Verkamaðurinn - 06.05.1933, Blaðsíða 1
Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands.
xvi."árg. ::
Akureyri, Iaugardaginn 6. maí 1933,
23. tbl.
1. maí ájikureyri.
1. maí rann hér upp bjartur og
fagur. Sól skein t heiði og var
sem náttman vildi fsgna á sem
glegstan hátt öreigalýðsdeginum.
Kl. 2 fór verkalýðurinn að safnast
saman f og við Verklýðshúsið. Um
kl. 2'/z hófst samkoman úti með
þvf að mannfjöldinn, sem saman
var kominn sörg Internationalen.
Pvi nsst héldu Porsteinn Þorsteins-
son, Elísabet Eiríksdóttir ogjóhann
Kúld rsður. Að þeim loknum var
lagt á stað í kröfugönguna og bor-
in mörg áletruð kröfuspjöld, fánar
og borðar. Var krölugangan hin
skipulagðasta, gengu fjórir og fjórir
saman. Talið var, þegar bún var
nýlögð af stað og voru þáttakend-
ur um 270, en þegar kom út á
Eyrina fskkaði allmjög, þvi fólk
fór margt heim til sin þegar geng-
ið var fram hjá heimilum þess.
Oengið var niður Strandgötu og
út Hjalteyrargötu, síðan upp Gránu-
félagsgötu, suður Brekkugötu, upp
Kaupvangsstrsti, suður Eyrarlands-
veg, niður Spítalaveg og út Hafnar-
stisti f Samkomuhúsið. Var þetta
mjög löng ganga, enda. entust all-
margir ekki til að ganga alla leið.
1 Samkomuhúsinu héldu ræður:
Steingrímur Aðalsteinsson, Áskell
Snorrason, Ólafur Aðalsteinsson
og Jón Ouðmann. Sigþór Jóhanns-
' son Og Tryggvi Emilsson lásu upp.
Á milli rsðanna sungu allir verk-
lýðssöngva, en Karlakórverkamanna
Eöng nokkur lög á eftir næst á
undan leikhópssýningunni.
Fór alt vel fram og útisamkoman
truflunarlitið. Nokkrir hugsunar-
lausir strákbjálfar voru að leika
fasistafifl i kring, og höfðu þeir
nokkurn hávaða f frammi, en sem
ekkert sakaði samkomu verkalýðs-
ins. Stóðu þar fremstir ýmsir skát-
anna hér í bæ. Börn, sem áður
frömdu mesta truflun, létu nú ekki
heyra til sfn og mun skólastjóri
barnaskólans eiga sinn þátt i þvf,
að þeim leiðindum var aflétt.
Hvergi var unnið útivið svo
kunnugt sé og á öllum stærri
vinnustöðvum, þar sem faglærðir
menn vinna, s. s. Gefjun, báta-
smiðastöðinni o. fl. stöðum var
vinna lögð niður um hádegið. —
Hefir þannig mikið unnist á um
friðhelgi dagsins, en verður betur
að vera næst, þvi þá verður að
vinna að því að öllum söiubúðum
verði lokað.
Kratabroddarnir, Erlingur & Co,
hundsuðu daginn algerlega, þeir
reyndu ekki einusinni að fara i
kirkju, eins og kratabrsður þeirra
i Hafnarfirði. Unnu þeir sundrung-
arstarf sitt i fylsta máta og hindr-
uðu að nokkur, sem fylgir þeim,
gengi í samfylkingu verkalýðsins.
Er ilt til þess að vita, að stór hóp-
ur verkalýðsins skuli láta slíka
menn og kratsbrcddarnir i Akur-
eyrarbæ eru, hafa það vald yfir sér,
að hann þori ekki að fylkja sér
undir merki samfylkingar verklýðs-
stéttarinnar 1, maí. Vonandi verður
ekki svo næsta ár.
Atvinnuleysi [hefir [bærinn verið að
myndast við að láta skrá þessa dagana.
Braut bæjarstjórnin lög á verklýðsfélögun-
um er hún tók af þeim skráninguna.
Að morgni 1. maí fanst i fjörunni fyrir
framan brjarfógetahúsið, lik unglingsstúlku
héðan úr bænum, Helgu Jónsdóttir Lækjar-
götu 6.
Úivarpsstríð.
Verklýðsríkið rússneska hefir bygt
ógrynni útvarpsstöðva og viðtöku-
tæki má heita að séu að verða i hvers
manns eigu, þvi þar er útvarpið
notað til hagnýtrar kenslu og fræðslu
á vandamálum mannkynsins. Hefir
verið mjðg útvarpað áýmsum tungu-
málum margskonar fróðleik um upp-
byggingu socialismans f Rússlandi.
Eftir að blóðhundurinn Hitler tók
við völdum f Pýzkalandi og ógnar-
stjórn hans fór að myrða og fang-
elsa forustulið verkalýðsins fóru
Ráðstjórnarrtkin að útvarpa meir á
þýsku en áður. En fasistaliðinu lík-
aði það illa og tóku til að senda
út frá sfððvum sfnum org og óhljóð
til þess að trufla útsendingu vérk-
lýðsríkisins. Rússneski verkalýður-
inn hefir svarað þessari árás fasista-
böðlanna með þvf að telja sig
albúinn til þess að hefja útvarps-
strfð.
Eftirtektarvert er, að það einasta
sem Hitlersböðlarnir geta svarað
rökum og áþreifanlegum dæmum
um uppbyggingu socialismans f
verklýðsríkinu með, er með orgum
og óhljóðum og er það skýrt dæmi
um fánýti og eymd skipulags þess,
sem þeir berjast fyrir með blóðug-
um brandi.
Nýlega hefir tekið aftur til starfa
i Moskva sfærsta útvarpsstðð heims-
ins (500 kw.) og útvarpar hún á
bylgjulengd 1481. — Hefir ekki
heyrst f henni fyr, slðan 7. nóv. í
baust, að H. K. Laxness talaði
þaðan.
Síldveiði er allmikil nú hér innra, en
fiskur hefir verið tregur. í gær fiskaðist
þó allvel i Ólafsfirði og Hrísey.