Verkamaðurinn - 29.10.1932, Page 4
4
VERKAMAÐURINN
NYKOMIÐ
Kjólaseviot
KvenblÚSSlir ern,1'iUMri — einnig meö
ivvciiuiubaur |öngum og stuttum ermuffl>
Kvennærföt — Barnasokkar —
Sportsokkar — Silkisokkar —
bæði karla og kvenna
Skinnhúfur fyrir drengi og fuliorðna.
______________VERSLUNIN PARIS.
Akureyrarbær.
Dráttarvextir.
Dráttarvextir falla á síðari bluta útsvara f Akureyrarkaupstað árið 1932,
ef eigi er greitt fyrir 1. nóvember næstk. Dráttarvextirnir reiknast frá
1. september s. 1.
Bæjargjaldkerinn.
tir að þeim tfma að þeir verða að
atanda reikningsskap á gjörðum
sfnum, grfpa þeir til ofbeldisverka
innan verklýðshreyfingarinnar, til
þess að hindra uppgjðrið og úti-
loka alla frá sambandsþinginu, sem
ekki eru þeim ofurseldir. Pá munar
I, að geta verslað nokkru lengur
með verklýðshreyfinguna.
Annars er þess vert að athuga,
hverjir það eru, sem hafa gefið út
ályktun þá sem að framan getur
og til skýringar á þessu framferði
þeirra, verður getið um upphæð
þeirra bitlinga, sem þeir nú hafa.
Fyrst skal frægan telja:
tekjur kr.
Jón Baldvinsson bankastj. 32.000 00
Héðinn Valdimarss. forstj. 28.000.00
Stefán Jóh. Stef. hr.lögm. 12.000.00
Olafur Friðriksson ritstjóri 11.000.00
Sigurjón Ólafsson 7.500.00
og nokkrir minni spámenn krata-
klfkunnar sem skipa stjórn Alþýðu-
sambandsins.
Er ekki óliklegt, að þegar verka-
lýðurinn fer að hugsa um hvað
hér er að gerast, þá muni hann
komast að þeirri niðurstöðu, að
stjórn verklýðsmálanna f höndum
annara eins hátekjumanna og að
framan getur, muni að miklu leyti
verða háð þessari aðstöðu þeirra
og fá svip af hagsmunum þeirra
sjálfra en ekki verkalýðsins, sem
nægði eins árs laun sumra brodd-
anna, til að framfleyta Iffi heillar
fjölskyldu f allt að 20 ár og lifa
þó betra Iffi, en fjöldi gerir nú.
Er út frá þessu skiljanleg útilok-
unarstefna þessara sömu krata-
brodda.
En verkalýðurinn má ekki láta
bugast ( baráttunni fyrir rétti sínumj
Þrátt fyrir hótunina um útilokun
verða fulltrúarnir héðan að fara
suður og láta framkvæma hótunina.
Er þá að taka til annara ráða. Full-
trúarnir héðan hafa öflugan styrk,
’ þar sem eru fulltrúarnir frá Siglu-
firði, en þegar þessi ályktun krata-
brúddanna er samin telja þeir sér
vfst fylgi Siglfirðinga og víðar af
landinu, sem þó er ekki frekarfull-
vfst.
Er þess að vænta að sá hópur
verði fjölmennari en kratabroddana
varir, er starfa vill á grundvelli
stéttabaráttunnar og sodalismans,
gegn hrossakaupapólitfk og bitlinga-
brðlti þeirra.
Karlakór Akureyrar fór fyrir skömmu til
Húsavikur og Breiðumýrar og sðng þar á
báðum stöðum við dágóða aðsókn og
ágætar viðtökur.
Héraðslæknirinn heflr getið þess við
blaðíð, i tilefni af greininni um skarlats-
sóttina í siðasta blaði, að honum hefði
ekki verið kunnugt um veikina fyr en
hálfum mánuði eftir að hún hefðl borist
hingað á ný. Kvað hann að nú væri búið
að merkja þau hús, með rauðum miða,
sem veikin væri í.
Rússneskir verkfræðingar hafa fundið
nýjar kolanámur i Síberiu, sem talið er
að hafi að geyma 30 miljarða tonn af
kolum.
Til Moskva er nýkomin norsk sendi-
nefnd, cem á að semja vlð Rússa bm
framhaldsviðskifti. Leggja Norðmennmjög
upp úr að ná viðskiftasamnlngl við Rúss-
land.
Hvenær skyldi íslenska ríkið verða svo
hyggið að leita slíkra samninga?
Ábyrgðaxmaður: Einar Olgeirsson.
Epli^Jppelír,,?™
hjá Jóni Guðmann.
Hungurganga.
Viðsvegar af Bretlandseyjum hafa
safnast saman, að tilhlutun komm-
unista, um 2000 atvinnuleysingjar
og hafa þeir stefnt iör sinni tif
London.
Er ætlun þeirra að flytja fram
kröfur sínar og stéttarfélaga sinna,
sem heima sitja og þjást undan
atvinnuleysisplágunni, fyrir breska
þingið og hefir einn þingmaðurinn
farið fram á það að þeim væri
heimilað að senda fulltrúa sína
þangað og flytja þar mál sitt, en
forseti neðri málstofunnar kvað það
ekki leyfilegt.
Mannfjöldi mikill var saman kom-
inn er hungurliðið kom og gekk
inn f Hydepark, f vel skipulagðri
kröfugöngu.
Atvinnuleysingjarnir f Bretlandi
eru að vakna og heimta rétt sinn
og ber ekki ósjaldan við, að lög-
regluher sé sigað á krðfugðngur
þeirra og þeir skotnir niður.
Sfgur altaf stððugt meir og meir
á ógæfuhliðina fyrir breska heims-
veldinu.
Prentsmiöja Odds Björnssonar