Suðurland


Suðurland - 12.01.1911, Side 1

Suðurland - 12.01.1911, Side 1
SUÐURLAIO. I. árg. Auglýsingaverð. Þumlungurinn af meginmíilsletri koetar 1 krónu, miðað við eina dfclksbreidd í olaðinu. Fyrir smáletursauglysingar (petit eru teknír 3 aurar fyrir orðið. £ Sé auglýst að mun er mikill afeláttur gefinn. 0 Landsímastöðín á Eyrarbikka cr opin frá kl. 8Va—2. og 3Va—8 á virkum dögam. Á helg- um dögum frá kl. 8 — 11 f. hd. og 4—6 c. hd. Einkasiminn er opiun á sama tíma. Sparisjóður Árnessýsiu cr opiun hvoru virkau dag frá kl. 3—4 c. hd. Lestrarfélag Eyrarbakka láuar út bæk- ur á sunnudögum frá kl. 9 — 10. f. hd. U. M, F. E. heldur fuudi á miðvikudögum ki. 8 o. hád. Ný uppfunding‘. —o — Stcyptir netastciuar. —o — Bætt úr brýnni J>örf. —o— Kins og kunnugl er, er bátaafli á vetrar- vertíð hér í verstöðum Árnessýslu og í Gullbringusýslu að mestu fenginn með þorskanetum. Hór austanfjalls eru netin fyrir skömmu upp tekin, en reyndin hefir orðið sú, ekki sízt í fyrravetur, að vel heflr aflast í netin þótt enginn flskur hafl fengist á lóð eða færi. Bjargarvon mantia er bátíiski stunda á þessum svæðum er því að rnestu bygð á netunum. En dýr hefir netaútgerðin orðið, og það einkurn vegna þess, að örðugt hefir reynst að búa svo um þau sem skyldi. Beim hefir verið mjög hætt við að skemmast — rifna — eða tapast með öllu, þar sem sjór er venjulega úfinn og straumar harðir. — Einhver helzti gallinn hefir þótt sá, að grjótið, sem notað hefir verið fer illa með netin, flækist í riðiJinn og rífur hann. Grjótið losnar úr af því hankarnir nuddast sundur, eða steinarnir smeygjast úr hönk- unum. Og einmitt í þessu að grjótið losn- ar af, liggur hættan fyrir því, að netin dragist saman, iosni upp og tapist með öllu. Að grjótinu hefir og verið mikil töf við lögu og töku netanna. þetta heflr lengi verið mönnum ljóst, en úrræði til umbóta hafa ekki fundist fyr en nú. Nú hefir hugvitsmaðurinn ísólfur Pálsson á Stokkseyri leyst úr þessum vanda, og fundið upp nýja aðferð við út,búnað net- a,nna. Hann býr til netasteina úr steinsteypu, sem eru þannig gerðir, að moð þeim er að fullu bætt úr þeim göllum, er því fylgdu, að nota vanalegl grjót. Steinar ísólfs eru hnattmyndaðir. Stærð þeirra fer eftir möskvastærð netanna — steinarnir hafðir hæfilega stórir til þess að þeir ekki smjúgi gegnum möskvana — Eyrarbakka 12. janúar 1911. getur hann búið til steina fyrir ýmsar möskvastærðir, alt frá síldarnetum til sela- nóta. Þá er það einkennilegt við steina ísólfs, að hann getur látið þá vera misþunga þó stærðin só hin sama, er það einkar hent- ugt, því þar sem straumar eru minni er þægilegra að hafa léttari steinana. Uppfundingu ísóifs fylgja þessir kostir að dómi reyndra formanna: 1. Svo tryggilega er búið um hankann i steininum að hann getur með engu móti nuddast sundur, og steinarnir því ekki losnað af. Botnþunginn helst því jafn þótt netin hreyfist í sjónum, en í því er einmitt afarmikil trygging fyrir því, að netin ekki skemmist eða tapist. 2. Steinarnir ílækja eigi riðilill né rífa hann. 3. Steinarnir tefja eigi fyrir við lögu né töku netanna. Beir eru vegna lögunar sinnar óvandlagðir niður í skipið — mega liggja ofan á riðlinum — og taka því upp það pláss er helzt má til þess missast. 