Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.04.1919, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 03.04.1919, Blaðsíða 2
22 VERKAM AÐURINN. sæ VERKAMAÐURINN ketr.ur út á hverjum Fimtudegi 48—50 blöð til ársloka 1919. Árgangurinu kostar 4 kr. Ojalddagi 1. júlí. Útgefendur: Verkamenn d Akureyri. Ábyrgðarmaður: HaUclór Friðjónsson. Afgreiðsla fyrst um sinn hjá Finni fónssyni, Hafnarstrœti 37. —-1<$X— —K$>t— —— Prentsmiðja Björns Jónssonar. leiðis stofnað eitt, en lítið kvað að því og er það víst úr sögunni. Síðasí var sett eitt á stofn hér á Akureyri vorið 1917 og var það ali fjölment um tíma, en svo smáhnignaði því svo heita má að það sé nú á heljarþröminni. Er það leitt mjög, því eigi mun okkur unglingunum hérna veita af góðum fé- lagsskap síður en öðrum. Vesaldómur félagsins, eða hvaða félags sem er, getur eigi stafað af öðru en einhverri vöntun á áhuga, dugnaði eða skilningi á stefnu og markmiði félagsins, hjá stjórnendum þess eða stjórnenda, því foringinn hafði algert ein- veldi, og mun hið síðast nefnda hafa verið aðalorsökin þó hitt hafi ef til vill siglt í kjölfar þess. Og svo er eiti. Undirmennirnir verða að læra að virða foringjann, það er aðalskilyrðið fyrir hlýðni, og tak- ist það eigi, má ekki búast við góðum árangri. Of- mikil harðstjórn, þ. e. s. að undirmennirnir séu látn- ir finria ofmikið til einveldisins og vanmáttar síns, er hættuleg. Það æsir blóðið í þeim unglingum, sem nokkra sjálfstæðiskend hafa, og þeim finst það brot á freísisrétti sfnum. Foringinn verður því að vera fær um að fara þannig með vald sitt, 2ð hinir finni eigi til þess og lúti boði hans og banni af frjáls- um vilja, beri virðingu fyrir honum og sé hlýtt til hans. — En maður, sem engínn getur borið virð- ingu fyrir og beitir algjöru einveldi með hálfgjörðum hroka, er öldungis óhæfur Skátaforingi. — Sú stefna er líka röng, er gerði vart við sig hér í félaginu, að þeir sem verstir eru, séu annaðhvort eigi teknir í það, eða reknir úr því. Til hvers er Skátafélagið þá? — Að bæta þá sem bestir eru?! Pað er algjörlega öf- ugt við markmið og starf Skátahreifingarinnar Ein- mitt þeir, er óstýrilátastir eru og verstir, þurfa að vera í félaginu, og hlynna mest að þeim, við þá er mest að vinna og þeirra vegna er félagið. Nú eru orðin hér foringjaskifti nýlega og má þá vonandi vænta nýrra fratnfara og endurbóta, en félagið ér í rústum og grundvöllur féiagsins er orðin svo ótraustur, af mistökunum, sem á félaginu voru, að mikið og vanda- samt verk er fyrir hendi, og til þess þarf velfæran mann. Skátafélögin í réttri mynd, eru ómissandi. Þau ættu að vera í hverju einasta sjávarþorpi og jafnvel upp til sveita. Ekkert félag getur fullnægt eins upp- eldiskröfunum og það. Pað gjörir únglingana hrausta, sjálfstæða menn, sem spá góðu um framtíð þjóðar sir.nar, hlýðna, hjálpfúsa, og færa um að hjálpa. Og sé félaginu vel stjórnað, fnun meðlimunum fátt þykja skemtilegra en félagslíf þess, það get eg borið um af eigin reynd, jafnvel þótt félagið hér væri mjög á annan veg en vera skyldi, og eitt aðalskilyrðið fyrir félag unglinga og þroska þess, erað meðlimunum ieið- ist ekki innan vébanda þess. Allir, sem ant er um framtíð þjóðar sinnar og vöxt og viðgang æskalýðsins, kjarna þjóðarinnar, ættu að taka höndum saman og styðja eftir megni fram- gang Skátahreifingarinnar hér á landi. — Og í félag- ið okkar hér á Akureyri þarf að blása lífi og þrótt svo það verði fært um að starfa í fullu fjöri, en það