Reykjavík - 23.08.1913, Blaðsíða 1
1R k\ a\> t k.
XIV., 35
Liaug’ardag' 23. Agúst 1913
XIV., 35
Ritstj. Kr. I_iinnet
Laugaveg 37.
Heima kl. 7—8 síðd.
Qullið rauða.
» _______________
Þeir eru margir, Ameríkufararnir,
þetta ár. „Smalarnir" eru á ferð um
þorp og sveitir og hvetja menn til að
flýta sér héðan úr þokunni og rign-
ingunni sífeldu til sólarlandsins fyrir
handan hafið.
En smalarnir hóa fæstum burt.
Það þarf sterkari róm en þeir eiga
til, til að slíta menn frá ættjörðinni
— nú orðið. Það stoðar ekki lengur
mikið að tala um fyrirheitna landið,
landið, sem fljóti í mjólk og hunangi
og bjóði það hverjum slæpingjanum,
sem nennir að rétta fram höndina.
Þeir tímar eru löngu liðnir þegar al-
menningur trúði slíkum ræðum.
Nú vita allir — eða flestir — að
mjög er það óvíst hvað bíður þeirra
þegar vestur er komið, og að mikil
tvísýna er á því að hamingjan, hin
hverflynda og brigðula lukku-dís,
standi á bryggjunni með faðminn op-
inn til að standa á móti þeim, er
þeir stíga á land. En það vita menn
með vissu að það býður þeirra vinna,
efalaust mikil, sennilega líka ströng
vinna. Og það vita einnig flestir —
eða ættu að vita — að jafnvel er hætt
við að á hinni nýju fósturjörð bíði
þeirra að eins vinna, að eins þrælkun.
Einatt harðari, miklu erfiðari þrælkun
en ísland býður verst stæðasta barn-
inu sínu.
Þess vegna ber lítið á hói smal-
anna. En aðrir kalla hærra. Vinirnir
og vandamennirnir, frændurnir og sifja-
liðið fyrir vestan hafið seiða vinina
frá fátæku og smáu heimilunum hérna
til sín og sinna. Það eru þeir, sem
vel hefur gengið, sem láta til sín
heyra og hvetja til að koma. Þeir
sem borið hafa þunga og hita dags-
ins og eru farnir að sjá árangur
vinnu sinnar. Hinir þegja. Og af þeim
fara heldur engar sögur......
En svo eru líka nokkrir, sem hér í
sjálfu landinu gera sitt. til þess að hóa
mönnum burt þótt ekki sé það mein-
ing þeirra. Það eru þeir, sem hrópa
hástöfum um „óstjórn", sem ekki sé
unandi við, og um auknar álögur og
byrðar, sem landslýðurinn ekki rísi
undir. Þótt allir ættu að vera einfærir
um að sjá að hér er um freklegar
öfgar að ræða, þá er nú svo að þetta
getur haft áhrif á einhverja, og ef það
«r marg-endurtekið og því er eigi
mótmælt, trúa menn því að lokum.
Því skal sízt neitað að ýmislegt megi
að stjórninni finna — og vér játum
að vér ekki væntum þess að fá nokk-
urntíma stjórn, sem ekki sé að meira
eða minna leyti mislagðar hendur —
og heldur ekki skal því neitað, að oss
finst hún stundum vera og hafa verið full
kröfufrek um fé til ýmislegra útgjalda
— en að tala um „óstjóm" á okkar
skikkanlega, meinhæga, orða- og blek-
víga landi — það er næstum hlægilegt.
Þessir menn ættu — að minsta
Lýflsyiinn
í Bergstaðastr. 3, Reykjavík
byrjar 1. vetrardag og stendur 6 mán.
Fyrirkomulag svipað og við útlenda
lýðháskóla. Námsgreinar: ísl., danska,
enska, saga, landafr., náttúrufr., reikn.,
bókfærsla, söngur, handavinna. — Nem-
endur geta sjálfir valið um námsgreinar.
Ekkert próf heimtað, en námsvottorð
fá þeir nemendur sem óska. Kenslu-
gjaldið að eins 25 kr. yfir allan tím-
ann, og minna yfir styttri tíma. —
Tungumálin kend með stöðugum tal-
æfingum og ritæfingum. — Utanbæjar-
nemendum hjálpað til að útvega sér
fæði og húsnæði. — Umsóknir sendist
sem fyrst til forstöðumanns
Ásmundar Gestssonar,
Bergstaðastr. 3. Reykjavík.
kosti í huganum — að hvarfla til
þeirra landa (og þau eru ófá) á hnett-
inum, þar sem raunveruleg óstjórn er,
þar sem persónurétti manna er traðk-
að að ósekju og hann er einskis virði.
