Suðurland - 10.05.1913, Blaðsíða 2
184
SUÐURLAND
Ráðvendni borgar sig, jafnvel í
hinni samvizkulausu samkepni vorra
tíma. Oft komast samvizkulausir
menn raunar áfram í heiminum. En
lengra komast þó samvizkusamir
menn og áreiðanlegir. Það sanna
mörg dæmi. Píslarvætti líður ráð-
vendnin auðvitað stundum. En með
þrautsegju trúarinnar vinnur hún þó
sigur að lokunum.
Lauslega þýtt af Br. J.
hngmennskufram boðin.
Sú breyting heflr á oiðið hjá þeim
Sunnmýiingum, að Björn Stefánsson,
sá er þeim var úthlutaður í fyrstu,
hefir dregið sig til baka, en fram er
skákað yfirvaldi þeirra, Ouðm. sýslum.
Eggerz.
Suðurland hefir til þessa látið sig
engu skifta framboðin, en það lítur
svo á sem engin nauðsyn sé á að
fjölga lögfræðingum á þingi, og all
undarlega mega þeir Sunnmýlingar
vera skapi farnir, ef þeim finst nauð-
syn á að auka þann flokk á þingi.
Móti sýslumanni býður sig fram
[’órarinn Benediktsson bóndi í Gilsár-
teigi, mesti myndarmaður, en líklega
verður honum erfitt að etja við yfir-
valdið. Gylti borðinn ei- sigursæll
oftast nær. —
í Barðastrandasýslu eru það bænd-
ur tveir er um þingsætin keppa, eins
og getið var síðasta blaði. (Það er
rangt tilfært föðurnafn Hákonar hrepp
sljóra, hann er Kristófeisson.)
Ranghermi var það er stóð í sím-
fiótt hór í blaðinu fyrir nokkru, að
Magnús Blöndahl byði sig fram í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, þar eru fram-
bjóðendur aðeins þrír, og flestir hyggja
að kjörfylgi Þórðar Thoroddsens só
næsta lítið, það verða þeir séra Krist-
inn og Björn í Grafarholti, sem um
verður barist, og munu báðir hafa
mikið fylgi.
------OoOoO--
Verkfallið i Rclgíu. Daglegt
ijón af þessu stórkostlega verkfalli er
mælt að vera muni um 20 miljónir
franka. Má nærri geta að ekki er
um lítið að tefla er til slíkra stórræða
er stofnað. Eru það óglæsilegar af-
leiðingar heimskulegrar íhaldsstefnu.
Eins og getið var í símfrétt í síð-
asta blaði, er verkfallið gert til þess
að fá breytt lögum um kosningarrótt
og kippa með því völdunum úr hönd-
um auðvalds og embættalýðs, er nú
hefir svo mikil forréttindi í atkvæða-
magni, að hver sá hefir 2 atkvæði
sem hefir 2000 franka árstekjur, en
embættismaður hvor er þrefaldur í
roðinu.
Sá heitir Vanderwielde er verkfall-
inu stýrir, mikilhæfur og gætinn stjórn-
málamaður.
Eimskipafélagið.
rndirtektirnar.
Úr bréfum til Suðurlands:
Berufjarðarströnd 28. apríl.
Undirtektir hór góðar, efnaðri bænd-
ur hér í sveit taka hluti frá 100—150
kr. Mun safnast hér töluvert. í
næstu sveit (Álftafirði) safnast liklega
um 2000 kr.
Grafningi 30. apríl.
Hér í hreppi er nú lokið hlutafjár-
söfnun. Allstaðar fékk málið bestu
undirtektir, allir voru samhuga'^og
höfðu mikinn áhuga fyrir máiinu.
Af öllurn bæjum nema einum eru
hlutir teknir, fleiri eða færri, eins af
konum sem körlum. Upphæð hluta-
fjárins er hér fékst, verður 8 kr. á
mann í hreppnum, ef jafnað er niður
á alla hreppsbúa, eldri sem yngri, og
væri óskandi að hluttakan yrði hvergi
minni, og ef svo reyndist væri mái-
inu sómasamlega borgið.
Clógosin.
Gígurinn við Hrafnabjörg hefir ver-
ið gjósandi öðru hvoru fram að þessu,
hefir eldurinn jafnan sést héðan á
nóttum, þegar notið hefir útsjónar
vegna þoku.
