir Dana eru miklir og margvíslegir; því skal ég síðastur manna neita. En — þeir hafa líka ókosti. Þjóðin hefir jafnan verið nokkuð skýjaglópsleg (chauvinis- tisk), og hún hefir drottins náðargáfu til þess, að kjósa jafnan þá aðferð, sem vitlausust var og verst gegndi, sjálfum þeim og öðrum, í viðskiftum við samþegna af öðrum þjóðflokkum. Þannig fyrirgerðu þeir samkomulagi við þýzkumælandi þegna sína — og mistu svo þá, og meira til, út úr Danaveldi. Þeir eru nú að leika sama leikinn við oss. Sá einn er munurinn, að þýzkir þegnar þeirra vildu losna úr samfélagi við þá, en vér íslendingar viljum ekki pólitiskan skilnað, og höf- um aldrei viljað. En nú eru Danir að reyna að hrinda okkur frá sér. Alberti-hneykslið og ýmislegt fleira gaf vitleysunni vind í seglin eitt augna- blik hér, í kosningunum haustið 1908. Það er satt. En að eins stutta stund. En hvernig sem þeir Knútur íslands- hati og hans nótar venda þessu og snúa, geta þeir aldrei neitað því, að þegar vér nú vildum þiggja boðin frá 1908, þá gengu Danir ábak orðum sínum. Þeir vilja ekki lengur standa við þau. Þetta er ódrengskapur þeirra. Og víð það hverfur alt traust vort á öll- um samningum við þá. Vér trúum þeim ekki framar. Þeir geta reynt að innlima oss í orðum, kalla oss „Norður-Danmörk“ (eins og „Hovedstaden") eða „norður- hluta ríkÍ8Íns“\}.\) (eins og „Berlingske Tid.“). Yér verðum aldrei „hluti ríkisins“ („Danmarks Rige“) fyrir það. Höfum um aldrei verið það, erum það ekki og verðum það aldrei að eilífu. Um það eru allir íslendingar í 'óllum flokk- um á einu máli. Yér könnumst við að vera og vilj- um vera hluti af Danaveldi („det danske Monarki"), en ekki úr „Danmarks Rige“. En úr því að ekki er auðið að eiga neitt við Dani um rétt vorn í veld- inu („Monarkiet“), svo látum vér það mál liggja að sinni. Vér snúum oss að öðru: — að því að efla atvinnuvegi vora, efnahag og fólksfjölda; og að því að losa oss við Dani í öllum samgöngum og viðskiftum. Við reynum að verða efnalega óháðir og svo fjölmennir, að vér þurftum ekkert að eiga við Dani að sælda. Dönsk blöð hugga sig við, að orð mín um þetta sé lítið að marka. En ég get sagt þeim það með sanni, að þau eru töluð úr hjárta hvers ein- asta íslendings. Hreyfingin í þessa átt er þegar byrj- uð; hún hefir gagntekið þjóðina, og hún vex og dafnar með hverjum degi. Ef Dönum þykir þetta miður, þá mega þeir sjálfum sér um kenna — af því að þeir hafa fylgt Knúti íslands- hata. En þeir mega sofa rólega fyrir því, að eftir að þeir hafa ótvírætt gengið trá orðum sínum frá 1908, þá mun- um vér ekki ónáða þá fyrst um sinn með samnin^aumleitunum. Nú förum vér aðra leið! Knútur fslandshati hefir margt sagt ilt i vorn garð. En hann hefir aldrei ritað heimskidega fyrri en nú. Hann segir, að ég ráðist, á Hannes Hafstein, af því að ég sé ekki ánægð- ur með sambandslaga-uppkast hansf!) frá í haust. En Hannes Hafsteinn kannast ekki við það uppkast sem sitt, og kveðst hafa sagt Danastjórn það. — Ég var ánægður með þá málaleitun, sem hr. Hafstein fór með af vorri hendi til Danmerkur — en ekki með svarið Dana. Og Hannes Hafstein ber enga ábyrgð á því. Og ég hefi að engu fundið við hann eða hans gerðir. Alt í einu verður svo Knútur „gáf- aður“ aftur og legst svo djúpt, að hann gefur í skyn, að ég muni hafa ritað grein mína fyrir herra Hannes Hafstein, til þess að dylja eða draga fjöður yfir stefnubreyting hans, ef hann ætli nú að „snúast á móti“ uppkast- inu danska frá í vetur, en það inni- haldi þá niðurstöðu, sem H. H- hafi leitast við að fá og fengið. Hér segir Knútur alt jafn-ósatt: Hannes Hafstein leitaðist við að fá aðra niðurstöðn, en þá sem hann fékk — leitaðist við að fá Dani til að