Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 26.05.1928, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 26.05.1928, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Slysfarir. Það hörmulega slys vildi til hér app í bæjarlandinu í gærkvöldi, að drengur varð undir þúfnabana, sem þar var að verki. Drengurinn marð- ist til bana samstundis. Hann var 9 ára gamall, sonur Jakobs Karlssonar kaupmanns. -----o---- Finnur /ónsson sjötugur. Hinn 29. þ. m., verður Finnur Jónsson prófessor í Kaupmannahöfn sjötugur. Hann er fæddur hér á Ak- ureyri 29. Maí 1858. Engum efa er það bundið, að enn sem komið er, er prófessor Finnur frægastur þeirra manna, sem hér eru barnfæddir. Hann er, eins og kunnugt er, manna best að sér í norrænum fræðum, þeirra sem nú lifa, og lætur eftir sig mikið vísindalegt starf, í ritum sín- um um íslenska tungu og bókment- ir. Væri ekki úr vegi, að honum bærist einhver viðurkenningarvottur frá stjórnarvöldum bæjarins hér, þar sem vagga hans stóð, á sjötugsaf- mæli sínu. Komið hefir til tals, með- al þeirra manna hér, sem best þekkja prófessorinn, að yerðugt væri að hann væri gerður að heið- ursborgara bæjarins. Svo vel ber í veiði, að bæjarstjórnarfundur verð- ur haldinn á afmælisdegi hans, ef bæjarfulltrúunum finst ástæða til að heiðra hann. o ■ Kvenfélagið Framtíðin efnir til akemtisamkomu, merkjasölu og kaffi- veitinga á annan í hvítasunnu, sbr. auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. Hinir nýkornnu læknar, Pétur Jóns- son og Bjami Bjamason, verða báðir aðstoðarlæknar við sjúkrahúsið. Stein- grímur Einarsson læknir er alfluttur til Siglufjarðar, og tekinn við forstöðu hins nýreista sjúkrahúss þar. Úr *bœ og bygð. Fundur. Mánudaginn 28. Maí — ann- an í Hvítasunnu — verður fundur hald- inn í verkakvennafélaginu »Eining« kl. 3/2 e. h. í Skjaldborg. Áríðandi að konur fjölmenni á fundinn. Eins og auglýsing á öðrum stað hér í blaðinu ber með sér, byrjar Ármann Dalmannsson, leikfimikennari, náms- skeið fyrir stúlkur í fimleikum og knatt- leik n. k. Föstudagskvöld. Barnastúkan Sakleysið nr. 3 heldur fund á 2. í hvítasunnu kl. 2. Verður það síðasti fundur á þessu vori. Fulltíða félagar eru beðnir að fjölmenna, til þess að kjósa fulltrúa á Stórstúkuþing og unglingaregluþing, sem háð verða hér á Akureyri 5.—10. Júlí. Allir fulltíða félagar éru kjörgengir til unglinga- regluþingsins. Afli er ágætur á útmiðum, þegar beita fæst. Marga daga falla róðrar niður, vegna beituleysis. Vart hefir orð- ið við hafsíld úti fyrir. Ingvar Guðjónsson, annar erindreki einkasölunnar, er á heimleið með Dr. Alexandrine. Stjórnarráðið hefir ákveðið, að að- eins 25 nemendur skuli fá inntöku í 1. bekk mentaskólans í vor. Vandasamt verk verður að velja þá úr, strax í byrjun, sem hæfastir eru til að ganga mentaveginn. En bót er í máli, að hinn fyrirhugaði gagnfræðaskóli Reykjavíkur tekur vonandi til starfa í haust, og verður það þá hans hlutverk, að leiða fram þá möguleika, sem varpað kann að verða fyrir borð við hið þrönga hlið, sem til mentaskólans leiðir. U. M. F. A. fer í gönguför upp í Hamraborgir á annan í Hvítasunnu, kl. 9 árd. Lagt af stað frá Skjaldborg. Lagarfoss er væntanlegur í nótt. Brúarfoss kemur eftir hátíðina og fer hraðferð til Reykjavíkur. Fimleika- og Knattleikaæfingar Kvenna, hefjast Föstudaginn 1. Júní n. k- I. flokkur kl. 8. e. h. II. flokkur kl. 9. e. h. Tekið á móti byrjendum í II. fl. Ármann Dalmannsson. 2. Hvftasunnudag gengst kvenfél. »Framtíðin« fyrir merkjasölu, kaffiveitingum í barna- skólanum og fjölbreyttri kvöld- skemtun í Samkomuhúsinu, alt til á- góða fyrir Gamalmennahælissjóð Akureyrar. Akureyringar! Sýnið í verkinu að stofnun gamalmennahælisins sé á- hugamál ykkar. NEFNDIN. Húsnæði. Svefnherbergi og dagstofa (helst möbleruð) með nútíma þægindum, sem næst miðbænum, óskast frá Júh'byrjun til hausts eða vors. Tilboð ineð tilgreindri stærð, mánaðarleigu og ræstingu, óskast send í Kaupfélag Verkamanna inn- an Maíioka. Mjólk er seld í Gránu. Strandgötu 49. Helst föstum viðskiftamönnum um lengri tíma. Einar Ounnarsson. íbúðarhús brann á Siglufirði í gær- morgun. Mannbjörg varð, en af innan- stokksmunum bjargaðist sama og ekk' ert. Alfons Jónsson lögmaður átti húsið og bjó í því. Ritstjóm: Stjóm Verklýðssambandsiiue Frentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.