Reykjavík


Reykjavík - 27.09.1913, Page 1

Reykjavík - 27.09.1913, Page 1
I j avth. XIV., 40 Laagardag 27. September 1913 XIV., 40 Ritstj. Kr. Lixinet Laugaveg M7. Heima kl. 7—-8 siðd. jlíisjöín œji. í „Ingólfi" var nýlega aðsend grein um það á hvaða launum alþýða manna í Reykjavíkurbæ verði að lifa. Var þar sýnt hvernig verkamannafjölskylda, sem hafði 700—750 kr. árstekjur yrði að hnitmiða hverjum pening og spara á allar iundir til þess að komast af með þessar tekjur. En tilefni greinarinnar var launahækkun sumra embættis- manna, sem fyrirhuguð var og að nokkru leyti varð úr (persónuleg launa- viðbót ýmsra kennara). Með því að bera þannig saman kjör þeirra em- bættismanna, sem iágt þæktu launað- ir, við kjör verkamanna, reyndi greinar- höfundurinn að sýna fram á hve rangt það væri og ranglátt að hækka laun þessara manna meðan sægur manna hér á landi yrði að láta sér nægja helming þess, er hinum fyndist sér of lítið. Vér láum greinarhöfundinum það sízt — og hann setur þarna fram hugsanir og skoðun fjölda margra hér — þótt honum finnist starfsmenn þjóðarinnar eiga að minnast þess í kröfum sínum til hennar að hún er fátæk, og að fjöldinn allur megi láta sér nægja minna en þeir. Vér teljum það sjálfsagt og oss virðist stundum full þörf að minna á það. En það er ekki rétt að gera eins mikið úr þessu og greinarhöfundurinn, og eins og þorri manna hneygist til. Þetta mál hefir fleiri en eina hlið, og illa væri efalaust farið ef fylgt væri því sem einn em- bættismaður hélt fram í þingræðu í sumar: að sjálfsagt væri að reyna að fá alla starfsmenn þjóðarinnar fyrir sem allra lægst verð — ef hægt væri. Þetta kann fljótt á litið að virðast góður sparnaður, en er þó ekki svo. Því að enginn fær til iengdar nýta menn í þjónustu sína án þess að greiða sæmilegt kaup, og enginn vinnur til lengdar sæmilega neina vinnu sé hagur hans mjög bágborinn. Og því þýð- ingarmeiri sem vinnan er þjóðfélaginu því nauðsyniegra er að borga hana vel, því að þá ef- mest trygging fyrir að hún verði vel af hendi leyst. Sparn- aður er stundum eyðslusemi, og vér erum þess fullvissir, að þjóðfélagið græðir ekki, heldur tapar miklu á að reyna ekki t. d. að fá sem allra nýt- asta barna- og unglinga-fræðara. En það fær það aldrei með því að ætla þeim borgun, sem er miðuð við að kenna krökkum að eins að stafa og leggja saman tvo og tvo. Æflkjörin eru misjöfn. Það er nú einu sinni svo — enn þá að minsta kosti — að ekki er rúm fyrir alla í sólskininu. Við það verður ekki ráðið sem stendur. En inn í sólskinið, inn í ljósið og hlýjuna liggur leiðin og þangað þokar þjóðunum hægt og hægt. í öðrum löndum — þar sem auðmagnið annars vegar stingur svo mjög í stúf við fátæktina hins vegar — þar verður Nýkomiö I Rússneskar kvenskóhlífar, Karlm.skóhlífar „Franklín“. Leikfimisskór, Cromleðurssóólar ný teg. frá ... 0,90— 3,25 Kvenstígvél falleg 4,50—6,00, sérlega fín . 7,25-—10,00 Karlm.stígvél afarsterk 6,40—8,50, fínni . 8,50—10,00 Flókaskór ódýrir. Legghlífar ........ 5,00— 8,50 Haflð það fyrir fasta reglu að skifta við JEárus S. JEuðvícjSSon, Skóverzl. Pingholtstr. 