Reykjavík - 27.09.1913, Side 4
158
REYKJAVIK
Verslunarskóli Islands
verður settur miðv.d. 1. okt. n. k. kl. 4 e. h. í skólahúsinu við
Vesturgötu.
í fjærveru hr. Ó. G. Eyjólfssonar skólastjóra má snúa sjer til
min með alt það, er lýtur að starfi hans við skólann.
Jón Sívertsen, Ingólfsstræti 9.
Tombólu heldur Prentarafélagið
11. og 12. þ. m. tll ágóða íyrir
sjúkrasjóð sinn. Hefir sjóðurinn
á undanförnu ári gengið mjög til
þurðar sökum veikinda ýmsra fé-
lagsmanna og v.el gert að styrkja
hann. Einnig hefir Thorvaldsens-
félagið tombólu í kvöld og á þetta
góða félag ekki síður skilið styrk
bæjarmanna.
Beykingaliús hefir Th. Thorsteins-
son kaupmaður sett á stofn. Góður
matur ■— segja viðskiftamennirnir,
gott verð — segir Thorsteinsson.
Báðir partar munu hafa rétt að mæla.
Einar Hjörleifsson skáld og kona
hans frú Gíslína áttu silfurbrúð-
kaup 22. þ. m. Bárust þeim heilla-
óska-skeyti að norðan og sunnan,
austan og vestan, í bundnu máli og
óbundnu, og viljum vér — nokkuð
„post festum“ — bæta árnaðarósk
vorri í safnið.
D. F. D. S. (Det forenede — enn
ekki „Fandens" — Dampskibsselskab)
hefir hér litla hylli almennings, síðan
Cold hinn danski sendi símskeytið góða.
Hafa margir kaupmenn reynt eftir
mætti að forðast að senda vörur sínar
með „Botnía“, en kosið „Sterling" til
þess íremur. Gefur þetta manni beztu
vonir um, að kaupmenn láti það seinna,
þegar á herðir, ekki koma Eimskipa-
félaginu af fótunum, er þeir þegar nú
taka þannig árásum Sameinaða félags-
ins á það.
cófriénum.
Khöfn 26. sept.
Uppreisn i löndum Serba
og Albana. Búlgarar róa
undir. Serbar vigbúast.
Xveíja
til nnrska stádcntafélagsins frá
íslenzka stúdentafélaginu.
Matthías Þórðarson fornmenjavörð-
ur fór utan nú með „Botníu" á ieið
til afmælishátíðahalda norska stúdenta-
félagsins. Hafði hann með sér rúna-
kefli, er hann hygst að kasta fyrir
fætur þeim, norsku stúdentunum. En
á keflið hefir Stefán Eiríksson rist
kvæði af hagleik miklum. Kvæðið er
hrynhenda og hljóðar svo :
Frændur andans, bróðurböndum
bundnir í Ijóði’ og sifjum þjóða,
hlýðið kvæði — söngva seiðir
samúð drengja’ í helga strengi.
Fagurgim af hugans heima
heilögum glóðum Dofra-þjóðar
tendrar bríma’ og bregður Ijóma
brimlogs rúna um norðurhimin.
Fögur blika’ yfir hetju haugum
hruga bál að snilli-málum,
málura þrungnum sól og söngvi
söngva þjóðar á norðurslóðum.
A.ldrei dvíni vegur og veldi
voldugum fríðum Noregs iýði,
lýði er gaf oss fræga feður
feðra vorra og tungu Snorra.
En undir er rist:
Ouðm. Ouðmundsson kvað vísur þessar.
Fimtánhundraðasta —
segir og skrifa fimtánhundraðasta stúku-
fundinn sinn, hélt „ Verðandi“ (númer-
ið munum vér ekki) á miðvikudaginn.
„Mikil guðs blessun að þeir eru búnir“,
sagði Indriði við oss á götunni er vér
óskuðum til lukku og tókum í nefið
hjá honum um leið. Hann hefir mætt
á þeim öllum. En það er nú til lítils
fyrir Indriða að hrósa happi yfir því.
„Yerðandi" hættir ekki að halda fundi
fyrir það þó 1500 séu búnir, og Ind-
riði ekki að fara á þá. I næstu viku
verður hann á þeim 1501. eins og
ekkert hafi í skorizt, hlustandi á br.
