Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.05.1919, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 01.05.1919, Blaðsíða 2
32 VERKAMAÐURINN. VERKAMAÐURINN kemur út á hverjum Fimíudegi 48—50 blöð til ársloka 1919. Árgangurinu kostar 4 kr. Ojalddagi 1. júlí. Útgefendur: Verkamenn á Akureyrl. Ábyrgðarmaður; Halldór Frið/ónsson. Afgreiðsla fyrst um sinn hjá Finni lónssyni, Haýnarstrœti 37. —— Prentsmiðja Björns Jónssonar. Kvefið, Steingr. Matthíassyni þykir eg hafa varað sig of seint við barnakvefinu, og vill með því fá afsökun fyrir að það er hingað komið. Einhver misskilningur hlýtur að vera í þessu fólg- inn. Eg hefi ekki varað Steingrím við neinu kvefi. En eg hefi varað hann við þeim sóttvörnum gegn »spönsku veikinni«, sem sýnilega eru ekkert annað en kák. Pó ekki hvíli skylda á mér að vara þá læknana við hættunni, þá hefi eg gjört þetta, og v gjört það í tíma. Má því til sönnunar benda á greinarstúf í »Verkamanninum« 4. tölublaði 1918, »Spanska veikin og sóttvarnirnar*. Og skoðun mín hefir ekki breyst á því, að enn sé nauðsyn á að ýta undir sóttvarnaryfirvöldin hér, þegar sú »spanska« er annarsvegar, fyrst þetfa barnakvef smýgur í gegn- um hendur læknanna í Reykjavík og flyst hingað með fólki, sem talið er að hafi verið í sóttkví, og undir læknis umsjón á leiðinni að sunnan. Undarlegt er að Steingrímur skuli bera fyrir sig jafnfráleita afsökun og þá, að eg hafi ekki varað hann við í tíma. Til hvers eru sérfræðingar f einni og annari grein, ef óbreyttir almúgamenn eiga að vísa þeim leið í hverju máli? Eg vil að þeir menn beri höfuðið ofan við »flónin« og sjái lengra en »nef þeirra nær«. Annars virði eg ment þeirra að engu, og getur hver láð mér það sem vill. Fyrst Steingr. Matth. »getur ekki varist þeirri hugsun að þetta kvef sé eitthvað í ætt við innflúensu, þó það sé vægra en sú í haust*, hljóta sóttareinkennin að vera lík eins og í henni, og þar sem héraðslæknir- inn í Reykjavík »vissi um kvefið« í sóttkvíaða fólk- inu, verður það ekki varið, að lánið eitt hefir í þetta sinn bjargað okkur frá »spönsku veikinni«, en ekki læknarnir og sóttvarnirnar þeirra. Ástæðulaust var að tefla á tvær hættur með þá fáu farþega, sem komu með »Sterling« hér norður fyrir land í Marts síðast. Leikni ein var að setja^rá menn í sóttkví á þeim stöðum, sem þeir fóru í Iand, og afgreiða skipið með sömu varúðarreglum og áður höfðu verið notaðar við afgreiðslu skipa hér og reynst tryggar. Alt hjal um töf skipsins er fyrirsláttur, sem nær ekki til þessa máls. Erlingur Friðjónsson. Stefnuskrá Spartakusa. í núverandi mannfélagi eru einungis tveir flokkar manna, framleiðendur og sníkjudýr, með öðrurn orð- um, starfsmenn og stóreignamenn (capitalists). Stóreignamenn allra þjóða komu þessari styrjöld af stað og munu ávalt framvegis koma styrjöldum af stað; útrýmum því stóreignamönnunum! Framleiðslutækin séu eign framleiðendanna; gerum því upptæka banka, verksmiðjur, námur og það fjár- magn, er fer fram úr ákveðinni upphæð. Verkalýð- urinn vill, að sér sé eigi stjórnað lengur af öðr- um, heldur vill hann sjáifur stjórna séc, bæði stjórnfarslega og fjárhagslega. Þessvegna verður ör- eigalýðurinn að hafa á hendi alt framkvæmdarvald f smáu sem stóru og að hafa vald til að stjórna rík- inu (State) eins og að atýra verksmiðjum, Aðeins ræð eg fyrir „Wallfn44 á Hjalteyri. Kjörin eru: 1 kr. fyrir söltun á síldartunnu, 10 kr. vikupeningar, 75 aurar tímakaup. Frí ágætis íbúð, Ijós og eldiviður. Fríar ferðir. 