2. bardaginn mesturfog harðastur um það, að þeir sem í skugganum búa reyna að taka eltthvað af ljósinu frá hinum, sem hafa hrifsað undir sig mikið meir en þeim bar og mikið meir en þeir þurfa, og jafnvel hafa gott af sjálfir. Bardaginn er harður. Öreigar í öílum löndum takið höndum saman! Svo er herópið. Og skæðasta vopnið er verkfallið, vinnuleysið. En það er tví- eggjað sverð og særir oft einnig þann, er reiðir það til höggs. Og Þessi sí- feldi bardagi, enda þótt blóðsúthellinga- laus sé, myndar fjandmenn, skapar stéttaríg og fjölda margt illt. Og hann kostar of fjár. Hann er „nauðsynlegt böl“, sem allar þjóðir vildu gefa mikið til að vera án. Eins og við íslendingar eigum því láni að fagna, að þurfa ekki að kosta neinu til hers og flota, eins höfum við enn lítið af ofannefndum bardaga að segja. Hér er enn bæði óþarft og rangt að vekja hann. Því að þeir eru svo sárfáir, sem hér taka ljósið frá hinum með því að eiga of mikið, að þess gætir mjög lítið. Að vera að reyna að ala upp stéttaríg og skapa óvildar- hug hjá þeim, sem hafa of lítið, til þeirra sem hafa ekki of mikið — á því græðir enginn. Hér er ekki leiðin að taka sólskinið af neinum til að miðla öðrum. Það yrði svo ósköp lítið að taka' að fjöldann munaði ekkert um. Nei — hér er leiðín sú, að gera sólskinið meira. Að auka framleiðsluna og skapa nýja möguJeika til velmegunar, nýja mögu- leika til að bæta úr hinni misjöfnu æfi mannanna. 3slanðsglíman. Sighi'jón Péturssou vinnur beltið í fjórða sinn. Íslandsglíman fór fram á miðviku- dagskvöldið. Þátt í henni tóku að eins þessir 4: Guðm. Kr. Guðmundsson. Kári Arngrímsson, Magnús Jakobsson og Sigurjón Pétursson. Allir eru glímumenn þessir vel vaxnir menn og kraftalegir. En þó er Sigur- jón mestur. Þeir glímdu eina glímu hver við sama manninn og voru allar glímurnar mjög stuttar. Fór svo að Magnús vann enga, Kári eina, Guðmundur tvær og Sigurjón allar. Virtist áhorfendum Sigurjón hafa helzt til lítið fyrir sigr- unum, því að hann var ekki fyr bú- inn að taka á mótstöðumönnum sín- um en þeir lágu einhversstaðar út í horni. Vonuðu menn að Guðmundur mundi standa eitthvað upp í hárinu á honum, þegar hann var búinn að leggja þá Magnús og Kára. En svo varð þó ekki, því að Sigurjón tók hann óðara á loft upp af afli miklu, sneri honum nokkrum sinnum í kringum sjálfan sig þar uppi, og keyrði hann loks niður fall mikið svo undir'tók í húsinu, og áhorfendur hlökkuðu yflr að vera sjálfir engir glímumenn í klónum á Sigurjóni. Varð Sigurjón þarna sigurvegari í fjórða sinn. En á undan honum hafa þessir unnið : Ólafur Davíðsson einu sinni og Jóh. Jósefsson tvisvar. Oss finst vera sem stendur litlar framfarir hjá íþróttamönnum. Er það af æfingaleysi? Vér heyrðum að Sigurjón Pétursson hefði vegna tíma- leysis mjög lítið æft sig undir þessa glímu. En gátu hinir þá ekki æft sig þess betur ? Hann má við því að sleppa einhverju úr. En þeir sjáanlega ekki, sem við hann keppa. Oss virð- ist að glímumenn vorir ættu að stíga á stokk og strengja þess heit að ráða niðurlögum Sigurjóns. Minsta kosti mega þeir ekki telja sjálfum sér trú um að hann sé ósigrandi! Næsta sinn þegar Íslandsglíman er háð ættu fleiri