Verkamaðurinn - 09.01.1923, Blaðsíða 1
SERHðMðBUHIHH
i Ritstjóri: Halldór Friöjónsson.
VI. árg. *
Akureyri, Priöjudaginn 9. Janúar 1923.
♦
:
2. tbl.
Jfendrik Schiöth
fyro. bankagjaldkeri.
Árla morguns 6. þ. m. andaðist að heimili sinu hér í bæ
fyrv. bankagjaldkeri H. Schiöth, tæpra 82 ára að aldri.
Hendrik Peter Frederik Schiöth hét hann fullu nafni og var fædd-
ur í Nestved í Danmörku 14. Febrúar 1841. Faðir hans var tré-
smíðameistari, *vel metinn atorkumaður af góðum ættum. í æsku
lærði Schiöth heitinn brauðgerð og vann á stærsta brauðgerðar-
húsi Kaupmannahafnar þar til hann — að tilhlutun C Höepfners
stórkaupm. — fluttist hingað til Akureyrar vorið 1868 til að taka
við forstöðu fyrsta brauðgerðarhússins er sett var á stofn á norð-
urlandi. Veitti hann því forstöðu i full 30 ár. í byrjun ársins 1879
varð hann póstafgreiðslumaður hér og hafði þann starfa á hendi
í 25 ár. Einnig var hann gjaldkeri .Sparisjóðs Akureyrar" frá
1885 til 1904 er Úibú íslandsbanka hóf hér starfsemi og tók við
sjóðnum, en Schiöth varð gjaldkeri útbúsins. Oengdi hann þvf
starfi þar til árið 1912 að hann varð að láta af því vegna heilsu-
bilunar. Sem starfsmanni var Schiöth viðbrugðið fyrir skyldurækni,
heiðarleik og lipurð. Allan þann tíma, er hann var póstafgreiðslu-
maður, var það starf ilia launað og póststjórnin að því skapi sít-
ingssöm og skilningslaus á allar umbætur að því lútandi. Mundi
margur nútíma embættismaður þjóðar vorrar þykjast grátt leikinn,
ef hann væri staddur í sporum Schiöths á þessum árum. En þrátt
fyrir þetta, leikur ekki á tveimur tungum með það, að aldrei hefir
| þetta starf verið rekið hér með jafn óþreytandi lipurð og sam-
visku og meðan það var i höndum Schtöths. Líkt má og segja
um alt annað er hann vann fyrir almenning. Alt bar það vott
um heiðursmanninn ósérplægna, er aldrei vildi vamm sitt vita i
smáu né stóru. >
Tveim árum áður en Schiðth fluttist hingað, giftist hann Önnu
Cathrine (f. Larsen) dugnaðar og frfðleiks konu. Var heimili þeirra
við brugðið fyrir myndarhátt og reglusemi. Pau voru bæöi í
blóma lífsins, er þau komu hingað til bæjarins og urðu svo sam-
gróin bæjarfélaginu og ðllu því er íslenskt var, að dæmafátt er.
Bæði unnu þau Akureyri jafn heitt, og engitin varð annars var,
en þau væru islensk að fullu og öllu, hefði málfæri þeirra eigi
sagt til um upprunann. Fimm böm áttu þau hjón og lifa öll.
Alma, gift O C Thorarensen konsúl, Olga, gift Friðjóni Jenssyni
tannlækni, Axel brauðgerðarmeistari, Carl kaupmaður, öll búsett
hér f bæ, og Anna, gift Klemens Jónssyni atvinnumálaráðherra í
Reykjavfk.
Schiöth var fríðleiks maður, allra manna prúðastur og alþýðleg-
astur í framgöngu og viðkynningu. Hann var einn þeirra manna,
er altaf var hlýtt i kring um og allir litu til með vinsemd og
virðingu. Akureyrarbúar munu blessa minningu hans um fjölmörg
ókomin ár.
Hendrik P. F. Schiðth fyrverandi bankagjaldkeri, andaðist
aðfaranótt 6. þ. m. eftir létta sjúkdómslegu.
Jarðarför hans fer fram Þriðjudaginn 16. þ. m. og hefst með
húskveðju á heimili hins látna kl. 1 e. h.
Akureyri, 8. Janúar 1923.
Börn og tengdabörn.
Ónýtu atkvæðin 4. þ. m.
Við kosningu til bæjarstjórnar 4.
