Verkamaðurinn

Tölublað

Verkamaðurinn - 03.04.1934, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 03.04.1934, Blaðsíða 1
VERKA URINN ÍJtgefandi: Verklýðssamband Norðurlands. XVII. árg. Akureyri, þriðjudaginn 3. apríl 1934 28. tbl. Sendinefnd til verklýðsríkisins í vor. Meiri atvinnubótavinnu og burt með hvíta liðið! Raddirnar um atvinnu hafa veriö hiværari, a'mennari og ákveðnari hér á Akureyri á þessum vetri, en nokkru sinni fyr. Strax sl. baust fann verkaiýðurinn það að full ástæða var til þess, eftir rfra sumar- vinnu, að krefjast þess af forráðs- mönnum bæjarfélagsins að stofnað yrði til atvinnubóta f vetur. Eins og kunnugt er báru bæjarfulltrúar yfirstéttarinnar ýmsu við og tókst á þann hátt að hindra það fram yfir bæjarstjórnarkosningarnar, að nokkur veruleg samfylking næðist um atvinnubótakröfurnar. Og þegar samfylking atvinnuleysingjanna var orðin það ákveðin og vfðtæk að bæjarstjórnin sá að hún gat ekki, með sínum gðmlu og snjáðu vopn- um, hindrað verkalýðinn i að knýja krðfur sfnar fram, þá greip hún til þess ráðs að stofna hvitliðiö, til þess að gæta með ofbeldi hags- muna sinna. Samt sem áður taldi hún sig ekki öruggari en það, að hún sá að sú ráðstöfun út af fyrir sig myndi ekki nægja til þess að lama baráttu atvinnuleysingjannn, og hindra það að þeir fylgdu kröfum afnum eftir uns þær yrðu samþykt- ar og framkvæmdar að fullu, þess- vegna tók hún það fangaráð að veita ofurlitlum hluta atvinnuleys- ingjanna vinnu, ef ske kynni að með þvf móti tækist að hindra það að þeir berðust áfram með félögum sfnum, sem enn hafa ekki fengið vinnu. En bæjarstjðrnin mun sannfærast um það að báðar þessar ráðstafanir eru ófullnægjandí. Verkalýðurinn á Akureyri er orðin það þroskaður að bann lætur ekki blekkja sig og hindra áfrarohaldandi baráttu fyrir vinnu og brauði. Honum er það Ijóst að hann verður að halda áfram baráttunni, til þess f fyrsta lagi að tryggja það, að atvinnubótavinnunni verði haldið áfram sem lengst og f öðru lagi til þess að krýja fram atvinnubóta- vinnu handa fleiri manns. Verkamennirnir, sem þegar hafa fengið atvinnubótavínnu, ski'ja það mætavel, að þeir verða að halda baráttunni áfram, til þess að tryggja sér fleiri vinnustundir en bæjar- stjórnin ætlar að skamta þeim (48 stundir), og bæjarstjórnin má vera þess fullviss, að hún getur ekki tal- ið einum einrata verkamanni tiú ura að hann geti lifað af þeirri vinnu marga mánuði og að slíkur sultarskamtur sé þessvegna sann- gjarn. Atvinnuleysingjarnir og þeir verka- menn, tem þessa dagana hafa vinnu, munu þessvegna treysta samfylk- ingu sfna meira en nokkru sinni áður og herða baráttuna fyrir at- vinnu um helming. Og jafnframt þvf mun verkalýð- urinn berjast af alefli fyrir upplausn hvfta liðsins. Á fundi Verkamannafélags Akur- eyrar 2. þ. m. kom fram megn óá- Framhald á a. síðu. Verkalýð Akureyrar býðst að senda 1 fulltrúa. . Söfnun verður að hefjast strax. Eitt af skæðustu vopnum auð- valdsins í baráttu þess gegn verkalýðnum, eru lygar þess og rógur um verklýðsríkið í austri, Sóvét-Rússland. Með lygunum um hungur og hömiungar í ríki verkalýðsins hyggst borgarastétt- in að sjá svo um, að í augum verkalýðs og smáframleiðenda sé hið sama ástand ríkjandi í Sóvét- landinu, og hér í hörmungaþjóð- félagi auðvaldsins. Þar með á að leyna alþýðu til sjávar og sveita hinni glæsilegu uppbyggingu og framförum, sem eiga sér stað þar eystra undir forustu Kommún- iátaflokksins, drepa trú hins kúg- aða verkalýðs í auðvaldsheimin- um á framkvæmd sósíalismans og sá ryki móðleysis og svartsýni í augu honum, til þess að halda honum frá hinni markvísu stétta- baráttu. Þekkingin á því sanna um hina sósíalistisku, glæsilegu uppbygg- ingu, um hin efnalegu og menn- ingarlegu stórvirki, sem verka- lýður og vinnandi bændur í Sóv- ét-RússIandi hafa unnið undir forustu Kommúnistaflokksins — er aftur á móti eitt hinna skæð- ustu vopna, sem íslenzk alþýða til sjávar og sveita gæti aflað sér í

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.