Suðurland


Suðurland - 08.01.1913, Blaðsíða 1

Suðurland - 08.01.1913, Blaðsíða 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála Eyrarbakka 8. janúar 1918.' III. árg. Nr. 80. Landsímastttðin á Eyrarbakka er opin frá kl. 8!/a— 2. og 3'k-8 á virkum dögura. Á helgura dögum frá kl. 10 — 12 f. hd. og 4—7 e. hd. Einkasíminn er opinu á snma tíma. Sparisjóður Árnessýslu cv opinn hvern virkan dag frá kl. 3—4 e. hd. Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út bœkuv á suunudögum frá kl. 9—10. f. hd Árið sem leið. Viðbnrðaríkt var það áiið 1912. Margir atburðir hafa gerst víðsvegar um heira, þeir er miklum tiðindura sæta. Ekki skal þó hér gerð tilraun til að rifja þá upp eða rekja, en nokkr- ir þoirra eru svo umfangsrniklir og eftii tektaveiðir, að þegav litið ev til baka, yfir Jiðna árið, þá bera þeir fyrst fyrir augað, þeir standa eins og fjallatindar upp úr þokunni, gnæfa hátt yfir alt annað. Er þar fyrst að telja kolaveikf.illið á Englandi — stærsta og yfirgrips- mesta verkfallið, er enn hefir átt sér stað. Við þetta verkíall kom það berlega í Ijós, hve hættulogt afskifta- leysi ríkjauna af samskiftum auðvalds og verkalýðs getur orðið, eigi síst er um framleiðslu slíkra vörutegunda er að ræða, sem eru undirstaðan undir iðnaði og samgöngum m. m. svo sem kolin eru. Hinsvegar sýndi það hví likt feiktia afl liggur í samtökum fjöldans. En það er þetta afl sem á komandi tíma verður að brjóta á bak aftur, rnesta og hættulegasta mein- vætt mannfélagsins — kúgun auð valdsins, sem altaf verður ægilegri Og ískyggilegri með hverju árinu sem líður. Vér íslendingar þekkjum þetta lítt ennþá — meinvættur þessi heflr ennþá ekki náð til vor, en hún teigir hrammana nær og nær oss, og vera má að eigi líði á löngu áður en hún nær hér tökum. Annar stórviðburður ársins var slysið mikla á Titanic — ægilegt og hiyllilegt með afbrigðum, og eigi síst ef svo er, að hagsmUrialeg kappgirni félags þess, er skipið átti, og tóm- læti þess um öryggisútbúnað skipsins heflr orðið orsok í slysinu. fá er ófriðarbálið, fyrsf ófiiðuiinn milli Tyrkja og ítala og síðari Balkan- ófriðurinn, sem oiðið hefir hiun ægi legasti, og segja rná að öll Norður álfan hnfi verið á nálum og búist við allsherjar ófriði. Sem betur fer hefir þetia enn eigi orðið, en illa mun þó neistinn enn falinn. Og þótt þ ir, er mestu ráða um frið eða fiiðslit í álfu vorri tali fagurt um friðinn er lítt mark takandi á þeim ummælum, er það margsamiað af reynslunni. Friður á jörðu! Þessi boðsknpur hljómar ár eftir ár og öld efcir öld um gjörvallan hinn kristna heim, og stjórnendur rikjanna auka her sinn og vígvélar í ákafa með þessi orð á vöiunum. Sýnir þetta átakanlega hve hræsnin er á háu stigi í hinum kristna heimí, en hræsnin er fúager ill sá, er hættulegur verður fyrir máttarstoðir kristinnar siðmenningav. Og svo mikið er vist, að það verð ur ekki siðmenningunni beinlínis að þakka ef þjóðirnar einhverntíma sjá að sér og leggja niður vopnin. Hér heima fyrir hefir á árinu sem leið ýmislegt gerst, það er verulegum tíðindum sætir, og ailalvarlegar menj ar hefir eftir skilið, svo sem mann- tjónið mikla af þilskipunum og jarð- skjálftinn í Rangárvallasýslu. Annars hefir áiið yfirleitt vevið gott ðr, og atvinnuvegir landsmanna hepnast sætnilega. Fyrir landbúnaðinn var arið gott, veturinn í fyrra mildur og nægir hag ar útifénaði