Suðurland


Suðurland - 23.03.1912, Blaðsíða 1

Suðurland - 23.03.1912, Blaðsíða 1
SUÐURLAND. II. árg. Landsimastöðin á Eyrai-bakka er opin frá ' kl. 8Va—2. og 3Vj—8 á virkum dögum. Á helg- , um dögum frá kl. 10—12 f. hd. og 4—7 c hd. Einkasíminn er opinn á sama tíma. Sparisjóður Árnessýslu ev opinn hvern virkan dag frá kl. 3—4 e. hd. Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út bæk- ur á 8unnudögum frá kl. 9—JO. f. hd. Efnahagur sýslusjóðanna. í Landhagsskýrslunum 1910 er, eins og vant er, birt yfirlit yfir efnahag — eignir og skuldir — sýslusjóðanna. Yfirlit þetta sýnir, að 31. des. 1909 voru eignir sýslusjóðanna alls 164,103 krónur, en skuldirnar 174,958 kr., og samkvæmt þessu hrökkva eigi eignir sýslnanna fyrir skuldunum. Höf. skýrslu þessarar telur engan vafa á því, að þetta stafi af ónógu eignafram- tali, því í mörgum sýslum sé eigi aðrar eignir taldar, en eftirstöðvar í sjóði og uti- standandi fó. Bendir hann á það, að yfir- lit þetta sýni, að mest virðist ifátt í þessu efni í sýslunum á Suðurlandi, og telur ó- sennilegt, að sýslurnar sunnanlands, sem skulda 2—3falt meira heldur enn sýslurn- ar á Norðurlandi, eigi 7—8falt minni eign- ir enn þær. fetta virðist og ósennilegt, að minsta kosti í fljótu bragði, og líklegt er að eitt- hvað sé ábótavant eignaframtali sýslnanna á Suðurlandi. Og æskilegt væri, að sam ræmi væri í eignaframtali sýslnanna um land alt, og skýrsluinar um eignir þeirra og skuldir væru svo ábyggilegar, að eftir þeim mætti gera réttan samanburð á efna- hag sýslnanna. Suðurland vill vekja athygli á þessu, og sérstaklega vill það beina því til sýslunefnd- anna hór syðra, að taka til athugunar, hvort svo er í raun og veru, að eignaframtali þeirra sýslna sé svo mjög ábótavant. Verð- ur þá úr því að bæta, ef svo reynist. En við fljótlegt yfirlit yfir skýrslurnar, um tekjur og gjöld sýslusjóðanna, virðist oss það brát.t koma í ljós, að það er síst að furða, þótt lítið verði um eignaframtal sýslnanna hér syðra; þar mun eigi vera mikið að felja. feer hafa orðið að hleypa sér í stórskuldir vegna vegabóta og annara samgöngubóta, og vextir og afborganir þeirra lána höggva drjúgt skarð í tekjurn- ar. Tekjum er yfirleitt ekki varið til þess, er myndað geti eign. fær verða að ganga til annars. Sýslurnar á Suðurlandi hafa írinu 1909 lagt til vegabóta 34°/o af ölium tekjum sínum, en sýslurnar nyrðra a >eins 17%. Að vísu er til annara samgöri ubóta varið nokkru meira norðanlands en i irér. Sýsl- urnar sunnanlands hafa í þessu skyni var- Eyrarbakka 2B. marz 1912. ið 25% af tekjurn sínum, en sýslurnar nyrðra 30%. Af tekjum sýslusjóðanna sunnan- og norðanlands er því alls varið til samgöngubóta: á Suðurlandi 59%, en á Norðurlandi 47%. Til þessara samgöngu- bóta nyrðra telst meðal annars símalína, sem er eign sýslu þar — talsíminn Dal- vík — Ólafsfjörður. En ekkert af því, sem sýslurnar syðra hafa lagt til samgöngu- mála, hefir verið þannig vaxið, að það hafi aukið eign sýslnanna. Það er hinn gífurlegi vegabótakostnaður sýslnanna á Suðurlandi sem veldur því, að þær skulda svo miklu meira enn sýslurnar norðanlands, og því síst að furða þó fjár- hagur þeirra sé óglæsilegri enn hinna, enda er hann það líka. Á öllu Suðurlandi er aðeins 1 sýsla — Borgarfjarðarsýsla — sem á arðberandi fasteign, 400 kr. (hluti í gisti- húsi í Borgarnesi), og 1 sýsla — Rangár- vallasýsla — á 270 kr. í óarðberandi fast- eign — þinghúsi — og búið er nú. Aftur á móti eiga margar sýslurnar á Norður Vestur- og Austurlandi miklar fast- eignir, bæði arðberandi og óarðberandi, og eru því, samkvæmt þessu yfirliti, stórríkar, þar sem sýslurnar hér syðra eiga ekki nánd- ar nærri fyiir skuldum. Á yflrliti þessu sést heldur ekki svo mikið sem sýslubóka- safn hér syðra, er talið verði sem eign til að