Reykjavík


Reykjavík - 04.10.1913, Blaðsíða 1

Reykjavík - 04.10.1913, Blaðsíða 1
IRe^kJ avíh. Liaugardag' 4. Okt/>bcr 1913 Nýjar barnabækur! Myndabækur barnanna! Nr. 1 Hans og Greta. ÆfÍDtýri með litmyndum. Kostar kr. 1,50 — 2 Öskubuska. Æfintýri með litmyndum . . — Dýramyndir handa börnnm. Á sterkum pappaspjöldum — Sagan af Tuma ]>umli. Með 43 myndum . . — Tólf Jrautir Heraklesar. Með 38 myndum . . — Síðar í haust koma ennfremur: För Uullivers til Putalands. Með 40 myndum — Ferðir Munchansens baróns. Með 40 myndum — Þessar bækur hafa selst í hundruðum þúsunda meðal annara þjóða, og þykja óviðjafnanlegar. Myndirnar eru svo vel gerðar, að þær hljöta að vekja ánægju jafnt ungra sem gamalla. Þorsteinn Erlingsson skáld hefir þýtt allar þessar bækur á ís- lenzka tungu, og ætti það að vera mön.num næg trygging þess, að málið á þeim er fagurt — og þýðingarnar snildarverk. Ennfremur er útkomið: Hrói höttnr. Önnur útgáfa.......................Kostar kr. 0,85 Þessi bók er mörgum kunn til mikillar ánægju. og er öllum hraustum drengjum Þessar bækur fást hjá öllum bóksölum á landinu. Jókaverzlun Sigfúsar Cymunðssonar. Skóverailun Lárusar <x. Lúðyígssonar er sú eina sem uppfyllir allar kröfur. Hefir niestar birgðir! — beztan skófatnað! — lægst yerð! 1 1 Lítið á hið feiknar mikla úrval sem kemur með næstu skipum um 7. þ. m. XIV., 41 Ritstj. Kr. Kinnct Laugaveg 37. Heima kl. 7—8 siðd. $05"“ íeir kaupendnr „Reykja- víknr“ sem skift hafa um bústað þann 1. þ. m., eru vinsamlega beðnir að tilkynna það afgreiðsl- nnni. „júaiur i sjóinn“. „Maður í sjóinn . . .!“ Þetta kall heyrist ekki sjaldan á íslandi. Og ekki sjaldan — því miður — þegar enginn nauður rak til, að það skyldi heyr- ast. Þegar óvarkárni, gapaskapur — eða ofdrykkja — voru þess valdandi að voðann bar að höndum. Það er svo oft og einatt að menn skoða var- kárnina ragmensku og gapaskapinn hetjuhug, að það þykir minkun að fara gætilega; heldur stofna menn sér og öðrum í bersýnilegan lifsháska til að sýna ekki á sér ótta. Þetta er sorglegur vottur um vöntun ábyrgðartilfinningar. Menn hafa ábyrgð á lífi sínu, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Og einkum er skyldan mikil, ef menn eiga fyrir öðrum að sjá. En ég held að þessi skylda sé alment vanrækt hér mjög, og miklu oftar en skaði hlýzt af. Og ekki sízt á sjónum. Ábyrgðartilfinning — sögðum vér. Það er hyggja vor að hún, rétt á litið, sé grundvöllur allra siðferðislegra fram- fara. Eftir því sem hún vex og glæðist, eftir þvi verður andlegur þroski mann- anna meiri og þeir sjálfir betri. Menn eiga að finna, að hver hugsun, hvert verk er á ábyrgð sjálfra þeirra, og að þeir einir geta og verða að borga fyrir syndir sjáffra, sín. Að engin synda- kvittun eða friðþæging stoðar þar, heldur að eins verk mannsins sjálfs, að gera gott úr því, sem hann gerði illt gagnvart sér eða öðrum. Hitt hlýtur ávalt að sljófga ábyrgðartilfinn- inguna að annar borgar fyrir mann, eða manni ef til vill verður gefin eftir skuldin. „Maður í sjóinn!" Það er kallað, og kallað hátt. En sá sem datt syndir rólega upp að bakkanum, því að hann hefir lært að bera sjálfur ábyrgð á sjálfum sér, en hefir ekki reitt sig á neinn björg- unarhring, sem kastað sé út á síðasta augnabliki, eða á einhverja hönd, sem ávald sé til taks að draga hann upp án þess að hann sjálfur geri neitt til þess, nema að treysta því að hún komi. Nei — hann hefir haft framtíðartrúna, sem séra Matthías talar um, trúna, sem spíritisminn er að ryðja braut fyrir, og sem kjarninn í er ábyrgð hvers einstaks manns á hverri hugsun sinni, orði og verki. Sú trú fær hann til þess að hugsa betur en ella um það, sem hann gerir — þó ekki sé annað en að gæta meiri varúðar um líf sjálfs sín. „Maður í sjóinn !