Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 06.01.1926, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 06.01.1926, Blaðsíða 1
HEIiKðMðSIIRIHH , ... n r tf fi' n ir Útgefandi: Verklýðssamband J'íoröurlands. Akureyri Miðvikudaglnn 6. Janúar 1926. 1. tbl. MeÐ þessu tölublaði» Verkamanns- ins“ verður sú breyting á útgáfu hans, að stjórn Verklýðssambands Norðurlands tekur að se'r útgáfu blaðsins. Ritstjóri og ábyrgðarmað- ur verður Halldór Friðjónsson eins og verið hefir. Hann annast einnig útsendingu blaðsins og innlieimtu árgjalda og auglýsingasöfnun. Form blaðsins verður óbreytt, og 52 heil blöð koma að minsta kosti út á ári. Verð árgangsins 'kr. 5.00. Á v a r p. Heiðtuðu félagsbíæður og -systui! Alþýöumenn og -konur innan féiags og utan! Um leið og blaðið *Verkamaður- Inn* hefur göngu sfna sem blað ykkar allra undfr stjórn Verkfýðssambands Norðurlands, viljum við tala til ykk- ar nokkur orð. Eins og ykkur að sjálfsögðu er Ijóst, er mflgagn eitt af þvl allra nauösynlegasta, sem alþýða manna þatf að hafa sér til styrktar I bar- áttunni fyrir rétti sfnum I þjóðfélag- inu. Til þess aö kveönar veröi niður öfgar og yfirgangur andstsðinga hennar þarf ekki einasta sterk félags- samtök I hverjum kaupstað og sjívarþorpi fandsins, heldur og góðan blaðakost, er tengi saman fjelögin og einstakHngana. Alstaðar f heimiuum hefir alþýö- an snemma furdiö til þess að, henni væri ómissandi að hafa gott máfgagn til stuönings i réttindabar- áttu sinni. Hvarvetna erlendis hafa blásnauðir verkamenn (agt fram drjúgan skerf af launum sínum, oft 10% til fjórðung launanna. Svo mikla áherslu lögðu þeir á að halda uppi blaði, er berðist fyrir hags- munum þeirra og hugsjónum. Blöð þeirra eru nú líka vlða orðin stór og voldug og þarfnast ei lengur þeirrar fórnfýsi. Verkalýðurinn hér norðanlands hefir ennþá ekki haft kraft til að koma sér upp slfku máigagni. Ein- stakir mrnn hafa hingað til haldið uppi blaði þvi, er verið hefir mál- gagn verkalýðsins, Nú má ekki lengur við svo búið standa. Verka- lýðurinn verður sjálfur að e?ga blað sitt og bera meö þvi hita og þunga dagsins, ef með þarf, enda nýtur hann ávaxtanna af þvi er það afrekar. Norðlenski verkalýðurinn myndaði með sér f vor .Verklýðs- samband Norðurlandi* til að geta sem best staðið saman i baráttu sinni. Stjórn þessa sambands hefir nú ákveðið að taka útgáfu »Verka- mannsins* i sfnar hendar, svo verka- iýðurinn gæti sjálfur ráðið honum og átt hann. Til þess að verklýðsblöð geti boriö sig, verða þau að treysta á þroska og áhuga verkalýðsins f bæjunum og allrar alþýðu. Verka- menn hljóta að finna tii þess, að án málgagns væri hag þeirra iila komið. Hveinig slæði þelr þá i kaupdeilum, bosningum og annari baráttu, sem þeir þurfa að heyja til að afla sjer réttmæts kai ps, áhrifa á stjórn bæja og ifkis, slysatrygginga, sjúkra trygg- inga og annara réttarbóta, sem þeir gera kröfur til? Þvi er það sjálf- sögð skylda hvers verkamanns, er vill vinna að hag sinnar stéttar, að sfyðja blað sitt af fremsta megni, fyrst og fremst með þvi að kaupa það og greiða, sfðan með þvi að útbrefða það eftir mætti. Vetklýðssambandið treystir þvf fastlega, að hver verkamaður og verkakona reynist i þessu stétt sinni trú og bregðist hvergi skyldu sinni. Blaðið mun aldrei láta það undir höfuð leggjast, að taka málstað al- þýðunnar sem best og djarfast og ennfremur reyna, eftir þvi sem frek- ast er unt, að flytja bæði fræðandi og skemtilegar greinar um menn og málefni, útlend og innlend, sem al- þýðu varöar. Þvf er, meðal annars, mjög mikils um vért, að alþýðu- menn og konur sendi blaðinu fréttir úr héraði sfnu, af félagsstarfinu og öðru þvf, er til fróðleiks getur orð- iö og til að auka kynningu meðai alþýðu. Nú, þegar þessl breyting verður á stjórn og úteáfu „Verkamannsins*, skorum við á verkamenn, verkakon- ur og aila alþýðumenn að hefjasf handa til þess að vinna biaði sinu sem mest gagn, gerast sjálf kaup- endur þess, lesa það og útbreiða meðal vina sinna og stéttarsystkina. Verklýðssinnar! Sýnið nú dáð og dugnað, sem hverjum ber, er á hann er treyst og heitið! Komið »Verka- manninum* inn á hvert einasta heimilil v I stjórn Verklýðssambands Norðarlands. Etlingur F/lðfðnsson. Elnar Olgeirsson. Ingóljur Jðnsson. Ungmennafélag Akureyrar heldur 20 4ra afmœli sitt 7. þ. m. Verður vegleg afmælis- veisla haldin I hinu nýja samkomuhúsi 1. 0. G. T. og U. M. F. A., og er það hin fyrsta samkoraa, sem félagið heldur í hús- inu. Þess væri vert að rainnast sðgu U. M. F. A. á þessum merku tímaraótum félagsin9, en rúmsins vegna er það ekki hægt, Verkam. verður að láta það nægja f þetta sinn að þakka félaginu gott og göfugt starf þau tuttugu ár er það hefir að baki og óska því allra héilla f framtlðinni.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.