Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 30.04.1921, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 30.04.1921, Blaðsíða 2
væri háttað, og af hvaðatogaför þeirra væri spunnin. Framkvæmdastjórinn hvað þetta gert að tilhlutun dansk-íslenzka félagsins, og með hjálp Búnaðarfélags íslands og Ræktunarfélags Norðurlands. Sú væri ætlun félagsins að greiða fyrir því, að hópur ungra manna og kvenna úr báð- um iöndum ætti kost á að heimsækja sambandslandið árlega og kynnast bún- aðarháttum í báðum löndum. Honum var ekki kunnugt um hvort nokkrir, eða hve margir/ fslendingar hefðu farið til Danmerkur í þessum erindagerðum á þessu ári. Danirnir, er hingað komu, eru ráðnir fyrir 300 — 400 kr. yfir tímann frá miðj- um Maí til 15. Sept. Einnig njóta þeir ferðastyrks að nokkru leyti. Framkvæmd- arstjóranum var ekki kunnugt um, hvað margir þeir væru, sem til suðurlandsins kæmu í vor. Danir vissu það ekki heldur. Sumir þeirra álitu, að þeir mundu verða 20—30, en aðrir, að þeir mundu jafnmargir og þeir, er hingað komu. Einnig gátu þeir þess, að miklu færri helðu fengíð aðgang hér, en um það hefðu sótt. Um atvinnuleysi væri ekki að ræða úti á landinu í^Danmörku, en kaupgjald væri þar lágt. Framkvæmdarstjórinn lét þess enn- fremur getið, að um atvinnuleit eða út- vegun á erlendum vinnukrafti, væri hér alls ekki að ræða. Að minsta kosti hefði hann ekki útvegað staði fyrir Danina með tilliti tíl þess. Heldur aðeins valið þau heimili, sem hann vissi að kaupa- mönnunum mundi Kða vel á, og þeir gætu kynst myndarlegum búskap. Pað er ástæðulaust að amast við því, þó lítill hópur aí útlendingum komi hingað árlega, til að kynnast landi og þjóð. En sjálfsagt er, að ekki færri ís- lendingar sæki Datii heim árlega í sömu erindagerðum. Ekki höfum vér minni þðrf fyrir að læra af Dönum, en þeir af oss. En að flytja útlent verkafólk svo hundruðum skifti irui í landið, þegar at- vinnuleysi er fyrir í landinu, nær auð- vitað engri átt og á ekki að þolast, Og Verkamaðurinn mun leita upp- lýsinga hjá Búnaðarfélagi íslands um þetta mál, bæð um fjölda hins aðkomna fólks, og f öðru lagi, hve margir landar vorir fara til Ðanmerkur í sðmu erinda- gjðrðum og Danirnir hingað. Meðan þær upplýsingar eru ekki fengn- ar, varður ekki meira rætt um þetta mál hér í blaðinu. Símskeyti. Rvík í gær. Kolaverkfallið enska stendur enn. Deilurnar milli Þjóðverja og og Frakka ekki útkljáðar enn. Frakkar hinir hörðustu. Vilja enga tilslökun. Forvextir Englandsbanka 61/*0/0- Togaravökufrumvarpið hefir verið samþykt til efri deildar, með 14 atkv. gegn 12. Frumvarp til laga um sam- vinnufélög samþykt við aðra um- r«eðu í neðri deild, meðl9atkv. gegn 5. Bankamálin eru til umræðu í báðum deildum. Peningamála- nefndin þríklofin. Tvö frumvörp framkomin. Styðja bæði íslands- banka. Ágætur afli á togarana. Sumir þeirra farnir að fiska í ís og sigla með aflann til Englands. Skuldir Islandsbanka erlendis, taldar 8—9 milj. Fréttar. V.m. Rvik. Trúlofun. Eins og sjá má á öðrum stað í blað- inu, hafa nýskeð birt trúlofun