Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.11.1921, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 08.11.1921, Blaðsíða 1
VERK AMAÐURINN Ritstjóri: Halldór Friðjónsson. IV. árg. Akureyri, þriðjudaginn 8. Nóvember 1921. 46. tbl. Hungursneyðin I Rússlandi. Um tniðjan síðastliðinn mánuð var búið að sá haustsáðkorni í héruðum þeiin í Mið Rússlandi, sem vegna þurk- anna í sumar urðu harðast úti. — Upp- skerubresturinn varð ógurlegur í héruð- um með 20 — 25 miljónir og hungurs- neyð var því auðsæ, ef ekkert var að- hafst. Jafnskjótt og vandraeðin voru fyr- irsjáanleg hófst stjórnin handa og skip- aði sérstaka nefnd, án tillits til stjórn- málaskoðana. Nefnd þessi var undir yfirstjórn stjórnarráðsins og hafði ann- ars óbundnar hendur til þess, að gera hvað sem henni htist heillavænlegast fyrir málið. Menn vorn sendir til þurk- 'héraðanna til þess að rannsaka ástand- ið. Vöruskatlurinn var krafinn inn jafn- óðum í öllum þeim héruðum landsins, sem góða uppskeru höfðu og hann sendur til hins nauðstadda fólks. Best varð uppskeran í Síberíu og umhverfia Pétursborg, og var það ráð tekið, að flytja sem mest af hungraða fólkinu til þessara svæða, börn voru látin sitja fyr- ir. Um alt land voru hafin samskot og verkamenn unnu víða yfirvinnu og sendu andvirði hennar i sjóð, sem stofnaður var til þess, að kaupa matvæli fyrir er- lendis. Bændur gáfu viða alt það korn, sem þeir ekki þurftu að nota til heim- ilisþarfa og er svo að sjá, sem stjórn og þjóð hafi verið bæði samhent og skjót til ráða. Nefndin sem skipuð var, leitaði þeg- ar hjálpar utan Rússlands með ávarpi til allra þjóða. Var fundur haldinn i Genf og sátu hann ýmis rauðakrossfé- lög og fulltrúar ríkis-stjórna. — Fund- urinn varð sammála um það, að hjálpa hinum sveltandi mönnum, og var Frið- þjófur Nansert kjörinn til þess að fara til Rússlands og semja við stjórnina um samvinnu í hjálparstarfseminni. Var hann skjótur í ferðum og kom' aftur með þær upplýsingar, að Rússar þörfnuðust fremur fjárláns en gjafa, og bauð út fyrir hönd sovjet-stjórnarinnar 10 mil- jón setrlingspunda lán, sem hann hvað mjög vel trygt. — Bandamenn voru með allskonar vífilengjur, og var auð- séð af öllu, að þeir vildu nota sér neyð þjóðarinnar til þess, að græða bæði fjárhagslega og stjórnmálalega á henni, en Rússar lýstu því yfir á hinn bóginn, að slíkt skyldi aldrei verða. Var um skeið sagt, að Nansen vildi segja af sér starfinu, en hann hefir neit- að harðlega að svo væri, sér liafi aldrei dottið þau í hug. Hafa ýmsir merkir Bretar gengið i lið með honum, og segjást treysta honum fullkomlega til að fara bæði ,vel og viturlega með rnálið. Bandaríkin eru eina ríkið, sem veru- legan skerf hefir lagt til hjáfparmnar, og Guðm. Friðjónsson flytur erindi í stóra sal Samkomuhúsins í kvöld kl. 81/* e. h. Húsið opnað kl. 8. Aðgangur 1 króna, seldur við innganginn. Saumar. Undirritaðar taka að sér að sauma, hreinsa og pressa Karlmannaföt. Odýr vinna. Fljót afgreiðsla. SigríÖur Daníelsdóttir. Ouðjónía Sigtryggsdóttir. segja nýjustu Rostaskeyti, að matvælin, sem þaðan