Verkamaðurinn - 13.03.1923, Blaðsíða 2
28
VERKAMAÐURJNN
1Z ibl.
• • • •-•-
-•-•-• • •-•
• •••••••••• • • •-
• «-••-•-•
• •-•-••-•-•-•-•-•
Sjávarútvegsmenn!
Línuverk,
Smurningsolía
nýkomið í
Koppafeiti
Raupféí. Yeikamanna.
---------------------------
Oömul
t a n n g e r v i
með platínustiftum í fram-
tönnunum, kaupi eg, ef
komið er með þau strax.
Caroline Espholin.
_______________________/
ins, hljóta þær að vera bundnar við
iðrun þess að hafa ekki látið dreng-
inn læra sund, svo hann ekki drukkni
ef hann dettur í vatnið,' ef ekki er
einhver til að bjarga. Hagfræðingar
þjóðanna virða mannslífin á tugi þús-
unda. Fiórspaðamaðurinn telur iffið f
hálfvöxnum dreng sýnilega ekki mikils-
virði, fyrst hann telur ekki föðurnum
skylt að sýna því féfagi traust og
þakklæti, sem vakið hefir sundfþrótt-
ina úr dvala, ekki einasta hér f bæ,
heldur vakið svo sterka hreifingu
fyrir sundnámi út um alt land, að
nú er nálega kent sund f hverri sveit
landsins, þó sú fþrótt þektist ekki víða
áður en ungmennafélögin tóku til
starfa. Hefði andi Ragnars ráðið f
sundmálunum, ættum við Akureyringar
enn ekkert sundstæði, allir bæjarbúar
yrðu að drukkna ef þeir dyttu ( vatn.
Enginn væri til að bjarga, hvorki
sjálfum sér eða öðrum.
Afskiftum R. Ó. af hafnar- og vega-
málum hefir áður verið lýst. Þar hefir
hann verið hreinn andstæðingur allra
endurbóta, aldrei viljað að annað væri
gjört við vegi bæjarins, en að ekið
væri aurleðju ofan á aur, og neytt
allra ráða til þess að aðalbryggja
bæjarins yrði áfram um ófyrirsjáan-
Jegan tfma sama kolastfan og hún
hefir verið um undanfarin ár af völd-
um Ragnars. Þegar bærinn átti kost
á því að verða fyrstur hér norðanlands,
tii þess að fá hraðvirkt þúínasléttunar-
áhald til jarðræktar sfðastliðið vor,
reis R. Ó. öndverður gegn því. Hann
viidi gömlu aðferðina, undirristuspaða
og plóg, eða algerða kyrstöðu f jarð-
rækt hér f bæ, eins og verið hafði um
nokkur ár vegna dýrtíðarinnar. Afleið-
ingin af þvf, að þúfnabaninn kom
hingað f sumar varð sú, að á einu
sumri hefir sennilega verið brotið
hér f bæ meira land en unnið hefir
verið öll árin frá sfðustu aldamótum.
Svona mætti lengi telja afskifti
Ragnars af bæjarmálum þar, sem bann
er fremstur f flokki þeirra manna,
sem engar framfarir vilja f bænum.
Slfkir menn eru eins og dragbftur á
sleða, sem stöðvar áframhaldið alger-
lega þegar krafturinn er ekki nægur
til að draga áfram, en auka þess á
milii erfiði þeim, sem sækja fram.
Fróðlegt væri að líta yfir Akur-
eyrarbæ, ef andi Ragnars hefði stjórnað
honum undanfarin 20 ár. Fyrst myndi
prýða útsýnið þegar komið væri inn
á Pollinn utan úr firðinum, kolabiyggja
á Torfunefi, eigntbæjarfulltrúa Regnars
Ólafssonar. Engin önnur mannvirki
við höfnina. Enginn barnaskóli, engin
sundkensla, engin vatnsveita, engin
rafveita. Vegirnir með þriggja álna
djúpri for eins og íslendingur talar
um. Bókasafn bæjarins geymt f klóf-
um f fjóshlöðu f Rúðargilinu. Ræjar-
stjórnarfundir haldnir fyrir lokuðum
dyrum einu sinni á ári á skrifstofu
R Ó því þá ætti bærinn ekkert hús,
hvorki fyrir bókasafn eða bæjarstjórnar-
fundi og almenningur mætti ekki vita
hvað gerðist á fundunum.
f 'rlincur Friðjónsson.
Utan úr heimi.
Khöfn í Janúar.
— Að vísu eru jólin löngu liðin, en
margs er að minnast frá þeim, sem
færandi væri f letur, þeim til gamans,
er fjærri búa.
Það var að venju mikið um dýrðir
hér um jólin. Sunnudaginn fyrir jól er
venjulega svo mikil umferð á >Strikinu,<
að þeir, sem vilja vera vissir um að
hafa alla limi heila um hátíðina, voga
sér ekki þangað út. Mannþyrpingin er
afskapleg. Allir sækja inn til borgar-
innar, til að Ifta á jólavarninginn, sem
þó er mest glysvarningur og óþarfi,
að aumra dómi. Reyndar getur verið
álitamál hvað er óþarfi og hvað ekki,
Er ekki nauðsynlegt að hafa snirtilegt
f kringum sig, dúka á borðuro, teppi
á gólfum, myndir á veggjum, bæ.kur
að lesa, borðbúnað úr silfri og postu-
ifni, leikföng handa börnunum ? Það
er margt að girnast, en ekki altaf
eins mikið að kaupa fyrir.
Á Ráðhústorginu stendur stórt og
voldugt jólatré. Það stendur hér á
sama bléttinum hvert ár, sett upp 14
dögum íyrir * jól og kveikt á því á
hverju kvöldi. Það er með rafljósum.