fæst eigi nema með tilstyrk góðra manna og góðri aðhlynningu bæði foreldra og annara. e>g allir, sem eigi eru sofandi, sjá þörfina og hvílíktgagn getur leitt af félaginu. Að lokum vil eg tilfæra nokktir orð um Skáta- hreyfinguna eftir skáldkonuna heimsfrægu, Seimu Lageriöf, úr bók hennar »Skát8hreifingin,« er fyr var getið. Hún segir: . »Skeð getur.að sú komi ííðin, að hreyfing þessi kveðji sér hljóðs hjá fleyrum en æskulýðnum. Við geíur það borið, að gamlir menn og fulltíða komi einn góðan veðurdag til drengjanna og segi: Kennið okkur að vera glöð, trúföst, fórnfús og ánægð, — við viljum ekki standa að baki ykkar, — við sem erum foreldrar ykkar. Pið eigið að vísa okkur veginn. Okkur langar til að læra tíu Skátaboðorðin. Pau eru okkur ekki alveg ókunn að vísu, — við heyrðum þau vist forðum daga, þeg- ar við sátum á skólabekkjunum og lærðum fræðin okkar. En það skaðar aldrei að góð og gömul lífs- sannindi séu rifjuð upp fyrir sér, þótt sögð séu með öðrum orðurn.« Þeir, sem nánar vilja læraað þekkja Skátahreifinguna, sögu og fyrirkomulag ættu að kynna sér » Skátahreifing in,« sem þessi kafli er tekin úr, (Guðm. heitinn Guð- mundsson þýddi) og »Herlagabálk Skáta« eftir A. V. Tuliníus, foringja Skálafélagsins í Reykjavík. Unglingur. Leikhusið. Leikfélagið stansar ekki, þegar það er komið af stað. Prátt fyrir ýmsá örðugleika og tilfinnanlegan skort á æfðum leikkröftum, hikar það ekki við að takast ýmislegt í fang, sem hverju æfðu leikfélagi væri talið fylsta viðfangsefni. Pessi framtakssemi leikfél. spáir góðu um framtíð þess, því áhugi og hæfileg framgirni er hverjum félagsskap nauðsynleg, ef nokkurntíma á að ná því takmarki, sein sett er i fyrstu. Um s.l. helgi sýndi fél. nýjan leik, sem heitir »Skríll«. Leikurinn er efnismeiri en flestir þeir leik- ir, er fólk hefir átt kost á að horfa á hér til margra ára, og því talsverður vandi að sýna hann í full- kominni mynd. Þessi fyrsta sýning leiksins ber þess Ijósan vott, að leikendurna hefir tilfinnanlega skort tiisögn við æfingarnar og einnig það, sem oft er flaskað á, að fara upp á leiksvið með leiki, áður en þeir eru fullæfðir. Úr síðara atriðinu bætist eftir því sem oftar er Ieikið, og úr hinu má bæta hér eft- ir, þó æskiiegast hefði verið að slíkar smámisfellur hefðu verið þurkaðar út, áður en farið var með leik- inn upp á leiksvið. Töluvert skortir á að búningar og gerfi leikend- anna samsvari þeim kröfum, sem verður að gera til þess. T. d. verður að heimta það, að Matthildur og baróninn sé betur en þokkalega til fara, og Palli sýnist ekki þurfa að vera neinn »durgur« í klæða- burði. Auðvitað er ieikfélagið fátækt og á ekki næga búninga, og mun það mestu valda um þessi mis- smíði, og gerfi mun illmögulegt að útvega nú sem stendur. Petta er tékið hér fram af því að það hefir mikil áhrif á hinn ytra svip leiksins, og enginn leikur nýt- ur sín að fullu, nema búningar og gerfi séu í lagi. Að svo stöddu verður ekki dómur lagður á það, hvernig sérstakir leikendur fara með hlutverk sín, þeir eiga allir fyrir höndum að taka framförum. Pó skal það tekið fram, að flestir af leikendunum sýna, að þeir skilja hlutverk sín vel. Og takist leikfél. — sem allar líkur benda til — að spinna það úr »Skríln- um«, sem hann hefir að bjóða, er það víst að fólk- ið muni sækja leiki þess í framtíðinni. Og fólkið þarf Iíka og á að sækja þenna leik. Par er óvenjulega holl' skemtun á boðstólum fyrir lítið gjald. Vilji Akureyringar eignast afkastamikið