en fjórir að þreyta hana, og ekki að verða jafn snögt um glímumennina og nú. Hendurnar úr vösunum, íþróttamenn! jKejnð, sem Jiarj að vakna. Það mun hafa verið snemma í vetur, sem leið, að kosin var á bæjarstjórnar- fundi nefnd til að athuga lögreglu- samþykt Reykjavíkur og gera tillögur um endurbætur á henni. Núgildandi samþykt er' frá árinu 1890, og að ýmsu leyti úrelt eins og gefur að skilja. En eins og gerist og gengur hefir hin kosna nefnd ekki verið sem mikil- virkust. Hefir hún borizt lítið á, og væri nú vel að hún senn rumskaði og hrinti af sér mókinu. — — Það vantar sízt harðar og strangar fyrirskipanir í lögreglusam- þyktina okkar. Sá sem leyfir sér að kalla eða blístra á götunni eða leikur Drekkið Egilsmjöö ogf Maltextrakt frá iiinleiKlii ölgerðinni „yigli Skallagrimssytti". Ölið mælir með sér sjálft. Sími 390. þar „klink" eða „pinnaleik" (leikur, sem nú er fallinn í gleymskunnar dá, en æskulýðurinn á dögum afa okkar og langafa kvað hafa tíðkað allmjög, og aðallega hafði verið þess valdandi að lögregluþjónsembættið var stofnað hér í bænum) á á hættu að vera dreg- inn fyrir dómarann og sæta þar stór- um fésektum. Og sama máli er að gegna um þann, sem ríður harðar um göturnar en á hœgu brokki. Aftur á móti er það öllum leyft að þjóta eins og örskot á hjólum, bifhjólum og bif- reiðum í gegnum göturnar, þó að af því geti stafað — og stafl — hin mesta hætta oft og einatt. Það er allramesta furða hve fá slys verða af óvarlegum hjólreiðum hér í bænum. Það ber ekki ósjaldan við að maður sér hálf- stálpaða stráka sendast niður Bakara- stíginn með smástráka fyrir framan sig á stýrinu — að maður ekki tali um fullorðna, sem leika sér að þessu, eða strákana, sem „tvímenna" þannig að annar stendur aftur á. Hér má ekkert út af bera svo slys verði. — En of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í. — Nefndin ætti því að fara að minnast tilveru sinnar. BIO Biografteater Reykjavíkur 26., 27., 28. og 29. september JSrn hershöjðingjans (Paladsteatrets Aabningsprogram). Sjónl. í 3 þáttum eftir Vrban Oad. Aðalhlutverkið leikur: Frú Asta Nielsen-Gad. Kenninsr únítara. í fundarræðu séra Rögnvaldar Pét- urssonar, sem „Lögrétta“ birtir, telur hann flesta Bandaríkjamenn, sem verið hafa leiðandi í vísindum, bókmentum og stjórnfræði hafa verið únítara. Nefnir hann nokkur dæmi þess. En í tölu þessara manna rákum vér oss á suma hinna þektustu ameríkönsku spíritista, svo sem Lincoln forseta, Longfellow, William James o. fl. Er þetta tilviljun ? itephan G. itephanson bjó einhvern tíma til háðvísu út af því að spíritistar „flögguðu“ nöfnum. Teldu upp fræga menn, sem væru og hefðu verið spíritistar, til að sýna að „eitthvað væri í því“. Hann ætti að búa aðra háðvísuna til um sjálfan sig, að sjá ekki að munur — og mikill munur — er á því, hver vottar eitt- hvað. Að þó að t. d. einhver maður, sem enginn áður hefir heyrt getið um, skrifi í blað um hryðjuverk Búlgara, þá trúa menn því eðlilega síður, en þó ekki sé annar en Pierre Loti, sem skýrir frá þvi. En það gerði hann nýlega og vakti allmikla eftirtekt.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.