Suðurland


Suðurland - 30.11.1912, Blaðsíða 2

Suðurland - 30.11.1912, Blaðsíða 2
98 SU ÐURLAND III I BJÖRN JONSSON fyrr. ráðherra. Hann lézt að heimili sínu í Reykjavík þ. 25. þ. m. 66 ára að aldri (fæddur 1846). Hafði hann um langt skeið verið mjög heilsutæpur, og mun hafa einkum siðaii árin, lagt meira á sig en heilsan leyfði. Á þinginu síðasta gat hann ekki setið vegna heilsulasleika, og nú fyrir stuttu hafði hann fengið aðkenningu af slagi, og mun það hafa riðið honum að fuliu. Björn Jónsson var atkvæða- og atorkumaður, hafa fáir eða engir látið meir til sín taka um landsmál hér á seinni árum en hann, og um eitt skeið mun hann verið hafa hinn inest um- talaði stjórnmálamaður vor. Hann stofnaði blaðið ísafold fyrir 38 árum siðan og stýrði því blaði þangað tii hann varð ráðherra 1909. Prentsmiðja og bókaverzlun ísafoldar er og af honum á fót sett, og starfrækt með miklum dugnaði, og er hvorttveggja með því fremsta í þeirri grein hér á landi. Hann var dugnaðarmaður mikill sem atvinnu rekandi og starfsmaður liinn mesti. Björn Jónsson var að ýmsu leyti flestum hér fremri sein blaðamaður, og mátti teljast réttnefndur öndvegishöldur ísleuzkra blaðamanna, enda náði blað hans mikiili útbreiðsiu og vinsældum. Hann hafði gott lag á efnisvali, og skrifaði sjálfur fjörugt og skemtilega. Ritháttur hans var alleinkennilegur, og auðþekt.ur, þótt. eigi allfáir þeir er í blöð rila gerðu sér far um að likja eftir rithætti hans. íslenzkumaður var hann ágætur og lét sér mjög ant um tungu vora og vann hann ótrauðlega að því að hreinsa og fegra málið, og gekk sjálfur þar á undan með góðu eftirdæmi. Stjórnmálaferill Björns Jónssonar skal hér ekki rakinn, þó að sjálfsögðu sé þar á margt að minnast. í afskiftum sínum af stjórnmálum kom það berlega fram, að maðurinn var fylginn sér far sem hann tók á, tók hann á af alefli. fegar innlenda stjórn- in var sett á laggirnar, gerðist B. J. foringi stjórnarandstœðinga og síðan Sjálfstæðismanna. Sem foringi fylgdi hann dæmi hinna fornu kappa, gekk sjálfur fremstur í fylkingu og baiðist vasklega. En þeir sem hafa sig svo mjög frammi i orustum, sleppa sjaldan ósærðir af vígvellinum. Nútíðarforingjament með allri þeirri kænsku og bragðvísi er henni fylgir, kunni Björn Jónsson ekki, mætti líklega um hann segja líkt og Runeberg kvað: „Hann fyrirleit brögð og foringjament, — fyigið mér svikalaust piltar. Það var hans orustu óp“. Misjafnir hafa dómarnir verið um stjórnmálaafskifti B. J. eins og gengur, og það jafnvel raeðal fylgismanna hans. All- hvössum skeytum var oft að honum beint, af andstæðingum hans, enda sparði hann þá litt heldur. Suðurland var þá ekki á legg komið er þær deilur voru sem harðastar og tók því engan þátt í þeim á hvoruga hliðina. Gæti það fyrir þá sök litið óháð- um augum á stjórnmálaafakifti B. J, Ekki skal þess dyljast að sitihvað er það að gerðum hans bæði sem stjórnmálamanns og ráðherra, er Suðurland getur ekki aðhylst. En mun eigi réttast vera út af ýmsu því er aðfmsluvert þótti að ininnast orða skálds- ins, „að dæma hart, það er harla létt, en hitt er örðugra að dæma rétt“. Má vera, að hann hafi og átt minni sök á sumu því, er hann var víttur fyrir af andstæðingum sínum, en þeim var Ijóst er upp hafa kveðið áfellisdómann. B. J. var Barðstrendingur að ætt, var faðir hans bóndi í Djúpadal í Gufudalssveit. Hann stundaði lögnám en tók ekki próf til fullnaðar. Kona Björns Jónssonar var Elísabet, Sveins- dóttir prófasts Níelssonar, systir Hallgríms biskups, liflr hún mann sinn. Börn þeirra eru fjögur: Ólafur ritstj. ísafoldar, Sveinn yfirdómslögmaður í Reykjavík, Guðrún, gift Þórði lækni Pálssyni í Borgarnesi, og Sigríður ógift. Á þingi sat Björn Jónsson fyrst 1879, var hann þá þing- maður Strandamanna, en 1908 var hann kosinn þingmaður Barðstrendinga og endurkosinn þar aftur við síðustu kosningar. 1 ......................... í túnbætur eða sáðreiti, til jarðabóta- styrkveit.inga á neinu því býli, sem ekki hefði ábúðarhús. Rett.a er í sjálfu sér þarft ákvæði — full þörf á að herða á umbótunum í áburðar- hirðingu. En þingíð hefir ekki gætt þess hve lítil von er um að þetta ákvæði komi að nokkru haldi á leigu- jörðum, og hve ósanngjörn þessi krafa er í garð margra leiguliða er hafa ótrygga ábúð, og enga tryggingu fyrir að fá endurgoldinn kostnað þann er þeir hefðu af tryggingu áburðarhúsa, en þeir ef til vill yrðu að fara frá jörðunum eftir að húsin væru nýbygð. Eigi þetta ákvæði þingsins að koma að liði þarf að breyta ábúðarlögunum, og gera áburðarhúsin að jarðarhús- um, og er brýn nauðsyn á að þetta sé gert. Annars er 6. grein ábúðar- laganna frá 1884 helst til lengi búin að vera í gildi, eins og fleira í þeim lögum, t. d. þetta dæmalausa ákvæði: „Fylgja skulu jörðu nauðsynleg hús, þau er henni hafa áður fylgt“.