Nýjustu fregnir af eldinum, er Suð-
urlandi hafa borist, eru í fréttagrein
þeirri úr Landsveit, er hér fer á eftir.
Greinin er skrifuð 7. þ. m.
„Af eldgosinu verður varla sagt
nánar en þegar er gjört. Síðastur
hefir hór verið á ferð til eldstöðvanna
nyrðri Magnús Ijósmyndari Ólafsson,
aðallega til að ná myndum af fyrir-
brigðunum þar. Með honum fóru
f’orsteinn oddviti Jónsson í Moldar-
tungu í Holtum og Guðni bóndi Jóns-
son í Skarði, allra manna kunnug-
astur á eldsvæðiuu. Þeir fóru héðan
síðari part 2. þ. m., voru á ferð um
nótlina og komu inneftir uin mið-
nætti. Hafa því notið nætursýninnar
af öllu því er þar gerist, og haft lík-
lega stórkostlegri sjónir en aðrir, því
að glöggast sór alt eldlegt um nætur,
enda sagðist þeim og mikið af öllu
því, er þar var að sjá og heyra. Yoru
þeir þarna til kl. 6 næsta morgun,
og tók Magnús 7 myndir. Þá um morg-
uninn fanst hér snarpur kippur nál.
kl. 4. Þann kipp fann og sá af þeiin fé
lögum sem hesta gætti þarna innftá,
af því að hann var kyr, en allir heyrðu
þeir samtímis ógurlegan skell eða
skruðning. Er ekki tími til að skýra
frá öllu, er fyrir þá bar, enda bar
þeim og saman um að margt af því
sé óútmálanlegt. Enn sýnist gosið
héðan vera við alveg sama. Sést
eldurinn á hverju kvöldi hér um bil
jafnskýrt og jafnmikill er heiðskýrt
er, og reykur nokkurnveginn jafnmik
ill um daga. Drunur hafa og stund-
um heyrst og ofurhægir kippir hafa
fundist hér og hvar, þar til nú fyrir
2 dægrum, að enginn hefir talað um
hræringu.
Um suðureldinn vita menn hér
ekkert, því Hekla skyggir þar á, en
síðast í gær, er heiðskýrt var þar
eystra, sást þar mikill reykur. Ætla
sumir að sá eldur muni mikill vera.
Öskufall hefir ekki verið síðan 2 fyrstu
dagana, enda hefir áttum oftast verið
svo háttað þar austur frá, að lagt
hefir alla uppgufun til óbygða mest.
Mest kvíða menn hér afr éttarspjöll-
um og jafnvel afréttarbanni af völd-
um þessa eldgangs.
Ó. V.
ScgísRipió „€lise“
nýkomið, fullfermt
allskonar trjávið o. fl.
til
H
F
Ingólfur
Vertiðin hér eystra er nú að enda,
mun hún hafa orðið með rírasla móti,
mest vegna gæftaleysis,’ því framan
af vertíðinni var hér fiskur nægur
fyrir, en gaf ekki til að nota.
Skipakomur. Seglskip 2 nýkom-
in hingað, „Vonin" og „Irsa“, bæði
með vörur til Einarshafnarverslunar.
Seglskipið „Elise“ kom til Stokkseyr-
ar í fyrra dag frá Halmstad með
timbur til kaupfélagsins Ingólfur. —
Prjú skip eru á leiðinni lil sama fé
lags.
Stokkseyri
Stálskóflumar
alþektu eru nú komn-
ar til
Sóns Jrá ^ffaónesi.
Á víð og dreif.
Norrænu stcfnunni frcstað.
Ekkert verður af komu Norðmanna
og Færeyinga hingað í sumar, henni
er frestað vegna ónógs undirbúnings
Norðmanna. Á næsta sumri verður
heldur ekki af förinni, getaNorðmenn
þá ekki farið, því þá veiða hátíðahöld
mikil þar í landi, í minningu"^þess að
þá eru hundrað ár liðin síðan þeir
öðluðust þjóðfrelsi siLt.
Verkfall. Verkamenn við hafnar-
vinnuna í Reykjavík gerðu verkfall
nú fyrir skömrnu, útaf því að verk-
stjóri heimtaði af, þeim 12 stunda
vinnu á dag, en þeir vildu ekki vinna
nema 10 stundir — kaupið er reikn-
að oftir stundatölu. — Vorkfalli þessu
lauk þannig, að verkamenn höfðu sitt
fram.
