Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.10.1919, Side 1

Verkamaðurinn - 30.10.1919, Side 1
VERKAMAÐURINN. Ritstjóri: Halldór Friðjónsson. II. árg. Akureyri, Fimtudaginn 30. Október 1919. 39. tbl. Samvinna. i. Samvinnufélagsskapur óg samhjálp. Pað hefir oftar en einusinni verið vikið að því hér í blaðinu, hversu það kemur sárt niður á sjó- mönnum og verkalýð í sjávarþorpum að samvinnufé- lagsskapur hefir enn ekki náð fótfestu meðal þessa fólks; hefir líka verið bent á það, að þaé^sem fleygt hef- ir efnalegu sjálfstæði bænda svo langt fram á síð- ustu árum, er einmitt það, að þeir skildu hlutverk sitt og voru fljótari að átta sig á því hvað þeim bar að gera en sjávarsíðufólkið, og þetta hefir orð- ið til þess að afurðir sveitanna hafa, fyrir samtök og framsýni bænda, komist í hærra verð en sjávar- afurðirnar, og sjávarsíðubúar standa því höllum fæti gagnvart bændum. Eins og það er f alla staði fá- víslegt og rangt að kasta að bændum fyrir það, að þeir, með því að vera samtaka um vöruvöndun og útvegun á hagkvæmum víðskiftum utanlands, hafa aukið verðmæti framleiðslu sinnar sem raun er á orðin, svo er og rétt að játa það, að sjómenn geta trauðla við öðru búist, en bændur verði þeim ó- beinlínis þungir í skauti, þegar til viðskifta kemur., Aðstaðan er svo ólík. Öðru megin samtaka flokk- ur, sem völ á á fleiri en einni leið til að komast leiðar sinnar. Hins vegar sundraðir kraflar ósam- taka einstaklinga, sem orðnir eru á eftir á tímabili. Pað má búast við að mörgum veiti erfitt að fella sig við þessi sannindi, en sannindi eru þetta þó, og aðal orsök þess, að almenningi í sjávarþorpum er örðugt um viðskiftin nú, er einmitt af þessu sprott- in. Pað þarf engan efa á það að draga, að aðstaða sjómanna. t. d. hér út með firðinum hefði verið alt önnur nú, ef þeir hefðu haft með sér öflugt samvinnufélag síðasta áratug. Engin ástæða til að ætla annað, en samvinnan hefði aukið gengi þeirra ekki síður en bændanna, og framleiðsla þeirra (fiskurinn) verið í hærra og ákveðnara verði en raun er á, Og það sJkal enn einu sinni tekið fram, að ef sjómenn snúa sér ekki nú þegar að samvinnu i framlelðslu- og verslunarmálum, verða þeir harðar úti í samkepninni með ári hverju. Stærsta og þýðingarmesta málið, sem nú hlýtur að vera á dagskrá sjávarsíðubúa, er því samvinnu- málið. Það mátið, sem krefst skjótastar framkvæmda og ákveðins stuðnings utan frá. Framkvæmdirnar eiga einstaklingar þeir, er hér eiga hlut að tnáli, að annast, en stuðningur utan að á að koma frá fulltrúaþingi þjóðarinnar. En hvern- ig má það ske, og hvað koma Alþingi samvinnu- málin við? Búast má við að einhverjir spyrji á þessa leið. Pað er líka fengin vissa fyrir því, að mörgum er enn ekki Ijóst hvernig því opinbera ber að styðja samvinnuhreyfinguna og hitt er og víst, að ýmsum er sérstakt áhugamál að útiloka samvinnusamtök al- mennings frá öllum opinberum stuðningi. Parf ekki lengra en til síðasta Alþingis til að finna þessa dæmi. Öll þjóðnytjamál eiga gilda kröfu til stuðnings þess opinbera, hvaða nafni sem nefnast. Síðan sam- vinnurélögum fjölgaði og starfsvið þeirra færðist út, hefir skorturinn á sérmentuðum mönnum í þeirr' grein krept æ meira að. Mentastofnun þurfti að koma á fót, til að undirbúa starfsmannaefni félag- anna. Samvinnumenn sneru sér til síðasta Alþingis og báðu um lítilsháttar fjárframlag til styrktar slíkri mentastofnun. En samvinnumenn voru látnir hverfa bónleíðir til búða sinna aftur. Skammsýnir menn og auðvaidssinnaðir stóðu á móti í þinginu; neituðu alþýðu manna um hjálp til að hrinda áfram því máli, sem reynslan er þegar búin að sýna að er þjóðþrifámálið mesta hinna síðari ára. Allir sem þekkja sögu og áhrif samvinnuhreyfing- arinnar í landinu, eru sammála um, að þar sem sá félagsskapur hefir náð mestum þroska, hafa íbúar héraðanna vaxið að menning og viðsýni, samfara því sem efnahagurinn batnaði. Samvinnufélagsskapurinn hefir óbeinlínis orðið héruðunum mentunarlind. Petta er raunveruleiki, setn ekki verður mótmælt. Hví skyldi þá ekki þingi og stjórn bera skylda til að styðja og efla þessa viðreisnarviðleitni alþýðu? Pað virðist vera harla auðsætt, að það þing og stjórn væri illa skipað, senr ekki fyndi til þessarar skyldu, og hitt einnig, að þjóðin á fulla kröfu til stuðn- Páll V. Jónsson, förstjóri Gudm. Efterfölg. verslunar hér í bæ andað- ist í Reykjavík á Þriðjudagskvöldið var. Kendi hann innvortis sjúkleika á s.l. surnri, fór til Rvíkur fyrir nokkrum vikum og var þar gerður á honum hol- skurður