Suðurland - 28.09.1914, Qupperneq 1
UÐURLAND
Alþýðublað og atvinnumála
v.
árg.
Eyrarbakka 28. scpt. 1914.
Nr. 12.
S u 5 u r 1 a n d
komur útSHinu sinni i viku, á
laugardögum. Argangurinn kost-
ar 3 krónur, crlendis 4 kr.
Ritstj Jón Jónatansson
á Asgautsstöðum.
Innheimtutnaður Suðurlands or
hér á Eyrarbakka: IVI a r ■ u s
Olafsson, verzlunarmaður
við kaupfélagið „INGÓLFUR“
á Háeyi-i. — I Reykjavík:
Ólafur Gislason vcrsl-
unarmaður í Livernool
Auglýsingar sendist í pront-
smiðju Suðurlands, og kosta :
kr. 1,50 fyrir þuml. á fyrstn síðu,
cn 1,25 á hinum.
CiriRur Cinarsson
yfirdómslöginaður
Laugarcg 18 A (uppi) lícykjavík.
Talsíml 483.
Plyt.ur mál fyrir undirrétti og yfirdómi.
Annast kaup og sölu fasteigna. Venju
iega heima kl. 12—1 og 4—5 c. h.
Öfriðmnn.
Ýmsir viðburðir.
Síðan Suðurland flutti fregnir af
ófi'iðinum síðast hafa ýmsir þeir at-
bui'ðir gerst er mildurn tíðindum sæta,
en samt sem áður er enn sama ó
yissan um úrslitin í ófriði þessum.
Eftir alt þófið milli Frakka og
Ýióðverja á landamærunum, þar sem
Ýrnsir urðu ofaná og eftir það að
í’jóðverjum hafði tekist að koma
núklu liði inná Frakkiand í námunda
París, þótti það sæta miklum tíð-
indum er þær fregnir bárust út að
f’jóðverjar væru teknir að draga lið
i burt af vestur landamærunum. Hér
gat verið uffi tvennt að ræða, annað
fivort að þeir' þættust nú hafa svo
um sig búið vestan megin að þeir
®ttu nú allskosli við Frakka og Eng-
fendinga þó þeir fækkuðu liði þar,
Hitt að þeim stæði svo mikill geigur
af innrás Rússa á Austur-Prússlandi
að þeir yrðu nú að gefa sig sem mest
við að reyna að hefta hana og láta
kylfu ráða kasti þar vestur frá.
Eftir fregnum þeim að dæma er
8íðan hafa borist hingað, sýnist hið
‘yrra hafa átt sér stað. Fví onda
þót,t Fjóðverjar hafi fækkað liðinu að
v®stan hafa þeir getað haldið öllu
fcar í sama þóíinu. En á Prússlandi
varð endirinn sá, að þeir unnu al'
S0rðan sigur á Rússum — tóku G0,000
fanga og hafa nú fengið frjálsar
^endur þar um langt skeið, þ ví enda
Þ6tt ekki þurfi að efast um að Rúss.
a,r get.i haldið áfram að sópa hersveit.
Una inn á Prússland þá gengur þeira
Se'tlfc, Þeir hafa langa vegi og erflða,
og sennilega liður nú alllangur tími
þangað til þeir hafa aftur náð þar
fótfestu. Á meðan geta því Fjóð-
verjar snúið sér óskiftir að her
Frakka og Englendinga að vestan.
Pað var seinustu dagana í fyrra
mánuði sem Þjóðverjar tóku að flytja
lið sitt að vestan austur á bóginn.
2. sept. berst fregnin um sigur
þeirra á Rússum. Láta Pjóðverjar
sem vænta má mikið yfir þeim sigri
og þykjast yfir höfuð hvergi smeikir.
Pessa sömu daga segja fregnir fiá
París og London að Frakkar vinni
sig áfram í Yogesafjöllunum og í
Lothringen en þó hægt. Þýskar fregn-
ir segja alt annað.
Herinn þýski sem kominn var í
námd við París liafði lengi hægt um
sig, reyndi ekki til að taka París, þó
hafa þýskar flugvélar af óg til sýnt
sig þar og varpað sprengihnöttum
yfir borgina án þess að orðið hafi að
tjóni.
