Skeggi - 03.11.1917, Page 4
SKEGGI
. Skipstrand.
- :o: —
Miðvikudagskvöldið 31. f. m.
strandaði dönsk skonnorta á svo-
nefndu Eaxaskeri hjer norðan við
Heimaey. Hafði skipið haft langa
og stranga
Útivist.
það hafði lagt af stað frá Kaup-
mannahöfn fyrir nál. tveim mán-
um og hrakist víða. Kom siðast
í höfn í Bergen og fór þaðan fyrir
hálfri þriðju viku. Ferðinni var
heitið á Fáskrúðsfjörð, með timb-
ur og sekkjavöru til Örum &
Wulffs-verzlunar.
Ufinn sjór.
Ferðin gekk sæmilega vel undir
ísland, enda var skipið útbúið
með seglum og hjálparvjel. En er
skipið átti um 20 mílufjórðunga
að Fáskrúðsfirði gerði hið mesta
foraðsveður, svo það hraktist
suður fyrir land og hrepti stór
áföll. Misti það þá út mestallan
búlkann, skipsbátinn og neyslu-
vatnið; átti orðið vatn til tveggja
daga. það var því varla um ann-
að að gera, en leita hafnar í Vest-
mannaeyjum. En við Dyrhólaey
bar að enskt beitiskip, sem tók
skipið í eftirdrag, dró það hing-
að undir eyjarnar um kvöldið og
ljet það fá nokkuð af olíu til
bjargar sjer, með því að segl voru
orðin rifin.
Köld nótt.
þegar undir eyjarnar kom skyldi
skipið bjargast á eigin spýtur,
en lentiþáá skerinu og brotnaði
þegar, vjelin var biluð. Skipverjar
komust á sundi í skerið og máttu
hýrast þar um nóttina holdvotir.
Á fimtudagsmorguninn varð þeirra
vart af enskum togara og voru þeir
þá sóttir samstundis, og voru
furðu hressir.
Skipið hjet Ester ©g var um
130 smál. f>að brotnaði í spón
fyrstu nóttina á skerinu.
Farmurinn fór nærri allur í
sjóinn, aðeins nokkrum mjölpok-
um varð bjargað og nokkru af
timburbraki.
Og þar með er Ester úr
sögunni.
Lífsábyrgðarfélagið
CARENTIA’’
Brent og malað
KAFFI
í versl. A. Bjarnasens.
Ávextir
margar iegundir í versl.
A. Bjarnasens.
Skorið neftóbak
best og ódýrast
hjá
Arna J. Johnsen.
Sykur
fæst án seðla í
verslun A. Bjarnasens. j
i
i STÖLAR
fást í verslun
Árna Sigfússonan
er áreiðanlega tryggasía og bezía fé'agiö.
Sérstök deíld fyrir Island, nieð islenzka hagsmuni fyrir augum.
Enginn eyrir úi úr iandinu.
Fyrir öli iðgjöld eru keypt veðdeildarbréf Landsbankans.
Lifsábyrgðarskírteini gefin út hér á landi, undir umsjón landlæknis.
Öíl iðgjaldagreiðsla fer fram hér á staðnum.
Ekkert annað félag býður slfki,
Umboðsmaður í Vestmannaeyjum
Bjarns Sighvatsson.
í jshúsinu”
fæst keypt fryst nautakjöt og sauðakjöt; afgreiðslutími
kl. 4-7 alla virka daga. En vegna þess að umbúðapappír. er nú
mjög dýr, og því nær ófáanlegur, verða kaupendur kjötsins að hafa
með sjer umbúðir um það.
Isfjeiag Vesimannaeyja h/f.
„Skeggi*, 1. tbl. er keypt á
afgreiöslunni, því upplagið er
þrotið.
T
Agætt
Margarine
fæst í verslun
A. Bjarnasens.
Shampooing-vökvi og á-
burður á frosibólgu sem
búið er að reyna hjer og reynist
ágæilega, fæst í lyfjabúðinni.