flytjist, fullnægi nú algerlega þörfihni. — Koma skip daglega full- femd matvælum frá Ameríku og flytja frí Rússlandi bæði skinnavöru, timbur og olíu. Þá hafa verklýðsfélögin um allan heim gengist fyrir samskotum til nauðstaddra samherja í Rússlandi. Hafa bæði sam- böndin starfað að því og gengið ágæt- lega, þegar litið er til ástands þess, sem yfirleitt ríkir í verklýðsstéttunum. Kvekarar hafa mjög beitt sér fyrir hjálparstarfsemi, og hefir félag þeirra í Ameríku t. d. safnað 5 miljónum doll- ara, sem þeir ætla sjáifir að kaupa vör- ur fyrir og koma til hinna bágstöddu. Noregur hefir gefið Rússlandi bæði fisk og síld fyrir stórfé, og Danir hafa sent meðul og fleira, auk fjir þess, sem safnast hefir meða', verkamanna; ætia þeir að selja upp btrnahæli í Rússlandi og reka þau að öllu leyti. Petta er í stuttu máli saga þessa máls tekin eftir bestu heimildum, sem fyrir hendi eru. >Alþbl.« */'<>• Er það rétt? Bærinn er að láta fylla upp við höfn- ina. Pó ekki vinni nema tiltölulega fáir menn við þetta, þá finst mér að það sé órétt að sömu mennirnir sitji að vinnunni allri. Álít að vinnunni ætti að skifta sem jafnast niður á milli fjöl- skyldumanua í bænum, sem nú eiga allflestir við næsta þröngan kost að búa. Mér er sagt að margir af þeim mönnum, sem í vinnunni eru, seu upp á bæinn komnir með framfærslu sína og sinna og bærinn sé að spara sér útgjöld með því að láta þá vinna það sem bærinn þarf að láta gera. Þetta má nú satt vera, það sem það nær, en eitt er víst og það er, að minsta koiti sumir þessara manna eiga ekki fram- færslusveit hér og á því bærinn heimt- ingu á framfærslueyri frá framfærslu- sveitum jieirra. Rað liggur því nær að álíta, að með því að láta þessa menn sitja í fyrirrúmi fyrir þeim mönnum, sem eru bæjarins að öllu leyti, sé ver- ið að slá peninga úr liendi bæjarins og létta undir með öðrum sveitum. Retta er nú náttúrlega ósköp fallega hugsað, en þó liggur nærri að álíta að bænum f«tist ekki sú rtusn, meðan hann er ekki fær um að hjálpa rót- grónum bæjarmönnum til að forðast að leita á náðir bæjarins. Eg er nú ekki betri en það, að mér finst þar sveitir, sem eru að ota fátæk- lingum hingað til bæjarins, ættu það fyllilega skylið að styrkja þá hér, og honum væri miklu sæmra að veita sín- um mönnum þá hjálp, sem hann er fær um að veita. Framfærslustyrkur utanbæjarmanna er altaf vissir peningar, cf rétt er að fariö og það virðist eng- in ástæða fyrir bæinn að draga úr honum á þann hátt að veikja aðstöðu annara bæjarbúa um leið. Mér finst liggja beinast við, að skifta bæjarvinnunni sem jafnast niður á milli atvinnulausra manna í bænum, ekki síst þegar um lítið er að gera, og vonast eg eftir að stjórnarvðld bæjarins hafi það hugfast i framtíðinni. Látum aðrar sveitir sjá fyrir aíuum mönnum og hjálpumst að að kljúfa okkar þrítuga hamar. Hann mun reyn- ast okkur nógu erfiður í velur. Vínnulaus. Hvort er sómasamlegra? En svo eru hinar merkilegu bjargráða ráðstafanir. Það áttl að kenna mönn- um að spara. Pað átti að forða mönn- um frá að kaupa mikið af óþarfa, og lög um það munu