Skeggi - 22.12.1919, Blaðsíða 2

Skeggi - 22.12.1919, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi« kemur venjulega út e i n u sinni í viku, og oftar ef ástaeður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50 blöð). Auglýsingaverð: 1 kr. pr. e.m.‘, kr. 1,50 á 1. bls. Ú t g e f a n d i: Nokkrir eyjarskeggjar. Afgreiðslu- og innheimtum Gunnar H. Valfoss. Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. Hjá °3. V ' V. kaupa allir ^ sfnar ^ Tóbaksvörur. (asssfe»sssa<«sss::<gsagMssef<Cssa»sssS8sssa Bæjarstjórnar- fundur. II. des. 1919. 1. Fundargjörðir rafmagns- nefndar. Vjelgæslumaður hafði tilkynt nefndinni að komið hafði í ljós alvarleg bilun á vjelinni, og þyrfti það athugunar við. Nefndin lagði til að keyptur yrði nýr stimpill til vara og járnsmiður fenginn til að reyna að gera við vjelina ef til þyrfti að taka. Var það samþ. Frestað var umræðum um aðrar tillögur nefndarinnar. þær voru um að skora á menn að fara varlega með ljósin og nætur- vörðunum falið eftirlit; þeir höfðu tilkynt um að nokkrir húseigandur færu ósparlega með ljósin. Tillögur nefndarinnarvoru um: Að Geirseyri (íbúðin) verði tekin af götulínunni; að mælar verði settir við sölu- búðir og öll stærri íbúðarhús; að ný aflvjel 80—100 hesta verði útveguð til stöðvarinnar svo tímanlega að hún komi að notum fyrir næsta ljósár. Nefndinni var falið að leita sjer frekari upplýsingar fyrir næsta fund. Erindi, langt og mikið, frá stöðvarstjóra, var lesið upp á fundinum. það var álitsskjal frá honum um ástand og rekstur stöðvarinnar, og tillögur um endurbætur á henni. Um tillögur nefndarinnar og erindi stöðvarstjóra urðu tals- verðar umræður. Oddviti mælti fram með tillögunni og gerði ýmsar athugasemdir við erindið. Páll Bjarnason taldi vanta upp- lýsingar eða áætlun um hve Gr. J.Johnsen. Auglýsing. Af því að Sparisjóður Vestmannaeyja hættir störfum sínum um næstkomandi áramót, og útbú íslands banka tekur þá við öllum útistandandi skuldum til Sparisjóðsins (og innstæðufje) er hjer með alvarlega skorað á alla þá, sem ekki hafa greitt þessa árs vexti og afborgun af skuldum sínum til hans, að gjöra j£ð sem fyrst, alls ekki seinna en 29. eða 30. þ. m. Vestmannaeyjum 19. des. 1919. Stjórn Sparisjóðsins. Auglýsing. ísfjelag Vestmannaeyja hefir nú fengið reikninga yfir kjötkaup sín á næstliðnu hausti, og komist að raun um, að því muni vera fært að selja kjöt í dag og eftirleiðis með lægra verði en að undanförnu; þess vegna lækkar kjötverðið um 20 aura pr. kg. Vestm.eyjum 20. des. 1919. Stjórn Isfjelagsins. mikið þyrfti að auka ljósmagnið. Vildi því fresta ályktun um stærð vjelarinnar, ef von væri frekari upplýsinga um aflþörfina o. fl. Magnús Guðmundsson mælti eindregið fram með að m æ 1 a r yrðu teknir upp við sem flest hús og ljósgjöldin miðuð við straumeyðsluna, Taldi það hafa mætt andróðri jafnan til þessa frá vissum mönnum, en nú hefði reynslan þegar sýntað sparnaðar- predikanir væru ekki nægar. Ljóseyðslan væri æði misjöfn hjá mörgum er líkt borguðu eftir gjaldskránni, sem nú gildir. Var svo málinu frestað. 