Suðurland


Suðurland - 12.04.1913, Qupperneq 1

Suðurland - 12.04.1913, Qupperneq 1
SUÐURLAND :rrr:^53jr Alþýðublað og atviiinumála III. árg. Eyrarbakka 12. apríl 1913. Nr. 43. Landsímastöðin á Eyrarbakka er opin frá kl. 8Va—2. og 3x/a 8 á virkuin dögura. Á holgura dögum frá kl. 10 — 12 f. hd. og 4—7 e. hd. Einkasiminn cr opinn á snraa tíma. Sparisjóður Árnessýslu er opinn hvern virkan dag frá kl. 3—4 e. hd. Lestrarfélag Eyrarbakka lánar út bækur á sunuudögum frá kl. 9 —10. f. hd Næstu harðindin. Guðmundur Bjöinsson landlæknir hefir skrifað bækling um þetta efni. Var ritgerðin fyrst prentuð í biaðinu „Lögrétta" og síðan gefln út sér- prentuð. Bækling þennan þaif hver einastí bóndi að lesa, og þótt skeytingarleys- íð um þetta heyásetningsmál sé orðið æði rótgróið, getur varla hjá þvífarið, að sá sem les bækling þennan hljóti að sjá að það er rétt og ómótmælan- legt sem landlæknir heldur fram, að „komi stravgur ísavetur með mjög lengu jarðbanni — — og liggi isinn fram á sumar og banni allar strandferðir, þá má búast við stórkostlegum penings- felli í flestvni héruðum landsins“ ef ekkert er aðhafst er að liði má verða til að tryggja sig gegn þessari hættu. í ritgerð landlæknis er allrækilega sýnt fram á hvílíkt feikna tjón þjóðin heflr beðið í síðasta harðindakaflan- um 1880—88, Torfl í Ólafsdal hefii' metið það tjón 8 milj. króna, og mun vera altof lítið, afleiðingarnar svo víðtækar, að öiðugt mun að meta til fulls. 8 sýslur á landinu urðu þá að fá hallærisián úr landsjóði, er nam alls 92,650 kr. og ölmusugjaflr frá öðrum þjóðum námu nær hálfri milj. kióna, og það er rétt sem landiæknir segir, að þyngst er til þess að vita. Bað er hart fyrir þjóðina að verða að lifa á sníkjum hjá útlendingum ef ein- hver verulegur misbrestur verðurhér á árferðinu, en hafl það verið oss hneisa 1880, þá væri það þó svo margfalt meiri skömm nú. Þá hafði þjóðin nýlega fengið löggjafarvald og fjárráð, var lömuð eftir margra alda kúgun og kvöl, hafði um langt skeið verið alin upp til þess að byggja alt sitt traust á danskri náð, og fyii,-. hyggjuleysið fyrir því að reyna að þoia áföllin, var því ekki eingöngu þjóðinni að kenna, heldur dönsku stjórninni, vér gátum því skelt á hana nokkru af sökinni J)á. En nú er öðru máli að gegna, nú höfum vér haft löggjarvald og fjárráð sjálflr í 39 ár, og innlenda stjórn í 9 ár, og nú er engum nema sjáifum oss um að kenna ef enn ræki að þvi — ef alvarlegur harðindakafli kæmi — að vér yrðum að fara að iifa á sníkjum. Og það væri óbærileg þjóðarstnán. Yér getum ekki og megum með engu móti láta reka á reiðanum fram- vegis uin þetta mál, svo sem gert höfum vér hingað til. Vér verðum að hefjast handa og leita nýrra ráða er að haldi megi koma. Sumum er losið hafa ritgerð landlæknis, flnst hann gera altof mikið úr hættunni af fénaðaifelli. Þeim finst það, en rökin, hver eru þau? Suðurland mun vikja nánar að þessu atriði innan skamms. Bjargráð landiæknis eru : 1. „Öflug- ur haUcerissjóður“ (eins og Torfl í Ól- afsdal hefir áður stungið upp á, og getið hefir verið hér í blaðinu), og 2. „Örugg kornmatarverslun (lands- verslun) með tryggum vetrarbirgðum í hverju kauptúni á landinu". Á hallærisjóðinn hefir verið minst