Suðurland


Suðurland - 12.04.1913, Qupperneq 4

Suðurland - 12.04.1913, Qupperneq 4
170 SUÐUR'LAND SútunarneiQÍ. Reglusamur og ráðvandur piltur, 18-20 ára getur fengið að nema sútunariðn. Betri kjör en við nokkuð annað handverk. Leitið upplýsinga sem fyrst. Bergur Einarsson, sútari, Reykjavík. með þeirn. Varð samkomulag um það, að Bretar, Frakkar og Rússar byðust til að miðla málum, en Tyrk- ir afsögðu það. Vildu þá bandamenn þessir fá Ibrahim Pasha til að hafa sig á burt. Ekki þóknaðist honum það. Lagði þá floti bandamanna að flota þeirra Tyrkja og Egipta á höfn- inni í Navarino 20. okt.. 1827. Varð þar blóðug orusta og eyddist allur floti þeirra Tyrkjanna. Þar með var frelsisstríðinu lokið að mestu. Tyrkir snéru reiði sinni á Rússa, enda höfðu þeir gengið mjög fram í málefni Grikkja. Það var svo tilætlað, að Grikkland yrði lýðveldi og tæki upp stjórnar- skipun eftir sniði Evrópuþjóðanna, en faS fór sem fyr að þeim gekk illa samvirinan. Forseti var kosinn Kapo d’Istrias og gekk honum illa að koma lági á, vildi hann loks beita valdi, éri þá kveiktu Grikkir í ílotanum svo á'orium ýrði hann ekki að liði, og arið 1831 var iorsetinn myrtur. Frh. 1.1 :‘i; / •• Grimd finst í jurtaríkinu! (Láuslega þýtt úr „Lys over Land“). —o— I’ ;: 5 Það er því miður ekki sjaldgæft, að maðurinn er grimmur, ýmist við aðra menn, eða við dýrin. Og þau eru líka oft. grimm. Þetta kannast allir við. Hitt er ný kenning, sem ílestum munáóvart koma, að grimd eigi sér stað í jurtaríkinu. Að vísu er það kunnugt, að til eru jurtir, og ekki allfáar, sem kallaðar eru „kjöt. ætur“. Þær grípa skordýr, sem á þeim staðnæmast, kreista þau til bana og sjúga úr þeim næringarefnið. Rær gera þetta samt af þörf, en ekki af grimd. Öðruvísi er því varið fyrir jurt einni, sem nýlega hefir verið flutt frá Brazilíu til Englands og gróðurset.t þar. Hún heitir Aranjia albens. Hún þrífst svo vel í loftslagi Englands, að þar má athuga eðli hennar og lifnaðarháttu með eins góðum árangri eins og hún væri heima í Brazilíu. Dr. Lowe athugaði vandlega háttu hennar um blómstrunartímann í lord Jlohesters park í Abbotsburg og hélt síðan vísindalegan fyrirlestur um hana í fyrra sumar í dinneiska félaginu. Úr þeim fyrirlestii er það tekið, sem nú skal segja: Allrahanda flugur og fiðrildi sett- ust sífelt á blóm jurtarinnar. Rar var nóg hunang að fá. En mörgum af þeim varð það dýrkeypt. Blómið greip skordýrið, sem á því sat og hélt því föstu, annaðhvort á trjónu þess, eða á einum fætinum. Dýrið ólmaðist og rikti svo fast í, að það losnaði og flaug burt, eins og í fjör- brotum, — því oftastnær var trjónan af því, eða fóturinn, eftir í blóminu! Dað voru aðeins sterkbygðustu skor kvikindin, sem gátu náð sér þaðari án þess að limlestast. Yirtist bygg ing blómanna einkarvel löguð til slíkra grimdarverka. Það er eins og þessi jurt bæðist að gestrisni annara blómjurta við vængjuð skordýr, — þó sú gestrisni sé raunar meðfram sjálfum blómjurt unum í hag, er þau nota þessi smá- dýr til að flytja frjóduftið blóm frá blómi. Br. J. þýddi. Aths. Mörgum mun sýnast það ómögu legt., að grimd geti átt sér stað hjá jurt, því grimd gerir ráð fyrir viti og vilja, sem jurtir hafl ekki. En er það nú víst, að jurtir hafl ekki vit og vilja — á sína vísu? Tvær íslenzkar jurtir eru taldar „kjötætur", það eru Sóldögg og lyf jagras. Dýð. -- -----------— íslenzkir sagnaþættir. Eftir dbrm. Brynjúlf Jönsson frá Minna Núpi. IIII. þáttur. H ó l m f r í ð ar æ 11 a r þ át t u r. Magnús fór frá Skeggjastöðum að Ar- túnum, som fyr getur. Þar var hann nokkur ár. l’á bar svo til, að í’vcrá braut sig úr farvegi um vetur og