Skeggi - 09.03.1918, Blaðsíða 2
SKEGGI
»Skeggi« kemur venjulega út e i n u
s i n n i í v i k u, og oftar ef ástseður
leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50
biöð).
Auglýsingaverð: 50 aur. pr.
c.m.; 60 aur. á 1, bis.
Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar.
Afgreiðslu- og innheimtum. Qunnar
H, Valfoss.
Ritstjóri og á b y r g ð a r m.
Páll Bjarnason,
Bestar veiðistöðvar telur hann
við isafjarðardjúp og Önundar-
fjörð; Oddbjarnarsker og Bjarn-
arey á Breiðafirði. þá „fiskihafn-
irnar“: Reykjavik (Retckewig!),
Hafnarfjörð, Keflavík og Grinda-
vík að ógleymdu verinu „undir
Jökli*, sem hann hælir mjög. Á
Suðurlandi telur hann Stafns-nes,
þorlákshöfn, Stokkseyri, Land-
eyjar og síðast en ekki síst
Vestmannaeyjar og segir eyjar-
skeggja vera efnaða orðna á
fiskiveiðum.
Eftirfarandi andvarp sýnir
nokkurnveginn hvernig honum
hefir litist á æfikjör sjómann-
anna:
„Svo íll er æfi íslenskra sjó-
manna, að varla verður með
orðum lýst. þeir sofa á hörðu
fleti í rökum og dimmum kof-
um. þegar lýsir af degi, fara
þeir á sjóinn, hversu kalt sem
er, — oft án þess að hafa
nærst hið minsta. Allan lið-
langan daginn berjast þeir við
hinar freyðandi bylgjur — oft
í roki og kafáldsbyl. Til hress-
ingar sjer hafa þeir (fyrir utan
munntóbak) ekkert annað en
sýru og \ þeir fátækustu, ekki
einu sinni það. Oft koma þeir
„hlaðnir“ að, en stundum líka
allslausir. Sjaldan fá þeir góð- j
an kveldverð eftir dagsins erfiði.
Hafi þeir fiskað eitthvað, sem
ekki er verslunarvara, þá sjóða
þeir það og jeta, en að öðrum
kosti láta þeir sjer nægja þorsk-
hausa, því fiskinn sjálfan herða
þeir og selja hann kaupmann-
inum. Ekki er að undra þótt
sjómennirnir þjáist oft af hör-
undskvillum og magaveiki,
þegar viðurværi þeirra er á
þessa leið og hreinlæti talsvert
ábótavant, — og þá hefi jeg
eigi allsjaldan hitt fyrir konur,
sem bjuggustkarlmannabúningi,
rjeru með karlmönnunum og
dugðu engu síður en þeir“.
þetta er nú sjeð með útlend-
ingsaugum og ef til vill nokkuð
ýkt; en auðsjeð er, að mikill er
munurinn orðinn, þótt enn sje
hættulegt og ekki heiglum hent
að sækja sjó við strendur íslands
um há-vetur.
H. G.
Aukaþing.
Alþingi er kvatt saman
1 O. apríl næstk.
Sparið tíma yðar og peninga!
það gerið þjer hvorttveggja best með því að skoða vörurnar
og gera kaupin þar sem mest og best er úrvalið, og þar sem
mestar líkur eru til að þjer getið fengið það sem yður vanhagar um,
alt á sama stað, hvort það er til fatar eða matar, útgerðar eða
annars, en öll þessi mikilvægu skilyrði uppFyiiir best verzlun
S 3»
Bæjarfógetaembættið í
Reykjavfk.
það er laust, sem kunnugt er,
en verður ekki veitt framar í
þeirri mynd, sem það er nú. því
verður skift í tvent, samkv. lög-
um fá síðasta þingi, bæjarfógeta-
embætti og lögreglustjóraembætti.
Um lögreglustjóraembættið er
sagt að sæki, þeir Jón Hermanns-
son skrifstofustj. og sýslumenn-
irnir Guðm. Eggerz og Karl
Einarsson.
Stór-slys
Tveir bátar farast
—0—
Sunnudaginn síðastl. gerðist
hjer það stór-slys, að tveir vjel-
bátar fórust með öllu. Rjeru
menri alment um morguninn,
flestir um dagmálaleyti, því að
ekki þótti ræði fyrri. Tók að
hvessa eftir hádegið af landsuðri,
og gerði foraðsveður með slyddu
og miklum ósjó, er á leið. það
bættist við, að veður breyttist á
áttinni, gekk í hafsuður, og þó
ekki snögglega. Urðu menn síð-
búnir til heimferðar, lentu sumir
ekki fyr en undir miðnætti, sex
bátar komuekki um nóttina. Fjórir
þeirra kom heilu og höldnu
morguninn eftir. Bjuggust menn
í fyrstu við að hinir mundu
einnig koma fram síðar, en það
hefur því miður ekki orðið, og
er nú úti öil von um það fyrir
löngu. Eitthvað af farviði úr
bátunum og veiðarfærum hefur
rekið við Landeyjasand.
Báðir bátarnir voru taldir á-
gætir í sjó að leggja og vel út
búnir. Annar formaðurinn, Björn
Erlendsson, var talinn einn af
allra fræknustu sjómönnum hjer
og bráðheppinn; hinn var og
talinn röskur maður, en hafði
ekki verið formaður hjer fyr en !
í vetur. Er hjer orðinn mikill !
mannskaði og fjártjón tilfinnan-
legt á ýmsa lund. Eigi höfum
vjer heyrt hvort mennirnir hafa
verið líftrygðir, öðruvísi en hinni
almennu slysatryggingu sjómanna.