Siofuharmónium óskast
til kaups. Hringið í síma nr. 61.
Prímus-pottar
fást í
versl. Arna Sigfússonar.
„Skeggi" verður fyrst um sinn
sendur nokkrum mönnum, sem
ekki hafa pantað hann, en hann
mælist til vináttu við. þeir, sem
ekki kynnu að vilja kaupa blaðið
áfram, eru beðnir að gera afgr.
aðvart fyrir áramótin.
Duglegir útsölumenn fá ■ góð
sölulaun.
Prentsm. Vestmannaeyja,
*
«
hann var 15 ára ætlaði móðir
hans að setja hann til náms hjá
klæðskeranum t Adenkerke, en
Símon tók því mjög fjarri. Móðir
hans vildi þá láta hann læra skó-
smíði, en ekki tók hann því
betur.
„Hvernig líst þjer þá á að
verða timburmaður?*, spurði
Amalberga, en strákur þvertók
fyrir að læra nokkra handiðn.
En svo var það eitt kvöld að
móðir hans sat við rokkinn sinn
og hefst upp úr eins manns
hljóði: „Eitthvað verður þú að
starfa, drengur minn; hvað viltu
helst læra?“
„Má eg kjósa það sjálfur?“
sagði drengurinn glaður í bragði.
Amalberga hneigði sig til sam -
þykkis og Símon varð uppnæm-
ur, settist hjá móður sinni og tók
um hönd henni:
(5)
„Jæja mamma, mig langar að
verða fiskimaður.*
„Guð minn góður, manstu
ekki að faðir þinn var fiskimaður
og að ölduruar skoluðu líki hans
skemdu á land? Símon, manstu
ekki þetta? Góði minn hugsaðu
þig nú betur um.“
„Æ, mamma, lofaðu mjer að
stunda sjóinn; mig langar svo til
að veiða fisk,“ sagði Símon grát-
andi.
Móðir hans hefði helst viljað
getað fengið hann ofan af þessu
en Símon sat við sinn keip og
þá neyddist hún til að láta und-
an, og kom honum fyrir hjá góðum
formanni.
Símoni ljet vel sjómenskan og
gerðist brátt duglegur háseti eftir
aldri, var það mál manna að ekki
væri margir duglegri þar í þorp-
inu; varð honum þar með gott
til afla.
Hagur þeirra mæðgina batnaði
nú stórum, svo gamla konan
þurfti ekki að fylgja birtunni
daglega til að hafa ofan af fyrir
þeim, og eins og hún hafði áður
fundið til sín fyrir það að hún
vann fyrir drengnum, þá fann
hann ekki síður til sín fyrir það
að hann vann fyrir móður sinni.
Við þessa sömu götu stóð
annað hús, beint á móti kofa
ekkjunn tr, dálítið stærra og vist-
legra, en þó lítið í sinni röð.
Hús þetta var hvítt með grænum
gluggum, og all snoturt. Maður-
inn sem átti það hjet Rombout
Dillewyns og hafði búið þar í
nokkur ár með dóttur sinni, sem
Dorothea hjet.
Bout Dillewyns, átti nokkuð í
útvegi; hann var nú kominn um
(?)
fimtugt. Hann var hrausíur
maður og ljettur í spori at’ manni
á hans aldri.
Dóttir hans hafði nú sjeð vor-
sólina ljóma upp sendna strönd-
ina átján sinnum; móður sína
hafði hún mist þegar hún fæddist
Bout hafði tekið sjer konumiss-
inn mjög nærri og síðan helgað
líf sitt uppeldi dóttur sinnar.
Dórótea var þá orðin átján vetra,
lítil og ljóshærð, bláeyg og svo
sviphýr að lesa mátti hjarta-
gæskuna í augum hennar eins
og í opinni bók. Hún var hið
fegursta fiskimannsbarn í allri
sókninni og Bout fann talsvert
til sín þegar hann sá hvað mikla
aðdáun hún vakti við kirkjuna í
Adenkerke.
(Framhald).
(6)
(8)