Sigurð regluboða og horfandi við og
við á systurnar sér til hressingar og
upplyftingar.------
Yér erum ekki í stúkunni. En ef
vér værum í henni mundi oss ekki
detta annað í lifandi hug en að drekka
oss úr henni hið bráðasta. Stúka sem
heldur 1500. fundarafmælið sitt með
vanalegum kjaftafundi — á engan til-
verurétt. Vér efumst heldur ekki um
að stofnendur stúkunnar — þeir Gest-
ur Pálsson, Guðl. Guðmundsson og Jón
Ólafsson — hafi aldrei ætlast til þess
þegar þeir hleyptu henni af stokkun-
um (menn fyrirgefi þetta ó-góðtempl-
aralega orðatiltæki), að 1500. afmælið
væri haldið á svona þurran hátt. Vér
efumst ekki um að þeir hefðu leyft
einn lítinn „líkjör“ með kaffinu við
þetta tækifæri, svona til að gera sér
dagamun. Það hefði að minsta kosti
verið hægt að spyrja Jón Ólafsson að
því. Hann hefði aldrei meira en neit-
að því — þó hann sé stífur.
t
Ur ýmsum áttum.
Syipleg leikslok.
Vér erum því óvanir hér, að þeim
náungum, er í sjónleikum er ætlað
að hljóta refsingu synda sinna með
lífláti, sé styttur aldur á sjálfu leik-
sviðinu. Það er að eins gefið lauslega
í skyn þegar farið er burt með delann
í 5. þætti, að æfidögum hans fari nú
að fækka úr þessu, og að böðullinn
standi fyrir utan dyrnar og bíði hans
með óþreyju. En á Rússlandi er þessu
nú öðruvísi varið. Þar eru áhorfend-
urnir ekki ánægðir nema þeir fái með
eigin augum að sannfæra sig um, að
böðullinn geri skyldu sína umsvifa-
laust. Þess vegna fór nú þar líka
nýlega, eins og fór.
I sjónleik einum var svo út búið,
að þrjótur leiksins fékk makleg mála-
gjöld í síðasta þætti, með þeim hætti,
að hann var „hengdur upp þangað til
hann var dauður“, fyrir allra augum
í leikhúsinu. Hafði leikurinn verið
leikinn nokkur kvöld og hrósuðu blöðin
mjög þeim, er lék þrjótinn, fyrir hve
vel honum tækist „að deyja". En eitt
kvöldið þótti þó taka út yfir. Hann
varð bæði blár og grænn í framan og
dinglaði svo náttúrlega í gálganum,
að áhorfendurnir voru frá sér numdir
af aðdáun og klöppuðu eins og vit-
lausir. Teppið var svo látið síga, en
þeir klöppuðu samt og vildu fá leikar-
ann fram. En í hans stað kom loks
forstjóri leikhussins og bað menn af-
saka að leikarinn kæmi ekki. En hann
hefði lögleg forföll, því alveg óvart hefði
böðullinn hengt hann „fyrir alvöru".
Alidýr í Danmörku.
Alidýratal er haldið í Danmörku á
5—7 ára fresti. Síðast var talið sum-
arið 1909. Þá voru liðugt 500,000
hestar, um 21/* miijón stórgripa, l1/®
miijón svína, um 725 þús. fjár, 40,000
geitur, 12 miljónir hænsna, um 900,000
andir, 190,000 gæsir og 300,000
kanínur.
Peim gaf sem purí'ti.
Jarðeigandi á Saxlandi, Knorr að
nafni, sem dó fyrir skömmu ánafnaði
Þýzkalandskeisara allar eigur sínar, er
námu um 2 millíónum króna. Þykir
löglegum erfingjum súrt í brotið, og
vilja ekki „gefa keisaranum það sem
keisarans er“. heldur reyna þeir að fá
erfðaskrána dæmda ógilda.
Dýr foli.
Á Englandi vár nýlega seldur veð-
hlaupahestur, „Prince Palatine“, og
var verðið á honum hærra en menn
vita dæmi til áður, það var 815,000
krónur. — Flying Fox hét sá er næst
mest hefir kostað. Hann kostaði „bara“
675,000 kr.
