Skeggi


Skeggi - 08.12.1917, Qupperneq 2

Skeggi - 08.12.1917, Qupperneq 2
SKEGGI Nýjustu símfrjettir. Reykjavík 5. des. 1917. Kornbyrgðir fluttar til Petrograd, hungursneyð afstýrt. Malvy fyrrum ráðherra Frakktands kærður um landráð Maximalistar byrjuðu friðarsamninga víð Pjóð- verja 1. desember; hafa ffestar rússneskar borgir á I vaidi sínu. Vopnahlje á austur-vígstdðvunum. Leniíí hefur iýst yfir að allir þegnar Rússlands i hafi rjeít að eignast jarðir, öii stjettaskiffing af- numin. Steriing lítið bilaður fer likiega á hafnirnar sem eftir eru. Skeytasendingar frá úh'öndum mjög tregar. Þakkarávarp. Rvík 7. des. Kadettafiokkurinn (í rússneska þinginu) hefur mótmælt friðarsamningum við Þjóðverja. Búist við róstum enn í Rússiandi. i Frönsku togararnir fóru úr Reykjavík um síð- , usfu helgi. Ráðstefnu bandaþjóðanna í París lokið, þær á- nægðar með árangurinn. Pýska Austur-Afríka hefur gefist upp. Maximalisfar eru eiri flokkurlnn í Rússiarstíi sem vili frið. i Qretar hafa umkringt Jerúsalem, en Tyrkir veiia viðnám. Barist enn hjá Cambrai, hún er varin a¥ Pjéð- verjum. Peningar ófriðarþjóðanna hækka í verði. þegar jeg í vor er leið, varð fyrir þeirri þungu sorg að missa son minn, Árna skipstjóra Byron, sem var ellistoð mín — neðan- sjávarbátur varð honum að grandi — stóð jeg sem hrísla hælislaus á hóli. Urðu þá margir veglyndir menn til þess að styrkja mig og gleðja, Fremstir í þeim flokki voru þeir Gísli konsúll Johnsen og frú hans, útvegsbændurnir Gísli Magnússon og Friðrik Svip- mundsson, kaupmennirnir Árni Sigfússon og Páll Oddgeirsson, ennfremur allmargar konur hjer og margir fleiri. Að vanda var hinn fyrsttaldi stórtækastur. Öllum þessum velgerðamönn- um mínum, færi jeg mitt inni- legasta þakklæti, óskandi þess að sá, er ekki lætur einn vatns- drykk ólaunaðan, launi þeim þessa höfðinglegu, kærkomnu hjálp. Hruna í Vestm.eyjum 4. des. 1917. Sigríður Sigurðardóttir. 25 prócent sparnaður. Kolasparinn heimsfrægi, sem reynslan hefur sýnt að eykur notagildi kolanna um að minsta kosti 25%. Fæst í pökkum 0,25 og dós- um á 1 krónu, í verzlun G. J. Johnsen. Þorsteinn Johnson M Skóverziun. beMa, fearfa. fwemva fcartva. »Skeggi« kemur venjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef ástæður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50 blöð). Auglýsingaverð: 50 aur. pr. c.m,; 60 aur. á 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum. Ounnar H, Valfoss, Ritstjóri og ábyrgðarm. PáH Bjarnason. maður vera að íta undir hina | efnaðri borgarana með að láta > eitthvað af mörkum til almenn- | ingsheilla. Jeg man í fyrra vetur, þegar i hr. Sigurður lyfsali brýndi fyrir ; mönnum, fyrstur manna bæði í I ræðu og riti, að styrkja Ekkna- j sjóðinn með fiskgjöfum. Og einir 15 bátar af öllum flotanum hjer í sýslunni lögðu til skerf. það mætti kalla það gullmedalíu- verða deyfð og áhuga'eysi á jafn þörfu og nauðsynlegu máli. Verkamaður. Fyrirætfanir Rússa. — o — Eftir síðustu fregnum að dæma, er nú farið að ræða um stjórn- arskipunina í Rússlandi eftir ófriðinn. Síbería á að hafa sagt sig úr lögum við aðalríkið og vera orðin sjerstakt keisaradæmi. Má vera að það fyrirkomulag haldist framvegis, þótt ekki hefði það þótt trúlegt fyrir fáum árum þegar landið var sem afrjett fyrir útlaga og óbótamenn. F i n n 1 a n d hefur sagt sig úr lögum við rússneska ríkið og krefst fulls sjálfstæðis. P ó 11 a n d hafa miðveldin tekið og vilja ráða stjórnarskipuu þess. ö k r a i n (litla Rússland) lýsti yfir fullu sjálfstæði sínu í sumar, og vill halda því framvegis og síðustu dagana er sagt að K á k a- s u s hafi lýst yfir sjálfstæði sínu. þá er lítið annað eftir en Rússland sjálft og Eystrasalts- löndin, en þau hafa miðveldin tekið. Stjórnarbyltingin var gerð til að afnjema einveldið og koma á „eðlilegri stjórnarskipun". það virðist ætia að verða býsna erfitt, eins og við er aö búast í svo stóru landi og með svo margvíslegu þjóðerni. Maximalistar hafa nú stungið upp á því, að skifta landinu í mörg ríki og hafa lýðveldi. Ekki er þess getið hvort þeir ætlast til að smáríkin geri bandalag og hafi sameiginlega yfirstjórn, líkt og Bandaríkin í Norður-Ameríku, en trúlegt er það. þeir halda að þetta fyrirkomulag verði heppi- legast til að koma á umbótum innanlands og tryggja friðinn framvegis. Ómögulegt er að segja um það \ að svo komnu hvað ofan á kann » að verða, því Rússar eru hverfulir mjög í stjórnmálum og ekki vantar óróaseggina til að trufla fyrirætlanirnar. En víst er eitt: stjórnarskipun Rússa verður öll önnur en hún var fyrir bylt- inguna. Grengi á erlendri mynt. (Pósthús) 7 . des. Florin 141 aur. Dollar 340 — Sterlingspd. . 1550 — Franki 58 -- Sænsk króna. 116 — Norsk — 103 — Mark 59 — Franki svissn. 71,5 — Króna austurr. 34 — Rjú pur fást í íshúsimi. Heígidagafnður, — O — Nútíminn heimtar það, að mönnum leyfíst ekki önnur eins ósvífni, og að aka mykju-vögnum um þveran og endilangan bæinn um miðja helgidaga. Sunnudaginn 18. f. m. á há- degi mætti jeg manni er þannig misbrúkaði helgidaginn, sjálfan sig og blessaðan hestinn er vagn- I inn dró, sem virtist nauðugur hlýða húsbóndans skipun, og sjer hjer á að lítil er dýraverndun, og enginn Tryggvi Gunnarsson. Sunnudagftin 25. f. m. á leið minni til kirkju, mætd jeg sama manni, þá einnig með mykju- vagn, og virtist mjer, sem maður- inn áliti sig í fullum rjetti, að vinna þessa vinnu þótt helgi- dagur væri, vitandi það að há- tíðleg athöfn, sem altarisganga fór fram í kirkjunni nokkrum föðmum frá, þar sem leið hans lá um. þannig ónauðsynlega helgi- dagavinnu, sem þessa, má ekki líða mönnum lengur, og gegnir það furðu að lögreglan skuli ekki hafa haft auga með þessu, en sennilega er nú ekki fullreynt um þetta fyr en mykjuförin hefur verið hafin í þriðja sinn. Alla ónauðsynlega helgidaga-

x

Skeggi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.