Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 28.12.1927, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 28.12.1927, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN margt fleira en þetta, sem lagfæra þarf í lögunum, en hér ræðir um þau ákvæði þeirra, sem tiðustum ásteitingi valda. Og þar sem tveggja ára reynsla er þegar búin að fletta ofan af átakanlegustu axarsköftun- um, verður að treysta Alþingi — eins og það nú er skipað — til að bæta lögin, svo að gagni verði. Verður verkalýðurinn að fylgja málinu úr hlaði á þingmálafundum, og fulltrúar verkalýðsins á Alþingi að veita því atbeina til framgangs. Hér er um svo stórt mál að ræða, sem allir geta verið sam- mála um, að bið á lagfæiing stærstu gallanna er óþörf og óheppileg. Hér gildir það sama og svó viða annarstaðar, að ekki skal geyma það til morguns, sem gera má í dag. -----o------ Bingham Öldungaráðs- maður og kynrembing- urinn. Hiram Bingham öldungaráðsmaður frá Connectieut, er natfntogaður fyrir margra hluta sakir. Hann fór margar rannsóknarferðir til Suður-Ameríku á árunum 1909—1915. Og frá árunum 1905—1924 hefir hann kent ýmist sögu landafræði og stjómmálasögu við Princeton, Yale og John Hopkins há- skólana í Bandaríkj unum. En hann vakti þó mýlega meiri eftir- tekt en ef til vill nokkru sinni áður. Hann var þá gestur landsstjórans á Hawaiieyjum, W. E Farrington. Bing- ham er sjálfur fæddur í Honolulu. Nú var hann staddur þar á heimleið frá Kína. Hann var beðinn að halda ræðu, og sagði þá að haxm myndi vera eini amer- íski stjórnarfulltrúinn, sem nokkum- tíma hefði neitað að ganga inn fyrir dyrastaf Her- og Sjóliðsklúbbsins í Manila. Síðan skýrði hann við hvað hann átti. Hann hafði á leiðinni komið til Filipseyja og herforingjaklúbburinn ákvað að heiðra hann með samsæti. Hann spurði hvort helstu leiðtogum Filipseyjanna, t. d. forseta öldungaráðs- ins Manuel Quezon og leiðtoga sjálf- stjórnarmanna, Sergio Osmena öldunga- ráðsmanni hefði verið boðið. »Auðvitað ekki!« fnæsti ritari klúbbs- ins, og bætti við, að engum Filipseyja- manni — þeir eru malavisk þjóð — leyfðist að stíga fæti inn fyrir vébönd klúbbsins, nema þjónunum. »Þá þykir mér leitt að þurfa að skýra ykkur frá því, herrar mínir«, sagði Bingham, »að eg get ekki þegið heiðurs- boð yðar«. Þetta atvik notaði hann svo til að á- fellast þunglega oflátungshátt, dóna- skap, drembilæti, sérplægni, græðgi hræsni og frekju þá, er hann kvað fjölda trúboða, hermanna og kaupsýslu- manna sýna af sér í Austurálfu. Hann mintist t. d. á skemtigarðinn í Shang- hai, þar sem stendur yfir hliðinu: »Kin- verjum og Hindúum bannaður aðgang- ur«. Hann sagði einnig frá því að hann hefði farið inn í banka í Shanghai á- samt vini sínum, hámentuðum Kínverja, og þar hefði ensk bankaloka bolvað Kínverjanum eins og hann væri rakki, S£gt honum að fara til helvítis, af því hann kom þar að er hvítir menn gerðu viðskifti sín. Sagði Mr. Bingham að Bretar qg Bandaríkjamenn væru jafnir í þessu tilliti. Og endaði ræðu sína á því að segja að það væri þegar farið að bóla of mikið á þessum anda »hér á Sandwicheyjum«. — Gesti setti hljóða um stund; er sagt að landstjóri hafi drepið höfði til samþykkis. (Hkr.). -------o----- Gyðingahatrið í Ungverjalancli. Þjóðrembingsmenn í Ungverja- landi vilja banna Gyðingum að nema við háskóla þar; halda við banni því, er felst í hinum svokall- aða »numerus clausus«. Stjórnin vill þó afnema þessi ólög og hefir orðið hörð deila við háskólana, því Gyð- ingahatararnir (Antisemitar) hafa beitt ofbeldi og hent Gyðingastú- dentum út. Hafa orðið götubardagar í sumum háskólabæjum og lögregl- an orðið að berja á sumum æsinga- mönnunum. Frá útlöndum. Afvopnunarfundiirinn í Genf. Á afvopnunarfunduinum verða, auk fulltrúa þeirra landa, sem í »ÞjóðabandáIaginu« eru, einnigfull- trúar ráðstjórnarríkjanna. Kommún- istastjórnin sendir þangað þá Lit- winow, Lunatscharski, Ugarow og Pugatschew. Bandaríkjaforseti lýsir því samt yfir samtímis, að Banda- ríkin séu »neydd« (!) til að auka lofther og flota. »FrjálsIyndu« blöð- in í Englandi telja nú þegar væntan- lega tillögu Rússa um algera af- vopnun innan 4 ára óframkvæman- lega. Það sést nú þegar, hvernig áform- að er að blekkja aljiýðu aika ianda, svíkja friðarþrá mannkynsins einu sinni enn. • England og Indland. Enska stjórnin hefir nýlega sett nefnd, skipaða eintómum Englend- ingum, til að koma fram með tillög— ur um breytingu á stjórnarháttum Indlands. Vekur það óánægju í Ind- landi, að Indverjar skuli ekki eiga fulltrúa þar. Skora þeir á Verka- mannaflokkinn, að taka ekki þátt ! nefndinni og í Indlandi eru haldnir fjölmennir fundir, til að mótinæla þessari nefnd. Virðast allir flokkar Indlands standa þar saman gegn því, að láta Englendinga skamta sér stjórnfrelsi úr hnefa. Bratianu dauður. Bratianu, forsætisráðherra Rú- meníu, einn mesti auðmaður lands- ins og stjórnandi hins volduga bankahrings, er ræður þar næstum lögum og lofum, er dáinn. Hefir »frjálslyndi flokkurínn«, auð- mannaflokkurinn rúmenski, þar með mist mikið og líkindi eru nú til, að fylgi Carols krónprins, sem rú- menski fascisminn gerir nú að dýr- lingi sínum, vaxi núkið. Uarlism- anum« fylgja í Rúmeníu afturhalds- mennirnir, stórjarðeigendurnir, her- foringjar margir, og nú eru líkur tif,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.