Verkamaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verkamaðurinn - 10.04.1934, Qupperneq 4

Verkamaðurinn - 10.04.1934, Qupperneq 4
4 VERKAMAÐURINN KAUPTAXTI Verklýðsfélags Austur-Húnvetninga. Fundur baldinn í Verklýðsfélagi A. H. á Blönduós, fimtud. 29. mars 1934, samþ. að kauptaxti í skipavinnu hér i staðnum skuli vera frá 1. aprll I ár til 1. aprll 1935: í dagv. kr. 1.20, f nætur- og helgidagav. 1.70. Vinnuskilyrði skulu vera þessi: 1. Að skrásettur félagi i Verklýðsfél. hafi forgangsrétt til vinnunnar á öllum tfmum, enda komi þeir I tæka tlð á vinnustað. 2. Að nú á þessu vori verði látin fara fram viðgerð á bátunum, sem notaðir hafa verið að undanförnu við skipavinnuna, svo að þeir geti taliat sjófærir enda dæmi verkamenn sjálfir þar um. En sé það ekki framkvæmanlegt vegna þess hvað bátarnir séu af sér gengnir, séu keyptir nýir bálar. 3. Að bygt verði nú I sumar skýli við bryggjuna fyrir verkamenn til að matast I og hafast við I þegar beðið er eftir vinnu. 4. Að önnur leiðm til vinnunnar eða frá henni verði reiknuð í vinnu- timanum ekki styttri en XU klst. 5. Að kaup vtrkamannanna verði greitt I peningum jafnóðum Og vinnu er lokið. Almenna vinnan. Sömuleiðis ákveður fundurinn: 1. Að lágmaikskaup fyrir fullvinnandi menn, eldri en 16 ára, skuli vera frá 1. mal n. k. til 1. maí 1935, I dagv. kr. 1.00, I eftirv. kr. 1 25, I nætur og helgidagavinnu kr. 1.75. Dagv. telst 10 stundir, frá kl. 7 að morgni til kl. 6 að kveidi og I þeim tíma sé 1 klst. til matar en tveir hálftlmar til kaffidrykkju án frádráttar á kaupt. Sé um tvo matartíma að ræða, klst. I hvett Sinn, en sama tlma og fyr er getið I kaffihlé, þá má dagv. standa frá kl. 7 að morgni til kl. 7 að kveldi. 2. Fyrir fullvinnandi kvenmenn, e'dri en 16 ára, skal kaupgjald vera: í dagvinnu kr. 0 75, f eftirv. kr. 1.00, I nætur- og helgidagav. kr. 1.25. 3. Að félagar Verklýðsfélags A. H. séu teknir öðrum fremur í vinnu og sé þar farið eftir tillögum stjórnnr Verklýðsfélagsins. 4. Að ðll vinna sé greidd f peningum vikulega. 5. Að verkamenn séu tluttir frá og til þess kaupstaðar, sem næstur er vinnustað, um heigar, ásamt þeim nauðsynjum er þeir þurfa að hafa með sér i eða frá vinnunni. Fréttaritari. Nokkrar rúllupylsur « Magnúsi Gislasyni, Ránargötu 2. |>orps fram krafta sína til fjár- söfnunar til handa fulltrúa sínum þangað austur og skoðar það sem einn þýðingarmikinn þátt í cUeg- urbaráttu sinni við auðvaldið. Verkamenn til sjós og lands og verkakonur! Takið nú öflugan þátt i söfnun peninga til Sovét-sendifararinnar. Leggið sjálf aura af mörkum eft- ir getu. Sjáum svo um að nsegir pening- nr hafi safnast fyrir 20. þ. m. héldu fleiri hundruð bændur í Kalabríu í fylkingu til borgarinn- ar Bnestari og söfnuðust þar saman úti fyrir ráðhúsinu og mótmæltu hinum drepandi skatta- álögum. Þegar lögreglan og her- liðið kom á vettvang, brendu bændurnir mynd af Mussolini á torginu. Þá reyndi fulltrúi fas- istastjórnarinnar að sannfæra lýðinn, og óx þá ólgan um helm- ing og endaði með áhlaupi á ráð- húsið, sem síðan var kveikt í. Hersveitirnar úr nágrenninu voru nú kallaðar til aðstoðar, og eft- ir nokkra tíma tókst herliðinu að slökkva eldinn og tvístra kröfu- göngunni. í 12 ár hafa fasistarn- ir í Italíu skoðað hvert verkfall fjandsamlegt ríkinu og ólöglegt. Þrátt fyrir það votta hagskýrslur ftalíu, árið 1933, að 49 verkföll hafi átt sér stað (39 í iðnaðinum en 10 í landbúnaðinum). Á s. 1. 7 árum hafa verkföllin aldrei verið jafnmörg í landbúnaðinum eins og árið 1933. Þrír negrar myrtir. Fregnir frá New York herma, að 6 svertingjar hafi verið dæmd- ir til dauða, er þeim gefið að sök, að þeir hafi nauðgað hvítum kon- um. í ríkinu Missisippi, hafa 3 negraunglingar, sem voru dæmd- ir til dauða af sömu ástæðu, verið hengdir. Þessar fréttir eru nýjar sann- anir fyrir því að kynbálkahatrið blómstrar ennþá í Ameríku, Fleiri vinnustundir. Á fundi Verkamannafélags Ak- ureyrar s. 1. sunnudag, var eftir- farandi tillaga samþykt með sam- hljóða atkvæðum: »Vegna þess að þeir, sem hafa orðið atvinnubótavinnunnar að- njótandi, munu alment aðeins hafa fengið 48 tíma vinnu, krefst „ Verkamaðurinn“ málgagn Verklýðssambands Norðurlands, kemur út tvisvar í viku. Áskriftargjald 5 kr. árgangurinn. — Ritstjórn og afgreiðsla Eiðsvallagötu 20. Simi 314. Akureyri. fundurinn þess af bæjarstjórn Akureyrar að hún hlutist til um það að hver sá einstaklingur, sem kemst í bæjarvinnuna, fái þar ennþá fleiri vinnustundir«. Ábyrgðarm.: Steingrímur Aðalsteinsson Prentsm. Odds Björnssonar.

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.