Pá gætu þeir gert sér og öðrum
betur grein fyrir hvað óstjórn er. Og
álögurnar: að vísu er það álit mitt
að rétt sé að fara hægt í þær nú um
hríð svo ekki reki hver nýr skattur-
inn annan. En hvað eru álögur hér í
samanburði við álögurnar í öðrum
löndum, sem stynja undir vígbúnaði
og sí-auknum gjaldbyrðum til hers
og flota. Og hér þarf svo margt að
gera, bæta úr svo margra alda niður-
drepi, að ef hér er nokkur fórnfýsi og
nokkur verulegur áhugi til að hjálpa
landinu áfram, þá teljamenn ekki eftir
þó álögurnar þyngist eitthvað meðan
þær — eins og hér hefir ávalt verið
— aðállega miða til þess.
En allar þessar raddir mundu þó
ekki megna að kalla marga burt, ef
eigi bættist ein við og tæki undir með
þeim.
Það er gullið rauða, sem hæzt kallar.
Það er svo mikið af því þarna í Vestur-
heimi, og það virðist nær manni en hér,
og auðveldara að ná í það. En hér
sézt varla glitra í það, og þá ekki
nema á allra ókleifustu stöðum.
Þess vegna geta Islendingar unnið
baki brotnu þegar til Vesturheims er
komið, þó ekki hafi þeir sumir nent
að ýta herðum hér til neins. Það er
sjaldnast vegna þess að neyðin knýji
þá, sjaldnast af því að „the struggle
for the life“, baráttan fyrir lífinu, geri
þeim þá eina úrkosti. Nei — það er
gullið, sem skín glóandi fram undan
og möguleikar eru að ná í með því
að leggja eitthvað á sig.
Þess vegna vinna menn þar meir —
og þess vegna vinna menn fúsari.
En er nú, þegar til alls kemur, svo
áreiðanlegt að gullið sé þar launin
fyrir strit manna, en að hér sé örvænt
um að fá meir en rétt í munn og
maga?
Er hún rétt þessi gamla rótgróna
trú, að hér sé miklu meiri erfiðleik-
um bundið en annarsstaðar að verða
efnaður ?
Efalaust hefir hún verið rétt, en
jafn efalaust er að hún missir meir
og meir af réttmæti sínu með hverju
ári, sem líður, og að það er verkefni
vort að uppræta hana algerlega og
með öllu því, er gefur henni stuðning
sinn.
Þess vegna verðum við að brjótast
í ýmislegt, sem fjárhagur vor illa
leyfir í bilið, og ef til vill að eins gefur
óbeinan hagnað. En hann er oft mestur,
og vondur dráttur drepur ekki ósjaldan
góð mál.
Miljónamæringur verður að vísu
enginn hér fyrst um sinn.
En það er engin ástæða til að sýta,
því að jöfn velmegun er eitthvert mesta
hnoss hverrar þjóðar, og ég hygg að
við séum að minsta kosti að halda í
áttina til þess. Og ef til vill náum
við í það, ef við allir viljum vera
samtaka í einu : að vjnna eins og við
værum komnir til Ameríku!
Stj órnarskrár-málið.
Meiri hlutinn (L. H. B., J. M., Jóh.
Jóh., J. Ól., St. St., P. J.) segir svo í
áliti sínu:
Meiri hluti nefndarinnar er þeirrar
skoðunar, að ekki eigi að fastákveða
í stjórnarskrá tölu ráðherra, og að rétt
sé að byggja á því sem nú er, að einn
sé ráðherra. Hitt telur nefndin eftir
atvikum rétt, að ákvæði sé sett í frv.
um það, að breyta megi tölu ráðherra
með lögum.
Nefndin er þeirrar skoðunar, eins og
Alþingi 1911, að ekki sé rétt, að það
sé fastákveðið í stjórnarskránni, að
uppburður íslenzkra mála fyrir konungi
skuli fara fram í ríkisráðinu, en telur
aftur á móti rétt eftir atvikum, að
það sé tekið fram beinum orðum í
stjórnarskránni, að það sé lagt á kon-
ungsvald, hvar málin skuli borin upp
fyrir honum.
Meiri hluta nefndarinnar þótti ekki
næg ástæða til að binda rétt stjórnar-
innar til að víkja embættismanni frá
embætti til fullnaðar því skilyrði, að
honum sé áður gefinn kostur á að
verja mál sitt fyrir dómi. Nefndin
lítur svo á, að eins og hér til hagar
sé engin veruleg hætta á þvi, að
stjórnin misbeiti frávikningarrétti sín-
um, og að vald hennar yfir embættis-
mönnum sé ekki ofmikið, þótt hún
haldi þessum rétti óskertum.
