Verkamaðurinn - 01.07.1930, Blaðsíða 2
2
VERKAMAÐURINN
Annars verður ef til vill rakin bet-
ur meðferð þéirra valdhafa á vel-
gjörðamönnum mannkynsins, sem
láta uppfindingamennina svelta í
hel, en okra síðan á tækjum þeirra
— sem seigpína skáldin alla æfi,
en græða síðan á að gefa þau út
og leggja blömsveiga á grafir þeirra
eftir dauðann, — sem láta tónskáld-
in deyja ein og umkomulaus úr fá-
tækt, en dásama tónverkin á eftir.
Blöðum auðvaldsins er best að
reyna fyrst að afmá smánarblettinn
af auðvaldinu, sem hungurdauði
þúsunda be*stu brautryðjenda mann-
kynsins hefir á það sett, — áður
en þau fara að Ijúga frá rótum sök-
um á forvigismenn sosialismans og
sverta hið rísandi þjóðfélag kommú-
nismarts, sem nú þegar er á góðri
leið með að afnema það hrópandi
ranglæti, að verkalýðurheila oghanda
verði að hungra og svelta, meðan
auðmenn þeir er í allsneytum lifa
steypa mannkyninu i eymd ogvolæði
sakir þess að alt of mikið sé fram-
leitt af öllUí
E. 0.
-----0------
III.
Eftir er þá að athuga það, hvort
ástand það, sem nú er á afhend-
ingu síidarinnar til Einkasölunnar
veldur ekki beinu tjóni fyrir sjó-
mennina. Eg veit ekki betur en að
það sé algild regla, að skipaeigand-
inn fari með allan aflann eins og
hann sé hans óskift eign. Hann
einn ákveður hvar aflinn skuli lagður
upp til verkunar, og ef hann hefir
sjálfur síldarverkun, þá tekur hann
allan aflann á sína verkunarstöð,
enda þótt annað kynni að vera
hagkvæmara fyrir sjómennina. Pess
eru lika dæmi ennþá, að síld er
seld fersk, og er mér nær að halda
að útgerðarmennirnir leiti ekki sam-
þykkis skipverja til þeirrar ráðstöf-
unar, en skamti þeim þegjandi verð
það, sem hann selur fyrir, þótt
lægra sé en verð einkasölunnar.
Eignarréttur sjómannanna nær í þeim
tilfellum ekki lengra en það, að
hirða það verð fyrir framleiðsluna,
sem útgerðarmanninum þóknast að
setja á hana. Líklega er það vafa-
samt, hvort útgerðarmaður hefir
rétt til að selja hlut hásetanna fyrir á-
kveðið verð, án þeirra samþykkis. En
þess eru dæmi að þetta sé gert, og
ðruggast er að taka það fram í
samningum, að skipverjar ráði að
öllu leyti yfir sínurn aflahlut, geti
heimtað að fá hann verkaðan hvar
sem þeim sýnist, ef Einkasalan tekur
ekki umráð allrar útflutningssildar
að fullu í sínar hendur. Petta fyrir-
komulag ætti ekki að vera skipaeig-
endum óljúft, þar sem það léttir
algerlega sjóveðum af skipunum á
síldveiðunum, en sjómennirnir fá
öryggi sitt f þvi að gerast beinir
viðskiftamenn Einkasölunnar.
Á það má líka benda, að eins
og nú er, bíða sjómenn áþreifan-
legt tjón við það að framselja eign-
arrétt sinn til útgerðarmanna. Peir
fá í besta tilfelii síldarverð einka-
sölunnar greitt fyrir þá tunnutðlu,
sem skilið er við á bryggju, þegar
sildin er sðltuð úr skipinu. Nú er
það opinbert leyndarmál, að þegar
til útflútnings kemur, kemur altaf
út nokkru hærri tunnutala en fyrst
er lagt í. Einkasalan greiðir út-
gerðarmanninum fyrir útfluttar tunn-
ur, en vénjulegast mun hann aðeins
greiða sjómönnum fyrir frumsaltaðar
tunnur. Mismuninum stingur hann
f sinn eigin vasa — vitanlega í
algerðu heimildarleysi — en sjó-
mennina skortir alla aðstöðu til að
kalla eftir þessum mismun. Ef
einkasalan gerði upp við alla fengi
auðvitað hver sinn hluta af þessum
mismun orðalaust.
Pess eru dæmi, að útgerðarmenn
hér við Eyjafjörð gera tilraun til að
draga undir sig af aflahlut sjó-
manna þá 75 aura af tunnu, sem
Einkasalan greiðir meir fyrir síld,
sem verkuð er við Eyjafjðrð, vegna
ódýrari verkunarlauna. Á því leikur
vitanlega enginn vafi, að sjómenn
eiga að fá hlut sinn greiddan eftir
andvirði aflans við útflutning. Nú
verða menn ýmist að sætta sig við,
að útgerðarmaðurinn sölsi undir
sig nokkuð af réttmætri eign sjó-
mannanna, eða þá að þeir verða
að beita harðneskju til að ná því.
Einfaldasta ráðið til að fyrirbyggja
reiptóg um þetta er, að Einka-
salan greiði hverjum eiganda and-
virði sinnar síldar, beint og brota-
laust. Ættu skipshafnirnar að taka
sig saman um að krefjast þess fyrir
næstu vertíð.
f ráðningarsamningunum er ráð-
legast að taka það fram, að skips-
höfnin áskilji sér fullan umráðarétt
yfir sínum hluta aflans, jafnóðum
og hann veiðist. Til einkasölunnar
og ríkisbræðslunnar afhenda svo
sjómennirnir aflann sem eigin eign,
og sé eitthvað af aflanum selt fyrir
ákveðið verð, sæti skipsverjar þvf
aðeins söluverðinu, að þeir hafi
samþykt söluna. Um það atriði verð-
ur þó líklega afl atkvæða að ráða,
innan skipshafnarinnar, ef ágrein-
ingur er um sölu. Mér er kunnugt
um það, að t. d. Færeyingar fylgja
þeim sið, að bera undir skipshöfn-
ina allar ákvarðanir um sðlu, og
ættu okkar sjómenn ekki að þurfa
að vera eftirbátar þeirra um að taka
i sínar hendur ráðstöfun afla sins.
Pær opinberar ráðstafanir, sem þeg-
ar hafa verið gerðar til öryggis síld-
veiðunum, koma því aðeins sjó-
mönnunum að fullum notum, að
þeir séu ekki um of tómlátir við
að hagnýta sér þá bættu aðstöðu,
sem Síldareinkasalan og ríkisbræðsl-
an hafa að bjóða. Að þessu hafa
útgerðarmenn borið ríkulegri ávexti
úr býtum en vera þarf, samanborið
við sjómennina. Veldur þar að
nokkru Ieyti hik og uggur sjómann-
anna við að ganga eftir sínu, og ó-
verðskuldað vantraust á stjórnendum
Einkasölunnar.
Pví verður ekki neitað, að nokk-
uð hefir á skort undanfarin sumur,
um fastatök hjá stjórn Einkasöl-
unnar í einstökum atriðum, en lausa-
tök sjómanna á að heimta í sínar
hendur umráð afla síns, eru þó á-
reiðanlega hættulegri fyrir þá. Hvað