Mér finst það skorta hátfðablæinn.
T.jósin tindra ekki eins og kertaljósin.
Hér er glaumur og gleði! Það er
æskulýðurinn, sem hefir hópað sig
saman kringum tréð. Hátfðin er þegar
komin. Margir þessara anga, sem
standa þarna og tvfstfga og stara sig
þreytta, hafa máske ekki annað jóla-
tré en þetta og eiga ekki f vændum
að jólasveinninn komi við bjá þeim,
þó mikið sé lagt f sölurnar til að láta
sem fæsta fara tómhenta og hrygga f
rúmið á jólanóttina Blöðin og ýmsar
góðgerðastofnanir safna ógrynni fjár
til úthlutunar meðal fátækra um jólin.—
Rest væri þó að enginn þyrfti að
þiggja ölmussu. — En, þvf miður, á
það fyrirkomulag langt f land.
Á aðfangadagskvöld er kyrt og
hljótt f borginni. Eftir kl 6 er lftil
umferð úti. Flestir heima bjá sér. Á
gamalárskvöld er öðru máli að gegna.
Kl. 12 safnast menn saman á Ráðhús-
torginu. Þar er skotið fiugeldum,
sungið og spilað. Þetta er þó ekki
nema svipur hjá sjón við það sem
áður var. Nú standá lögregluþjónar f
hverjum krók. Komi eitthvað íyrir,
koma þeir þjótandi. Reyndar hefir ekki
oft þurft á þeim að halda f seinni tfð,
en þeir eru þó altaf til taks.
Inni á kjffi- og matsöluhúsunum
er glaumur og gleði. Þar eru öll borð
fullskipuð — etið, drukkið og dansað
og látið öllum ffflalátum. inni á »Wifir«
er þó mest um læti. Að þessu sinni
sátu þar um 600 manns að drykkju.
Fyrir utan stóð múgur og margmenni,
sem af og til lét til sín heyra, hróp-
aði, flautaði og kallaði til gestanna,
Lögreglan lætur þetta óátalið, meðan
ekki kemur til handalögmáls milli lýðs-
ins og gestanna, er þeir fara út. Kl.
2 á öllu að vera hætt, og þá fara
menn að leita sér að samastað annar-
staðar, þvf fæstum dettur f hug að
fara beim f rúmið á þessum tfma.
Það var gaman að vera á járn-
brautastöðinni á aðfangadaginn og at-
huga lffið þar. Fólkið streymir út og
inn. Þúsundir koma og þúsundir fara.
Menn heilsast, kveðjast, óska hvcr
öðrum gleðilegra jóla. Atlir, sem vetl-
ingi valda, vilja heim um jólin. Það
má lesa þetta orð á hverju andliti.
Helm, til foreidra, systkina eða skyld-
menna. Heim, út á landið — í kyrð-
ina og friðinn — heim! —- heim!
Um Go—70 þús. manns fóru meðjárn-
brautinni út á landið á Laugardag
og Sunnudaginn f þetta sinn. Eg býst
við að þetta sama orð hafi hljómað f
sálum margra >landa< þetta kvöld.
Margan hafi langað til að fljúga heim
til foreldra, vina og kunningja — heim
í vetrarkyrðina og írónskan hátfða
helgidóm. — — — —
Veturinn hefir verið afar mildur.
Engin frost, fyr en nú í miðjan Janúar
að það hefir orðið 2—3 gráður. Kornið
stendur vel á ökrunum og búist við
góðri uppskeru.
Vinnulsusir menn eru hér um 68
þús. og altaf bætist við f lestina þá.
Ekki gott að vita hvar lendir. En
meira um það og allar ráðstafanir þar
að lútandi f næsta bréfi
Þór.
Símfrétiir.
Rvík i gœr.
Tyrkir liafa gengið að friðar-
samningum við Bandamenn.
Stjórnarskifti orðin í Noregi.
Orsökin bannmálið. Halvorsen
(foringi afturhaldsmanna) myndar
stjórn.
Frakkar hafa yfirgang í frammi
við Pjóðverja, taka hernámi
marga iðnaðarbæi. Hafa lagt
hald á enskan kolafarm, er fara
átti til ríkisjárnbrautanna pýsku.
Frakkar hafa sampykt minst
18 mánaða herskyldu hjá sér.
Sheviot
blátt og svart, í kvenfatnaP.
karlmannafatnaft og ferm-
ingarfðt. Mikið úrval í
Kaupfélagi Verkamanna.
Mikið úrval
af ódýrum og smekklegum
karlmanna-
f ö f u m
í Kaupfél. Verkamanna.
Jataefni
tvíbreitt á kr 6.50 m. í
Kaupfélagi Verkamanna.
Umdæmisstúkufundur
verður haldinn f fundarsal bæjarstjórn-
arinnar Föstudsginn 16. þ. m. kl. 8
e. h. — Umdæmisstúkustigveiting
Vms mál til umræðu.
Sjó- og Iand-
stígvél
«
seljast með niðursettu verði,
Sömuleiðis s ó 1 n i n g a r.
Jón Q. ísfjörP.
Mussolini eykur alræöisvald
sitt með hverjum degi.
Rússar hafa gefið 17 milljónir
punda af brauði til bágstaddra
í Ruhr.
Skattafrumvörp stjórnarinnar
hafa verið sampykt við 2. um-
ræðu í pinginu — breytingalítið.
Maður druknaði vestur á Mýr-
um. Voru tveir á báti, en hinn
bjargaðist. Góður afli í Sand-
gerði og Vestmannaeyjum, pegar
á sjó gefur.
Fréttar. Vm.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.