tók af lambhús er Magnús átti. Fórust þar 30 lÖmh. Magnúsi varð svo við, að hann sagði lausii jörðinni. Pá átti hann kost á 2 jörðum: Haukadal á Rangárvöllum og Gegnisliólum í Flóa. Vildi Hólmfríður fara að Haukadal, vegna sauðgöngu; cn Magnús kaus heldur Gegnishöla vegna slægna. I'á var hann 00 ára, er hann fór þangað. Eigi voru þá hjá honum nema börn hans. Var Sveinn 20 ára Arnleif fékk óyndi út þar. Tók höfuð- veikin sig þá upp og dró hana til dauða. Hún var á fermingaraldri. Þau létu heita cftir henni, — því 3 yngstu börnin þcirra fæddust í Gegnishúlum. Sú stúlka dó á 15 ári. Magnúsi fór nú að fara aftur og gekk af honum, svo hann varð fátækur. Hann komst á áttræðisaldur og var heilsu- góður þar til scinasta árið. Þó rori hann þá enn í Loftstaðasandi, það hafði hann gert livern vetur síðan hann kom út.eftir. Nú var hann orðinn til einkis fær( en gamlir félagar létu hann njóta fyrri dugn- rðar og lofuðu honum að sitja í. Hann dó um vorið cft.ir að Iiann kom heim. Hólmfriður bjó nokkur ár í Gegnishólum eftir lát Magnúsar. Var Sveinn fyrirvinna hjá honni fyrst; en er hann fór burt til búskapar, þá varð Bjarni fyrir hjá móður sintii. Lót hún síðan Gegnishóla lausa í hendur Bjarna. Sjálf tók hún Klængsel til ábúðar, og var fyrir búi hcnnar sá maður er Einar hét, Guðmundsson, ötull maður og harðgjör. Hann giftist Halldóru Magnúsdóttur. Sleppti Hólmfríður jörð- inni við þau, en var hjá þeim, og dó þar nál. 70 ára. Þá er Hallbera var 80 ára, en Einar litlu yngri, þóttust þau eigi lengur geta búið við þær búsifjar, sem Tómas tengda- son þcirra, veitti þeim. Brugðu þau búi- og fór Hallbera að Gegnishólum til Hólm- fríðar dóttur sinnar. Magnús var þá dá- inn. Hún hafði haft á sér lykillinn að peningaskáp Einars. En er hún fór, stakk hún honum í skráargatið. Tómas hirði lykinn og drakk út það er í skápnum var Hvort hún kom með peninga að Gegnis- hólum fara ekki sögur af. Hún var síðan með Hólmfríði og fór með henni að Klæng- seli. í elli sinni varð hún kararómagi og tvíkreppt. En ávalt var hún ung í anda: las liverja bók er hún gat fengið, lærði sálma og kvæði og gat haldið því öllu í minui. Þótti skemtun að henni á heimilinu. Einurð og kjarki hélt hún líka. Hún náði hærri aldri en alment gerist. Varð rueir en 100 ára. Einu sinni lcom Tómas að heimsækja tengdamóður sína. Var hann þá drukkiun. Hann lézt vilja sýna heuni virðingu: Tók ofan hattinn utar við baðstofudyr, féll þar á kné og gokk á knjánum innar að rúmi hennar. Hún sá, að hár hans var orðið óræktarlegt og með smásköllum, eins og lokkar hefðu verið slitnir úr því. Hún segir þá: „Fiest er nú farið! Nú er búið að reita af þér hárstríið, auk heldur aunað!“ Hann spratt þá á fætur, og var auðmýkt hans á enda. Töluðust þau fátt við og með lítilli bliðu. Fór liann svo strax sína leið. Frh. ------------- Eftirmæli. Egill Guðmundsson lést að heimili sínu, Galtalæk í Biskupstungum 2. mars. Egill sál. var fæddur 1. nóv. 1830 í Ilörgslandskoti á Síðu í V. Skafta- fellssýslu. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum, Guðmundi Eiriks syni og Sigríði Egilsdóttir. 1856 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína Guðlaugu Stefánsdóttir, og tók sama ár við búi eftir foreldra sína og bjó þar siðan allar. sinn búskap, eða 40 ár. Þau hjón áttu 6 börn, sem Ö)1 lifa, nema 2. Elst Sigríður, gift Brynjólfl bónda í Kálfhaga í Árnes sýslu, dáin 1910, Dngbjartur ógiftur, Guðmundur, giftur Jóhönnu M. Ólafs- dóttur, okkju eltir Guðlaug Guðlaugs- son á Þverá á Siðu í V. Skaftafells- sýslu (d. 1899), Guðlaug, gift Bryn- jólfl i Kálfhaga, Egill, giftur Stein- unni Guðlaugsdóttir frá Þverá á Síðu og Jóhanna, gift í Reykjavík Ingi- mundi Einarssyni. Egill sál. fluttist vestur í Árnessýslu fyrir 14 árum með sonum sínum Agli og Guðmundi og var hjá þeim meðan hann lifði. Hann var upp á síðkastið orðinn mjög farinn að heilsu og lúinu, enda brjóst.