Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.07.1920, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 08.07.1920, Blaðsíða 1
* I / Ritstjóri: Halldór Friðjónsson. f III. árg. Akureyri, Fimtudaginn 8. Júlí 1920. 29. tbl. Landráð. Myrkraverk. Eitt sinn var sá er þetta ritar stadd- ur í fjölmenni, þar sem gamall embætt- is naður sagði frá Hafnarárum sínum. Srgðist honum svo frá, ,að þó íslenskir námsmenn í Höfn hefðu í mörgu verið ósamþykkir, og oft átt í brösum inn- byrðis, »þá hefðu þeir þó altaf staðið sem einn maður gagnvart »Danskinum«, Par áttu þeir allir óskiftan heiður. Pað var í s I en d i n g s-merkið á þeim. Eins og von er til, vekur það sárs- auka hjá þjóðinni, er á hana er ráðist, og þakklátur er almenningur þeim mönn- um er snúast ti! varnar. Séu það útlendingar, sem óhróður- iun bera á þjóðina, er sársaukinn ekki ncma hálfur,' því vanvirðan — sú að ala höfund óhróðursins — er annarar þjóðar. En þegar íslendinga sjálfa hend- ir sú ógæfa, að rægja þjóðina út á við, gerum við tvent í einu að hryggjast yfir ósómanum og skammast okkar fyrir að óhróðursmennirnir skuli vera sam- landar okkar. Ekki eiga allir þessir óhróðarsmenn jafna óvild og fyrirlitningu skilið, þó sameiginleg sök þeirru sé jöfn, sú að ófrægja meðbræður sína meðal fram- andi þjóða. Margir þeirra að rninsta kosti fara ekki í felur, láta nafns síns getið. Peir smokka sér ekki undan að standa reikningsskap gjörðanna. Að því leyti eru þeir drengir, mitt í dreng- skaparskortinum. Öllu dimmra er um hina, sem bera óhróðurinn í ókunnuga menn og þjóðir, og láta nafn síns hvergi getið. Peir eru tvent f einu ódrengir og lítilmenni og þjóðarskömm í ofaná- lag. Af hendingu rakst eg nýlega á bréf- kafla héðan úr Eyjafirði, sem birtur er í Heimskringln 5. maí s. 1. Höfundur lætur nafns síns ekki getið af skiljan- legum ástæuum, því alt er bréfið óslit- iun óhróður um Eyfirðinga. Héðan hefir bréfritarinn ekkert gott að segja, en margt af því, sem verra er, eða mætti verða til að kasta skugga á þetta hérað, í augum þeirra manna er ekki ekki þekkja til. Sem dæmi upp á aridann í bréfinu og sannleiksást og prúðmensku höf. set eg hér klausu, þar sem drepið er á að- flutningsbannið. Hún hljóðar svo: »Aðflutningsbannið. Pað hefír vak- ið eftirtekt manna, að Steingrímur lækn- ir Matthíasson skrifar um aðflutnings- bannið i Lögréttu. Ekki svo að skilja að margir vissu þann sánnleika, sem hann lýsir þar, en bannvinirnir vilja ekki trúa, að ástandið í bannlandinu sé eins og steingrímur lýsir því. Þökk sé •honurn fyrir hreinskilnina. Pað dugar ekki anneð en segja satt í hverju máli, því annars svíkur maður sjálfan sig. Et' einhver annar en Steingrímur læknir hefði verið svona opinskár, þá hefði því ekkí verið trúað. Lögin eru brotin daglega, og lítilsvirðing fyrir bannlög- unum er orðin svo megn, að mönnum þykir jafnvel sómi að segja frá því, þeg- ar þeir fá sér í staupinu. Það var hald- in miðsvetrarsamkoma nú fýrir nokkru hér í firðinum. Eftir skilríkum manni er haft að 12 hefðu fallið í valinn um nóttina af völdum Bakkusar, en margir hefuð verið góðglaðir, en getað haft fóta- ferð. Petta viðgengst í bannheraði Stefáns í Fagraskógi, ekki eru bannlögin höfð í meira heiðri í hans héraði. Allar breyt- ingar til að herða á lögunum eru árang- urslausar. Menn sækjast þess meira í forboðna eplið, eftir því sem á banninu er hett. Drykkjuskapur á samkomum á sér meira stað hér nú en áður en bannið komst á. Hér í Eyjafirði var drykkju- skagur að hverfa en nú virðist hann vera að vaxa. Petta kemur ekki vel heim við Jaáð setn blessaður biskupinn var að lýsa fyrir Svíum, um þær blessunarríku afleiðingar, sem bannlögin hefðu gjört hér á landi. Og eftirtektarvert er að sjá og heyra mistnuninn á lýsing biskups og Steingríms læknis um bannlögin. Hvor hefir réttára? Á því er enginn efi.