Suðurland - 07.08.1915, Page 2

Suðurland - 07.08.1915, Page 2
liö SUBURLAND * 4. gr. Brot gegn 2. gr., varðar 50—500 kr. sektum. Tilraunir varða sömu sektum. 5. gr. Allar sektir renna í landssjóð. 6. gr. Öll áhöld, er notuð hafa veiið við bruggun eða tilbúning áfengra drykkja rða við tilraun til þess að gera áfengi, sem er óhæft til drykkjar, aftur drekkandi, svo og áfengið, sem búið hefir verið til eða reynt hefir verið að gera aftur drekkandi. ásamt ílátum, skal vern t - tækt og andvirðið renna í lai 7. gr. M ögum þessum, skal f • imenn lögreglumál. 8. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar i stað og falla um leið úr gildi lög um bann gegn tilbúningi áfengra drykkja frá 12. jan. 1900. Nefndarálit um landhelgis- varnirnar. Nefndin er öli á því máli, að ekki beri að lejjta meir en þegar hefir gert verið á náðir Dana með landhelgisvarnir, enda mundi reyn- ast árangurslaust, að fara þess á leit, er tillagan fer fram á. Skoðun nefndarinnar er sú, að vjer verðum að una við þá land- helgisvörn, sem vjer höfum nú, þar til vjer getum aukið hana af eignum ramleik og að síðustu tek- ið hana með öllu í vorar hendur. Nefndin leggur því til að tillag an sje feld. f Jngsályktunartillögur: Frá meiri hluta Landbúnaðar- nefndar. Neðri deild Alþingis skorar á stjórnina að leita á næsta vori álits og uinsagnar allia hrepps- nefnda landsins um fot ðagæslumálið, hversu því verði komið í sem best horf, og urtdirbúa það síðan undir næsta þing, ef ástæða þykir til, Frá Lnndbúnaðarnefndinni. Neðri deild Alþingis ályktar að skora á stjórnina að leggja fyrir næsta Alþingi frv. um lakmörkun á eignar- og afnotarjetti útlendinga yfir jörðum, jarðarítökum og veiði- árn á íslandi. Frá forðagæslunefndinni. Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina: 1. Að Jeita álits og umsagnar allra índa ui • forðai gæslun la um það: a, hvort þu i þeim efnum miða til verulegrar nytsemi eða ekki. b, hvort þær telji heppilegra — ef lög um þessi mál þykja á annaðborð æskileg — almenn lög eins eða svipuð þeim, sem nú eru i gildi, eða að eins heim ildarlög í h'kingn við tillög ur þær, sem fram hafa komið, bæði frá Torfa sál. Bjarnasyni og íleirum. 2. Að semja og leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi — ef breyt- inga er alment óskað — lagai frumvarp, í sem fylstu satnr, við þær álitsgjörðir og óskir, er komið hafa fram. -------^♦O^..... ■ Friðuii fugla. Dýrtíðamefndin á alþingi, hefir flutt frumvarp um bráðabirgðabi-eyting á lögum nr. 59, Í0. nóv. 1913 (um frið' un fugla). Helutu breytingarnar eru, að þessir fuglar: Lóuþrælar, sendlingar, hrossa' gaukar, keldusvin, heiðlóur, tjaldar, stelkar: vepjur, hegrar, æðarkongar, kríur, bettumáfar, haftyrðlar og snæ- uglur, sem með lögum 1913 voru frið- aðir alt árið, skulu eftir framvarp' inu ekki friðaðir nema frá 1. apríl til 1. ágúst, og svanir 1. apríl til 15« sept. Ernir, sem með lögunum 1913, voru friðaðir í 5 ár, eða til 1. janúar 1919, verða eftirleiðis friðaðir a 11 á r i ð, og or það illa farið (sjá síðar). Rjúpur voru friðaðar (lög 1913) frá 1. jan. 1915 til 1. jan. 1916; eftir frum- varpinu má veiða þær frá 15. sept. til 15. febr. og styttir það friðunartimann um þrjá og hálfan manuð. J?að befir vakað fyrir Dýrtíðarnefnd- inni, að gefa mönnum kost á að veiða fugla sjer tii matar, án þess þeir gerðu síg seka í lagabrotum, og er það vel hugsað, þvi