víðast um land. Þá vor- aði og snemma — grasspvetta mun þó ekki hafa orðið meir en í meðal- lagi og sumstaðar minna á útengi, en nýting varð góð og mun heyfeng- ur hafa orðið góður, ekki síst hér á Suðurlandi. En nú hefir veturinn gengið svo í garð, að búast má við að hann verði heyjafiekur. Sjávarútvegurinn hefir blómgast vel. Botnvörpungar og þilskip aflað vel, og síldveiðar innlendra manna fyrir Norðuvlandi miklu meiri en nokkru sinni áður. Bátafli varð og allgóður víða. Fiskiveiðar Iandsmanna aukast nú stórum árlega, og víst er það, að sjávarútgerðin ber allríflegan hluta af íitgjaldabyrðum þjóðfélagsins. En mannslifln mörgu, sem glatast hafa við þennan atvinnurekstur eru lika þungur 3kattur á þjóðinni, og það eru sveitirnar sem af fámenni sínu miðla til að fylla í skavðið. Og at- hugaveið er sú stefna, að sveitirnar hendi svo frá sér fólkinu til sjávar ins, og það enda þótt nóg sé að starfa heima fyrir hverja vinnandi hönd. Yevslunin hefir á áiinu verið frem- ur óhagstæð, einkum að því leyti, að öll litlend vaia hefir verið í háu verði. Öll iðnaðarvara hækkaði i verði vegria kolaverkfailsins, kolin sjálf dýr, að ó- gleymdri hinni ósvífnu geypilegu verð- hækkun á steinoliu. Kornvara h< fir veiið dýr og yfir höfuð öll nauðsynja vara. Yerð á innlendri vöru hefir á tlestum vörutegundum að vísu verið þolanlegt, og þó fremur lágt. Annars er veiðhrun á íslenskum afurðum miklu íninna nú en áður var, sér staklega selst saltfiskurinn jafnav og betur en áður, og er það vöiumatinu að þakka. Vömvöndun á landbúnað avafuvðum miðar og dijúgum áleiðis, sérstaklega á kjöti og smjöri, og er það samvinnufélðgunum að þakka. Ullin er ennþá útundan, en þó er nú liklega ioks fyviv alvöru vöknuð hreif ing til bóta í þeirvi gvein. Kaupfélög og samvinnufélög hafa á árinu sem leið starfað með vaxandi þroska, og vonandi er að þeim vaxi máttur og megin fvamvegis. Sá fé- lagsskapuv hefir átt við mikla örðug- leika að stríða, en reynslan kennir betri og betri tök, trúin á samtök- unum vex og jafnhliða þverrar óttinn við keppinautana. Harðasta baráttu hefir þessi félagsskapuv átt. að heyja við landlæga evfðaféndur — sundrung og tortrygni, og á öllurn sviðum þjóðlífs vors er þetta tvent oss til mestra meina. Iðnaðai fyrirtæki ný hafa lítt a fót komið á árinu, nema þá útlend. ís- lenskur iðnaður er enn litill og fá- breyttur, en þó mun heldur þokast í áttina, einnig í þeirri grein. Að vísu hafa ýms iðnaðarfyriitæki hér verið meiva eða minna þjáð af „bavnaveiki“ og ovðið að kosta miklu til lækninga- tilrauna, sem stundum hafa mishepn- ast. En þetta er algengt viðar en hér á landi, og vonandi að úr rætist þegar tímar líða, og reynsla og þekk- ing vex. — Á árinu sem leið hafa ekki gerst neinar stórbreytingar á atvinnuvegum vovum, hvorki til baga né bóta, nema fjölgun botnvörpuskipa. Hafi það því í áisbyrjun 1912 verið satt — og það var að vorri hyggju satt — að atvinnumál vor væru að ýmsu leyti í hinu mesta ólagi, og að þar krepti skórinn mest að þjóðfélagi voru, þar kallaði þörfin bráðast til bóta. Þá er þetta satt enn, og umhugsunar- og áhyggjuefni á komanda ári. — Yfir stjórnmálum vorum hefir ver- ið meiri kyrð þetta árið en að und- anförnu. Aukaþingið var róstuminna en tvö þingin síðustu. Það var að vísu eigi afkastamikið, enda átti það skamma setu, og gott þing var þaÖ ef borið er saman við „endemis þing- ið langa" 1911. Á sambandamálið er minst á öðrum stað í blaðinu. Af öðrum málum eru það samgöngu- málin og atvinnumálin sem þjóðinni mun vera mest í hug, en ekki hefir það neitt gerst á árinu sem leið, er gefi neitt í skyn hver stefna verður upp tekin í þeim málum, árið næsta leiðir það í Ijós. Vera má að svo favi enn sem fyr, að þessi mál verði sett í skugga fyr- ir sambandsmálinu, og væti þá illa farið. í því máli vinst ekkert á um sinn, og því ekki ástæða til að vera að rífast um það mál. Samkomu- lagsviðleitnin frá í sumar hefir þó unnið það á að leiða saman hugi manna til rólegrar íhugunar án æs- inga og ofurkapps, og vonandi er að svo veiði gert framvegis. Mætti þá svo fara, að sundrungarefnin þveni smámsaman. Takmaikið er hji öll um eða allflestum hið sama — full forráð allra vorra mála, en takmaik inu því náum vér ekki í einu skrefi, og ágreiningurinn er um millisporin, en hann ætti að geta jafnast. — Margt er það fleira en þetta, sera hér hefir verið drepið á, sem hvarflar í hugann þegar litið er til baka á árið sem leið. Og útaf því sem gerð- ist á liðna árinu, fer maður ósjálf- rátt að spyrja og spá um framtiðina, að minsta kosti næsta árið, og spá- dómarnir þeir fara eftir því hvetjum augum litið er á það liðna, en þar litur auðvitað hver sínum augum á silftið. En hvernig sem litið er á einstaka atburði, verður árið sem leið að teijast verið hafa þjóð vorri í heild sinni gott ár, þegar frá er talið mann- tjónið mikla og jarðskjálftatjónið. — Þjóð vor er á framsóknarskeiði — við erum að reyna að hefja okkur upp úr því að vera það sem við nú erum — sundurlyndir og getulitlir vesalingar, til að verða samhuga og dugandi þjóð. Hvert ár markar sín spor, og þessvegna verður oss tamt við áramótin að líta til baka og gá að hvort oss hefir munað „afturábak, ellegar nokkuð á leið“. — fað er sárt að visu að sjá það, hve smátt oss vinst áleiðis, og að við sjálfir velt- um kanske stundum steinum í göt- una aftur. En það, að sjá þetta, á að vera oss hvöt til að gera betur á næsta ári. — Gleðilegs nýávs óskar Suðurland lesendum sínum og landsmönnum öll- um, og þakkar kærlega þeim, sem því hafa stuðning veitt á einn eða annan hátt, á árinu sem leið. Sambandsmálið. Eins og öllum er í fersku minni, skiftust skoðanir þjóðarinnar þannig um uppkastið 1908, að mikill meiri hluti viidi hafna því óbreyttu, en allmargir vildu fá gerðar á því ýms- ar breytingar, en byggja á þeim grund- velli, sem þar var lagður. En meiri hluti þings 1909 samþykti .nýtt fium- varp á öðrum grundvelli — hreint persónusamband, og vildu Danir ekki við því líta. Sambandsflokkurinn sá er stofnaður var á síðasta þingi tók málið upp af nýju og fól ráðherra að leita fyrir sér um samningahorfur við Dani um ákveðnar breytingar á frum- varpinu frá 1908, og samþykti flokk- urinn tillögur um þær breytingar. Mun það hafa vakað fyrir flestum, að með þeim tillögum væru gerðar þær minstu kröfur, er hugsanlegt væri að sætta sig við. Árangurinn af þessari nýju samn- ingaumleitan við Dani er nú kunnur oiðinn, og bii tist í siðasta blaði upp- kast að sambandsiögum, eins og ráð- herra telur líklegt að frekast, nái fram að ganga. Um leið er birt til sam- anbuiðar fiumvarpið fiá 1908 með þeim breytingum er farið var fiam I á í tillögum Sambandsflokksius. fær

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.