Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 18.07.1933, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 18.07.1933, Blaðsíða 1
VERKAMAÐURINN Útgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XVI. árg. * Akureyn, þriðjudaginn 18. júlí 1933. • 47. tbl. Verkalýður Akureyrar! VerklýðSSÍOUr á SÍgit Sameinast — og sígurinn er vís! Auðvaldið á Akureyri hefir unnið einn Pyrrhusarsigur — með aðstoð erindreka sinna í her- búðum verkalýðsins. Með 650 atkvæðum var Guðbrandur is- berg kosinn á þing. En fulltrúi þess verkalýðs, sem fylkir sér undir forustu Kommúnistaflokks- ins, Einar Olgeirsson, fékk 522 atkvæði, en hafði síðast 434, hefir bætt við sig 88 atkvæðum og hefir nú bak við sig 35% kjósenda. Stefán Jóhann Stefánsson fékk 335 og munu þar af vera verJc- lýðsatkvæði rúm 100, hitt milli- stéttamenn og mestmegnis Fram- sókn. Nægði þetta brot úr verka- lýðnum, sem þeim kratabroddun- um tókst að kljúfa út úr til að tryggja íhaldinu þingsætið — í þetta sinn. En fyrst og fremst eru þessar kosningar samt sigur fyrir Kommúnistaflokkinn, eina flokk verkalýðsins og sósíalismans. Hann hefir aukist um 20%, þrátt fyrir harðvítugustu árásir, og fylgi hans er um leið tvímæla- laust margfalt traustara og ein- beittara en síðast, sökum þeirrar geysilegu skerpingar, sem orðið hefir á stéttabaráttunni síðan 1931. En nú ríður á að halda áfram og nota þennan sigur fullkomlega -— sameina allan verkalýð Akur- •eyrar til sigurs yfir auðvaldinu í hagsmunabaráttunni og til sigurs yfír íhaldinu við næstu kosning- ar, sem geta orðið í haust. Á hverri einustu vinnustöð verður að vinna af kappi að því að fylkja verkalýðnum sjálfum til baráttu fyrir brýnustu dægur- kröfum sínum, fyrir því að taxt- ar verklýðsfélaganna séu haldn- ir. Á hverri vinnustöð verður að mynda samfylkingarhópa og -nefndir verkamanna og kvenna án tillits til pólitískra skoðana. Á hverju skipi þurfa að starfa slíkir hópar til baráttu fyrir iág- markstryggingu og öðrum bótum á kjörum sjómanna. Takmarkið með öllu þessu starfi verður að vera: að skaga f dægurburáttunni sameiningu alls verlcalýðsins um stéttarhagsmuni sina, afmá meS því í veruleikan- um klofninginn í verklýðshreyf- ingunni', skilja kratabroddana eft- ir hjá atvinnurekendunum, ein- angraða og yfirgefna, en gera verklýðsstéttina svo sterka og volduga, að hún virkilega verði ósigrandi. Sigurinn í þessari kosninga- baráttu verður að gefa hverjum einasta verklýðssinna kraft og þrótt til að margfalda starf sitt fyrir hreyfinguna, einbeita þeim á þýðingarmestu vinnustöðvarnar og slaka hvergi á uns fullur sigur er fenginn. Verklýðssinnar í »Verklýðsfé- Framhald á 4. síðu. Atvinnurekendur vildu greiða „Erlings-taxtannu en verlcakon- urnar mótmœltu. Samningar undirskrifaðir. Á Siglufirði ætluðu atvinnurek- endur að sigla í kjðlfar stéttarbræðra sinna hér og greiða hinn svokall- aða >Eriingstaxta«. Verkakvenna- félögin vildu ekki ganga að þeim smánarboðum, sem f honum eru falin og ákváðu að halda við þann taxta, sem þau hefðu samið og fylktu verkakonur sér um þá á- kvörðun. Pað merkitega skeður þá, að Al- þýðusamband isiands hófar verkbannni á allar sildarverkunarstöðvarnar, ef ekki sé gengið að taxta fálaganna. Hafa nú verið undirskrifaðir samn- ingar við sildarsaltendur og unnu vérkakonurnar fullkominn sigur, og Alþýðusamb.stjórnin hefir neyðsttil að dæma, með verkbannsbótun sinni, Erlings-taxtann sem taxta at- vinnurekendanna, eins og hann f raun og veru er. Ættu verklýðsfélögin hér á Akur- eyri að notfæra sér afstöðu Alþýðu- sambandsins og knýja það fram tií þátttöku f að hrinda hinni svfvirði- legu árás E. F. og annara atvinnu- rekenda. Ótti Alþýðusambandsstjórnarinnar við þverrandi fylgi sitt norðaniands rekur það til, að taka fastari tökum á kaupgjaldsmálum verkalýðsins, en kratabroddarnir sjálfir vilja, en þenn- an ótta verður verkalýðurinn að not- færa sér og hefja baráttu fyrir fullu taxtakaupi og afnámi Erlings-taxt- ans hér á Akureyri.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.