Verkamaðurinn - 07.04.1933, Side 4
4
VERKAMAÐURINN
Lágmarkskauptaxti
Verkamannafélags Siglufjarðar.
Almenn dagvinna (yfir júlí, ágúst og september).............................. kr, 1.35 á klst,.
— » — (yflr alla aðra mánuði ársins) ...................................— 1.25 - —
Eftirvinna ...................................................................... - 1.80 - -
Skipadagvinna ................................................................ - 1.40 - -
Skipaeftirvinna ...... .............................................— 2.00 - -
Helgidagavinna.....................................................................- 3.00 - -
Mánaðarkaup í 2—4 mánuði.............................................. kr. 325 á mánuð
i 4-6 - . ........................................... - 300 - -
—»— í 6 mánuði og þar yfir...................................... — 280 - —
Próarmenn kr. 370 pr. mánuð ásamt 10% bækkun á eftirvinnukaupi. Til þrðarvinnu skal teljast sú vinna,
sem unnin er f þró, hvort sem unnið er við sfld eða þorskbein og skal reiknað kr. 1.40 pr. tfma ef um
tímavinnu er að ræða.
Vökumenn á síldarplönum: 400 kr. pr. mánuð, þar með taldar helgidaganætur. Helgidagavinna reikn-
ast frá kl. 6 sfðd. á laugardaga til kl. 6 árd. á mánudaga. Sama gildir um fyrsta sumardag, 1. maí, 20. maf,
17. júni og 1. desember.
Kyndarar 360 kr. pr. mánuð, og 2 kr. á klst. fyrir eftirvinnu og við ketilhreinsun.
Skipavinna talin ðll vinna í skipum hvort sem þau eru skráð fiskiskip eða fragtskip. Sama gildir um
vinnu í bátum milli skips og lands, meðtalin lestun þeirra og aflestun. Einnig uppskipun á kolum, salti, möl,
sandi, sementi, timbri, sildar- og beinamjðli, sfldaroliu og olfu. Kolavinna frá skipi i bing og úr bing f skip,
sé kr. 2.00 á klst. ef um tímavinnu er að ræða. Sé uppskipun á kolum eða salti unnin í ákvæðisvinnu, skulu
allir þeir sem verkið vinna hafa rétt til að ganga inn í ákvæðisvinnusamningana. Séu menn ráðnir upp á fæði
og búsnæði, skal það ekki reiknað meira en 80 kr. pr. mánuð.
Verkamenn fá hálftfma tvisvar á dag til kaffidrykkju án frádráttar. Ekki skaf kaffitfminn dreginn frá þó
unninn sé partur úr deginum.
Mánaðarkaup reiknast eftir 30 daga mánuði, eða f 26 virka daga. Og brot úr mánuði reiknast í 26 pörtum.
Stjórn félagsins er heimilt að hafa umboðsmann á hverri vinnustöð, til þess að Ifta eftir að kauptaxtinn sé
haldinn. Umboðsmaður hefur leyfi til að vera viðstaddur útborgun vinnulauna og ber vinnukaupanda að
tilkynna honum er útborgun fer fram. x
Öll vinna, sera unnin er frá kl. 6 að kvöldi til kl. 7 að morgni, reiknist eftirvinna. — Qildir það fyrir alla
vinnu, jafnt í verksmiðjum sem annarsstaðar, nema mennirnir séu ráðnir upp á mánaðarkaup. Mánaðarmenn
sem vinna næturvinnu, eru aðeins skyldir að vinna 5 nætur f viku fyrir mánaðarkaupinu.
Kauptaxtinn gildir frá 1. maf 1933 tii 1. mai 1934. Falli krónan úr núverandi gengi sfnu, áskilur félagið
sér rétt til breytinga á kauptaxtanum.
Bœjarvinnutaxti :
Dagvinna.................:............................kr. 1.56 á klst.
Vinna skal hefjast kl. 7 f. h. og standa til kl. 4 e. h. og einn hálftfmi án frádráttar f kaffihlé.
Að öðru léyti samhljóða alraennum taxta.
Ábyrgðarmaður Steingr. Aðalsteinssom
Prentsmiðja Odds Björnssonar.
Siglufirði 29. mars 1933.
Stj ó r n i n. Kau ptaxtan ef n d i n.