« Að öðru leyti er megin hluti bréfsins óhróður um Kaupfélag Eyfirðinga* og kaupféiögin yfirleitt. En auðvitað varðar það minstu máli, hverjir eru ófrægðir. Hitt er blettur á héraðinu, að bréfritar- inn er héðan. Frændur okkar vestan hafs eru ætíð hreinskilnir við okkur. Og frá þeim verðum við varir hlýju og bróðurhugar. Hver sem reynir að sverta okkur í augum þeirra, á óskifta óþökk og fyrirlitningu okkar. Hatin vinnur hvorutveggja í einu, að setja blett 3 heimalandið og særa frændsemiskendir landana vestan hafs. Pær ery því þrjár höfuðsyndirnar, er hvíla á baki bréfritarans úr Eyjafirði. Fyrst sú, að hann ber óhróðurá hérað- ið, sú önnur, að hann sendir skeytin úr myrkrinu, og hin þriðja sú, að hann ber steina á borð í stað brauðs, fyrir frændurna vestra, sem þrá það framar öllu öðru. að fá g ó ð a r f r é 11 i r að heitnan. Landráðamenn eru þeir kallaðir, sem bregðast ættjörðu sinni ogsamþegnum. Er það ekki að bregðast ættjörðu siimi, að bera á hana illmæli í fjarlægu latidi? Varla inun því verða svarað neitandi. Halldór Friðjónsson. Öllum þeim, er á einn eða annan hátt sýndu samúð og hluttekningu við jarðarför mannsins míns sáluga föður og tengdaföður okkar. Etetsráðs J. V. Havsteens og heiðruðu minningu hans færuúi við innilegustu og bestu þakkir. Thora Havsteen. Pórunn Havsteen. fúl. Havsteen. Póra Havsteen Jóhann Havsteen. Útlendar fréttir. Rvík 7. júlí. * Sinn Feinar hafa stofnsett dóm- stóla á Irlandi. Krassin, sein var í Lundunum að leita samninga fyrir Rússa, er farinn heim. Samningar strand- aðir í bili. Þjóðarskuld Breta 8 miljarðar. Pólverjar hörfa undan á stóru svæði. Bolchevickar hafa tekið Lemberg. Pólverjar biðja banda- menn hjálpar. Framrás Grikkja í Litlu-Asíu er stöðvuð. Sendinefnd Alendinga lögð af stað til Lundúna, til að verða á fundi þjóðasambandsins 9. júlí Branting er kominn til Lundúna í sömu erindum. Friðarsamningar Rússa og Lit- haubúa ganga greiðlega. Slesvíkursamningarnir voru undirskrifaðir 5. júlí. Ekkert land fær þýsk kol fyr en bandamenn hafa fengið áskil- inn kolaskamt. Rvík. 8. Júlí. Spafundurinn ræðirhernaðarað- arbætur, kolagreiðslur Pjóðverja, hernaðarafbrot og Danzigmálin. Skaðabótafé Pýskalands er skift þannig: Frakkland fær 52°/o, England 23°/o, Ítalía 10°/o, Belgía 8°/o og Serbía 5°/o. Japan, Rú- menía og Portúgal fá afganginn. Finnland neitar að láta lausa Alcndinga. Stjórnmálasamband helst þó enn. Danmörk tekur formlega við Suðurjótlandi um næstu helgi þá verða aðalhátíðahöldin. Jarðarför móður okkar sáluga Önnu Einarsdóttir, er ákveðin Laugardaginn 10. þ. m og hefst með húskveðju á heimili hinnar látnu, Gránufélagsgötu 5. kl. 12 á hádegi. > Anton Jakobsson. Guðm. fakobsson. Konungur vor, Kristján X. mun leggja af stað hingað 24. Júlí. Innlendar fréttir. Rvík 7. Júlí. Björn Sigurbjörnsson frá Ak- ureyri hefir lokið verzlunarháskóla- prófi með 1 einkunn. 32 Vestur-lslendingar komu með Islandi 3. júlí. Jón Aðils háskólarektor andað- íst úr hjartaslagi í Kaupmanna- höfn í gær. Rvík 8. Júlí. Pétur Jónsson söngvari, Páll ísólfsson og Haraldur frá Kald- aðarnesi eru allir heima og halda hér hljómleika. Alvarleg alda gegn Steinolíu- félaginu í blöðum hér. Frá fréttar. V.m. Rvik. Jarðarför J. V. Havsteens etatsiáðs fór fram 2. þ. m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Gestamergð var í bænum fyrir og um síðustu helgi. Voru þar á meðal ýmsir af nafn- kendustu mönnum landsins,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.