í þessu sama þófi gengur fram að
8. þ. m. þann dag berast fregnir frá
London um að nú geysi mesta or-
ustan á 150 rnílna svæði milli Senlis
og Yerdun. Og daginn eftir segja
Lundúnafregnir Pjóðverja hrakta á
allii línunni nema miðfylkingu þeirra
og þar goysaði þá hin grimmasta
orusta.
Skeytin sem síðan komu næstu
daga á eftir segja Pjóðverja hörfa
undan allstaðar.
Fram að þessu er eftir þessum
fregnum að dæma svo að sjá sem
Þjóðvorjar séu að fara meir halloka
en áður, en ekki veiður þó mikið af
því ráðið, þvi vera má að þessi her
sem barðist inn á Frakklandi dragi
sig aðeins til baka um sinn, og bíði
liðsauka.
Annars heflr það alloft horið við í
ófriði þessum að fregnirnai hafa reynst
vafasamar. í útlendum blöðum er
Suðurland heflr séð eru símfregnir
frá London og Berlín æði ólíkar,
ýmist þantiig að fregnirnar eru hver
á móti annari eða þann veg að hver-
ir um sig láta getið sigurvinninganna
sín megin en geta hins að lit.lu er
Þeim gengur miður. Pessvegna er
ennþá alt jafn óvíst sem áður um
Þ“ð hvenær eða hvernfg ófriðí þess-
um lýkur.
Flestum fregnum ber saman um
það að Rússar vinni á í Galizíu jafnt
og þétt, og .hafi þegar svo mikinn
aíla þar að þeim verði ekki auðþokað
aftur þaðan um sinn, enda tryggt sér
þar fótfestu eigi lítið með því að taka
Lemberg, þó hafa þýskar fregnir til
skamms tíma iátið hið besta yfir
gengi Austurríkismanna í ófriðinum.
Ef fulltreysta mætti fregnum þeim er
hingað hafa borist, ætti nú að vera
þar komið að farið væri til muna að
hallast á Pjóðverja. En of snemt er
enn að draga ályktanir af þeim fregn
um.
Ósigur Rússa á Prússlandi,
Rússar taka þessum ósigri rólega,
fregnir frá Pétursborg 2. þ. m. játa
tapið, en blöð þar láta sér annars
fátt um flnnast. Pau vilja heldur
eigi viðurkenna að Rússar séu hrakt-
ir burt úr Prússlandi nema að norð-
an. í Suður-Prússlandi þykjast þeir
kafa góða fótfestu enn. Tjá sig lagt
hafa i ófrið þennan án þess að vænta
eintómra sigurvinninga, og að ósigur-
inn á Prússlandi muni á engan hátt
draga úr áhuga þeirra, en þeir muni
halda áfram hiklaust hvað sem kost-
ar. þvi sigurinn sé að lokum vís.
A sjó og landi, og í lofti uppi,
Á öllum þessum sviðum er hann
háður ófriðurinn að þessu sinni, og
viðbúnaðurinn er sá, að á sjónum eru
Englendingar sterkastir. A landi hafa
Rússar yfir mestum herafla að ráða
En í lofti uppi eru Þjóðverjar að
líkindum fræknastir og best viðbúnir.
Eiga þeir loftskip mörg og stór. og
hafa þau þegar fengið að reyna sig,
er svo að sjá að það sannist fyllilega
er við var búist um þessi nýtýsku
fartæki í hernaði, að þau verði hinir
mestu voðagripir, geti öllu öðru frem-
ur valdið afskaplegu tjóni og eyði-
leggingu á skömmum tíma.
Þ. 26. f. m. gerði þýskt Zeppilíns
loftskip árás a bæinn Antverp í Belgíu.
Um það skrifar fréttaritari enska
blaðsins „Daily Ohronicle":
„Ég hef í nótt orðið sjónarvottur
að hinum allra ægilegasta atburði í
ófriði þesurn. Pað er í fyrsta sinn í
sögunni; að stórbær í inenningarlandi,
miðstöð atvinnu og viðskiftalífs, verð-
ur fyrir sprengkúlna regni úr skýjum
oían, í dimmasta svartnættinu. Peir
sem á loftskipinu voru geta verið
hreyknir yfir veikínu. Peir hafa lem-
strað og drepið mikinn fjölda af varn-
arlausu fólki, konum og börnum.
Peir hafa varpað sprengikúlura á
sjúktahúsið, þar sem Belgir vöktu
yfir særðum þýskum hermönnum.