fylla dálítið í dálkinn á móti skuldun- um. Það væri annars nógu fróðbgt að vita hvort efnahagsmismunur sýslusjóðanna, syðra og nyrðra, er svo mikill, sem yfirlit þetta sýnir. Ef til vill er eitthvað vantal- ið í yfiilitinu frá sýslunum hér syðra, er telja mætti til eigna, og þyrfti það þá að teljast með framvegis, því nógu svart verð- ur útlitið samt með fjárhag sýslna þessara, með öllum þeim byrðum, er vegalögin hafa á þær lagt. — Reyndar er nú svo að sjá, að sumt af þessum óarðberandi eignum, sem sýslurnar norðan- og austanlands eiga, og taldar eru allhátt til verðs í reikningum þeirra, geri nú ekki fjárhag þeirra svo miklu glæsilegri enn hinna, sem minni eignir telja á papp írnum. Aftur eru sumar þeirra, svo sem ajúkrahúsin, stórmikils virði í raun og veru. Og sýslurnar hér austanfjalls eiga enn það mikla nauðsynjaverk ógert, að koma hér upp sjúkraskýli. — Annars eru efnahags- horfur sýslusjóðanua eitt af því, er taka þyrfti til íhugunar, í sambandi við það, að útgjöld þeirra hljóta óhjákvæmilega að fara stórum vaxandi. Um skilvindur. Með útbreiðslu smérbúanna urðu skilvind- ur nauðsynlegt áhald á hverjú heimili. 44. blað. • Enginn, sem skilvindu hefir notað um lengri tíma, mun telja sig geta án hennar verið, svo eru mikil þægindi og hagræði að því verkfæri. Og víst yrði húsmæðrunum svarafátt, ef að þær ættu að meta til aura þann tíma- troga- búverkavatns- og eldi- viðarsparnað, sem skilvindurnar hafa fært með sér. En bændurnir munu segja: „Að vísu eru skilvindurnar þarfur hlutur og þægilegur, en það verður uú líka eitthvað að vera, ekki kosla þær svo lítið, en hitt þó verra, hve skrambi þær eru endingar- lausar". Já, þær eru svo skrambi ending- arlausar, sú hefir reynslan orðið, en ekki æfinlega hægt um vik með aðgjörðir og þær líka dýrar. Það eru blóðugir peningar, sem árlega eyðast, hér í sméibúahéruðunum að minsta kosti, fyrir skilvindur og skilvinduviðgerðir. Petta væri þó sök sér, væru skilvindurnar þá í staðinn í góðu lagi allstaðar og ynnu sitt verk viðunanlega. En það er víst fjærri því að svo sé. Þeir peningar em ótaldir, sem árlega tapast vegna þess, hví- likt ólag er á skilvindunum og hve illa þær skilja mjólkina. Þetta finna efalaust margir, en eiga erfitt við að gera. Leiðbeiningar fáum við bændurnir litlar eða engar i þessu Mni, þaðan sem þær helst ættu að koma, og sé eg því ekki annað ráð, enn að við verðum að fara að tjá hverir öðrum það, sem reynsla liðnu ár- anna helst hefir kent oss að gera og var- ast, að því er meðferð á skilvindunum snertir. Og skal eg nú ríða á vaðið, án þess að eg þar fyrir telji mig neinn skil- vindufræðing eða öðrum færari í þessu efni. Einhver verður að byrja. Alment gera menn sér skaða með því, að kaupa of litlar, of seinvirkar skilvindur. f’ar munu menn horfa í verðið. En það er áreiðanlega að spara eyririnn en flegja krónunni. Enginn, sem hefir 10 kúa þunga (kýr og ær), ætti að kaupa minni skilvindu enn svo að hún skilji 200 pt. á kl.stund, t. d. „Alfa Laval". — Eg miða hér vib Alfa-skilvindur, því þeim er eg kunnugast- ur. — Minstu tegundir af skilvindum ætti enginn maður að kaupa, hafi hann meira enn 1—2 kýr, og raunar helst aldrei. fær eru ekkert annað enn peningaþjófur. Því stærri sem skilvindan er, því fljótar vinn- ur hún — það telja menn nú, ef til vill, alment ekki svo mikinn kost, — en hitt ættu menn að sjá að er stór kostur, að þeim mun hægara. má snúa skilvindunni því stærri sem hun er. En af þessu hvoru- tveggja, að snú.i má skilvindunni hægar og hún er fljótyirkari, leiðir eðlilega það, að hún slitnar langtum seinna tiltölulega enn hinar, sem seinvirkari eru og snúa verður miklu hraðara. Þá er uppset iir gin á skilvindunum þeg- av heim er komið. far kem eg að því

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.