Suðurland


Suðurland - 20.04.1912, Side 1

Suðurland - 20.04.1912, Side 1
SUÐURLAND. II. árg. Eyrarbakka 20. apríl 1912. 48. blað. Landsimastöðin á Eyrarbakka er opin frá kl. 8t/a—2. og 3t/a— 8 á virkum dögum. A helg- um dögura frá kl. 10—12 f. hd. og 4 —7 e. lid. Einkasiminn er opinn á sama tíma. Sparisjóður Árnessýslu cr opinn hvcrn virkan dag frá kl. 3—4 e. lid. Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út bæk- ur á suunudögum frá kl. 9—10. f. hd. JSýóRdsRolamálió. (Álit nefDdarinuar). ötoínun lýðháakóla hór á Suðurlaudsund- irlendinu er nú samþykt af sýslunefndunum hér í Árnes- og Rangárvallasýslu. Óvíst er hvort Vestur-Skaftfellingar verða með hinum um þessa skólastofnun. Nefnd kos- in af öllum 3 sýslunum hefir unnið að und- irbúningi málsins, og var svo til ætlast í fyrstu, að sýslur þessar stofnuðu og starf ræktu skólann í fólagi, en nú hafa Vestur- Skaftfellingar gert þær bieytingartillögur ýið nefndarálitið frá 9. sept. 1910, sem nefndin hefir ekki getað fallist á, en Skaft- fellingar hafa gert það að skilyrði fyrir þátttökunni f skóiastofnuninni, að þær breytingartillögur yrðu samþyktar. Suðurland er nefndinni samdóma um til- lögur þessar í öllu verulegu. Svo er að sjá að Skaftfeilingar hafi nú gengið tals- vert lengra í þessu „búnaðarsniði“, sem þeir vilja hafa á skólanum, heldur en á þeim var að heyra í fyrra, ef sá skiining ur nefndarinnar er réttur, að i því felist það, að kenna skuli „búfræði öðru fremur", enda væri þá skólinn orðinn búnaðarskóli. Vér áttum í fyrra vor viðtal við sýslumann Skaftfellinga og skildist oss þá, að í þessari tillögu þeirra iægi nokkuð það sama og fram er tekið í nefndarálitinu 9. sept. 1910, að því viðbættu, að kennslunni í þeirn grein- um, er búnað snerta sérstaklega, t. d. efna- og eðlisfræði skyldi hagað þannig, að bein not þeirra fyrir búnaðinn væru sórstaklega höfð fyrir augum, og verður ekki sóð að nefndin hafl haft neitt á móti þessu, og um frekara búnaðarsnið getur eigi verið að ræða á lýðháskóla. Ætti að fara að leggja þar áherslu á sórfræðslu, yrði líka að taka til- lit til þeirra nemenda, er skólann sækja, en aðra atvinnuvegi stunda en búnað, en þetta gæti leitt útí ógöngur. í framkvæmdarnefnd fyrir skólastofnun þessa, hafa nú verið kosnir, þeir séra Gísli ökúlason fyrir Árnessýslu og sýslumaður Björgvin Vigíusson fyrir Rangárvaliasýslu. friðja manninn kjósa Bkaftfellingar ef þeir verða með, annars velja hinir 2 sór odda- mann. Fyrsta verk nefndar þessarar verður að útvega forstöðumann og skólnjörð, og svo að annast undirbúning skólahússbygginga r. Kostnaðaráætlun nefndarinnar heflr áður verið birt hér í blaðinu, og látum vér að þessu sinni nægja að birta hér framhalds- nefndarálitið, og er það á þessa leið : Neíndin kynti sér ítarlega hin framlögðu skjöl og leyfir sér að draga af þeim þessar ályktanir: 1. Sýslunefndin í Árnessýslu heflr sam- þykt stofnun lýðháskóla á þeim grundvelli, sem lagður var í nefndarálitinu frá 9. sept. 1910 í félagi við Rangárvallasýslu, en gjör- ir það ekki að skilyrði að Vestur Skafta- fellssýsla verði þriðji meðstofnandi skólans. 2. Sýslunefndín í Rangárvallasýslu hefir og fyrir sitt leyti samþykt hugmyndina um stofnun lýðháskóla einhverstaðar á Suður- landsundirlendinu, einnig á hinum sama grundvelli, en þó með þeim fyrirvara, að að málið verði áður borið undir hreppa sýslunnarámanntalsþingum. — Álits hrepp anna heflr þegar verið leitað og hafa 8 hreppar af 10 í einu hljóði tjáð sig hlynta því, að skólastofnun þessari yrði komið á fót sem fyrst í féiagi við Árnessýslu og Vestur-Skaftafellsýslu eða Árnessýslu eina, ef Vestur-Skaftafellssýsla færðist undan því, að gjörast þriðji meðstofnandi skólans. 3. Vestur Skaftafellssýsla heflr einnigfyrir sitt leyti samþykt stofnun lýðháskóla í fé lagi við hinar sýslurnar tvær með eftir- fylgjandi breytingartillögum við nefnarálit- ið frá 9. sept. 1910: 1. að lýðháskólinn sé með „búnaðarsniði" og standi í Rangárvallasýslu, helst sem næst miðju hennar. 