Suðurland - 27.01.1912, Side 1
SUÐURLAND.
II. árg.
Landsímastödin á Eyrarbakka, er opin frá
kl. 8V2—2. og; 3l/a~8 á virkvim dögum. Á hclg-
um dögum frá kl. 10—12 f. hd. og 4—7 e. hd.
Einkasiminn er opinu á sama tíma.
Sparisjóður Árnessýslu cr opinn hvern
virkan dag frá kl. 3—4 e. hd.
Lestrarfélag Eyrarbakka láuar út bæk-
ur á sunnudögum frá kl. 9—10. f. hd.
Málsverndun, — Misvizka.
„Misvitr er Xiall
Hallgerður.
Frh.
En því beitast lærðu mennirnir og mál-
verndunarvinirnir eigi fyrir því, að útrýma
lang-vitlausustu útlendu spillingunni, sem
læðst heflr inn í íslenzkuna? Eg á hér
við fieirtöluna þér og yður í ræðu við ein-
staka menn. Eða geta málfræðingarnir
fært rök fyrir því, að það sé eðlilegt og
rétt í íslenzku máli?
Ef við værum ekki farnír að venjast þess-
um fábjánahætti, og því, að þetta þykir
„fínt“ — og maður ávaipaði annan þann-
ig: „Komið þér sœlir“t þá væri eðlilegast
að sá, er ávaipaður var, fengi þá hugmynd
um hinn, að hann sæi ofsjónir: sýndist þar
vera fleiri menn fyrir, er einn var. „Hann
er ekki með allan mjalla; heilsar mór eins
og eg væri margir“, mundi hinn kvaddi
hugsa. En þetta er nú orðið venjulegt, og
þessvegna verða menn ekki hræddir, þótt
ávarpaðir sé svona vitfirringslega. Annars
væri öll ástæða til þess.
Erfiðleikanna við að kenna og læra nöfn
tugamálsins gætir aðeins fá ár, meðan breyt-
ingin er að komast á. En „hörmungar"-
baslið að kenna börnunum að misbjóða
móðurmáli sínu og heilbrigðri skynsemi,
með því, að tala við einn mann eins og
fleiri væru, það er ævarandi meðan þetta
ekki er lagað.
Þessa notkun fleirtöluávarps við einstak-
an mann (þérugheitin"), er mór langverst
við af öllum slettum, er við íslenzkuna
hafa límzt; nota hana því sárnauðugur,
knúður af illri tízku.
Hér þýðir ekki að vitna til a mara þjóða,
og hér er ekki um^orlenda sóreign eða al-
þjóðaeign að ræða. íslenzkan e ■ svo hreint,
reglubundið ogj viðkvæmt mái, að þetta
misbýður henni.
Geta ekki góðir málverndarmenn, svo
sem landlæknir, fræðslustjóri 0. fl. orðið
mér samdóma'.um' þetta ?
Ungmennafólagsskapurinn sýnist ætla að
ná þrifum í landinu. Vilja ekki ungmenna-
félögin taka að sór þau málbóta-atriði, að
endurvekjafjdaganöfnin fornu og útrýma „þér-
ugheitunum“ ? Það væri góð byrjun.
Félögin hafa verndun málsirs og þjóð-
ernisins á stefnuskrá sinni. Gömlu daga-
Eyrarhakka 27. janúar 1912.
nöfnin eiga heima í íslenzkunni ogfleirtölu-
ávarp við einstakling á alls ekki heima í
málinu, samkvæmt ósýktri tilfinning og
heilbrigðri skynsemi.
Ungmennafólög landsins !
Gjörið það að félagsskilyrði:
að nefna vikudagana á islensku;
að ávarpa ekki einstakan mann með fleir-
tölu í íslensku máli (nota ekki orðin:
þér, yður, yðar, í einstaklingsávarpi í
íslenzku.
Þá mundi enginn hneyxlast á slíku og
þetta brátt lagast.1)
Grh. so/ia—’ll
B. B.
Nýtt blað
er byrjað að gefa út á Eyrarbakka. Heitir
það „Heimfiisblaðið" og er ritstjóri Jón
Helgason prentari á Eyrarbakka. Eins og
nafnið ber með sér, er það sérstaklega ætl-
að heimilunum. Fað á að flytja smásög-
ur, kvæði og smágreinar um trú og siðgæði.
Er það mjög vel til fundið að ráðast i
að gefa út svona blað. Það heflr altof lít-
ið verið að því gert að veita sólskini inn
á sveitaheimilin íslenzku.
fetta litla blað hefir ljós og yl að færa,
og ættu menn því að taka því tveim hönd-
um. fað drepur engan verðið, 75 aurar
ef greitt er fyrir fram — helmingi ódýrara
en Kvennablaðið, en það verður í sama
broti og sama arkafjölda.