þ. m. kom það f Ijós að af tæpum
900 atkv. voru 90 atkvæði ónýt. Þetta
er sorglegur vottur um skilningsleysi
kjósenda á kosningaathöfninni, og óvirð-
ing fyrir Akureyrarbæ þegar slfkt berst
með blöðunum út um land, ekki vant-
aði það þó nú, að btöðin kæmu
með fyrirmyndir um hvernig kjósa
átti, svo ekki er þvf um að kenna,
vonandi er nú samt að þetta smálagist
og hvetfi að mestu leyti með tfmanum
Aðal orsökin til þess að svona mörg
atkvæði verða ónýt, ætla eg að sé sú,
að þeir kjósenda sem ekki eru vissir
á hvernig kjósa skuli, vantar áræði
tii þess að beiðast leiðbeininga af
kjörstjórninni við kosninguna, kjör-
stjórnin ætti að hafa fulltrúa sem leið-
beindi kjósendum, hreint og beint
spyrði alla þá, sem nokkur lfkindi
væru til að þyrftu leiðbeiningar við,
hvort þeir vildu þigeja hana, með þvf
móti einu mætti koma f veg fyrir þessi
ónýtu atkvæði, sem eru kjósendum til
minkunar, og sýna þarafleiðandi ekki
rétta útkomu á kosningunni. Hugsum
okkur til dæmis að einn listin hefði
nú átt öll þessi ónýtú atkvæði, (eg
býst nú raunar ekki við að það hafi
verið tilfellið nó) en slikt gæti komið
fyrir, þá hefði kosningin fallið öJru
vfsi en orðið er.
Annars finnst mér að full ástæða sé
orðin til þess að þjóðin fari að heimta
að þingið breyti kosningarlögunum (
frjálsaii átt en nú er, breyti kosningar-
athöfninni, þannig að kjósandinn geti
að fullu notað kosningariétt sinn. Það
munu sjálfsagt margir svara þvf, að
kosningin sé svo frjáls sem hægt sé
að hafa hana, og kjósandinn geti að
fullu notað rétt sinn, en svo er þó
ekki og fyrir þvf er hægt að færa full
rök. Tökum til dæmis kosningu til
bæjarstjórnar, hugsum okkur að kjósa
eigi 4 menn, og að fram komi fjórir
listar, eptir þvf að dæma ætti réttur
hvera kjósenda, væri hann óskertur, að
Hér meö tilkynnist vinum og
vandamönnum að jarðarför konunnar
minnar, Valgerðar Sigurðardóttur, er
andaðist 6. þ. m. er ákveðin Mánudag-
inn 15. þ. m. og hefst með húskveðju
á heimili okkar Gránufélagsgötu 29.
kl. 12 á hád Eftir beiðni hinnarlátnu,
eru kransar afbeðnir.
Akureyri */i 1923.
Ólafur Porsteinsson.
ná til að kjósa fjóra fulltrúa. Nú eru
listarnir merktir með bókstöfunum a.
b. c. d, og vill svo til að það 6r
aðeins einn maður á hverjum lista, sem
einhver kjósandi vill, en hann má ekki
kjósa nema einn lista, með öðrum orð-
um, hann getur f þessu tilfelli ekki
notað rétt sinn nema að V«, hinir 3/«
réttarins eru af honum teknir. Þessu
finst mér þurfa að breyta þannig, að
komi 4 listar fram, eða hvað fáir eða
margir sem eru, þá eigi að sleppa
alveg bókstöfunum þegar að kosningu
er komið, prenta bara nöfnin á einn
lista f þeirri röð sem þau hafa komið
inn á skrifstofuna og lofa svo kjós-
endum að velja úr þeim nöfnum jafn
marga fulltrúa og kjósa á f það sinn,
með krossi fyrir framan hvert nafn.
Með þsnnig lagaðri kosningu er réttur
hvers kjósenda orðinn svo fullur sem
hægt er, en fyr ekki.
Ennfremur ynnist við þetta það, að
öll fulltrúaefnin yrðu jafn rétthá, engin
frádráttur á atkvæði til hvers fulltrúa
hvar f röðinni sem væri, allur sá mis-
munur sem nú er gjörður á gildi
bvers atkvæðis efsta manns hvers lista
og þeirra sem neðar eru, er óréttur
sem á að hverfa.
K’ósandi.
Kosning
Fór fram á Seyðisfirði f gær. Á ai-
þýðuflokkslista voru kosnir Karl Finn-
bogason og Jón Sigurðsson (kennari?)
Á kaupmannalista Otto Vathne.
Karl fékk 157 atkv.
Jón — ro52/3 —
O. Vathne 114 —