Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 01.05.1926, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 01.05.1926, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN sér verk einn dag. Sem eru svo háfleygir f hugsunarbætti að þeir sjá öll þessa heims gæði f þvf einu að eignast nokkrar krónur. Svo sljófir fyrir mannræði sinu og stéttar- bræðra sinna, að þá vantar alla löngun tll að gera kröfur til þjóð- félagsins. Svo óvitandi um þegnskap sinn og svo óframsýnir, að þeim finst það framhleypni að kannast við að þeir séu menn, Verklýðshreif- ingin er ekki búin að starfa nógu lengi hér á landi til þess að hún megni að vekja þessa menn. 1. Mai er þó sérstaklega vel fallinn til að vera hátiðadagur verkalýðsins hér á landi. Yfirleitt fögnum vér íslendingar sumri og sól. Vaxandi starf eggjar til framtaks og gleði. Annatfminn fram- undan gerir kröfur til verkalýðsins um dáðrikt og slitalaust starf i þágu þjóðarinnar. Ekkert ætti betur við en að hátiðahaid verkalýflsins 1. Mai væri nokkurskonar vígsla til þess stsrfs, sem sumariö krefur oss um og velferö þjóðarinnar er undir komin. Enginn dagur beppilegri til að samstllla huga og „höndur hins starfandi lýðs og láta hann finna til máttar sins. Þess vegna verflur þess varla langt að bíða, að 1. Maí verði dagur verkalýðsins á íslandi. Kotungs- hátturinn hverfi og þarfasta stétt þjóflfélagsins hætti að biðja fyrir- gefningar á því alla æfi að bún sé til. Vér erum öll fædd til sama réttar. Vér erum öll þegnar hins sama rikis og eigum að vera jafn rétthá innan þess. Vér eigum að vera sjálfráðir, starfandi einstaklingar, en ekki þrælar annara stétta og eigin dáðleysis Þess vegna höldum vér 1. Mai hátiðlegan eins og samherjar vorir handan við höf. Efrideild Alþingis hefir samþykt 2000 króna styrkveitingu til Haraldar Björnssonar til ieiklistarnáms. Einnig átta þús krónur til flóabátsferða á Eyjafirði Sama deild leggur til að Kristfnu skáldkonu Sigfúsdóttur sé veittur styrkur úr rlkissjóði, 1000 krónur á ári með dýrtíðarupþbót. Skrá um eigna- og tekjuskatt í AkureyrarkaupstaO skawcárið 1925 liggur frammi — skattþegnum til sýnis — á skrifstofu bæjarfó- geta Akureyrar frá 1.—15. Mai n. k, aö báöum dögum með- töldum. Kærum út af skattinum ber að skila formanni skattanefndar innan loka framlagningarfrestsins. Akuréyri 29. Aprfl 1926. Skattanefndin, Hérmeð eru þeir, sem eigi hafa greitt fyrri hluta útsvara sinna þ. á., alvarlega ámintir að greiða þau nú þegar. Sérstaklega er skorað á þá, sem ætla að flytja úr bænum á þessu vori, að greiða gjöld sín áður en þeir fara. Innborgunum veitt inóttaka alla virka daga frá kl. 4—7 e. h. á skrifstofu bæjarins. Bœjargjaldkerinn. Ur bæ og bygð. Kvöldskóla Einars Olgeirssonar var sagt upp á Miðvikudaginn var. Steinþór Ouð- mundsson skólastjóri veitti uppsögninni for- stöðu vegna fjarveru Einars, sem dvelur um tfma á Vífilsstaðahæli. Auk kennara og nemenda voru viðstaddir aðstandendur nem, og bæjarfulltrúar. Skólan sóttu 17 nemend- ur allan tfmann, piltar og stúlkur, auk þess voru í enskutímum nokkrir nemendur úr 6. bekk Barnaskólans. Steinþór rakti f ræðu sinni þörf svona skóla og benti á hvað vakað hafði fyrir forgöngumanni hans. Er vonandi að hér sé vfsir að alþýðuskóla handa þessum bæ og er ekki að efa það, ef Einars nýtur við. Þessi vetur hefir sýnt það, að skólans var full þörf og vonandi tekst að halda honum áfram næsta vetur. Mishermt var i jarðarfararaugl. f sfðasta blaði nafn Hönnu Gísladóttur frá Svfnár- nesi. Er hún þar nefnd Anna en átti áð vera Hanna. í fyrrinótt andaðist hér f bænum ungfrú Olga Sveinsdóttir, Sölfasonar bakara Olga heitin var vel látin myndarstúlka, rösklega tvftug. Indriði Einarsson rithöfundur var 75 ára i gær Indriði er barnfjörugur enn og lætur hvergi bugast fyrir átökum Elli. Qeysir syngur á morgun kl. 5 í Sam- komuhúsinu Aðgangur kr. 1 50. Stúkan Norðurljós nr. 207 heldur fund Mánud 3. Maf kl. 8. Kosinn fulltrúi á Stór- stúkuþing, innsetning embættismanna, inn- taka, kvikmyndasýning o fl. Skugga Sveinn verður leikinn f sfðasta sinn annað kvöld, fyrir niðursett verð. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Halldór Friðjónsson. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.