4. Steinarnir eru merktir með tölunú meri fyrir hvern kaupanda. Er það eiukar hentugt ef netin tapast og reka á land einhversstaðar og dufl eru slitin af, að geta þá séð merkin á stðinunum. Tölumerking betri en fangamörk — veldur minni rugl- ingi. ísólfur er þegar byrjaður að búa til steina þessa til sölu, hefir hann fengið miklar pantanir. Margir hór eystra taka hjá houum steina í öll sín net, og flestir meira eða minna. Úr Gullbringusýslu hefii hann og fengið pautanir. Betta sýnir að hór er bætt úr verulegri þörf, enda munu sjómenn þeir er fengið hafa kynni af upp- funding þessari, vænta sér af henni mikils gagns. Eg hefi átt kost á að horfa á tilbúning steinanna hjá ísólfi, og þykist mega full yrða, að verkið só svo vandað sem fram- ast má verða, og ánægjulegt er að sjá hve verkið er haglega unnið. Uppfunding þessi verður óefað til mik- illar nytsemdar við netaveiðar yfir höfuð, og líklegt er að hún leiði til þess að þorska- net verði víðar notuð hér eftir en liingað til. Ísólíur hefir sótt um einkaleyfi á þessari uppfunding sirmi, og jafnframt á umbót sem hann hefir fundið upp við kúl ír þær er notaðar eru á þorskanetin. Einkaleyfið fær harm væntanlega. ísólfur hefir annars fengist mikið við uppfundingar og hefir margt á prjónunurc af því tagi, sem hanu er kominn lengra, eða skemmra með. Tvær af uppfundinguir hans var getið um í blöðunum í fyt" a (fsa- fold), Hitahringingaráhald, oghljóðritunarvél er ritaði sönglagið upp jafnóðum ug þaf var leikið á hljóðfærið. — Hvorutveggjr, 31. blað. þessu hafði hann þá lokið að fullu. En efni og ástæður leyfðu honum ekki að koina því á framfæri. Sótti hann þá um dalítinn styrk til þingsins^en þingið synjaði. — Beir vísu feður höf0u í önnur horn að líta. Leitt er samt að vita til þess að fátæk- um íslenzkum fjölskyldumanni sem alls ekki hefir haft rað á því að gefa sig neitt við uppfundingum, en sem hefir þó komist svona langt, er neitað um dálítinn styrk er hann biður um í eitt skifti til þess að koma hugsmíðum sínum í framkvæmd. En nú í sumar hefir franskur maður fundið upp vél, sem ^ritar upp hljóðið, á likan hátt og vél ísólfs og hefir hann að maklegleikum hlotið mikla trœgð fyrir. En það er íslenzkt þetta. Vér erum svo vanir því, að vera aldrei á undan öðrum í neiuu, og allra sízt er um iðnfræðislegar uppfundingar er að ræða, og vór erum svo saunti úaðir á vort eigið getuleysi í þeim efuum að oss þykir engu til þess kostandi að reyna að brjóta venjuna. Nei, fulltrúar vorii á siðasta þingi vildu heldur ekki nota tækifærið sein þeim bauðst til þess að bijóta venjuna, reyna að leiða það í Ijós að ís- lenzkir menn gætu lika fundið upp eitthvað er að gagni gæti orðið, og fundið það á undan öðrum. Hafa ef til vill álitið slíkt einkis vert. i?eir tala stundum mikið um þjóðarmetnað piltarnir, en þeir gleyma oft i hverju hann á að koma fram. Vonandi er að ísólfur fái nú fyrirhöfn launaða við þessa síðustu uppfundingu sína, að hún reynist vel nothæf og eigi eftir að verða mörgum til hagsmuna. Þess væri og óskandi, að hann íengi tækifæri til að koma fleirum af hugsmið- um sínum í framkvæmd til almennra nota, og liklegt væri, að honum yrði betur tekið næst ef hann sækir um styrk. Vér eigum ekki svo marga hugvitsmenn né stöndum svo framailega á því sviði, að vór höfum rað á þvi að kæfa niður nokkra viðleitni í þá átt, er líklega stefnir, og allra sízt þar sem jafn myndariega er af stað farið eins og ísólfur hefir gert. J. J. Aftur um heyverkun. í 29. tbl. „Suðuriands", er grein um heybruna eftii J. J. Greinin er þörf’ hug- vekja til bænda, og gefur ýmsar góðar bendingar um heyverkun. En er eg hafði lesið greinina til enda, þá saknaði eg eins atriðis, er greinin gaf beint tilefni til að liöf. hefði tekið fiam, en sem hann nefndi

x

Suðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.