og vandvirkt leikfélag, verður þeim að skiljast það, að félagið þarf að fá fé til umráða. Pá fyrst getur það Iagt sér til það nauðsynlegasta, sem með þarf við alla leiki, og eftir því sein félagið stendur á ör- uggari fótum, þess meira er frá því að vænta. Og fólkið þarf líka að muna eftir því, að haga sér í leikhúsinu eins og siðuðu fólki sæmir. Hvern- ig er hægt að búast við að leikendur Ieggi alt sitt • besta tram fyrir organdi og stappandi áheyrendur. Leikhúsið er engin »Bíó«, það verður fólkið að muna, Að heyra fólk skellihlægja, þegar leikendurn- ir sýna dýpstar og háleitastar tilfinningar í leiknum, er nóg til að fæla þá menn frá leikhúsinu, sem kotna þangað til að njóta áhrifa sannrar leiklistar. Og batni ekki framferði áhorfenda til muna, eru þeir álitlegu leikkraftar, sem leikfél. hefir yfir að ráða, fyrirfram dauðadæmdir. Útlendar fréttir. Magnaðar óeirðir í Búdapest. Borið til baka að Lenin hafi sent hjálp- arlið til Ungverjalands. Karl Austurríkiskeisari kominn til Sviss. Búist við gagnbyltingu af einveldisvinum í Berlín. Þjóðverjar hafa hafið siglingar. í ráði að grafa jarðgöng undir Ermarsund. Sameinaða gufuskipafglagið græddi 371/? miljón króna árið 1918. Hluthafar fengu 35°/o í arð. lU/s miljón kr. ætluð til op- inberra þarfa. (Frá Fréttaritara V.manns í Rvlk.) Neyðin í Suður-Jótlandi. Víðar er dýrtíð en á íslandi. »Fjerkræavls- og Bí- nærings-Tidende* frá 15. Febr. s. I. flytur eftirfar- andi klausu um ástandið í Suður-Jótlandi — héruð- unum, sem liggja nú undir Pýskaland, en sameinast líklega Danmðrku á þessu ári. »Pað er aðallega þrent, sem gerir neyðina í Suð- ur-Jótlandi jafn sára og raun er á, n.l. vöntun á eldivið, fatnaði og mat. Kol eða »koks« er alls ekki hægt að fá og brenni og mór afardýr, þó fáanlegt sé. 100 pundin af brenninu kosta 9 mörk og 1000 pundin af mónum 30 mörk. Fatnaður er annaðhvort alls ekki fáanlegur, eða þá ókaupandi. Ein léreftsskyrta kostar t. d. 60—100 mörk og pappírsskyrta 30 mörk. Efni í ungbarnafatnað ails ekki fáanlegt. Skepnuíóðrið er tæpur helmingur af því sem nauð- syn krefur. Kraftfóður ófáanlegt. Heyið er lítið og kostar 26—27 aura pundið. Róur lítt fáanlegar til malar. Fæði mannsins gefur 13—1400 hitaeiningar, sem ekki er helmingur af því, sem nauðsynlegt þyk- ir til næringar meðal manni. Fólkið í Flensborg dregur lífið fram, að mestu leyti á þurru brauði, kartöflum og salti. Hungurs- neyð getur þetta að vfsu ekki kallast, en heilbrigði fólks er teflt á fremsta hlunn, mótstöðuaflið þver, og eyðileggjandi sjúkdomar breiðast ut hröðum SKref- um. Ófrjótt land, eyðilögð húsdýr, óhemju verðlag, skjálfandi fólk, sem vantar skófatnað og klæðnað frá yst til inst, mögur börn og þróttlaus æskulýður; þetta er heildarmynd hins áður ríka Suður-Jótlands. Og við þetta bætist öll hin andlega neyð, sem stríðið hefir bakað íbúunum, ástvina inissir og ör- kuml.« Kaupmannahafnarbúar hafa skotið saman fé til .hjálpar hinum gömlu löndum stnum, sem þe;r þrá að fá setn fyrst að bjóða velkomna í dönsku þjóð- arheildina. »Lagarfoss« kotn fyrir helgina og fór aftur á Sunnudagsnótt. Skipið hafði miklar vörur hingað, mest til Landsverslunarinnar. Margt fólk var með skipinu, og bættust þó fleiri við hér; þar á meðal Ameríkufarar. Ekki búist við siglingum hingað, fyr en »Sterling« 2. Maí. Margir eru forvitnir eftir að vita, hvenær Berg- enska gufuskipafélagið byrjar á ferðum hingað til lands. |

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.