Enginn veit nein náin atvik að
slysinu, annað en það að veður
og sjór var orðið þannig um .
kvöldið, að hver og einn, sem í !
land komst, þóttist mjög úr öng- ;
um ekið hafa.
Bátarnir hjetu „Adólf“, eign ;
formanns og Friðriks Svipmunds- !
sonar, og „Frí“ eign versl. „Dags-
brún“ o. fl.
þeir sem druknuðu voru:
„Adolf“ V E 191:
Formaður Björn Erlendsson,
lætur eftir sig konu og 2 börn. j
Mótoristi Bergsteinn Erlends-
son, ókvæntur, bróðir fomanns,
ættaðir austan úr Mýrdal, eiga
þar foreldra á lífi.
Hásetar: Ártú Ólafsson, ung-
| lingsm. ókvæntur, frá Löndum
j hjer, á þar föður á lífi; ættaður
í úr Mýrdal.
Páll Einarsson, nýkvæntrr,
búsettur á Löndum hjer. Ættaður
frá Nýjabæ undan V.-Eyjafjöllum.
Jóhannes Olsen, Norðmaður,
ókvæntur, til heimilis í Vatnsdal
hjer. Ætlaði aðeins þennan eina
róður, annars ráðinn á annan
bát ókominn hingað frá Rvík.
» Frí“ ¥ E 10.í:
Formaður Ólafur Eyjólfsson,
bjó með móður sinni i Rvík,
ættaður frá Hrútafellskoti undir
A.-Eyjafjöllum.
Mótoristi Karl Vipfússon, trje-
smiður, kvæntur, af Seyðisfirði,
lætur eftir sig konu «og 5 börn.
Hásetar: Karcl Jónsson frá
Selsundi, á Rangárv., ókvæntur.
Sigurður Brynjólfsson, frá Ný-
höfn, Eyrarbakka.
Andstyggilegur
ósómi.
það er siður góðra borgara,
að innræta börnum sínum, þegar
er þau hafa vit til, að virða
eignarjettinn, og fár er sá full-
orðinn að ekki viti hann það að
eignarjetturinn er friðhelgur
a ð 1 ö g u m. þjófnaður varðar
refsingu í öllum siðuðum lönd-
um og þykir ósæmilegur hvar-
vetna, jafnvel þó framinn sje í
neyð. Yfirvöldin eru meðal ann-
ars sett til að vernda eignarrjett-
inn, og liggur virðing þeirra við,
ef þau láta það undir höfuð
leggjast. Á síðari tímum hafa
menn lagt meiri áherslu á þetta
og talið það eitt af höfuðatriðum
siðmenningarinnar. Enginn vill
heita þjófur.
En þó nú lögin og almennings-
álitið leggist svo á eitt, þá eru
brot framin oft og iðuglega í
öllum löndum, en jafnan er það
talinn slæmur vottur, ef mikið
kveöur að því. Tvær eru taldar
orsakir þess, ónýt löggæsla og
spilt almenningsálit, og neyðin
hin þriðja, þar sem hún á sjer
stað.
Hjer í Vestm.eyjum kveður
furðu mikið að gripdeildum og
þjófnaði í ýmsum myndum, svo
sem kunnugt er orðið víða um
landið. Sá sem þetta ritar hefur
'ekki dvalið hjer fyr en í vetur,
en oft hei'ur hann heyrt um þetta
getið bæði í nsgrenninu og í
öðrum landsfjórðungum. það er
því engin ástæða til að vera að
dylja sannleikann í þessu efni.
„Skeggi" teldi sig miklu fremur
vinna þarft verk, ef hann gæti
stuðlað að því að vinna bug á
þessum ósóma með einhverju
móti. Ýmsir mætir menn í
plássinu hafa mælst til þess við
blaðið, að það ijeti þetta mál til
sín taka, og heitið þar til stuðn-
ingi sínum. Nokkrar upplýsingar
hefur blaðið þegar fengið og bera
þær með sjer að hjer er ekki
um einbera smámuni að ræða.
Er þar fyrst að telja innbrotin 5
í vetur. Fyrsta innbrotið var
gert í Guano-verksm. í haust og
stolið talsverðu af kolum. Næst
var brotinn kofinn með sprengi-
efninu; sem skýrt hefur verið
frá áður. þá var btotist inn í
sölubúð Árna kaupm. Sigfússonar
og srolið vörum fyrir á 4. hndr.
kr. þá er innbrotið í verslunar-
búð Gunnar Ólafssonar & Co.
og stolið súkkulaði, silki o. fl.
Síðasta innbrotið var gert í
bræðsluskúr Árna Sigfússonar
kaupm., sem sagt var frá í stð-
asta blaði. þetta er nú alt í vetur,
fyrir utan ýmislegt annað, eins
t. d. er stolið var á dögunum
tveimur bólfærum úr einum
mótorbát, svo að hann gat ekk-
ert lagt, er á sjóinn kom, og
varð ónýtur sá róðurinn. I ann-
að skifti var stolið úr bát allri
olíunni, sem hann ætlaði til vara
á sjóinn. Má það heita furðu-
leg ósvífni, ef sjómenn fremdu
slíka óhæfu, því að þeir mega
manna best skilja hvaða afleið-
ingar það getur haft fyrir þann,
sem stolið er frá, ef teknir eru
þeir hlutir, sem til bjargar eiga
að vera á sjónum. En það er
ekki svo að skilja að þetta sje
nein nýlunda. það er orðin föst
venja hjer, að setja alt, sem laus-
legt er undir lás,árar úr smábátum,
hvað þá annað — sakir ránsháttar-
ins. Mikið segist rnönnum einnigaf
yfirgangi í veiðarfærum undan-
farin ár. Hafði það verið miklu
%