2. að Skaftafellssýsla taki þátt í kostnaði við rekstur skólans, sem á sýsluna fell- ur, i hlutfalli við mannfjölda í sýslun- um á svæðinu, og með sama hlutíalli taki þátt í ábyrgð fyrir skólabygging- unni, alt með því skilyrði, að hún ráði jafnt hinum sýslunum um stjórn og alt fyrirkomulag skólans. 3. að máli þessu sé ekki ráðið til lykta fyr en leitað sé álits kjósenda um það. Að því er hina fyrstu af þessum breyt- ingartillögum snertir, þá lítur nefndin svo á, að ekki eigi við að gjöra það að kapps- máli, hvar hinn væntanlegi skóli stendur, heldur hljóti sýslufélögin að fela kjörinni framkvæmdarstjórn að ráða fram úr því atriði. En hinsvegar telur hún eðlilegt, að skólinn að öðru jöfnu verði settur sem næst miðju þess svæðis, er honum sérstaklega verður ætlað að starfa fyrir. En að því er snertir það skilyrði sýslu- nefndar Vestur Skaftafellssýslu, að hinn væntanlegi iýðháskóli só með „búnaðarsniði", er nefndin skilur svo, að þar ætti að kenna búfræði öðru fremur, þá voru allir nefndar- menn, að fulltrúa Vestur-Skaftafellssýslu undanteknum, á einu máli um það: 1. að með þessu væri vikið frá hinni upp haflegu lýðháskólamynd, er þó einmit.t á sín fyrstu upptök í Vestur-Skafta- fellssýslu. 2. að þessu yrði með engu móti komiö við eftir því fyrirkomulagi og með þeim kenslutíma, sem nefndin hugsar sér lýðháskólann hafa. 3. að þetta mundi verða til þess, að spilla fyrir styrk af landsfó til skólans, þar sem þingið mundi skoða slíkan lýðhá- skóla með „búnaðarsniði" sem keppi- naut hinna núverandi bændaskóla, sem alfarið eru kostaðir af landsjóði. En hinsvegar skírskotar nefndin til nefnd- arálitsins frá 9. sept. 1910, þar sem beinlínis er tekið fram, að meðal ann- ars skuli kent á lýðháskólanum: eðlis- fræði, efuafræði, búfræði og hagfræði. Og einnig felst hún á það sem heppi- legt, að ráðunautar búnaðarfélagsins yrðu fengnir til að halda fyrirlestra á lýðháskólanum um búnaðarmálefni, ef því yrði viðkomið. Nefndarálitið frá 9. sept. 1910 gerir og ráð fyrir auka- fyrirlestrum og gætu þa þessir fyrir- lestrar orðið þar á meðal. Hvað viðvíkur hinni annari breytingar- tillögu sýslunefndar V. Skf.s. um ábyrgð sýslufélaganna fyrir láni til jarðakaupa og skólahússbyggingar, þá virðist nefndinni að hér sé eigi um svo áhættumikið mál að ræða, að það taki því að hnitmiða hlut- töku sýslufélaganna í hlutfalli við mann- fjölda í sýslunum innbyrðis, enda erfitt að koma því við. Á það verði og að líta, að á móti ábyrgðinni kæmi jafnframt eign, er ætti að vaxa hlutfallslega með líðandi tíð. Eðlilegast og brotaminst virðist, að stofn- endur eigi jafnan hluti í eigninni og beri á- byrgðina að jöfnu. — Þó vill nefndin til samkomulags við V. Skaftafellssýslu, ganga að því, að ábyrgðin hvíli á Árnes- og Rang- árvallasýslum, að 2/5 á hvorri, en að */5 á Vestur Skaftafellssýslu, og að eign sýslu- félaganna í stofnuninni verði þá í sama hlutfalli. En að því er snertir hin árlegu tillög sýslnanna til reksturs skólans, þá álítur nefndin réttlátast, að þau verði miðuð sum* part við eign hverrar sýslu i st.ofnuninni og sumpart við hin árlegu not hverrar sýslu um sig af skólanum, þ. e. að miðað sé við neinendafjðldann úr hverri sýslu, þó þannig, að aldrei megi reiknast færri en 3 nemend- ur úr neinni sýslnanna. Telur nefndin réttast, að hjð fasta tillag verði jafnan l/a þeirrar uppæðar, er sýslufélögin öll leggja til skólans, skift eftir áður greindum hlut- föllum, a/5 frá Árnes- og Rangárvallasýsl- um hvorri um sig, en lj5 frá Vestur-Skafta- fellssýslu, en hinn helmingur tillagsins skift- ist eftir nemendafjölda úr sýslunum. Sem ástæðu fyrir þannig lagaðri skiftingu á til- lögum sýslufélaganna til skólans færir nefnd- in það, að telja má liklegt að minni að-

x

Suðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.