Meiri hluti nefndarinnar er sömu
skoðunar sem Alþingi 1911, að halda
beri tvískiftingu þingsins í deildir, og
að brýna nauðsyn beri til, ef kosningar-
réttur er rýmkaður svo, sem til er
ætlast hér, að setja nokkra tryggingu
fyrir því, að önnur deildin verði skipuð
reyndum mönnum. Nokkra tryggingu
þykjumst vér fá fyrir þessu, með því
að taka upp það ákvæði, að oll efri
deild, en ekki eins og frv. 1911, að
eins meiri hluti hennar, 10 af 14, sé
kosin hlutbundnum kosningum um
land alt í einu lagi, og að kosningar-
réttur og kjörgengi til efri deildar sé
bundið við 35 ára aldur.
Meiri hluti nefndarinnar hefir orðið
ásáttur um að halda í aðalatriðum fast
við kosningarréttarákvæði frv. 1911,
Drekkið
Egilsmjöð og llaltexírakt frá
iiiiileiKln
ölgerðinni
„^gli Skallagrimssyni".
Ölið mælir með sér sjálft.
Sími 390.
þó með þeim takmörkunum, að hinir
nýju kjósendur komi ekki allir í einu,
heldur smátt og smátt, þannig að eftir
15 ár sé kosningarrétturinn til neðri
deildar orðinn þannig, sem frv. 1911
segir fyrir um. Meiri hluti nefndar-
innar telur það varhugavert, að fjölga
svo mjög kjósendum alt 1 einu, að
núverandi kjósendur séu sviftir mest
öllu valdi yfir landsins málum.
Nefndin telur það rótt, að dómendur
þeir, er engin umboðsstörf hafa á hendi,
— nú eru það að eins landsyfirdómar-
arnir — eigi ekki sæti á Alþingi, og
hafi yfirleitt ekki önnur störf á hendi
en dómstörfin, því það mundi auka
traust þeirra og virðing, ef vitanlegt
væri, að þeir hefðu engum öðrum
störfum að gegna, væri fyrir utan
flokkadeilur, að mestu að minsta kosti,
og gætu ekki annars dregið sig eftir
neinum launuðum störfum, enda var
nefndin sammála um að launa ætti
þeim svo ríflega, að embættin væri að
því leyti virðulegriog eftirsóknarverðari.
Meiri hluti nefndarinnar álítur eftir at-
vikum hins vegar ekki rétt að svifta
núverandi yfirdómara kjörgengi.
Þá hefir nefndin orðið á sömu skoð-
un, sem látin er í ljósi í áliti meiri
hluta nefndarinnaríneðri deildístjórnar-
skrármálinu 1912, að eigi sé tímabært
að leiða í lög alþýðuatkvæði um lög-
gjafarmál.
Samkvæmt þessu gerir meiri hlutinn
nokkrar breytingartillögur, og eru þessar
helztar:
Ráðherra skal bera upp fyrir kon-
ungi lög og mikilvægar stjórnarráðstaf-
anir, þar sem hann ákveður. Efri deild
skal skipuð 14 þingmönnnm kosnum
hlutfallskosningu í einu lagi um land
alt. Kosningarrétt hafa konur, sem
eru 25 ára. En þær og aðrir nýjir
kjósendur fá hann ekki stras nema
fertugsaldri hafi náð, næsta ár fá svo
þær og þeir, sem 36 ára eru og svo
koll af kolli, unz að 15 árum liðnum
allir eru jafnir. Dómendur eru ekki
kjörgengir, nema þeir jafnframt hafi
umboðsstörf á hendi. Þeir sem ekki
eru í þjóðkirkjunni, og heldur ekki
heyra til neinum trúarbragðaflokki, S9m
hér er viðurkendur, eiga að greiða gjöld
til háskólans í stað kirkjugjalda.
Minni hlutinn (Bjarni frá Vogi) hefir
meðal annars þetta við það að athuga :
Um orðalagið að lög skuli borin upp
„þar sem konungur ákveður“ tekur
hann fram að um það verði úrskurður
konungs að ráða. „En það er allra
hluta sjálfsagðast, að hann verður að
fella þann úrskurð á ábyrgð ráðherra..“
Þá telur hann varhugavert að sam-
kvæmt tillögum meiri hlutans geti
stjórnin vikið embættismanni að fullu
úr embætti án dóms. Ekki álítur hann