Frá Færeyjnm.
Fiskiveiðar voru með allra lakasta
móti í vetur og vor. En er sumraði
kom fiskurinn. Færeyingar sjálfir
nutu þó lítils góðs af því, því að út-
lendir botnvörpungar sópuðu miðin, en
eftirlitshjálpin danska meir en slæleg.
Kvarta þeir sáran, og biðja um að
löggæzlan verði aukin. — Á Nolsey gerði
enskt félag rannsóknir um koparnáma,
er þar var. En þar eð í Ijós kom að
reksturinn mundi ekki svara kostnaði
verður ekkert úr honum.
Verzlun Jóns Zoega
selur ódýrast neftóbak, munntóbak,
reyktóbak, vindla, cigarettur o. m. fl.
Talsfmi 128. líanknstræti 14.
Hvaða mótor er ódýrastur, bestur
og mest notaður?
Gideon-mótorinn.
Einkasall
Thor E. Tulinius & Co.
Kaupmannahöfn.
Sfmnefni: Verslun.
Prentsmiðjan Gutenberg.
4
Nú er maður utan þjóðkirkjunnar, og geldur hann þá til há-
skóla íslands, eða einhvers styrktarsjóðs við þann skóla, eftir þvi sem
á verður kveðið, gjöld þau, er honum ella hefði borið að greiða til
þjóðkirkjunnar, enda heyri hann ekki til öðrum trúarbragðaflokki, er
viðurkendur sje í landinu.
Breyta má þessu með lögum.
19. gr. 48. gr. stjórnarskrárinnar falli burt, en í hennar stað
komi:
Hvern þann, sem tekinn er fastur, skal án undandráttar leiða
fyrir dómara. Sje hann eigi jafnskjótt látinn laus, skal dómari, áður
sólarhringur sje liðinn, leggja rökstuddan úrskurð á, hvort hann skuli
settur í varðhald. Megi láta hann lausan gegn veði, þá skal ákveða í
úrskurði, hvert og hversu mikið það skuli vera.
Úrskurði dómara má þegar skjóta til æðra dóms, og fer um
birting og áfrýjun slíks úrskurðar sem um birting og áfrýjun dóms í
sakamálum. ,
Engan má setja í gæsluvarðhald fyrir sök, er að eins varðar
fjesekt eða einföldu fangelsi.
20. gr. 60. gr. stjórnarskrárinnar orðist svo:
Sjerrjettindi, er bundin sje við aðal, nafnbætur og lögtign, má
eigi lögleiða.
21. gr. 61. gr. stjórnarskrárinnar orðist svo:
Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnar-
skrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi.
Nái tillagan samþykki beggja þingdeildanna, skal rjúfa Alþingi þá
þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki báðar deildir
þingsins ályktunina óbreytta, og nái hún staðfestingu konungs, þá hefir
hún gildi sem stjórnar skipunarlög.
Nú samþykkir Alþingi breyting á sambandinu milli íslands
og Danmerkur, og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosning-
arbærra manna í landinu til samþyktar eða synjunar, og skal atkvæða-
greiðslan vera leynileg.
Akvæði um stundarsakir.
Umboð konungkjörinna þingnianna falla niður, þegar stjórnar-
skipunarlög þessi koma í gildi, og skulu þá kosnir í fyrsta sinn 6 þing-
menn til efri deildar og jafnmargir varamenn með hlutfallskosningum
um land alt.
Á fyrsta reglulegu Alþingi eftir kosningar skal ákveða með
hlutkesti, hverjir skuli fara frá eftir 6 ár, þeirra sem kosnir voru
hlutbundnum kosningum.
Almennar óhlutbundnar kosningar skulu fara fram sem fyrst
eftir hluttallskosníngar, og ekki síðar en innan ársfjórðungs.
2. málsgrein 11. gr. tekur ekki til dómara þeirra, er nú skipa
landsyfirrjettinn.
Heimilisfesta innanlands er ekki skilyrði fyrir kjörgengi þeirra
manna, sem þá kunna að eiga setu á Alþingi, er stjórnarskipunar-
lög þessi öðlast gildi.