tilhneigingin til fugladráps mun enn vera til, eigi síst síðan allar matvörur urðu svona dýrar. Eigi mun þó borga sig að veiða til matar nema fáar tegundir af þeim fuglum, sem hjer eru taldir, helst eru það rjúpur og s v a u i r og of til vill heiðlóur og sjjóar. Engu siður er kjöt hrossaganksins Ijúffengt, en þar sem góður skotmaður hæfir varla meir en fimm hrossagaulta í tíu skotum, þá borgar það sig tæp- lega fyrir almenning að iðka það „sport“ Erumvarp nefndarinnar (Dýrtíðarn.) mætti vera mjög stutt, svo síður yrði raskað eldri lögum. Mættí nægja að setja t. d.: 1. gr. Eyrst iim sinn er lcyfilegt, að veiða rjúpur frá 15. sopt. til 15. febr,, svanir frá 15. sept, til 1 apr., heíðlóur, spóa og hrossa- g a u k a frá 15. ágúst til 1. apríl. 2. gr. Það er banuað að flytja út dauða fugia til annara landa, nema með sjarstöku leyfi stjórnarráðsins. Að öðru leyti eru lög um friðun fugla og eggja frá 10. nóv. 1913 óbreytt. Tilgangur laganna mun vera sá, að efnalitlir kaupstaðabúar geti útvegað sjer fugla til matar með sanngjörnu verði, en honum verður ekki náð nema útflutningur sje bannaður. Yerði út' flutniogur leyfður takmarkalaust, má búast við að verðið verði skrúfað svo hátt, að fáir cinír geti notið þoss sem lögin ætlast til, og væri þá breytingin betur ógerð. Yauhugsað er að ófriða e r n i, iiema ef ætlunin er að eyða þeim með öllu eins og yið gerðum við g e i r f u g 1- inn fyrir rúmu 71 ári (3. júní 1844). örninn (Havörn) mun, sem stejjdur, óvíða vera til í hsirninum, nema á ís- landi og hjer eru varla fleiri en svo scm 20—30, ef þeir eru þá svo margir. Samkvæmt lögum 10. nóv. 1913 voru ernir friðaðir alt árið næstu 5 ár, cða frá 1. jan. 1914 til 1. jan. 1919: Að mínu álití er það of stuttur friðunar- tími, þar eð svo fátt er orðið af þeim. Þess ber að gæta, að ernir yerpa ekki nema 2 eggjnm og sjaldan nema annað eggið frjóvað, og að ernir hafa ekki æsduuarmagn fyr en þeir cru fuilra 8 ára gandir, Það er því augljóst, að 5 ár eru <>f stuttur friðunartimi. Hann þyrfti að vera að ininsiot kosti 10 ár, og helst 15—20 ár. Vonandi er að friðunartíminn vcrði framleng.dur að þcssum 5 árum liðnum- P. Nielsen. Laus embætti. Miðfjaiðar- læknishjerað og prófessorsembætlð í lagadeild Háskólans, eru auglýst laus. Frá ófnðnum. Khöfn 2. ágúst. Þjóðverjar hafa rofið herl. Rússa við Cholm og tekið borgirnar Lublin, Ivangorod og Novo-Georgiewsk. Rússar yfirgefa Warschau. Japanska stjórnin segir af sór. Frakkar sækja fram í Elsass, taka vopn og vega menn. Þjóðoer jar háfa farið yfir Weichsel. Borgirnar Warschau, Ivangorod, Rovo-'Georgiewsk og Brest- Lithouwsk eru hornin á „pólska fei- hyrningnum“ og allar ágætlega víggirtar. Hafa þær verið taldar hafa hina mestu þýðingu i ófriði milli Rússa og Rjóðverja. Nú hafa Þjóðveijar tekið þrjú hornin og komist austur yfir Weichsel, svo að svæðið umhveifis Warschau virðist fallið í þeirra hendur. Lubliu er höfuðborgin í Lublinhj. í Póllandi. Fögur borg með rúml. 50 þús. íbúum. Par er fjöldi af kirkjum og klaustrum; þriðjungur íbúanna eru Gyðingar. Iðnaður er þar talsverður og verslun, land- ið umhverfis er frjósamt. Þaðan liggja megin brautir í þijár áttir. Ivangorod er kastalaborg við Weichsel talin rambyggileg áður fyrr. Par mætast margar járnbrautir. Borgin er rjett mitt á milli Lublin og Warschau. Novo-deorgiewsk (Modlin) er setuliðsborg við Weichsel þar sem Bug rennur í