2. Tilkynning frá stjórnar- ráðinu um staðfestingu frumv- til reglugerðar um fjársöfn, rjettarhöld, fjármörk m. m. í Vestm.eyjum. 3. Tilkynning frá stjórnar- ráðinu um endurgreiðslu á kostnaði við læknisaðstoð í kvefpestinni f. ár. Voru það samtals um 1660 kr. 4. Lögð fram símskeyti frá sýslum. í Skaftafellssýslu við- víkjandi yfirsetukonu Guðjóníu Sverrisdóttur. pað upplýstist að hún hafði verið sett til að gegna öðru umdæmi í Skafta- felissýslu eftir að henni var veitt staðan hjer, sakir þess að hún hafði enga tilkynningu fengið hjeðan. Oddviti hafði að síðustu gert henni kost á að velja um hvort-hún vildi heldur koma eða segja stöðunni lausri 5. Fundargjörð veganefndar. Bæjarfógeti hafði falið nefnd- inni að skoða lóð nokkra fyrir austan geymsluhús „Bjarma“ og segja álit sitt um hvort leyfa skuli húsbyggingu á þeirri lóð. Nefndin taldi fyrir sitt leyti ó- heppilegt að leyfa að svo stöddu að byggja á lóðinni, taldi það geta tálmað vegabótum síðar. Var það álit samþ. Einnig ljet nefndin uppi álit sitt, að gefnu tilefni, um að brýn þörf væri á að hraða sem allra mest byggingarsamþykt kaup- staðarins, svo að hún verði’ komin í gildi fyrir vorið 1920. Hún er hvort sem er ákveðin í bæjarstjórnarlögunum. Ekki var samþ. neitt um þetta en sanv komulag var um að hraða reglugjörðinni. t 6. Fundargjörð bifreiðar- nefndar. Upphaflega hafði nefndinni verið falið að gera frumv. að reglugjörð um akstur bifreiða um bæinn, samastaði og svæði fyrir bifreiðaskúra. Hún hafði leitt hjá sjer að semja reglugj. þar sem ítarleg ákvæði eru til um þau efni. Tillögur nefndarinnar: a ð samastaðir verði þrír fyrst um sinn, á svæðinu fyrir vestan sölubúð Árna Sigfússonar, fyrir vergten Mandal og fyrir norðan Rafmagnsstöðina. Ekki má nema ein bifreið vera á hverjum stað í einu; a ð bifreiðaskúrarnir fái að standa þar sem þeir eru komnir meðan það kemur ekki að baga; a ð teknir verði upp tveir stólpar, sem standa á svæðinu frá þingholti að gömlu brauð- sölubúðinni, fyrir vertíðina; a ð bæjarstjórn sæki um um- ráð yfir öllum óráðstöfuðum lóða- blettum í miðbænum. Tillögurnar voru allar samþ. Síðan hófust umræður um reglu- gjörð um akstur bifreiða og var að lokum samþ. að fela nefndinni að koma með ákveðnar lillögur um það efni. 7. Lögð fram matsgjörð á lóð þorst. Johnssonar við og undir Dalbæjarveg. Lóðin hafði verið tekin undir veginn, en eigandi krafist skaðabóta kr. 2,50 fyrir hverja feralin. Að því vildi bæjarstjórnin ekki ganga á sínum tíma, og kaus heldyr matið. Lóðin reyndist að vera 756 fer- álnir, og hver þeirra metin á kr. 1,50 eða öll lóðin á samtals 1134 kr. Nokkrar umræður urðu um hvort una skyldi við matið og var það að lokum samþ. með öllum greiddum atkv. % 7. Erindi frá Lárusi Halldórs- syni um borgun fyrir lóð undir veg. Fógeta falið að reyna sam- komulag. Utan dagskrár: Erindi frá Jóni Ólafssyni um veg heim að húsi hans og lóð ,undir þann veg. Visað til vega- nefndar. * Erindi um hreinsun í bænum. Vísað til heilbrigðisnefndar. Umræður hófust um reikninga y(ir skólabygginguna, og oddvita að síðustu falið að ganga eftir reikningunum.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.