enn vera í gildi. F*að var sett á stofn dýr skriístofa (ilíka nauðsynleg og bæjarstjóra-embættið á Akureyri) til þess að tempra óþarfa inn- kaup íslendinga. En í stað þess að gera sígaretlur, átsúkkulaði o. fl. þessháttar óþarfa að bannvöru, hefir kaupmönnum með miklu ómaki og dýru verið veitt leyfi til að hafa svo mikið af þessum og fleiri óþarfa, að allir hafa getað fengið meira en nóg af þessu og öðru álfka góðgæti. Og hvað er svo unnið við þessar ráðstafanir? Jú, þær hafa veitt nokkrum mönnum góðar tekjur og gert menn ánægðari líkt og syndakvittunarbiéfin. En þær hafa verið verri en ekkert eins og aflátsbréfin. Menn vissu um innflutn- ings erfiðleikana, pöntuðu því oft meira en þeir annars hefðu gert, festu á þann hátt of mikla peninga fyrir vörur, sem fallnar voru f verði, áður en þessar miklu birgðir voru uppseldar. Á þetta einkum við siðustu tvö árin. Hafa ýmsir af mikium móði sungið þessum ráðstöf* íslandsbankahús III. hœð. unum lof og dýrð. En sannleikurinn er sá, að mikill hluti þeirra er verri en ekkért. Um vö’ruútvegun landsstjórnarinnar, á meðan siglingateppan var mest, er það að segja, að hún var óhjákvæmileg þann tíma. Og að fyrirbyggja okur er skylda stjórnarinnar, og um það þarf að aemja lög. Landsstjórnin á ekki að versla og festa fé landsins f vörum. En hún á að láta semja lög um hvað mest megi leggja á hverja vörutegund og hafa eftirlit með að íshrttu hafuir hafi nægar-matarbirgðir undir veturinn. Kaupmenn hafa okrað. Og þeir gera það, ef ekki ar stemt stigu fyrir. Fjöldi dæma hefir sýnt það hin síðari árin að hámarksverð á vör- um er nauðsynlegt. Ef fáir hafa haft ein- hveija vörutegund á einhverjum stað hafa þeir sett upp vöruna um leið. Gæti eg nefnt vissa menn í því sambandi, þeim til verðugrar minkunar. Burt með okrið! Pá er eg kominn að aðalefninu. Hvort er sómasamlegra að hafa ýms embætti sem hægt væri að komast af fyrir utan, og borga opinberum starfs- mönnum ríkisins svo mikil laun, að fjárhag vorum sé stefnt I voða, eða hafa embættin færri og launin lægri? Rétta svarið er auðfundið. Eg veit að það eru ekki mörg em- bætti, sem hægt er að afnema með öllu. En þau eru. t. d. sendiherraembættið f Höfn, hagstofu»embættin,« því það get- ur stjórnarráðið haft á hendi) sum ráðu- nautsembættin o. fl. Vér borgum of há laun eftir efnum og ástæðum. Vér höfum ekki ráð á að borga heilum hóp manna um 10 þús. kr. á ári hverjum. Vér eigum ekki að borga landsverslunarforstöðumanni 25 þús. kr„ bankaráðsmönnum 8 þús hverj- um fyrir mjög lítið verk o. s. frvy Póst- menn og símamenn fá alt of mikið. Prestar, læknar og sýslumenn fá líka of mikil laun. Með hinum miklu brauðasamsteypum hafa piestar fengið gífurlegar launabæt- ur. Svarfdælapresturinn t. d. hefir nú fengið embætti sem 3—4 prestar þjón- uðu í gamla daga og tvei>- þar til fyrir fáum árum. Tjarnarprestakall, sem hann fékk í viðbót, er betra en Vallabrauð. Og þó fær þessi prestur og allir prest- ar launaviðbót, dýrtíðaruppbót og ómaga- eyri auk þes$ *ð þúa á ágsetrt JGrð,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.