hana. Pað er nokkru norðar og vestar en Warschau. Víggirðingar voru þar hinar full-' komnustu, bæði háar og sterkar. Rússar tóku borgina 1831 af Pól- verjum. Nú hefit hún mátt gef- ast upp fyrir þýsku byssunum stóru. Tyrkir hafa lögleitt þýsku sem skyldunámsgrein í alþýðuskólum sinum. Serbar segja aö Austurríkis- menn hafi þrisvar boðið þeim frið. Pessu neita þýsk blöð harðlega; segja Það rakalaus ósannindi. Rvík 6, ágúst. Warschau er fallin í bendur Pjóðverjum. Pjóðverjar hafa tekið Mitau. Rússar eyða Kúrland og yfirgefa það. Peir halda undan með gætni og eyða bygðutn jafnhatðan, Ekki getið um herfang. Frökkum veitir betur á vestur- stöðvunum. WarsAhan höjuðboig Póllands og stendur við Wefchsel, par mætast margar járnbrautir úr öll- um áttum. Siðustu 30 árin hefir veríð unnið að því af kappi, að víggirða borgina. Fyrir ófriðinn vfiry þar 600—700 þús. íbúar; þar af þriðjungyr gyðingar. Háskóli er þar og aðrar mentsto/nanir fjðlda margar í ýmsum greinum. RÚssar og Prússar hafa oft haft borgina á yaldi sínfi áður. IJú hafa Rússar haldið borgjnnj í rúm 100 ár, fengu hana með Vínar- friðnum 1815, og nærri alt stór- hertogadæmið með, „Konungsríkið Pólland. Pólverjar hafa unað illa hag sínum og oft gert uppreisn, en jafnan verið bældir niður. Mikið er um verslun og iðnað í borginni (5—600 verksmiðjur). Mitau er skamt fyrir sunnan og vestan Riga. Pað er verslunarborg með um 36 þús. íbúa (helm. Þjóðv. fyrir ófriðinn og */4 gyðinga). Par sátu helstu höfðingjar Kúrlands og þaðan liggja margar járnbrautir. Rússar hafa haldið borginni í 120 ár. Á víð og dreif. Slátturinn stendur nú sem hæst. Tún hafa víða sprottið dável i nærsveitunum og nýting afbragðs- góð. Útjörð er mjög misjöfn, vot- lendi vel sprottið og má slá og hirða tafarlaust, Harðvelli viða illa sprottið og bítur illa á. Vatnsskortur er víða orðinn til stórbaga. Langt síðan farið var að brynna fjenaði í Flóanum og á Reykjanesi syðra. Málnytufjenaður gerir ekki nærri fult gagn á Reykja- nesi vegna vatnsskorts. Aftur er sögð óþurkatíð í Skaftafellssýslu og jafnvel undir Eyjafjöllum, svo að töður bliknuðu á túnum. A Vesturlandi or sögð ágæt tíð. Heyskapur ágætur i Borgarfirði og Dölum. Norðanlands hefir tiðin verið erfið alt til þess að ísinn fór. Siðan hafa verið þokur og nepju-< súld. Jörð illa sprottin og ópurkar. Af Austfjörðum er sögð óþurka- tíð og aílafátt nema á vjelabáta, og pó ekki mikið. Skemdir á kálgörðum urðu miklar hjer í sýslunni í norðan- bálviðrinu, um miðjan síðasta mánuð. Nokkuð var þó farið að lagast í görðum, og komnar góðar horfur undir mánaðamótin. Hit- arnir þessa viku og látlausir þurk- ar ætla nú alveg að gera út af við garðana. Farið að fölna kartöfiugras i sandgörðum. Sumir hafa vökvað garða sína óðru hvoru; það ætti að duga ef ekki þrýtur vatnið. Ur Vcstmanneyjum er sögð góð tíð, rignir stöku sinnum. Afli alt a£ nokkur. Hátt verð á kartöflum segir „Vísir“. íslenskar kartöflur nýjar seldar nýlega á 20 aur. pd.; út- lendarf?) kartöflur þar áður á 25 aur, pd, petta er í Reykjayík. Svipað þassu var verðið í fyrra, nokkra daga, A þessu má nokkuð marka gildi garðanna, núna í dýr- tíðinni. Laxveiði er nú hætt í Ölfusá. Hefir orðið varla í meðallagi að t(ölunni, jen la$inn vg,r vænn og jafnar það npkkuð upp; » Seítur sýslumaðup í Arnes' sýslu er Eiríkur Einarsson ífá Hæli.

x

Suðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.