* Reynsl- an er búin að sýna hvernig beitt hefir verið hinum nánari ákvæðum í sömu iagagrein, og hve mikið mein skeytingarleysið um hæfileg hús á leigujörðum hefir orðið fyrir land- búnað vorn. Ýmsar tilraunir er gerðar hafa verið til að breyta ábúðailögunum hafa strandað á undirbúningsieysi og sú mótbára verður í gildi meðan ekkert er gert til undirbúnings mál- inu. Bæði ábúðarlögin og margt annað í laudbúnaðarlöggjöf vorii þarfnast nú orðið bráðra bóta og er því timi til kominn fyrir stjórn vora að undirbúa breytingar og umbætur á þeirri löggjöf. Verður að líkindum tækifæri til að minnast nánar á þetta síðar. Verður að þessu sinni látið nægja, það sem hér hefir verið minst á ábúðarlögin. ----------------- Vátrygging sveitabæja. Getið var í síðasta blaði um bæj- avbruna austur í Holtum. Eru slík tilfelli átakanleg og eftirminnileg. Fá- tækur ómagamaður hefir fyrir 2 ár- um komið sér upp góðuin og vönd- uðum bæjarhúsum, og svo verða þau alt i einu að öskuhrúgu, og ekkert er vátrygt. Öllum er augljóst, liverj- ar afleiðingar þetta hlýtur að hafa fyrir þá, er fyrir slíkum óhöppum verða, og þetta hefir verið mönnum Ijóst, þess vegna eru lögin um vá trygging sveitabæja tii orðin. En svo er að sjá, sem lög þessi séu mjög óalment notuð ennþá, því miður. Hvað veldur því? Er það gamalt skeytingaileysi og kæruleysi? Mun eigi hitt heldur að lögunum sjálfum er hér um að kenna? Lögin ætlast til þess að sveitastjórnir hafi á hendi alla umsjón brunabótasjóða endur gjaldslaust, er því sízt furða þótf. svo fari, að lítt verði úr framkvæmdum, um stofnun brunabótasjóðanna. Flest- um sveitastjórnum mun finnast að þær séu nægilega miklum störfum hlaðnar, þótt ekki sé við bætt, og má því búast við að lítið verði úr framkvæmd laga þessata meðati þeim er eigi breytt að þessu leyti. Annars gegnir það furðu, hve hljótt hefir verið um þessi lög, þau komast. lítt til framkvæmda, en stjórn og þing * Lcturbreyting blaðsius. t JENS PÁLSSON prófastur og alþingismaður í Görðum á Álftanesi er látinn. Hann lézt 28. þ. m. í Hafnar- firði. Varð hann fyrir því slysi nú fyrir skömmu, að hann féll af hestbaki á heírn- leið úr Hafnarfirði, meiddist hann mikið og var hann flutt- ur til Hafnarfjarðar til læknis- hjúkrunar og varð honum slys þetta að bana. Séra Jens var hinn mesti morkismaður og ápætismaður, mun hans nánar minst hér í blaðinu síðar. jætur sig það litlu skifta. En þetta skeytingarleysi er óhæfilegt, er brýn nauðsyn á að þetta sé tekið Lil at> hugunar, og séð um að vátrygging sveitabæja komist alment i fram- kvæmd. Annars er full þörf á, að stjórn og þing taki brunamálin í heild sínni til athugunar á ný. Hefir hér i blaðinu áður verið bent á ýnts at- riði þarað lútandi, og mun tekið verða til nánari athugunar við tækifæri. — Mjög væri æskilegt, að menn létti til sín heyra um þessi vátryggingarmál meir en verið heflr. ------------;-- Samgöngumálið. Reykvíkingar hafa haldið fund um það nýlega fyrir forgöngu Stúdenta- iélagsins. Brynjólfur kaupm. Bjarna- son flutti þar ítarlega ræðu og sýndi fiam á hve óhagkvæm oss væru flest verslunarviðskift.i við Dani. Taldist honum svo til að íslenskir kaupmenn borguðu um 20 % meira fyrir vörur þær, er þeir keyptu í Danmörku, en annarstaðar, og mundi þetta nema um 960 þús. kr. tapi á ári fyrir ís- lenska verslun. Ekki getur Suðurland um það dæmt hvort þessar tölur muni vera réttar, en hitt er víst, að ástæða er til að hafa það i huga er áður hefir verið minst á hér í blaðinu, að íslenskri verslun mundi það enginn óhagur þó verslun vor væri eigi með skipaferð- um bundin svo við Danmörku eina sem verið hefir. Þetta samgöngumál er annars afar mikilsvert, og væri gott að það yrði rætt sent ítarlegast fytir næsta þing, bæði i blöðum og á mannfundum. f*ví þótt skiftar kunni að vera skoð- anir um getu vora til að kippa þessu í lag, eru þó meiti líkur til fram- kvæmda ef þjóðin hefir vakandi auga á tnálinu. Og timi er til þess kom- inn að reyna að íhuga þá spurningu rækilega, hvort þjóðinni er eigi enn vaxinn svo máttur, að hún geti eitt- hvað dálitið teygt á þessu verslunar- tjóðui bandi, sem bindur verslun vora svo nijög við Dani. Búast má við að Danir fagni því litt að vér gerum tilraunir í þá átt, en ósanngirni væri það mikil af þeirra hálfu að vilja meina oss að beina

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.