Verkamaðurinn - 08.10.1932, Side 1
SEBRðMDBUBIHH
Otgefandi: Verklýðssamband Norðurlands.
XV. árg. t Akureyri, laugardaginn 8. október 1932. ^ 45. tbl.
.................4................................................................................
Hótanir kratabroddanna.
Senn líður að þeirri stundu, að
Trerkafólk í verklýðsfélögunum á
að fara að kjósa sér fulltrúa á Al-
þýðusambandsþing, það þing, sem
óhjákvæmilega verður að líta til
með talsverðum ugg, þar sem vit-
anlegt er, að á því reyna krata-
broddarnir, sem leitt hafa Alþýðu-
sambandið s. 1. tvö ár, að beygja
verklýðshreyfi'nguna svo undir
farg hinnar socialdemokratisku
svikapólitíkur, að ómögulegt verð-
ur fyrir verkalýðinn að hrista það
af sér í náinni framtíð, á þeim
grundvelli, sem landssamtök
verkalýðsins eru nú bygð á.
Fulltrúar auðvaldsins, banka-
stjóramir Jón Baldvinsson og
Haraldur Guðmundsson, Héðinn
Valdimarsson stórkaupmaður,
Stefán Jóh. Stefánsson hæstarétt-
armálaflutningsmaður og fleiri
hátitlaðir stórburgeisar ásamt öll-
um leiguþýjum sínum, með Ólaf
Friðriksson þar í broddi, skilja þá
örlagaþrungnu stund íslensku
verklýðshreyfingarinnar, þegar
hún er að verða svo sjálfstæð, að
verkalýðurinn sjálfur tekur mál-
efni stéttar sinnar í sínar hendur
og býr sig til þess að berjast bar-
áttu sinni á stéttagrundvelli en
ekki eftir hrossakaupapólitík
kratabroddanna, að þá er það, sem
þessir burgeisar, sem ennþá telja
sig sjálfkjörna foringja verka-
lýðsins slá út sínu síðasta trompf
og ógna verkalýðnum með því, að
þeir muni gera þá fulltrúa hans,
sem kosnir verða á Aþýðusam-
bandsþing, sem þeir nú eru farnir
að kalla Alþýðuflokksþing, rétt-
indalausa, ef þeir ekki, í einu og
öllu aðhyllist þeirra eigin svika-
pólitík. Til þess að fylgja þessu
fram og fullkomna hótunina,
senda þeir svo út frá sér yfirlýs-
ingaform, sem kosnir fulltrúar
eiga að undirrita.
Hvað er hér á ferðinni, spyr
margur verkamaður og verkakona.
Það sem kratabroddarnir ætla sér
með þessu, er hvorki meira né
minna en það, að í gegnum, að
beita verklýðshreyfinguna því of-
beldi, að verkalýðurinn sé ekki
lengur frjáls til þess að kjósa á
landsþing sitt, sem á að vera,
hvern þann fulltrúa sem hann
treystir til að fara með mál stétt-
arinnar, burtséð frá því hverri
pólitískri stefnu hann fylgir, þá á
með þessu að þvinga verkalýðinn
til að kjósa aðeins þá menn, sem
fúsir eru til, í einu og öllu, að
styðja og styrkja hið fallandi vald
kratabroddanna innan verklýðs-
hreyfingarinnar og gera þeim
fært að versla nokkuð lengur við
borgaraflokkana í skjóli áhrifa
sinna innan hennar.
Hin þróttmikla, róttæka hreyf-
ing, sem hefir vaknað á síðustu ár-
um, hefir skotið kratabroddunum
þann skelk í bringu, að nú er eina
ráð þeirra til áhrifa í verklýðs-
hreyfingunni það, að beita mikinn
hluta verkalýðsins því ofbeldi, að
neita honum um þann sjálfsagða
og skilyrðislausa rétt, að mega
kjósa til Alþýðusambandsþingsins
þá fulltrúa eina, sem hann treyst-
ir — og það á hann að gera, þrátt
fyrir allar hótanir. Franih< á 2 8ÍðUt
Samvinna — sundrung.
A sfðasta Alþýðusambandsþingi
var mjðg rætt um samvinnu milli
blaða verklýðshreyfingarinnar og á
hvaða grundvelli hún gæti tekiit.
Einar Olgeirsson, sem var kosinn f
nefnd þá, sem átti að athuga þetta
lagði fram svohljóðandi tillögu:
>10. þing Alþýðusambands ís-
lands álftur að samvinna milli allra
blaða verkalýðsins sé mðguleg á
eftirfarandi grundvelli:
1. að hin pólitfska stefna flokks-
ins sé stéttabarátta verkalýðs-
ins og alger andstæða viðhið
borgaralega rikisvald — og
2. að leyfð sé i blöðum flokksins
gagnrýni á forustu og stjórnar-
stefnu flokksins.
Með þessari tillögu teygðu kúmra-
únistar sig svo langt sem mögulegt
var tif samkomulags, en það kom
fyrir ekki. Kratabroddarnir gátu ekki
hugsað sér að starfa á grundvelli
stéttabaráttunnar og í andstöðu við
borgaraflokkana, því þá vissu þeir,
að bitlingapólitfk þeirra yrði að vera
lokið. Af ótta við gagnrýni á svika-
starfi þeirra og pólitísku braski, var
þessi tillaga feld og þar með kipt
burtu grundvelli sccialismans og
lýðræðisins innan Alþýðusambands-
ins.
Samningsvilji kommúnistanna kom
fyrir ekki og lengra gátu þeir ekki
gengið, nema að svíkja um leið
stéttabaráttu verkalýðsins og hug-
sjón socialismans. Svar kratabrodd-
anna við þessu samvinnuboði var
það, að samþykkja ákvæði til úti-
lokunar öllum róttækura verkalýð
úr verklýðshreyfingunni ogþá fyrst
og fremst útilokun allra kommúnista.
Pannig var samvinna kratabrodd-
anna.