Suðurland - 07.08.1915, Blaðsíða 1

Suðurland - 07.08.1915, Blaðsíða 1
SUÐURLAN Alþýðublað og atvinnumála Y. árg. Eyrarbakka 7. ágúst 1915. Nr. 29. „SUÐURLAND'1 * kemur út á laugardögum. Tekið við auglýsingum í prentsmiðjunni; þar er einnig, afgreiðsla og inn- heimta. Auglýsingaverð: kr. 1,50 fyrir þumlunginn á fyrstu síðu, en kr. 1,25 á hinum. Smá auglýs- ingar borgist fyrirfram. Sparisjóðir á þingi. Stjómin heflr nú í þriðja sinn lagt „trumv. um sparisjóði“ fyrir þingið, og er það gleðilegur vottur um umhyggju hennar fyrir slíkum þjóðnytja stofnunum, sem spari- sjóðir eru. Tveir eru aðalkostir sparisjóða: þeir ávaxta fje fyrir almenning og veita hinu innlagða fje út í viðskiftalífið. Verða þeir á þann hátt til þess að koma nokkuð talsvert í veg fyrir það, að fje liggi ónotað heima, eða þá að því sje sólundað fyrir þá sök einá að ekki sje tryggur staður Lil að geyma það. Engin stofnun er einhlít til að tryggja þetta hvort- tveggja til fullnustu, en ómetanlegt gagn hafa sparisjóðir gert í þá átt; því neitar enginn. Þar sem nú tilvera sparisjóðanna byggist á innlögðu fje, þá er einkar mikilsvarðandi að almenningur beri traust til þeirra á allan hátt; enda ófært að leyfa slíka starfsemi sem þeir hafa, nema fjársafnendur geti óhultir trúað þeim fyrir fje sínu. Þetta er það líklega, sem vakað heflr fyrir stjórninni, fremur eu það að takmarka starfsemi sparisjóðanna. Sjerstök ástæða er tii að halda við sparisjóðunum hjer á landi, þar sem svo er strjálbygt, vegalengdir miklar og fjármagn lítið í landinu; veitir eigi af að nota það til hins ítrasta. Sparisjóðirnir íslensku hafa vorið misjafnlega giftudrjúgir, sumir hafa aukið veltufje sitt ár frá ári og engu fje tapað svo teljandi sje, aðrir hafa hjarað við sult og seyru og lognast út af að lokum. Margar orsakir geta legið ti) þessa ham- ingjumunar, og h'klega eigi ávalt hinar sömu, en það er bert að þing og stjórn ætti eigi að láta þetta mál afskiftalaust. Stjórnin heflr nú þrisvar kveðið sína vísu hálfa, en þinginu aldrei tekist að botna. Stjórnarfrumvarpið, sem nú ligg- ur fyrir þinginu, leggur mesta áherslu á að settur verði sjerstakur umsjónarmaður sparisjóða, og nefndin sem kosin var til að fjalla um málið, hefir líka lagt mesta áherslu á það atriði og klofnað í þrent, fimm manna nefnd. Iíjer verður ekki farið út í ágreining nefndarinnar, því hún mun mæla sjálf fyrir sinum gjörðum. Aftur er nokkur ástæða til að benda á sumt, som nefndinni hefir ekki orðið að sundutþykki. Fyrst er þá það, að sparisjóðum sem geyma 50000 kr. innistæðufé eða meira, er gert að skyldu að eiga auk varasjóðs, innistandandi í L a n d s b a n k. að minsta kosti 3°/0 af innistæðufjenu samanlögðu, eða „að hafa í vörslum sínum ríkisskuldabrjef o. s. frv. fyrir siíkri upphæð". Hversvegna er hjer skipað fyrir um að geyma ijeð endilega í Landsbankanum einum? Það er eins og gengið sje að því vísu, að traust og lip- urð Landsbankans sje nú svo mik- il, að annað jafngott geti ekki hugsast, því síður betra. Látum það þá svo vera, ef eigi fylgdi sá annmarki, að ekki stendur eitt orð um það, hverja vexti sparisjóðir eigi að fá af þessu fje. Rjettast væri áð þeir væru skaðlausir af béssari ráðstöfun, ekki þarfari on hún er. Þá kemur sami andinn í 17. gr. um geymslu varasjóðs, þar sem gert, er ráð fyrir, að alt að 5 °/o innstæðufjenu sje geymt á sama hátt og hinir 3 %. Það verður samtals 8% af innstæðu fjenu sem þannig er dregið úr veltu, og má vel vera að ekki veiti af því til tryggingar. En góð er þá ekki meðferð fjárins, ef til svo mikils þarftil að taka að jafnaði. Einfaldara virðist að auka vara- sjóðinn sem mest má og gera h a n n sem tryggastan; það vekur traust á stofnuninni, eigi síður en þessi sundurliðun. Ilvað er átt við með þessari grein í frumvarpinu: „Fje það sem lagt heflr Vorið í sparisjóð, að vöxtum meðtöldum, er undanþegið iöghaldi, meðan það stendur þar“. Skyldi manri vera vísað þangað með aurana sína, þegar skuld- heimtumennirnir koma ? Yerra gat það verið. Annars er margt gott í frumv. og lög um þetta mál þuifa að koma. Nú á síðustu stundu frjettist það, að n. d. hafi þegar felt burtu öll ákvæði