standa við orð þeirra í frumvarpinu frá 1908. En því brugðust þeir. Og sú niður- staða, sem fólgin er i uppkastinu í vetur, er að eins sú niðurstaða, sem H. H. taldi fáanlega nú, en ekki þá niðurstöðu, sem hann óskaði í nafni þess meiri hluta Aldingis, sem hafði falið honum erindið á hendur. Nei, grein mín var engin „árás“ á H. Hafstein og hans pólitík. Ég veit ekki betur en að við H. H. séum al- veg samdóma um það, að Danir hafi nú gengið á bak þeirra orða, sém þeir vóru siðferðislega skyldir að standa við. En grein mín er heldur ekki skrifuð eftir neinu samráði við hr. Hafstein- Hún var blátt áíram skrifuð til þess, að láta Dani vita, hvað vér íslendingar — allir — höfum nú fyrir stafni, og að það er sú eina pólitik nú, sem nokkurt vit er í fyrir okkur að reka — sú pólitík, sem Danir sjálfir, með Knút íslandshata í broddi fylkingar, hafa knúið oss til — og sú pólitík, sem vér erum megnugir um að íramkvæma, ef samheldi brestur ekki. Hún var ennfremur skrifuð til að láta Dani vita, að um þetta mál eru allir íslendingar einhuga — eins vér, sem mesta velvild berum til dönsku þjóðarinnar. Vér getum ekki og vilj- um ekki hafa framar nokkurt sam- neyti við þá í neinu því, sem vér getum komizt hjá, oss að stórskaðlausu. Þetta eru engin bráðræðisorð eða reiðiorð. Það er vel íhuguð og róleg álvara. Það er hellast fyrir Dani sjálfa, að reyna að skilja þetta sem fyrst. Þeir ættu, eftir því sem þeir láta, I XIV., 9 leikfél Reykjavikur. Ðm Mttatima, Leikur í 4 þáttum, eftir Franz Adarn Beyerlein. Sunnudaginn 2. þ. m. kl. 8 síðd. í Iðnaöarmannahúsinn. T sídasta sinn. að fagna því og gleðjast við það, að vera lausir við okkur í sem allra-flestu. Hvorki vér né þeir þurfum svo meira um þetta að tala. Það sem vér nú höfum fyrir stafni, er íslenzkt sérmál, og kemur Dönum ekkert við. Þegi þeir þá nú, og láti okkur vera í friði. Jón Olafsson. Meðal við berklaveiki fandið. í ensku blaði 20. f. m. er talað um að meðal sé fundið við berklaveiki, og það talið óbrigðult. Greinin um það er skrifuð í Berlín, og er á þessa leið: Dr. Friedrich Friedmann í Berlín, N sem telur sig hafa fundið óbrigðult meðal við berklaveiki, hefir lagt á stað til New York. Charles Finlay, for- maður Etna National bankans, hefir boðið honum 200,000 sterlingspund (3,600,000 kr.) ef hann geti læknað 100 berklaveika menn í Ameríku. í Desembermánuði flaug sú fregn út, að Dr. Friedmann hefði fundið meðal við berklaveiki, og vakti mikla eftir- tekt. Og siðan var símað um allan heim að sjúklingur heíði læknast er talinn var dauðvona, og væri nú fræk- inn fótboltamaður; og síðan hefir lækn- irinn engan frið haft íyrir bréfum og símskeytum sjúklinga. Margir komu til Berlínar áður en Dr. Friedmann hafði svarað þeim, og þeir sem ekki gátu ferðast, báðu hann að segja til hvað hann tæki fyrir að koma til þeirra. Áður en mánuður var liðinn hafði læknirinn fengið tilboð um mðrg hundruð þúsund sterlingspund, ef hann vildi reyna meðal sitt við sjúklinga í Buenos Aires, Melbourne og New York. Dr. Friedmann hafnaði þessum boðum, þótt fýsileg væru, til þess að geta stundað sjúklinga heima fyrir. Margir læknaðir. Fyrir fáurn dögurn tók hann boði Finlays, en hafði áður fengið þýzkan læknir ti) að stunda sjúklinga síná. Sá læknír er handgenginn lækningar- aðferð Dr. Friedmanns. Dr. F. hefir reynt meðalið á 500 sjúklingum síðan í Desember, og það er fullyrt að lækningin hafi ekki mis- tekist í neinu af þessum tilfellum, en í flestum þeirra hafi hún borið undra- verðan árangur. Jafnvel þótt veikin væri komin á 2. eða 3. stig, þá brá þó skjótt til bata þegar meðalinu var sprautað inn í fyrsta sinn.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.