þungur mjög og heyrnardaufur í mörg ár. Á yngri árum var hann orðlagður fyrir karlmensku og hugprýði. Hann var alla tið hreinlundaður, enda vel þokkaður nf öllum, er hann þektu. Hann var og mjög trúhneigður maður. G. -f M„ Á víð og dreif. Yeráttan heflr verið allgóð þessa viku, en kuldi talsverður hér síðustu dagana. Snjókoma talsverð í dag. Alli. Aflalaust að heita má hér á Eyrum, þó á sjó gefi, en aftur á móti heflr aflast ágætlega í Þorláks höfn nú upp á síðkastið. Skipkomtir. Fyrsta skipkoma hingað á þessu ári í dag. H ó I a dýiðin blasir við í dag hér á höfn inni. Eru Hólar með eitthvað af vörum til allra veizlananna hér. Druknun. í Vestmanneyjum fórst bátur á miðvikudaginn 9. þ. m. með 4 mönnum. Formaður Halldór Run- ólfsson, átti heima þar í Eyjunum, lætur eftir sig ekkju og 3 börn. Annar maður til var þar úr Eyjum, kvæntur, og lætur einnig eftir sig 3 börn, þriðji var Tómas Bryn- jólfsson undan EyjafjöIIum, og fjórði maðurinn var úr Reykjavík, óþekt nafn hans. fingmenskufrainboð. í Barða- strandasýslu bjóða sig fram: hrepp- stjórar 2: Hákon Bjarnason i Haga og Snæbjörn Kristjánsson í Hergilsey. Margir höfðu búist. við því, að Sveinn Björnsson málfærslumaður mundi bjóða sig þar fram, en ekki er að sjá að neitt verði úr því, eftir þessum fregnum að dæma. Jón Þorbcrgsson fjárræktarmað- ur var hér á ferð nýlega og flutti fyrirlestra hér á Eyrum um sauðfjár- rækt, voru þeir allvel sóttir. Jón hefir nú feiðast um sýslurnar allar hér austanfjalls í vetur að tilhlutun Búnaðarfélags íslands. Hefir hann flutt fyrirlestra i hverri sveit og skoð- að sauðfé allviða hjá bændum. Er mjög vel látið af þessu starfl Jóns, og enginn efl er á því, að ferð hans muni bera miklu meiri árangur, en þótt einhvor sprenglærður „búfræðis- kandidat", sem ekkert, kann ti! fjár- hiiðingar hefði helt yflr bændur ein- hverjum útlendum kenslubókarvís- dómi. J. Þ. er mjög vel hæfur maður til þessa starfs, reyndur og glöggur fjármaður, sem heflr bæði þekkingu og áhuga á stnrfl sínu. Samsðllgur, undir forustu ungfiú Guðmundu Nielsen, var haldinn í Eyrarbakkakirkju 5. þ. m. fil ágóða fyrir kirkjuna. Söng þar hópur karla og kvenna og sr. Ólafur Magnússon söng einsöng. Gísli prestur Skúlason flutti erindi „um suunudagavinnu og helgi hans“, var gott erindi og lýsti heilbrigðri skoðun á málinu. Sam- söngurinn tókst yfir höfuð injög myndarlega og var heldur vel sóttur, um 160 manns. Viðstaddur. ; ■ ----7----1 ■ -1 - 1 ■ --|-r ÞakkarorÖ. Með línum þessum votta eg mitt innilegasta hjaitans þakklæti óllum þeim, sem á einn eða annan hátt hjálpuðu mér og léttu undir þá þungu sorg er fyrir mig kom er eg misti minn hjartkæra unnusta, Eirik Eiriks- son, og siðast en ekki síst vil eg þakka hr. Guðbergi Grimssyni, sem ætlaði að verða formaður hins látna á yflr- standandi vertið og hásetum hans fyrir þá rausnarlegu gjöf er þeir hafa gefið mér af sjávarafla sínum. Öllum þessum velgjftrðamönnum mínum bið eg algóðan Guð að launa af sínum rikdómi. Rauðarhól 2/r—13 Sigríður Alfsdöitir. Brúnskjóttur licstur, ójárnaður, með stýft og fjöður fr. hægra, klypt- ur á eyrum, herðakambi og lend, er í óskilum á Kiðjabergi. Eigandi hirði hestinn sem fyrst og borgi áfallinn kostnað. Ritstjóri og ábyrgðarmaður; Jón Jónatanssonj alþingism. Prentsmiðja Suðurlands.

x

Suðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.