um eftirlit. har með væti þá fallin meginstoðin undan frumv., að skoðun stjórnarinnar, ef satt væri. Efri deild fær þá frumv. meiðsl- um marið og undir henni er það þá komið, livort það verður lækn- að eða látið lognast útaf einu sinni enn. Einna rjettast væri að vísa mál- inu enn til stjórnarinnar til frek- ari undirbúnings. Ætti sá undir- búningur m. a. að vera fólginn í þvi, að leitað væri álits allra sýslu' nefnda á landiriu, þar sem spari- sjóðir eru og stjórna sparisjóðanna. sjálfra, því enginn mun neita því, að þeim kemur þetta mál við. Það er illa til fundið að stjórnin leggi frumv., um slíkt efni sem þetta, fyrir þingið, án þess að gera hlutaðeigendum kost á að segja álit sitt um málið. Svo mun það þó hafa verið um þetta mál. Alþingi. Á leiðinni eru þessi frumvörp til laga: Um breyting á jlögum 30. júlí 1909 um sóknargjöld. Flutnm. Hákon Kristófersson. Rafmagnsveitur. Lokið í e. d. Breyting á lögum 8, okt." 1883 um bæjarstjórn á ísaf. Stjórnar- frumv. Um að selja hálfa Möðruvelli í Hörgárda). Flutnm. Magn. Kr, Breyting á fátækralögum 10. nóv. 1905. Flutnm. Hákon Kr. Löggilta vigtarmenn. Flutnm. Magn. Kr. og Matth. Ólafsson. Ullarmat. Afgreitt frá e. d. Bann á útflutningi frá íslandi á vörum inntluttum frá Bretlandi o. fl. Afgreitt í e. d. Mat á lóðum og löndum í Rvík. Stjórnarfrv. Sjerstakar dómþinghár í öxna- dals- og Árskógarhreppum. Flm. St. St. og H. Hafstein. Stofnun kennaraenrbættis i líf- færameinfræði og sóttkveikjufræði við Háskóla íslands. Fiutnmgsm. Guðm, Hannesson. Spatisjóði. Stjóruarfrv. Fjáraukalög 1914—1915. Stjfrv. Fjáraukalög 1912—1913. Stjfrv. Landsreikninga 1912—1913. Afhending á landi til stækkunar kirkjugaiðsins í Reykjavík. Stjfrv. Framlenging á gildi laga 3. ág. 1914 um ráðstafanir á gullforða íslandsbanka, innstæðufje i bönk- unr og sparisjóðum og á póstávís- unum. Stjórnarfrv. Heinrild fyrir ráðh. íslands tii að leyfa íslandsbanka auka seðla- upphæðina. Stjfrv. Framlenging á gildi iaga nr. 30 22. okt. 1912 o. s. frv. (um vöru- toll). Stjfrv. Heimild fyrir ráðh. til að skipa nefnd til að ákveða verðlag á vörum. Stjfrv. Breyting á lögunr 3. okt. 1903, um aðra skipun á æðstu umboðs- stjórn íslands (um 2 ráðherra). Stjórnarfrv. Breyting á lögum 11. júlí 1911, um Stýiinrannaskólann í Rvík. Stjórnarfrv. Stofnun vjelstjóraskóla í Rvik. Stjórnarfrv. Atvinnu við siglingar. Stjfrv. Breyting á lögunr um stofnun landsbanka (3 bankastjóra. Stjfrv. Atvinnu við vjelgæslu a gufu- skipunr. Stjörnarfrumv. Póstsparisjóði. Breyting á skipun prestakalia (tvö frumvörp). ♦ Veitingu prestakalla. Breyting á lögum um ritsíma og talsíma. (Bj. Þorl., Kr. Dan.). Breyting á lögum um vegi (tvö frumv). (Bj. J. og Sv. B., Bj. Kr.). Deimild fyrir landsstj. til ráð- stafana út af Norðurálfuófriðnum. Dýrtíðarnefnd. Breyting á bannlögunum (Bj. Þ.) Stofnun hæstarjettar á íslandi Bj. J. (Sama frumvarp og Jón Þorkelsson flutti 1909). Maurdrepandi aukabað á sauðfje (B. J.). Breyting á sveitastjórnarlögunum Guðm. Ól. (Um leynilega atkvgr. við kosningar í sveitastjórn og sýslunefnd. Breyting á fræðslulögunum (tvö frumvörp) Matth. Ól. og Karl F. Breyting á lögum um innl. brunabótafjel. M. Kr., Matth. Ól. Um mælingar á túnum og mat- jurtagörðum. Flutnm. Þór. Ben. og Sig. Sig. Frumvarp til laga um stofnun kennaraembættis í hagnýtri sálar- fræði við Háskóla íslands. Flutnrn. Matth. Ól., J. Jónsson, Sv. Björnss. 1. gr. Við Háskóla íslands skal stofna kennaraembætti i hagnýtri sálarfræði. 2. gr. Kennarinn í þessari grein skal hafa á hendi vísindalegar til- raunir til að bæta vinnubrögð í landinu. Að öðru leyti hefir hann sömu skyldur og ijettindi sem prófessorar við háskólann. Frumvarp til laga um bann gegn tilbúningi áfengra drykkja o. fl. FJutningsm. Björn Þorláksson. 1. gr. A íslandi er bannað að brugga eða búa til áfenga drykki. En það er áfeugur drykkur eftir lögum þessum, sem í er meira en 2Vi% af víanda eða alkohoÚ að rúmmáli, 2. gr. Það er og bannað að gera áfengi, sem er eða gert heflr verið óhæft til drykkjar, aftur drekkandi. 3. gr. Brot gegn 1. gr. varðar 200—2000 króná sektura.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.