rétt áður en hann dó. Páll heitinn var vel látinn af öllum og einn með liprustu verslunarmönnum þessa bæjar. Gif'ur var hann Vilhelmínu Sigurðardóttur (járnsmiðs og kaup-- manns hér í bæ) er lifir mann sinn ásamt einum syni á barnsaldri. ings frá þeirri hlið, þegar um annað eins? stórmál marga sameigjn|ega örðugleika við að glíma, og ýms sameiginleg áhugamá! — svo sem samvinnu- félagsskapinn — að þeim ber að styðja hverannan. Komist ekki slík samvinua á, hlýtur það að hefta framfarir jrjóðarinnar að miklum mun. Og vel sé þeim sem réttir hendina fyr fram til bandalags. Pá er fengin brú yfir djúpið, sem óvinir alþýðunnar og þroskaleysi einstaklinganna hafa myndað á und- anförnum tímurn. (Meira.) er að ræða og samvinnumálið er. Pað hefir verið drepið á þessi atriði hér, bæði til þess að minna sjómenti og þorpsbúa á samvinnu- málið, og í tilefni af því að samvinnumenn koma fram í fyrsta sinni sem sérstakur flokkur við alþing- iskosningar þær, er fram eiga að fara að nokkrum dögum liðnum. Pað er fyrirfram auðsætt, að í kosmngabardagan- um verður óspart reyut að spilla samkomulagi miili bærida og sjómanna — sveitafólks og sjávarsíðubúa — og leitast við að láta þá berjast hverja gegn öðr- um. Með því vinnur auðvaldsflokkurinn tvent. Fyrst það, að láta tvær fjölmennustu stéttir þjóð- arinnar bíta bakfiskinn hverja úr annari. Pá verða þeir, auðvaldssinnarnir, hlutfallslega sterkari en ella, og fá tækifæri til að ná fleiri sætum á löggjafar- þingi þjóðarinnar en þeim ber. í öðru lagi byggj- ast auðvaldssinnar að nota kjósendur við sjávarsíð una, sem ekki þekkja samvinnustéfnuna til hlýtar ennþá, til þess að veikja samvinnuflokkinn sem mest. Þeir sjá, að strax og um samvinuu verður að ræða með þessum kjósendaflestu flokkum lands- ins, eru völd »stórbroddanna« á enda. Eftir að það er skeð, geta þeir ekki lengur látið almenning borga vikapiltum þeirra »dygga þjónustu«, í rang- látum tollum. Pá fer ávöxturinn af erfiði framleið- andans í vasa hans sjálfs, en ekki óþarfa milliliðá og s. frv. Þessvegna er um að gera að séinka komu þeirrar stundar, reyna að fá þá menn, sem að réttu lagi ættu að vera samherjar.samvinnumanna að viðreisnarstarfi alþýðu, til þess að berjast gegn þeim, og leggja völdin í hendur þeirra, sem síst ættu með þau að fara; hafa verið og eru mara á almenningi, og munu lengst af verða. Eðlilegast væri að verkalýður í kaupstöðum og sjó- menn ættu fulltrúa úr sínum flokki á löggjafarþingi þjóðarinnar, en til þess hefir ekki verið efnt víðast hvar í þetta sinn. Er þá um það að velja hverjum ber að veita fylgi í kosningabardaganum. samvinnu- mönnum, bændum, eða auðvaldssinnum. Og eng- inn ætti að þurfa að vera lengi að át*a sig á því atriði. Pó ýmislegt skifti leiðum með bændafólki og verkalýð kauptúnanna, blandast engum framsýnum manni hugur um, að samvinna á og hlýtur að verða milli þessa fólks. Og báðir málsaðilar eiga svo Líndal og bannmálið. »Fram« hefir það eftir Birni Lfndal, þingmanns- efni auðvaldssinna, »að hann væri eindreginn fylgis- maður þess að aðflutningsbannið yrði aftur lagt undir þjóðaratkvæði,* svo hægt væri að sjá hvort þjóðin vildi hafa bannlögin áfram »eða hafna þeim* i þeirri mynd sem þau nú eru.« Þótt ritstjóri »Frams« glepsi eins og gráðugur þorskur eftir hverju því er honum virðist stefna að því að lýsa vantrú og misþóknun í bannlögunum, vil eg ganga út frá að ummæli blaðsins séu á full- um rökum bygð, og bregða þau þá upp einkar skýrri mynd af fulltrúaefni auðvaldssinna, bæði sem samviskusömum stjórnmálamanni' og umbótamanni á löggjöf landsins. Pjóðaratkvæði um bannlögin og ríkiseinkasala á áfengi er nú orðin þrautalending andbanninga. Pað er síðasta vígið í vonleysisbaráttunni alkunnu, sem ekkert hefir verið nema hrakfarir og ávirðing frá upphafi. Andbanningar vilja fá þjóðaratkvæði, ekki um það, hvort þjóðin vilji hafa bannlög, sem al- mennilega er framfylgt, bannlög sem eru réttlát, laus við alla fleyga og ívilanir til einstakra manna og stétta, sbannlög sem eru eins og þau, er þjóðin óskaði eftir 1908 og þingið 1909 leitaðist við að semja. Nei, heldur vilja þeir spyrja þjóðina um það, hvort hún vilji bannlögin »í þeirri mynd sem þau nú eru«. Eftir að hafa svívirt og brotið bann- lögin á allan hátt, ert alþýðu upp á inóti þeim, lamað framkvæmd lögreglunnar og fleygað lögin til stórskaða, vilja þeir leiða þau fram fyrir þjóðina og spyrja: Viljið þið bannlögin í þessari mynd. •) Auðkent af mér.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.