Jón Helgason er að góðu kunnur, síðan
hann gaf út Fanney með Aðalbirni Stefáns-
syni. í-’ótti hún lengstum góður gestur á
heimilin. „ITeimilisblaðið" mun ekki verða
lakari gestur. Það mun hafa frá mörgu
að segja, er bæði verður til fróðleiks og
lærdóms.
— fað er misskilningur, sem flogið hefir
fyrir, síðan blað þetta hóf göngu sína, að
það yrði til þess að draga frá „Suðurlandi".
Þau eru svo óskyld blöð þessi, að þau eru
ekki samanberandi. „Suðurland" á að vera
málgagn Sunnlendinga, ræða þau mál sem
Suðurlandsundirlendið varðar mest. Það
gæti að sömu leyti kallast búnaðarblað.
Heimilisblaðið ætlar að flytja smásögur og
kvæði og greinar um uppeldi 0. fl. Pað
hefir þessvegna erindi inn á hvert einasta
heimili. Þessvegna getur það aldrei dregið
neitt frá „Suðurlandi". En á það mætti
benda að heldur verður það þó til þess að
auka tekjur Prentfélags Árnesinga, og það
ætti fremur að gleðja hluthafana, heldur
en hryggja. Þessvegna ættu þeir að verða
fyrstir, er bæðu um blaðið og borguðu það.
Arvakur.
—---O-O-0-----
!) tnnan samb. U. M. F. I. má ekki þcrast.
Ábyrgðarm.
85. blað.
Fundarskýrsla
Búnaðarsambands Suðarlands
(leiðrétting).
Að nýgefnu tilefni, hlýt eg að gjöra at-
hugasemd við 1. lið nefndrar skýrslu, sem
birt er í 6. tbl. Suðilrlands f. á. Þar í er
þessi póstur:
„Gat hann (fundarstj.) þess, útaf ályktun
siðasta fundar, viðvíkjandi skuld Björgvins
sýslumanns Yigfússonar, að hann (B. Y.)
haíi neitað að greiða hana, og sagst hafa
í höndum fulla kvittun frá fyrverandi for-
manni sambandsins fyrir upphæðinni, enda
þótt hann hafi ekki borgað nema helming-
inn. Fyrv. formaður, sem var á fundin-
um, mótmæiti því, að hann hefði kvittað
fyrir allri upphæðinni, en hinsvegar lofað
að gefa sýslumanni upp heluiing skuldar-
innar“.
Eg (fyrv. formaður sambandsins) fór af
fundinum í veiziu og vissi því ekki um
þessa bókun. Hefði annars mótmæit henni
tafarlaust, þvi þessu var ekki þannig varið.
Fegar piægingarkennsla sambandsféiags-
ins byijaði, og komið var í því skyni til
B. V. sýsiumanns, var hann að byrja að
flytja sig að Efra Hvoli og gat þá ekki hýst
plægingamennina, og með því þá var kom-
ið kveld og hann háttaður, mæltist hann
til að eg kænn þeim fyrir á næstu bæjum,
t. d. Eystri-Garðsauka. Eg gjörði þetta og
tók Sæmundur Bþar á móti þeim. En
hann gat þess að hann vildi ekki
hýsa þá og fæða fyrir það verð er
fóiagið borgaði, þegar þeir ynnu hjá sýslu-
manni. Við bjuggumst allir við að sýsiu-
maður mundi semja nánar um þetta við
Sæmund og það fara eingöngu þeirra á milli.
En það varð ekki.
Um haustið, þegar mér bárust reikning-
ar plægingarkennslunnar, hafði kennarinn
(J. J.) gert upp reikninga við alla, sem
unnið var hjá, eins og honum var falið,
nema við sýslumann. Yarð eg því að eiga
við þetta. Kom þá í ljós að sýslumaður
vildi borga fæðið jafnt og félagið borgaði
það, en þá kom íram verðmunurinn, kr.
29,20 aur. sem ágreiningurinn var um.
Eg sendi sýslamanni kröfu fyrir mismun-
inum, en hann sendi mér aftur skilagrein
sína og taldi sé/ ekki bera að borga dýr-
ara fæði en félsgið borgaði.
Pessu óhappa atviki var nú ekki gott
að bæta úr. Eugar reglur voru til um þetta
er hægt var að styðjast við, og kennarinn
hafði borgað Sæmundi alt og vottað að
auki á reikning hans, að hann væri réttur.
Var þá aðeina um þrent að gera: sleppa
kröfunni eða ge) a hana að samningsatriði
eða dómsmáli.
Þotta var raitt á stjórnarfundi síðar.
Fók þá G. P. meðstjórnandi að sér að tala