Einkeiinileg skipströnd urðu
menn varir við nýlega í Skaftafells
sýslu, þar strönduðu 2 frakknesk fiski-
skip, mannlaus og bæði brunnin mjög.
Leiddu menn ýmsar getur að því
hvernig á þessu stæði. En nú er það
upplýst að skipshöfnum hefir báðum
verið bjargað og þær fluttar til Fá-
skrúðsfjarðar. Höfðu þær yfirgefið
skipin vegna leka, en kveikt í þeim
áður. Mæla frönsk siglingalög svo
fyrir að kveikja skuli í skipunum,
þegar svo ber undir, til þess að rek
aldið verði siður öðrurn skipum að
grandi.
Fiskiþurð i EnsfliUidskafi. Norsk-
ur háskólakennari, er Green heitir,
hefir nýlega bent á að fiskiafli í Eng-
landshafi færi óðum þverrandi, og
varar hann við ýmsum veiðiaðferðum,
or hann telur vera orsök þessarar
fiskiþurðar. Hefir þetta vakið inikla
athygli í nálægum löndum.
Stormasamt þykir Þoim verið hafa
nú undanfarið fiskiskipunum úrReykja-
vík, og lítið næði til veiða. Er afli
þilskipanna ílestra enn lítill, en tog-
ararnir afla vel. —
Skipstjóri á fiskiskipinu Ragnheiður,
Ólafur að nafni, meiddist nýlega all-
mikið, þannig, að stórsjór kastaði
honum til á þilfarinu og skall hann
á borðstokkinn og meiddist mjög fyrh'
brjósti. Varð að flytja hann á sjúkra
hús.
Sporvagnar í Reykjavik. Ind
riði Reinholt sótti nýlega um einka-
leyfi til að leggja sporbraut um bæ
inn — frá Lauganesi fram á Seltjarn-
arnes. Bæjarstjórn höfuðstaðarins
settist á rökstóla og bollalagði uin
það fram og aftur hvoi t veita skyldi
leyfið. En nú hefir heyrst að hún
hafi sett ýms skilyrði fyrir leyfinu, sem
geri Indriða ómögulegt að ráðast í
fyrirtækið, og muni hann nú hyggja
til heimferðar, fullsaddur af viðtökun-
um hór heima. Er það illa farið tr
dugandi löndum vorum að vestan, er
hingað koma og vitja ílendast hér og
ráðast í einhver fyrii tæki er að gagni
mega verða, er bolað burtu ineð stiifni
og þverhöfðaskap. Hins ætti heldur
að mega vænta, að ráðandi menn í
landinu gei ðu sitt ýtrasta til að greiða
götu slikra manna.
Barnastúkufundur
á annar dag hvítasunnu kl. 10 f. hád.
Öll stúkubörn beðin að mæta og borga
ársfjórðungsgjald sitt fyrir maíársfjórð-
ung, því þetta verður síðasti fundur
í sumar.
— Gæzlumaður kveður börnin.
ÆjólRurSrúsar
eru afar sterkir hjá
Jóni frá Vaðnesi.
Dr
siórí úrval!
qfar óóýr!
fást hjá
Ingólfur
Stokkseyri.
Háeyri.
Uppboðsauglýsing.
Laugardaginn 24. maí næstk. verð-
ur selt á uppboði að Brú í Stokks-
eyraihreppi af búi Magnúsar bónda
Gunnarssonar: kýr, hross og sauð-
fénaður, ýmisleg búsáhöld, m. a. skil-
vinda, timbur mikið o. m. fl.
Uppboðið hefst kl. 12 á hádegi og
verða söluskilmálarþábirtir á uppboðs-
staðnum.
Skrifstofu Árnessýslu, 20. apríl 1913.
Sigurður Ólafsson.
Auglýsing.
Undii ritaður hefir til sölu lysti-
kciTll roeð aktýgjum, með sanngjörnu
verði.
Ólafur Finvsson
prestur í Kálfbolti.
Ritstjóri og ábyrgðai'maður:
Jón Jónatansson, alþingisrn .
Prentsmiðja Suðurlauds.