áður hér í blaðinu. Sú uppástunga er hin besta af öllum þeim er fram hafa komið í þessu máli, og þennan sjóð á að stofna — ekki einhvern- tima, heldur nú þegar á þessu ári. Að kornverslunartillögu landlæknis mun nánar vikið síðar, verður að bíða að þessu sinni rúmsins vegna. Hafl landlæknir þökk fyrir ritgerð sína, hún er röksamlega skrifuð og af svo mikilli alvöru og áhuga, að hún vinnur óefað mikið gagn ef menn aðeins nenna að lesa hana. Bændur! fáið ykkur ritgerðina og les- ið hana og takið tillögunar til athugunar, og látið svo vera skamt aðbíða fram- kvæmda. Aðgerðaleysismókið er óþol- andi, og þó sumir sjái enga hættu á ferðum í þessu máli, þá er það ekki annað en heifliegur misskilningur. Líklega mætti takast að færa góð rök fyrir því t. d. að hérna á sjálfu Suðurlandsundirlendinu hefðu að þessu sinni, ef harðindi eða jarðbönn hefðu staðið til sumarmála, hlotið að verða heyleysi ailvíða og — horfellir. Geta menn lokað augunum fyrir afleiðing- unura ? ------<>«Oo-C>—- Lýðliáskólamálið. Eftir St. H. I. Eg hefi heyrt að síðustu afskiftum sýslunefndar Y.-Skaftafellssýslu af iýð- háskólamáli Suðurlandsundirlendisins hafi lokið þann veg, að sýsla vor neiti að gerast samvinnuliður í máli þessu framvegis. Mér eru þessi úrslit ekki vel að skapi, og leyfi mér því hér með að ser.da Suðuriandi nokkiar línur og sýna fram á hvernig málið vakirfyr- ir mér. Eg hefi nýverið átt kost á að kynn ast sögu málsins frá upphafl, svo og áætlun um byggingar eða stofnkostn að og reksturskostnað. Er mér því ljóst, að sýsla vor hlyti að takast talsvorða fjármuna- ábyrgð á hendur með því að gerast samvinnuliður í máli þessu, og auk þess nokkur árleg útgjöld. Og um leið og eg tek það með á reikning- inn, að svo kynni að fara að kostn- aður fæii fram úr áætlun er til framkvæmda kæmi, þá er það fjarri mér að gera lítið úr byrði þeirri er vér kynnum að hljóta af þátttöku í þessari stofnun. Mér eru kunnar nokkrar mótbárur eða ástæður er haldið hefir verið fram hér í sýslu gegn samvinnu í þessu máli. Eru þær einkum þessar: 1. Vér viljum hafa meira búnað- arsnið á Jýðháskólanum en nágranna- sýslurnar. 2. Vér þurfum eigi annan lýðhá- skóla en unglingaskólann í Vík. 3. Bændur þurfa eigi að læra ann- að en búfræði. 4. Nági annasýslurnar hirða lítið um barnafræðslu og unglingafræðslu, þessvegna getum vér búist við að hinn fyrirhugaði lýðháskóli verði fyrst um sinn eigi annað en unglingaskóli, þ. e. taki eigi fram unglingaskóla vorum. 5. Það á að byggja skólann á kostnað landsjóðs en ekki fyrir fé einstakra sýslna. 6. Vér viljum helst hafa skólann hjá okkur, og í því formi var til málsins stofnað. 7. Nemendagjaldið er óaðgengilega hátt. í áæt.lun nefndarinnar. Þessar mótbárur skal eg því gera að umtalsefni. „Búnaðarsniðið" hefir sýslunefud vor gert að skilyrði fyrir samvinnu. Eg aðhyllist þá skoðun er orðið felur í sér, tel mjög gott að nemendur ættu kost á að fræðast um búnað og einkum að þeir ættu jafnframt kost á að sjá fyrirmyndarbúskap. En eg fæ eigi séð hví þetta má verða samvinnuþröskuldur, þar eð iýðhá- skólanefndin hefir sýnt að hið sama vakir fyrir henni. Hún ætlast til að kend verði meðal annars: eðlisfræði, efnafræði, hagfræði og almenn