Verkamaðurinn - 27.09.1930, Side 2
2
VERKAMAÐURINN
Félag ungra jafnaðarmanna
Gagnfræðasknli Akureyrar
starfrækir kvöldnámsskeið á komandi vetri og hefst það 1. Nóv.
n. k. Kemur námskeið þetta í stað Alþýðudeildar Iðnskólans
er ekki verður starfrækt í vetur, vegna sameiningar Iðnskólans
og Gagnfræðaskólans. Engin kenslugjöld verða tekin af innan-
bæjarnemendum.
Ennfremur starfrækir Gagnfræðaskólinn Iðndeild, sem einnig
hefst 1. Nóv. n. k. Kemur hún í stað Iðnskólans.
Umsóknum um þátttöku í Kvöldnámsskeiðinu og Iðndeildinni
veitir kennari Jóhann Frímann á Staðarhóli móttöku (sími 264)
og gefur hann frekari upplýsingar um fyrirkomulag deildanna.
Akureyri, 25. September 1930.
Skólanefnd Gangfræðasknla Akureyrar.
heldur fund í »Skjaidborg< Sunnud.
28. Sept. kl. l*/2 e. h. F. U. J.
í Glerárþorpi er boðið á fundinn.
D AOSKRÁ:
1. Fréttir af Sambandsþinginu á
Siglufirði.
2. Fréttir frá heimkomnum félögumi
3. Félagsmál.
Félagar! Fjölmennið og mætið
stundvíslega. Sljórnin.
Myndi ekki ólíklegt að sölunni mætti
haga þannig: I hverjum kaupstað
væri útsala á síld. Síldin seld i
stykkjatali tii neytendanna á staðn-
um. Með því að flytja síldina úr
veiðiplássunum í heilum tunnum til
útsölustaðanna, sparast mikið fiutn-
ingsgjald. í smærri kaupstöðum gæti
þessi sala farið fram með sölu
annara vara, og þyrfti því sölukostn-,
aðurinn ekki að verða tilfinnanlegur.
Sveitaheimili mundu taka síldina í
Vi eða 'h tunnum.
Pá er að kenna þjóðinni átið. —
Námskeiðin virðast lítið hafa verkað.
Pjóðin þarf líka að læraað notfæra
sér síldina án fjölbreyttrar tilreiðslu.
Væri þá hugsandi að það kæmi að
gagni að verka hana á sérstakan
hátt handa þjóðinni. Pað er vitan-
legt að hinar ýmsu þjóðir, sem
kaupa af oss síld til neytslu, vilja
hafa hana tilreidda á mismunandi
hátt, jafn margvíslegan og þjóðirnar
eru margar, sem kaupa síld af oss.
Pað er því næsta líklegt, að ekki
þurfi annað, en finna upp sérstaka
verkunaraðferð fyrir íslendinga.
Verður í síðari hluta þessarar greinar
nánar vikið að þessu, en hér skal
á það bent, að hin lofsamlega til-
raun jóns Kristjánssonar með sölu
á sild, verkaðri á mismunandi hátt,
myndi þegar eftir næsta vetur máske
geta bent á hvað tiltækilégast væri
að gera fyrir fólkið í þessum efnum.
(Meira).
Útihljómleikum Lúðrasveitariunar >Hekiu<
verður I r e 11 a ð tii kl. 81/2 á Mánudags-
kvöld vegna löngskemtunar >Oeysis<
Spánarvjnin enn.
Siglfirðingar feta í
fótspor ísfirðinga.
Á fundi verkamannafélagsins á
Siglufirði var samþykt tillaga i þá
átt, að neita að afgreiða þau skip
á Siglufirði er hafa meðferðis áfengi.
Engum, sem nokkuð þekkir til,
blandast hugur um, að verkamanna-
félagið á Siglufirði stendur við sam-
þyktir sínar, engu síður en Isfirð-
ingar, og fram hjá þeim verður ekki
komist. Pað má þvítelja fullvíst, að
þessir tveir kaupstaðir hristi til fulln-
ustu af sér Spánarvínin á næstunni.
Verkamannafélag Akureyrar hefir
vínmálið til umræðu á fundi sínum
á morgun. Liklegt er að verkalýður
hér í bæ láti ekki á sér standa að
feta í fótspor stéttarbræðranna á
Siglufirði og ísafirði. Pað sem stjórn-
málaflokkarnir hafa hver eftirannan
gefist upp við í vínmálinu, ætti sam-
einuðum verkalýð landsins að tak-
ast að framkvæma. Ef verkalýður-
inn tekur sig ekki saman um að
þurka landið, verður það aldrei gert.
Slysfarir.
Hörmulegt slys varð á Seyðis-
firði á Priðjudaginn var. Hvolfdi
þar bát með 7 manns og druknuðu
allir. Var fólkið að heyflutningi á
litlum vélbát og árabát, sem það
notaði til að flytja á heyið úr landi
og fram í vélbátinn. Fólki, sem var
ásjáandi að slysinu, segist svo frá,
að fóikið hafi komið úr landi á ára-
bátnum og farið upp í vélbátinn
hvolfdi hOnum þá. Var þegar brugð-
ið við til hjálpar úr landi, en er
komið var á vettvang, var enginn
ofansjávar af bátsverjum. Fólkið,
sem druknaði var: Sigurfinnur
Mikaelsson frá Vestdalseyri, mað-
ur um fimtugt, og dætur hans þrjár
13, 11 og 10 ára. Einnig 3 bræð-
ur, synir Sveinbjörns Ingimundar-
sonar Vestdalseyri 20, 15 og 13
ára. Er mörgum austur þar harm-
ur í huga, sem von er. Líkin voru
öll fundin er síðast fréttist, nema
yngstu stúlkunnar.
Söngfélagið >Oeysir< heilsar upp á bæjar-
búa, éftir sumarhvíldina, með samsöng i
Samkomuhúsinu í kvöld kl. 9. Má búast
við honum tvíelleftum að raddkyngi og
fjöri, og ættu bæjarbúar að þakka fýrir
gott boð með þvi að fylla vel húsið.