Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 11.03.1930, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 11.03.1930, Blaðsíða 3
VERKAMAÐURINN 3 Að óreyndu skal það ekki ætlað. Árið 1Q30 er merkisár í sögu þjóðarinnar. Ættum vér ekki að minnast þess með þvi að inna af hendi parflegt verk, fyrir oss, fyrir bæ vorn, fyrir þjóð vora. >Alþýðu- húsið* á að byggjast frá grunni á þessu ári. Vér getum það, ef vér viljum. ----o----- Leikhúsið. Eins og stuttlega var sagt frá i siðasta Verkam. er Ieikfélagið byrjað að sýna franskan gamanleik, sem heitir »Æfintýrið«. Efnið er ekki umfangsmikið eða sérlega sjaldgæft í skáldsögum og leikjum frá fyrri tíð. Blendin hefðarfrú hefir komist að því að sonur hennar hefir lagt hug á stúlku, sem dvelur á heimili þeirra, en kerla ákveður að stíja þeim sundur. Sonurinn er séndur burtu og frúin er að því komin að pússa ungfrúna saman við aðstoð- armann í fjármálaráðuneytinu, hálf- gerðan sérvitring, sem hefir nóg efni, en lítið annað er gengur í augu kvenfólksins. Alt er til. Brúð- urin komin íkjólinn, gestirnir bíða — en á síðustu stundu kemur elsk- huginn og nemur brúðurina^ burt fyrir nefinu á brúðgumanum og öllu veislufólkinu. Flóttinn endar hjá góðu ömmunni úti á landsbygðinni. Par lendir alt f misskilningi og ' leikarahætti, en endar vel eins og I æfintýrunum. Ungu hjúin ná saman og hinn ógæfusami brúð- gumi beygir sig undir dóm örlag- anna og er feginn að vera laus við alt giftingarumstang. Allur er leikurinn hinn spaugilegasti frá upp- hafi til enda og vel saminn. Héildarsýning leiksins tekst vel. Hefir hr. Ágúst Kvaran verið leið- beinandi, og hr. Freymóðurjóhanns- son leikstjóri iog annast útbúnað Ieiksviðsins, sem er mjög fallegt. D’Eguson greifa leikur hr. Friðrik Ásmundsson Brekkan. Oreifinn er hæglátt góðmenni Og fornminja- grúskari og tékst hr. Brekkan vel að sýna þessa hlið greifans. En gerfi hans mætti vera nokkru snyrti- Iegra og hann öllu hvassari er hann söðlar um í leikslokin og setur konu sinni stólinn fyrir dyrnar. Gisele d’Eguson, frúarskassið, leikur frú Emilía Jónasdóttir ágætlega. Tekst henni misfellulaust að ná fasi og raddblæ þessa sjóðbullandi vargs og ástríðufullu konu, sem ekki þekkir hóf í nokkrum hlut. flndré, son þeirra, leikur hr. Zófonias Árnason, djarflega og frjálst, en mætti vera' mýkri, og innilegri við ástmey sína. Helene de Trévillac, ungfrúna, sem alt rís út af, leikur ungfrú Dagrún Halldórsdóttir. Er leikur hennar yfir- leitt góður, og sumstaðar ágætur. Helst skortir hana innileik, bæði I framkómu við ömmuna og elskhug- ann. Er það mesta furða, á annari eins »keleríis«-ö!d og nú er, hve mörgu fólki gengur erfiðlega að sýna eðlileg ástaratlot á leiksviði. FrÚ de Trévillac. ömmuna, leikur frú Svava Jónsdóttir. Er hlutverk hennar það besta í leiknum og tekst frúnni vel að fylla það út, og sumstaðar ágætlega. F*ó mætti hún vera að- súgsmeiri sumstaðar, og skýrmæltari. Valentin le Barreyer, hinn ógæfusama brúðguma.leikurhr.JónNorðfjörðog gerir það snildarlega. Er leikur hans gæddur óvenjulegri nákvæmni — af óvönum leikara að vera — og yfirlætis- lausri »komik«, sem sjaldgæf er hér á leiksviði. Var hann, einn leik- enda, kallaður fram í leikslok fyrsta kvöldið, sem leikið var. Pá eru talin stærri hlutverkin. Leikendur eru alls 14. Smærri hlut- verkin eru öll sæmilega af hendi leyst, nema Jeantine, þjónustustúlka úti á landsbygðinni, þar sem 2. og 3. þáttur fara fram. Uagfrú Freyja Antonsdóttir sýnir þar persónu, sem fyrirfinst ekki hjá höfundum leiks- ins. Jeantine er látlaus »komisk« spegilmynd af alþýðufólkinu úti á landinu, með sínum sérkennilegu skoðunum á hlutunum og einkenni- lega talsmáta, en engin flennugerð- ur, sem hangir í pilsunum sínum I. O. Gr. T. Brynja nr. 99. Fundur annað kvðld £ venjulegum stað og tíma. Skemtiatriðú »VaðaIU. og hleypur um eins og fáviti. Er harla einkennilegt að leiðbeinandinn skuli hafa leyft það, að persóna sú, sem ungfrú Freyja sýnir, skuli hafa verið tekin inn f leikinn, en hinni slept, sem er hreinasti gimsteinn frá höf. hendi ef rétt væri sýnd. Áhorfendur virðast hafa skemt sér ágætlega það sem af er, og ekki eru líkindi til að það fari minkandt eftir því sem oftar verður leikið og meiri festa verður í sýningunum en næst í fyrstu leikjum. Smámisfellur eiga að geta horfið, listin að aukast, ýlhorfandl. ------o------ Úr bœ og bygð. Kristniboðsfélögin á Akureyri efna tit samkomu í fundarsal Hjálpræðishergins annað kvöld. Er samkoman haldin til að safna fé, sem senda á til trúboðsstöðvanna í Indlandi, og á að verja því til að bæta úr hungursneyð í landinu. Sira Friðrik Rafnar talar á samkomunni. 10. April s. I. andaðist í Winnipeg Ing- unn Jónatansdóttir, systir Sigurðar Jóna- tanssonar verkam. hér í bæ. Hún var síð- ari kona Hrólfs Matthiassonar frá Drafla- stöðum, föður Sigurðar Hrólfssonar skip- stjóra. Vestur um haf fóru þau 1903 og bjuggu lengst af í Winnipeg. Á Sunnudaginn var ekki hægt að hringja við messu í kirkjunni, af því enginn við- staddra kunni það vandaverk. Davíð Sig- urðsson ekki f bænum og Karl Sigurjóns- son veikur. Er ekki sjáanlegt annað en sóknarnefndin verði að halda hringjara- námskeið á næstunni, svo ekki Iendi f öngþveiti í annað sinn. NÝJA-BÍO sýnir hina vinsælu myndr »Alþýðumaðurinn« annað kvöld. Hvar- vetna sem þessi mynd hefir verið sýnd, hefir þótt mikið til hennar koma.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.