“ Þau eru svo undarlega óskiljanleg slys eins og það, sem sagt er frá annarsstaðar í blaðinu. Þar var engri óvarkárni um að kenna, og enginn maður átti þar neina sök í. Eintóm tilviljun, ekkert annað en tilviljun, virðist hafa ráðið. En einhver hefir réttilega sagt: „játirðu að ein tilviljun sé til, þá játarðu að alt sé lögmála- laust (Kaos)“ — og svo sjáum vér að er ekki. En það virðist stundum vera svo lítið, sem veldur því hvort vér hreppum lífið eða dauðann, að vér undrumst. Því að oss finst það svo mikið stökk, að vér teljum að þar eigi aldrei smávægilegar orsakir að ráða------ekki það hvort þessi planki er tekinn eða annar, eða hvort maður stendur nokkrum þumlungum vestar eða austar. „Maður í sjóinn!“ halda 'þeir áfram. Tíminn líður og senn er það gleymt. En heima gráta konan og börnin. friíur á jörðu. Hún er svo ný hugmyndin um alls- herjar frið milli þjóðanna, að það má segja að hún hafi einu sinni ekki átt heima í draumum manna fyr en seint á öldinni sem leið. Ef menn dreymdi um frið, þá var það ekki um frið á jörðu heldur himni. „Leikur sér með ljóni, lamb í paradís" — það var hug- sjónin. En takmarkið „alþjóðafriður" á þessum stríða og styrjalda hnetti, það var svo langt, langt burtu, að það lá fyrir utan sjóndeildarhring allra manna, að sárfáum undanteknum. En nú á síðustu tímum er hug- myndin komin fram, og ekki einasta í draumum manna heldur bæði í ræð- um og ritum, og verklegri framkvæmd. XIV., 41 Drekkið Egilsmjöð og Maltcxtrakt frá iiinleiiíln ölgerðinni „yigli Skallagrímssyni". Ölið mælir með sér sjálft. Simi 390. una sína, óstyrkt og reikandi, eins eru þjóðirnar nú að stíga fyrstu sporin að hinu fagra en fjarlæga takmarki: alþjóðafriðnum. Það eru tveir menn sem ávalt munu verða taldir meðal aðal-frumherjanna í þessu máli. Það eru þeir Svíinn Alfred Nóbel og Vesturheimsmaðurinn Andrew Carnegie. Því að þeir ýttu manna bezt undir málið þegar það var að leggja á stað. Allir þekkja friðar- verðlaun Nobels. Ár eftir ár verja nú margir ágætir menn starfskröítum sínum í þarfir þessa málefnis, vinnandi að því að þjóðirnar láti útkljá deilu- mál sín fyrir alþjóða-dómstóli, í stað þess að grípa til vopna og láta þau skera úr. Fé Nobels hefir hér unnið mikið gagn, bæði óbeinlínis með því að vekja stöðuga athygli á friðarmál- inu, og beinlínis með því að uppörfa menn til aðgjörða í þarfir þess. Árið 1903 — fjórum árum eftir að fyrsti friðarfundurinn var haldinn í Haag — gaf auðmaðurinn Carnegie hálfa sjöttu millíón króna til þess að reisa þar höll, sem fundirnir væru haldnir í, og til bókasafns í henni. Og nú var hún vígð fyrir þrem vikum, „friðarhöllin“. Fyrsti steinninn í bygg- inguna var lagður 30. júlí 1907, en byggingarmeistarinn er frakkneskur maður, Cordonnier að nafni. Yfir 200 manns af öllum þjóðum keptu um að koma með uppdrætti að fegurstri friðarbyggingu, en Cordonnier bar sigur úr býtum. Höllin þykir mjög fögur og tilkomu- mikil. Turnar eru á henni, og sá hæzti 260 fet. En ekki er hún þó með kastalasniði eins og slík stórhýsi eru að jafnaði. Samkomusalurinn, þar sem þingin skulu háð, er 70 feta langur, 40 feta breiður og 33 fet til loftsins. Allar þjóðir, sem friðarfund- ina þar sækja, hafa gefið til hallarinnar ýmislegt til skrauts henni. Danir hafa gefið postulíns-þró í gosbrunn þann, sem er í höllinni. Þess má allur heimur óska, að í þeirri höll verði ráðin þau ráð, er betur og betur tryggi alþjóðafriðinn, og að hún beri er tímar líða fram, nafn sitt með réttu. Enski ráðgjafinn Lloyd George sagði ekki alls fyrir löngu í ræðu á þingi Breta, að það vissu ekki nema örfáir menn, hve yfirvofandi hefði verið Evrópu-stríð á síðustu dögum. En vér efumst ekki um að sjaldan hafi reynt meira á, og að það sé vottur um hve friðarvinirnir þegar nú eiga undir sér, að ekki varð úr því stríði. Og sennilega verður þetta síðasta stríð í Evrópu einnig til að styrkja Evrópu- friðinn. Því að þar kom í ríkum mæli í Ijós hve hroðaleg stríð nú á tímum eru og hvilíkt tjón þau eru löndunum Þeir sem fram hjá ganga stöðva snöggvast og líta í kringum sig. Svo | Eins og barn, sem hefur fyrstu göng-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.