búfræði, og auk þess vill hún hafa fyrirmynd- arbú við hlið skólans. Eg get ekki skilið með hverjum hætti er hægt að hafa búnaðarsníð á skóla sé því eigi fullnægt á þennan hátt, nema með því móti að skólinn væri búnað arskóli frá rót.um. Hér getur því naumast vcrið um ágreiningsefni að ræða. Þá kem eg að næstu ástæðunni, þeirri, að unglingaskólinn í Vík megi nægja oss. Vist er um það að vér þurfum að hlynna að unglingaskóla vorum, hann getur orðið oss að miklu liði, bætt úr biýtiustu mentunarþöif margra námfúsra unglinga. Hann gœti meira að segja verið lýðháskóli eins og hann er, ef vér ættum kost. á að hafa þá kenslukrafta er fullnægðu skilyiðum þeim er slíkum skólum hafa verið sett og hljóta að verða sett á kom- andi tímum. En við það hlyti starf- lækslukostnaður hans að vaxa til stórra muna, að minsta kosti er eigi sanngjarnt að ætlast til annars, og þó eigi yrði horft í það, þá er annar hængur á, og hann er verri viðfangs. Afburða kenslukraftar fást eigi ávalt þó að hátt gjald sé í boði, jafnvel ekki hvað sem í boði er, er það fyrir þá sök að þeir eru næsta fágætir. Afburðamenn eru ekki á hverju strái, hvorki til þeirra starfa né annara. En við lýðháskóla virðist mér óhjá- kvæmilega verði að leggja mikla á- herslu á það, að þar sé að minsta kosti einn maður með afburðakennara- hroflleikum, gagnmentaður hugsjóna- maður. Nú má það öllum vel skiljast, að helstu mentastofnanir iandsins keppa um slíka menn, en við þær býst eg við að einni fámennri sýslu væri erfltt að þreyta einni síns liðs. Ólíkt betur stæðum vér að vígi í samvinnu við nágrannasýslurnar. Af þessum sökum get eg eigi fallist á það, að líkur séu til að unglinga- skóli vor geti orðið oss iýðháskóli. Þá kemur þetta, að bændur þurfl eigi aðra mentun en þá er búnaðar- skólar geta veitt. Því ei nú fyrst að svara á þá leið, að vér höfum engan búnaðarskóla hjá oss og eigum lengra tiidráttar til búnaðarskóla en hins væntanlega lýðháskóla. En þó að svo væri að oss væri auðveldara að ná til búnaðarskóla, þá fer því mjög fjarri að eg geti fallist á það, að bændum eða bændaefnum væri eigi þörf á fræðslu í öðru en því er búnaðarskólarnir kenna. Nú á tím- um — og þá varla síður á komandi tímum — er heimtað af bændum að fara með ýms þjóðfélagsstörf, er eigi lærist að leysa af hendi með búfræð- isþekkingu einni. Má þar meðal ann- ars nefna: hreppstjórn, sysiunefndar- störf og þingmensku. Hvers vegna t. d. eru miklu færri bændur á þingi en embættismenn ? Til þessara starfa og margra fleiri þarf miklu yfirgrips- meiri mentun en þá er fæst í búnað- aðarskólum. Og svo er þess að gæta, að konur hafa eigi síður þörf á und- irbúningi undir lifsstörf sín en karlar. En að iýðháskóla mundu þær hafa aðgang sem þeir. Þessi mótbára virðist mér þvi íalla um sjálfa sig. Að búast megi við að hinn vænt- anlegi lýðháskóli verði í reyndinni að- eins unglingaskóli, kemur þá næst til athugunar. Víst hygg eg að það sé ilt fyrir hlutaðeigandi nágrannasýslufélög að hafa eigi gætt betur að undirstöðu- mentun hjá sér en þær viiðast hafa geit. Og það tel eg víst. að lýðhá- skólinn veiði seinni til að gefa þeim þroskaða ávexti fyiir þá sök. Eu

x

Suðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.