Mann hryllir við slikum aðförum.
Kl. 1 um nóttina vaknaði ég við
ógurlegar skotdunur. Zeppelíns loft-
skip var á sveimi yfir bænum í að-
eins 200 m. hæð og dreifði eldregni
og eyðileggingu alt í kring. Ég
gekk um bæinn eftír að fyrsta hryðj-
an var liðinn hjá, og leit á afleiðing
arnar. Ég sá 900 hús sem höfðu
fengið meiri eða rninni skemdir, og
60 hús lágu í rústum. Hve mikið
af fólki hefir farist vita menn óljóst
enn þá. í einu húsi sáum við leifar
af líkum íbúanna dreifðar víðsvegar.
I öðru beint á móti voru allir íbú-
arnir dauðir. Pað er ógurlegasta
sjónin sem ég hefi séð, þessi nætur
verk loftskipsins. Einn af riturum
Alberts konungs var með mér og
sýndi méf að sprengikúlunum hafði
einkum verið stefnt að hinum opin-
beru byggingum. Ég tíndi saman
nokkar brot úr einni sprengikúlunni
sem hafði fallið niður rétt við kon-
ungshöllina. Eg vildi geta lagt þess-
ar menjar fyrir augu allra ríkisstjórna
í heimi, og fengið þær til að hefja
mótmæli gegn þessum aðförum".
Loftskipaárás á London
hafa Englendingar búist við á hverri
stundu. Etu loftskip þeirra á sveimi
yfir austurströndinni, og skyggnast
eftir loftförum Pjóðverja, og eru við-
búiu til viðtöku. Fallbyssur hafa
verið fluttar upp á þök opinberra
bygginga i London, búist við að þang-
að muni helst skeytum stefnt ef til
kemur. Enn hafa þó engar fregnir
komið enn af slíkri árás frá Pjóð-
verja hálfu. En viðbúnað hafa þeir
mikinn að auka loftskipaflota sinn. Er
sagt að þeir hafi 40 loftför í smíðum^
er bráðum sóu fullsmíðuð, og þegar
allur sá sægur er kominn á ílug má
óefað vænta stórra tíðinda.
Þjóðverjar safna liði.
Morgunblaðið flytur þá frétt eftir
enskum blöðum að Þjóðverjar auki
nú enn herinn í ákafa og sé nú geng-
ið hart að um liðsafnaðinn, allir vopn-
færir menn kvaddir í herinn. Er nú
fátt orðið karlmanna heima í ýmsum
bæjum og héruðum þar. Verða kon-
ur að taka að sér að st.ýra sporvögn-
um og bifreiðum og bera póstbréf, og
inna af hendi mörg önnur störf er
karlmenn hafa haft á hendi. Er í
þessum fregnum látið illa yfir ástand-
inu heimafyrir á Þýskalandi og eru
þau tíðindi ekki óvœnt.
Merkisatburður ísögu Englendinga
700 indverskir lijóðliöfðingjar
fijóða aöstoð sina tll að
vcrja liið brcska vcldi.
Pegar sú fregn barst hingað að
Englendingar kölluðu heim her sinn
frá Indlandi, mun mörgum hafa fund-
ist þau tíðindi kynleg, að þeir skyldu
vilja á það hætta, því eins og kunn-
ugt er hafa horfurnar þar eystra ver-
ið allískyggilegar fyrir þá, svo þess
mátti vænta að þeim veitti eigi af að
eiga herafia sinn þar óskertan til taks.
Englendingar létu þess getið að vísu
að nií væri alt svo kyit og friðsam-
legt á Indlandi, sem framast mætti
verða. Síðustu fregnir sýna að þessi
yfirlýsing hefir ekki verið neitt fleip-
ur. Og þab er stórmerkilegur dg
líkiega óvæntur atburður í sögu Eng-
lendinga að allur þessi mikli sœgur
indveskra þjóðhöfðingja bjóðaþeimnú
liðstyrk frá sér, bjóða þeim fé sitt
og sjálfa sig í herþjónustu. Vara
konungur Indlands sendi ensku stjórn-
inni tilkynningu um þetta nú fyrir
skömmu, og vakti hún óhemju fögn-
uð í enska þinginu, voru fagnaðar-
lætin svo mikil er þessi boðskapur
var tijkyntur þinginn að einsdæmi er
talið í þingsögu Breta.