sína, ung- frú Oda Schiöth bakararneistara hér í bæ og verkfræðingur Einar Celion, Djurs- holm í Svíþjóð. Eru þau nú í Stokk- hólmi og starfar Celion þar hjá ríkinu. Hann var hér s. I. sumar og gerði mælingar fyrir væntanlegri rafveitu bæj- arins, og gat sér hinn besta orðstýr- Verkamaðurinn óskar hjónaefnunum allrar blessunar. Kvöldskemtun heldur »Hjúkrunarfélagið Hlíf« íkvöld og annað kvöld. Til skemtunar verður söngur, leikur, skrautsýning og máske fleira. Bæjarbúar fjölmenna æfinlega á Hlífarskemtanir. Starf félagsins f bænum er svo vel þekt og vel kynt, að stuðn- ingur almennings er æfinlega viss, þeg- ar tækifæri gefst. VerkamaOurlnn kemur aftur út á Þriðjndaginn kemur. Sýnlng frá Vefnaðarnámskeiðinu á Akureyri verður á morgun (Sunnud. 1 Maí) frá kl. 1—6 e. h. f Bæjarstjórnarsalnum. Tíðln ómunalega hlý og mild síðustu daga. í gær var hitinn 30 stig á móti sól. Kirkjan. Messað kl. 2 á morgun. Hrísgrjón kr. 0,85 kg. Sagogrjón — 0,75 — Kartöflumjöl — 0,75 — Hafragrjón — 0,85 — Hveiti besta teg. —• U2 — Bankabygg --— 0,85 — Hálfbaunir — 1,10 — Rúgmjöl — 0,75 — Natron — 0,75 — Kremortartari — 6,00 — Strausykur — 1,55 — Melís — 1,75 — Kaffi óbrent — 2,20 — Kaffi brent — 3,00 — Kæfa — 3,85 — Sódi — 0,40 — Sjóstigvél — 55,00 * l Kaupfélagi Verkamanna. p jy. sem skrifuðu undir áskor- * ) un um að styrkja Sjúkra- hús Akureyrar, geri svo vel að mæta f Samkomuhúsinu, Mánudaginn 2. Maí n. k. kl. 8 e. h. Framkvœmdarnefndin. gerið þið best í verslun minni. Nýkomið fjölbreytt úrval. Guðbjörn Björnsson. tilkymM Verðlagsnefndin hefir ákveðið hámarksverð á Akureyri, á Haframjöli kr. 0,85 pr. kg. á Hrísgrjónum kr. 0,85 pr. kg. Þetta tilkynnist hér með til eftirbreytni. Sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógetinn á Akureyri 21- Apríl 1921. Steingrímur Jónsson. Yindlakaup Es Sterling fer frá Reykjavík, norður um land að austan, 16. Maí, í staðinn fyrir 5. Maí. Fimtaferð skipsins frá Reykjavík 26.Maí vestan um land fellur burt. Skipið byrjar aftur 6. ferð sína frá Reykjavík 14. Júní í staðinn fyrir 16. Júní vegna konungs- komunnar. Kemur aftur til Reykjavíkur 24. Júní. Akureyri 24. Apríl 1921. Afgreiðsla »/,. Eimskipafél. íslands. Borðdúkar, frá kr. 8,75—14,00, nýkomnir í Kaupfélag Verkamanna. KART0FLUR, Kr. 35,00 tunnan, í Kaupfélagi Verkamanna. Mikið úrval af vönduðum Skófatnaði í Kaupfélagi Verkamanna. W&" Ný Saumamaskína, stofulampi ágætur, fiðla göm- ul og góð, fæst með tækifæris- verði, ef samið er fljótt, í Brekkugötu 5. SPJT" Sllfurneela fttndin á götunui. Upplýsingar á preutsmiðjunní á Oddeyri. Suðausturstofan í Strandgötu Nr. 1, niðri, er til leigu frá 14 Mai n. k. Axel Kristjánsson. í B ÚÐ fyrir einhleypt fólk til leigu. Ritstjóri vísar á. Nýr fiskur fæst altaf hjá Stefdni Ásgrimssyni, Norðurgötu 17. AGA-smjörlíkÍð þylir öllum, er reynt hata, besta smjör-• Ifkið sem liingað flytst. Rcynið það og þið munuð saunfæiast. Fæst aðeins í VERZLUNINNI „BRATTAHLIÐ*'. Brynj. E. Stefánsson. Prentsmiðia Björns Jónssonar,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.