200 króna ábyrgð. Pær stúlkur, sem vilja sinna þessu atvinnutilboði, tali við mig fyrir 10. þ. m. Akureyri, 1. Maí 1919. Halldór Friðjónsson. framleiðandi starfsmenn hafi atkvæðisrétt, en sníkju- dýrin njóti eigi þess réttar. Réttlætis skulu kúgaðir njóta, en kúgarar einkis. Afsetjum embættismenn (officials), og herforingja og efnamenn, skatta, ríkisskuldir og kaupmensku. í stað hers komi verkamannaliðsveitir og hafi þær stöðugt sér til aðsíoðar rauðar varðsveitir, til þess að bæla niður allar tiiraunir til gagnbyltingar. Vér viljum styðja alla flokksbræður vora í öllum löndum, til að koma af stað þjóðfélagsbyltingu um gjörvallan heim og koma til leiðar eilífum friði, er sé reistur á bræðratagi allra öreiga í heiminum. (Times, 20. Jan. 1919). Útlendar fréttir. Norðurlandaþjóðirnar hafa með sér ráð- stefnu um þessar mundir, um viðskifti og fjárhagsmál. Fulltrúar íslenska ríkislns á ráðstefnunni eru: Sig. Eggerz, Jón Krabbe og Hallgr. Kristinsson. Wilson neitaði að viðurkenna kröfu ítala um' Fiume. Gengu þá ítölsku fulltrúarnir af friðarfundinum. Eru miklar æsingar víðs- vegar í Ítalíu út af þessu. Pólverjar vaða inn í Lithauen. Hindenburg hættir herstjórn í næsta mánuði. (Fréttaritari V.m. i Rvik.) Samtíningur. Pingeyingar fyllast framfarahug með ári hverju, og láta ekki sitja við orðin tóm. Nýafstaðinn sýslu- fundur samþykti 5 þúsund króna fjárframlag til lýð- skóla í líku sniði og Eiðaskólinn er. Sýslubúar hafa og safnað um 12 þús. krónum í frjálsum framlögum til sama fyrirtækis. Sýslufundur samþykti einnig að ábyrgjast lán til kaupa á mótorplógi, um 14 þús. króna fjárupphæð. Er Sigurður bóndi Egilsson á Laxamýri frumkvöðull að þessu máli, og var í ráði að hann brygði sér til Ameríku bráðlega til að kynnast notkun plógsins og kaupa hann. Er vonandi að fleiri sýslur sigli í kjöl- farið. Framtíð landbijnaðarins er undir því komin, að bændur komist upp á að nota nýtfsku verkfæri Við jarðyrkju og heyskap sem allra fyrst. Félag, til að efla samvinnu milli V'estur- og Austur-íslendinga, var stofnað í Reykjavik í fyrra- dag. »HjúkrunarféIagið HIíf« æt'ar að halda skemt- un á Sunnudaginn kemur. Verður ýmislegt þar til skemtunar handa fólkinu. Félagið hefir lagt út mikið fé í vetur til hjúkrunar og mjóikurgjafá í bænum, og ættu bæjarbúar að styðja þessa ágætu starfsemi fél. með því að sækja skemtanir þess vel, og rétta því hjálparhönd á annan hátt. Síldartunnutappar, fást altaf hér eftir hjá Kr. S. Sigurðssyni & Erl. Friðjónsysni. Glerárgötu 3, Akureyri. Kvöldskemtun heldur »Hjúkrunarfélagið Hlíf« á Sunnu- daginn kemur, 4. þ. m. Sjá nánar götuauglýsingar. Skemtinefndin. Vertame'nn, sem ætla að panta svörð hjá Verkamannafélaginu í vor, verða að hafa komið með pantanir inn- an 10 daga frá í dag. Annars verður pöntunum ekki sinnt. 1. Maí 1919. Stjórn V. M. F. A. Skorið neftóbak nýkomið. Ódýrast í verslun M. H. Lyngdals. » —--------------- Verkamaðurinn kemur út b öfaldur næst. Þeir, sem ætla að auglýsa í blaðinu, . u beðnir að snúa sér til ritstj. sem allra fyrst.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.